Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 10

Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 10
10 D A G UR Miðvikudaginn 12. sept. 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 4. DAGUR. (Framhald). „Getið þér sagt mér, hvar eg get hitt fröken Faith Goodbind?“ Konan leit hvasst á hann, lagði frá sér kaffibollann, sem hún hélt á. „Hana? Einkennilegu konuna, sem býr handan við múrsteina- hlaðana?" „Einkennilegu?“ endurtók Hampton í spurnartón. „Eg á ekki við, að hún sé tal- in skrýtin í venjulegri merkingu. Hún er sjálfsagt eins og fólk er fl&t að því leyti. Heldur hitt, að hún er ókunn hér. Kom hingað einhvers staðar frá fyrir nokkru, og hér þekkir enginn hana.“ „Einmitt það. En koma ekki gestir til hennar, ættingjar eða vinir?" „Ekki það eg veit til. Og hér á hún enga ættingja.11 Hampton hrærði í kaffibollan- um sínum, en konan stóð kyrr. „Ert þú kannske kunningi hennar?“ spurði hún. „Nei, ekki er það nú. Hef aldrei séð hana.“ „Ættingi?11 „Nei.“ Hún horfði á hann og beið eftir skýringu. En hann brosti bara sakleysislega, eins og hann hafði brosað framan í Georg Hauer. Hún beið enn drykklanga stund, en þegar engin skýring kom, varð kveneðlið að fara sínar götur, hvað sem öðru leið: „Mér er ekkert um það gefið að skipta mér af málefnum annarra,“ sagði hún, „en ef þér tekst betur en fólkinu hér að fá að vita eitthvað um hana, þá þætti mér gaman ef þú vildir segja mér á hverju hún lifir. Og ef hún á peninga, hvers vegna klæðir hún sig þá ekki eins og annað fólk og hvers vegna fær hún sér ekki permanent og hvers vegna í ósköpunum kaus hún þá að búa hér úti á Ármóti og það þarna út úr bænum.“ „Fyrir utan bæinn?“ endurtók Hampton. „Já, það er utan við bæinn. Vatnslögn og raflögn ná ekki út fyrir múrsteinshleðsluna. Hún hefur ekki einu sinni hin frum- stæðustu þægindi þarna út frá.“ —o— Hampton hafði lokið máltíðinni og færði stólinn lítið eitt frá borðinu. Hann bar virðingu fyrir þessari konu, því að enda þótt hann þættist sjá að eldamennska hennar hefði ekki mýkt hana neitt, hvorki til sálar né líkama, varð því ekki neitað, að hún var fyrsta flokks. Þetta var kven- maður, sem kunni að búa til mat! „Eg skil afstöðu ykkar,“ sagði hann með mikilli kurteisi. „En kunningsskapurinn — ef hann verður nokkurn tíma — verður aðeins viðskiptalegs eðlis.“ „Sölumaður?" spurði konan óðara. „Nei,“ svaraði Hampton og brosti um leið og hann stóð á fæt- ur og hneigði sig lítið eitt fyrir henni um leið og hann setti upp hattinn og gekk fram að af- greiðsluborðinu frammi í and- dyrinu, þar sem líklegt mátti telja að hægt væri að panta her- bergi fyrir nóttina og tókst sú fyrirætlun prýðilega. Um leið og hann gekk að útidyrunum, mætti hann konu, sem var á leið inn i veitingasalinn. Hampton var svo upprifinn yfir skemmtilegum og vel heppnuðum xnorgni, að hann stillti sig ekki um að líta á hana og sá á augabragði, að hún var sérlega fögur,. vel klædd, ekki mjög ung, minnti á fullþroskað- an ávöxt. Hún horfði líka á hann, vottur af brosi lék um varir henn ar. Hún havrf inn í veitingasal- inn. í hendinni hélt hún á körfu. Innihald hennar var hulið með hvítum dúk. „Halló, Evá,“ héyrði hann kon- una í veitingasalinum segja. „Það eru steiktir kjúklingar í dag. Skildu körfuna eftir, eg skal senda Jane með hana niður eft- ir.“ „;Þakka þér fyrir, Rósa. Viltu fylla á karöfluna úr einni af flöskunum hans pabba?“ Ekki ætlar hún að passa illa í rammann, hugsaði Hampton. — Méð sig'urbros á vör, gekk hann út á strætið. - f i.;; —o— Joe, Stafford .. renndi bílnum sínum inn um járnhliðið fyrir framan Saddlers veitingahsúið. Hann rataði óstuddur inn að af- greiðsluborðinu í anddyrinu, en þar var enginn til þess að af- greiða hann .Fyrstu dyrnar, sem hann reyndi að komast inn um, opnuðust inn að bar, en þar inn- an við var veitingasalur, sem augsýnilega var búið að loka fyr- ir daginn. En á háum stól á bak við barinn, sat stór, beinaber kona og virtist mundi afgreiða þar. Stafford tók sér sæti við bar- inn. Konan hætti að leggja kabal og sneri sér að honum. „Mætti eg biðja um glas af bjór,“ sagði Stafford. „Er annars of seint að biðja um eitthvað að borða?