Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 8
8
D A G U R
Miðvikudaginn 12. sept. 1951
Ðr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri:
Svar i „skaffgrelðanda"
Síðasti „Alþýðum." birtir eina
af sínum dæmalausu rógsgrein-
um um skattstjórann og niður-
jöfnunarnefndina. Odrengskapur
og rógskrif hafa lengi verið sér-
grein þessa blaðs, en svo langt er
gengið með síðustu grein, að
jafnvel ritstjórinn lætur sem sér
sé nóg boðið. Til þess þó að
bregðast ekki eðli sínu og inn-
ræti birtir hann greinina nafn-
lausa ,og ber hann því ábyrgð á
henni, enda þótt hún sé undirrit-
uð „skattgreiðandi“.
Höf. telur upp útsvör og skatta
margra hér á Akureyri og er eitt-
hvað hneykslaður á ósamræmi í
þeim. Eigi eru þó nefnd nöfn.
Vitanlega er ekki heimilt að gefa
opinberlega skýringu á orsök
þessa meinta misræmis, því að
ekki er hægt að skýra frá heimil-
isástæðum nafngreindra manna í
opinberum blöðum. Vert er þó að
benda „skattgreiðanda“ á, að
tekjuskattur er oft áætlaður
vegna vanrækslu á framtali o. fl.,
en útsvarið er ekki ávallt lagt á
eftir þeirri áætlun. Algengasta
misræmið stafar þó af því, að
niðurjöfnunamefnd slær af út-
svörum eftir reglunni um efni og
ástæður, og hefur hún samkv.
lögum ótvírætt vald til þess.
Onnur útásetningin er sú, að
niðurjöfnunarnefndarmennirnir
hlífi sér og sínum nánustu. Er
þetta mjög alvarleg og ódrengi-
leg ásökun. Væri fróðlegt að
heyra, hvernig höfundur ætlar að
standa við þetta. Nefnir hann
form. niðurjöfnunamefndar sem
sönnun. Farið er þó rangt með
flest í þeim samanburði. Er það
ómakleg aðdróttun, að hann hafi
haft áhrif á útsvar sitt, enda var
hann ekki viðstaddur, er það var
lagt á. Sömu reglur gilda um
hann og aðra. — Aðalrúsínan í
greininni er þó árás á mig. Er
talið furðulegt, hvaða „vald
skattstofunni er falið um álagn-
inguna“. Mér er ekki kunnugt
um, að henni sé falið nokkurt
vald. Mér er ekki kunnugt um,
að skattstofan ákveði nokkurt
útsvar. Niðurjöfnunarnefndin
fjallar um hvert einasta útsvar.
Höfundur segir orðrétt: „Þá
mun það einsdæmi hér á landi og
sjálfsagt í víðri veröld, að skatt-
stjórinn sé bæjarfulltrúi og nið-
jöfnunarnefndarmaður allt í
senn.“ Það er ekki ófróður mað-
ur sem talar hér! Allt er þetta
ósatt. Til skamms tíma var skatt-
stjórinn í Rvík form. niðurjöfn-
unarnefndar að lögum! Þessu
var breytt að ósk skattstjóra
vegna annríkis hans. Skrifstofu-
stjóra skattstjóra er skylt að lög-
um að aðstoða niðurjöfnunar-
nefnd. Þar sem ekki eru skatt-
stjórar í bæjum á íslandi, eru
bæjarstjórar bæði formenn nið-
urjöfnunarnefndar og skatta-
nefndar. Það er borgaraleg
skylda að vera í bæjarstjórn, og
hlýtur mér því að vera heimilt
að vera það! í Hafnarfirði er
skattstjóri. Kratar hafa þar meiri
hluta bæjarstjórnar. Skattstjór-
inn er krati, og hann er í niður-
jöfnuunarnefnd. Eigi hef eg heyrt
að kratar hafi lmeykslast á þvi,
og eigi er mér kunnugt um, að
hann hafi orðið fyrir árásum af
pólitískum andstæoingum út af
þessu.
Höfpndur telur mig „liggja
hlífðarlausan undir háskalegum
grun um ,,partisku“.“ Skora eg á
hann að' birta einhver dæmi' um
þessa „partisku“.-Geti hann það
ekki, þá v.erður hann að.sætt.a.sig
við naínbóti,na rógberi,
Annars vil eg benda „skatt-
greiðanda“ á, sem að öllum lík-
indum er krati ,að hægt er að
kæra yfir verkum mínum til yf-
irskattánefndar, en formaður
hennáf ér flokksbróðif hans,
bæjarfógetinn. ;
Athugasemd
Það er rétt athugað hjá íslend-
ingi, -að skekkja hefur orðið hjá
mér á einum stáð í útreikningi
útsvara í Reykjavík. Eg sagði að
útsvar af kr. 25000 væri þar kr.
1420, en á að vera kr. 1355.
Skekkja þessi stafar af því, að
mér sást yfir það, að ákveðið var,
að útsvör frá 1000-1995 hækkuðu
aðeins um 5%, en útsvör þar fyr-
ir ofan um 10%. Að vísu hafa
Reykvíkingar kært þessa mis-
munandi hækkun, sem ólöglega,
og býður það úrskurðar dómstól-
anna, hvort svo sé. Eg hef ekki
getað fundið aðra skekkju í út-
reikninginum, enda hefur ritstj.
íslendings ekki bent á það. Rit-
stjórinn er prýðilega glöggur
maður á tölipr og hann veit það
vel ,að Reykjavík leggur mun
hærri útsvör á þurftartekjur fjöl-
skyldumanna en Akureyri. Aftur
á móti skal það viðurkennt, að
útsvör á einhleypinga og hátekj-
ur eru hærri á Akureyri en í
Reykjavík.
Eg veit, að hvorki ritstjóri ís-
lendings né eg viljum láta
Reykjavíkurblöðin halla á Akur-
eyri. Vil eg að Dagur leiðrétti, ef
Tíminn hallar á Akureyri og svo
ísl., ef Morgunblaðinu verður
slíkt á. Þyrfti hann því að byrja
á því að leiðrétta það, sem stóð í
næst síðasta sunnudagsbl. Morg-
unblaðsins, að hjón með 3 börn á
Akureyri greiði kr. 915 af
20.000 kr. tekjum. Sannleikurinn
er samt sá, að útsvar af þessum
tekjum er kr. 330 — á Akureyri,
en kr. 680 í Rvík. — Annars er
það undarlegt, að deila þurfi um
staðreyndir sem slíkar.
Kr. Guðm.
Herbergi
er til leigu fyrir kvenmann
eða reglusaman karlmann.
Aðgangur að síina og nauð-
synlegustu húsgögn geta
fylgt. Hentugur staður fyr-
ir nemendur í framhalds-
skólunum.
Afgreiðslan vísar á.
Stúlka
óskast nú þegar eða 1. okt.
Guðm. Björnsson
Sírni 1788.
úsgögn
Við smíðum fyrir yður hús-
gögn, bæði lieil sett og ein-
staka liluti. Höfum nokkur
sýnishorn í búðinni lijá
Stefni. Kynnið yður verð
og greiðsluskilmála áður en
þér ákveðið önnur kaup.
Armann & Gísli
Tvö samliggjandi
herbergi óskast á góðum
stað í bænum frá 1. okt.
Sími 1576.
FATAEFNI
Nýkomin góð efni í karl-
mannaföt og frakka.
Sigurður Guðmundsson
klæðskeri
Helgamagrastr. 26
Strásykur
Molasykur
fínn og grófur
Púðursykur
Kandís
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
og útibú.
Gólfklútar
Gólfbón
Ræstiduft
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
NIÐURSOÐNIR
ÁVEXTIR:
Apricosur
lieil- og hálfdósir
Perur
heil- og hálfdósir
Ferskjur
Ananas
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvórudeild
og útibú.
Rauð budda
með rennilás, og lítill lyk-
ill, sem i Iienni var, helur
tapazt. Vinsamlegast skilist
á afgreiðslu Dags.
Bifreiðin A-566 ALUMINIUM
sem er sex manna Mérkury fólksbifreið, er til sýnis og sölu nú þegar. — Upplýs- ingar gefur Kaffikörmur
Jón Tryggvason, Brekkug. 15, sfmi 1502. 09 kaflar
Til leigu stofa og gott eldunarpláss. Al’gr. vísar á. Járn- og glervörudeild.
Gott herbergi til leigu. Filmur KEÁG
Afgr. vísar á. * <^þ>
í útibúinu í Ránargötu 10 er Járn- og glervörudeildÍA
sími 1622 Niðursuðuglös
Vinsamlegast skrifið það inn í símaskrána. Járn- og gleruörudcild.
NÝJAR Kartöflur Smjörpappír
Gulrófur Sendum heim! Járn- og glervörudeild.
Kjötbúð KEA
Sími 1714
og útibúið Ránargötu 10.
Sími 1622
Járn- og glervörudeildin
Niðursoðnir
ávexíir:
Perur
Ferskjur
Apricosur
Ananas
Blandaðir
Kjötbúð KEA.
Sími 1714
og útibúið Ránargölu 10
Simi 1622
Járn- og glervörudeildin
Olíulampar
Járn- og glervörudeildin
Karlmannasokkar
ull og nylon,
mjög endingargóðir
Kaupfélag Eyfirðinga
Vejnaðarvörudeild
English Elecfric
i
Nokkrar þvottavélar til viðbótar komnar til lands.
Koma með næsta Fossi frá Reykjavík.
Rílasalan h.f.
Símar 1649 — 1749.