“ „Matsalurinn er lokaður.“ „Já, eg veit það. Eg bjóst nú ekki við að fá heilan kvöldverð. Aðeins það, sem hægt væri að af- greiða hér við barinn.“ „Hjá Larkie Drumhellar er hægt að fá að borða eitthvað á öllum tímum. En sá siður hefur aldrei verið innleiddur hér. En kannske get eg fundið eitthvað í eldhúsinu, sem notandi væri.“ Hún hvarf inn í eldhúsið. Eftir litla stund kom hún aftur með disk hlaðinn alls konar góðgæti. Þetta var sýn, sem kom honum þægilega á óvart og vakti í brjósti hans aðdáun á Ármóti, sem átti eftir endast lengi. Hann hafði ek- ið allan daginn og var í senn svangur og þreyttur. Vatnið kom fram í munninn á honum, er hann leit yfir diskinn. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann, er hann sá að hún horfði rann- sakandi á hann. „Þetta eru nú bara leifar,“ sagði hún. Hann lyfti bjórglasinu, dreypti á því og kinkaði kolli til hennar, eins og hann væri að drekka skál ágætrar frammistöðu. Hún roðn- aði lítið eitt í vöngunum, en gat ekki varizt ofurlitlu brosi, þótt það kæmi aðeins með erfiðis- munum fram á varir hennar, svo sneri hún aftur að barnum, en miðja vegu leit hún við og horfði á hann, þar sem hann sat að mat sínum. „Hvernig stendur á því, að þér komið hingað að Ármóti á þess- um tíma sólarhringsins?“ spurði hún. „Eg er í viðskiptaerindum,“ svaraði hann kæruleysislega. ■— Ekkert annað en að njóta góðrar máltíðar komst að í huga hans þessa stundina. Konan sneri sér að honum aftur. Hann fann frem- ur en sá, að hún horfði á hann og hann varð sér þess meðvitandi, að þeir aðrir, sem inni voru, horfðu líka á hann. Samtalsklið- urinn hafði algerlega þagnað. — Konan horfði þegjandi á hann nokkra stund, en tók síðan til máls: „Skrítið er það,“ sagði hún. Heilt ár líður svo, að enginn kemur að Ármóti nema vörubíl- stjórar, ættingjar þorpsbúa og svo sölumenn. En nú koma hér tveir ferðamenn á einum og sama degi.“ Hún þagnaði og beið. En Staf- ford var að hræra í kaffibollan- um sínum og kaffið var gott og hann vildi njóta þess, jafnvel þótt allra augu hvíldu á honum á meðan. 1..""wii".-”"’iiiin"i:M:ii)nunir,”"’iMwn)iinuii> Konan gafst ekki upp. „Kann- ske þér séuð hér líka til þess að finna fröken Faith------------Good- bind.“ Hún lagði sérstaka áherzlu á þrjú síðustu orðin, í tóntegund, sem átti að vera háðsk og fyrirlítandi í senn. „Jú, reyndar er það svo. Eg er kominn til að finna hana.“ Aftur fann hann, fremur en sá, að einhver hreyfing kom á gest- ina við barinn, en enginn annars sagði orð. „Lögfræðingar," sagði konan. „Þar kom skýringin. Raunar væri gott ef hún erfði einhvern pening, því að ekki eru neinar horfur á því, að hún ætli að hafa fyrir því að vinna fyrir sér. Stafford sötraði kaffið sitt. Þetta var ekki erfiðislaust, en úr því að Faith Goodbind hafði ekki talið ástæðu til þess að til- kynna þorpsbúum að hún væri að gefa út skáldsögu, taldi hann ekki sitt hlutverk að koma frétt- unum á framfæri. Hann brosti vingjarnlega. „Hvar á hún heima?“ spurði hann. „Þarna hinum megin við múr- steinshleðsluna, eins og eg sagði hinum gestinum í morgun. En eg hef ekki séð neitt af honum síð- an. Enginn taldi þetta hús hæft til íbúðar eftir að Pappy Wicom- ber dó og enginn bjó þar eftir það fyrr en hún flutti inn.“ „Fyrir handan múrsteinsgarð- inn?“ Stafford leit út um glugg- ann. „Þér munuð finna húsið. Hald- ið yður bara við aðalgötuna,'’ og þá munuð þér koma að ánni eða múrsteinsgarðinum. Hún býr handan við garðinn í ómáluðu húsi, sem stendur þarna á grund- inni, sem ekki hefur verið slegin í ein fimmtán ár.“ „Þakka yður fyrir.“ Hann stóð á fætur og brosti til hennar. „Það er nægur tími á morgun. Get eg fengið herbergi hér í nótt?“ „Jú, því ekki það. Þér getið fengið næsta herbergi við vin yð- ar — ef hann kemur einhvem tíma. Baðherbergið er fyrir enda gangsins. Stafford mjakaði sér út að dyr- um. „Eg athuga herbergið seinna,“ sagði hann í flýti. — „Haldið því bara lausu fyrir mig. Stafford, Jósep Stafford, New York.“ Hann skauzt út. Faith Goodbind labbaði nokkra metra niður brekkuna bakdyra- megin og skvetti uppþvottar- vatninu með mjúkri sveiflu út í grasið. Hún þurrkaði fatið að ■innan með klút, sem hún hafði haft á öxlinni — og gekk svo til baka inn í húsið. Hún setti fatið í skáp í eldhúsinu, en klútinn hengdi hún upp. Að því búnu gekk hún inn í stofu. Herbergin voru fátækleg og fáum húsgögnum búin, en allt var tandurhreint. Hún horfði í kringum sig með innilegri ánægju. „Þetta er samt yndislegt hús, mitt eigið hús,“ hugsaði hún. Og svo: „Já, hafðu ekki áhyggjur af mér, pabbi minn, því að ég er ekki öll á valdi eigingirninnar, en það er gaman að eiga blessaðan kofann og hafa tilheyrt honum svona lengi.“ Og um leið og hún fór út um dyrnar og út á stéttina, þá strauk hún blíðlega hurðar- húninn. Hún ætlaði að ganga niður í þorp og sækja póstinn sinn, ef einhver væri, en þegar hún kom niður á grundina, sá hún hvar Amos Tucker lá endilangur í grasinu undir perutrénu. Iiún sá ekki andlitið, en hún þekkti slitnu hermannsbuxurnar og upplituðu skyrtuna. Henni hitn- aði innanbrjósts. Hún gekk til hans, og hann settist upp, er hann sá hana. Þau brostu hvort til annars, og hún settist í grasið hjá honum. Sólin skein mildilega á þau gegnum laufskrúða peru- trésins. Henni leið vel að sitja þarna hjá honum. Það lá ekkert á með póstinn. Og hún hafði lært fyrir löngu síðan að njóta líðandi stundar. Þau sátu þögul um stund, en svo lagðist hún aftur á bak í grasið og deplaði augunum á móti sólinni. Hann sat og horfði á hana. Eft- ir stundarkorn sneri hann sér og lagðist á grúfu með hönd undir kinn og horfði beint í augu henn- ar. „Ef til vill veiztu það ekki,“ sagði hann, „að það eru allir í þorpinu í uppnámi, þín vegna.“ „Mín vegna! Eg sem hef ekki farið út úr húsi í þrjá daga!“ „Eg veit það. En fjöllin hafa komið til Múhameðs, og þau hafa farið um Saddlersveitingahúsið.“ „O, þú átt við litla manninn frá New York.“ „Það voru tveir menn, Faith,“ sagði hann. „Ef til vill fleiri. Þeg- ar eg fékk mér bjórglas í gær- kvöldi, þá skyldist mér á Rósu, að þeir væru heill tugur, allt saman leyndardómsfullir náung- ar, sem einskis góðs er að vænta hjá.“ Hann brosti hæga brosinu sínu, sem hún þekkti svo vel, en það bjó eitthvað á bak við brosið — kvíði — ótti? „Eg hef aðeins séð einn,“ sagði hún. Hún bar hönd fyrir augu og horfði hvasst á hann. „Amos,“ sagði hún. Hana langaði til að snerta hann með hendinni, en hún gerði það ekki. „Amos, — ert þú líka kvíðinn og órór út af þessu?“ „Eg er ekkert órór þín vegna,“ sagði hann. Eg brýt ekkert heil- ann út af því, hvers vegna þú sért hér eða hvaðan þú sért. Þú ert hérna, það er mér nóg. Að- eins------“ Hann leit undan og hvíldi ennið á handlegg sér. „Faith, við skulum gifta okkur.“ Hún horfði rannsakandi á hann, en sagði ekkert. Það greip hana ótti. Hið áhyggjulausa líf hvarf á þessu augnabliki, hún, vildi ekki þurfa að fara að rök- ræða um ástina sína, taka ákvörðun, nei, hún vildi ekki taka ákvörðun, hún vildi ekki — Amos, ó, Amos. (Framhald). Dansleik heldur kvenfélagið Aldan að Þverá í Öngulsstaða- hreppi laugardaginn 15. sept. kl. 10 e. h. Góð músík. Kaffisala. Brennimark okkar er R.vík. Sigfús Þorsteinsson, Adólf Gíslason, Rauðuvík. Karlmanns- armbandsúr tapaðist á Hrafnagili sunnu daginn 2. sept. Finnandi vinsaml. skili því á afgr. Dags gegn fundarlaunum. Atvinna Stúlku vantaí mig til heim- ilisstarfa í vetur. Sérher- , bergi og öll kvöld frí. Kristinn Jónson, Hafnarstræti 90, Akureyri. Símar 1196 og 1422. Kýr til sölu Haraldur Davíðsson, Stóru-Hámundarstöðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.