Dagur - 17.10.1951, Síða 10

Dagur - 17.10.1951, Síða 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 17. október 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 8. DAGUR. (Framhald). Stafford þurfti ekki framar að skipta sér af samtalinu og hafði því betra tækifæri en áður til að grandskoða stúlkuna. Hampton hafði ekki skjátlast. Hún var jarðbundin að vísu, og enda þótt honum mundi ekki hafa dottið E1 Greco í hug varð því ekki neitað, að yfir henni hvíldi ein- hver fínleiki í byggingu og yfir- bragði, sem lyfti henni upp fyrir hið hversdagslega. Hann gat ekki annað en dáðst að hinum reglu- legu andlitsdráttum. Það var eitthvað djarfmannlegt og þó dularfullt við allt yfirbragð hennar. Það mundi ekki nauð- synlegt að geta persónunnar svo mjög í bókarumgetningunum. Auðvelt mundi að fá fyrsta flokks ljósmynd, ef réttur maður væri sendur á vettvang. Stafford horfði á hana með augum fag- mannsins og sá, að hún gaf hon- um líka nánar gætur, og vitn- eskjan um það skemmti honum. Allt í einu stóð hann á fætur. „Jæja, fröken Goodbind, eg verð að vera kominn til New York aftur í kvöld. En Hampton liggur ekki eins mikið á. ... “ „Nei, en eg fer samt með þér, drengur minn, ungfrú Goodbind ætlar að borða með mér kvöld- verð hjá Saddlers. Þú ættir því að fresta burtförinni, svo að þú getir borðað með okkur. Bókin er... . “ „Nei, þakka þér kærlega fyrir hugulsemina. En það er einmitt vegna bókarinnar, sem eg þarf að fara. Það er nefnilega bóksala- fundur í fyrramálið." — Hann sneri sér að Faith Goodbind og horfði lengi og rannsakandi á hana. Þetta var stúlkan, sem hafði skrifað bókina góðu, — bókina, sem innihélt hárfínt háð og viðkvæmar og einlægar til- finningar. Honum fannst hann þekkja þessa stúlku af bókinni. Eigi að síður mundu þau skilja nú sem tveir ókunnir menn. — Hann sagði allt í einu og yfir- vegað: „Fröken Goodbind; það tilheyrir bókaútgefendum að vera svartsýnir. Við höfum það álit að vera ákaflega varkár stétt manna, rétt eins og læknirinn, sem skrifar lyfseðil handa sjúkl- ingnum. Hann gefur honum til kynna, að hann vilji hjálpa hon- um til heilsu aftur, ef maður vill sjálfur reyna, en hann minnir líka á, að ekki má búast við of miklu eða of fljótt, heldur verð- ur maður að bíða og sjá til.“ Hann þagnaði og brosti við og hún brosti líka. Ókunnugleikinn virtist fjarlægjast. „Varkárnin er nauðsynleg," hélt hann áfram, „og sjálfsögð. Enginn veit fyrirfram örlög bók- ar. En persónulega held eg að yðar bók....“ Hann þagnaði aftur. Gprði sér. ljóst,,að ,þann gat, ekki farið'að rökræða bókina. — „Eg hef mikla trú á henni,“ sagði hann, og yissi vel að orðin hljóm- uðu' eins og. inniháldslaust kur- teisishjál- ■ ‘ ■': En hann sá, að hún skildi hvað það var, sem hann var að reyna að segja henni. Og aftur kom sú tilfinning yfir hann, að þau værú ekki ókunmig. ' Hann gekk út í áttina til bíls- ins. „Jæja, Hampton," sagði hann í spurnartón um leið. Hann hélt bílhurðinni opinni fyrir Hampton, settist síðan sjálfur við . stýrið. Hampton kvaddi ungfrúna mpð tilgerðar- legum innileik, en , Stafford lét sér nægja að kinka kolli í kveðju skyni. Hann var þögull á leiðinni til baka til veitingahússins. Lík- legast var heppilegast, hugsaði hann, að viðskipti útgefanda og höfundar færu eingöngu fram með bréfaskriftum. Ef maður þekkti bók eins vel og hann þekkti „Sumardaga", vissi maður í rauninni þegar of mikið um höfundinn. Þetta hafði augsýnilega líka verið skoðun Faith Goodbind. — Hann hefði mátt sjá það í tíma í stað þess að hjálpa Hampton að reyna að veiða meira upp úr henni. Ef bókin seldist eins vel og hann hafði ástæðu til að ætla, mundi krafan um aukna vitn- eskju ufn höfundinn færast 'í aukana og þá mundi hann senni- lega reyna aftur að fá Faith Goodbind til að ségja ævisögu sína og sú tilraun mundi líka mistakast. Stafford andvarpaði. Við þessu var ekkert að gera. Þannig var það að vera útgefandi. Faith lagði- aftur hurðina og hélt af stað í áttina til þorpsins. Mistur lá enn yfir ánni og teygði sig upp til landsins. Hún gekk hægt, og þegar hún kom að gömlu múrsteinaverksmiðjunni settist hún og horfði á mistrið og hvernig sólargeislarnir léku sér að dreifa því á flótta. Mjólkur- bílarnir voru að koma til bæjar- ins. Drunurnar í þeim heyrðust löngu áður en þeir komu í aug- sýn. Þarna kom George Hauer akandi og hún veifaði til hans og hann kinkaði kolli, og svo var eins og hann 'myndi allt í einu eftir einhúerju, því að hann stöðvaði bílinn. „Snemma á fótum í dag,“ sagði Georg. „Já,“ svaraði hún. „Eg heyri að þú hafir fengið heimsóknir þessa dagana. Eg ók þessum náunga til gistihússins sjálfur. Vissi samt ekki, að hann væri hér til þess að heimsækja þig.“ „Jæja,“ sagði hún. — (Frh.). Frímerkjasafnarar! • Séndið mér 100 íslenzk frí- merki, ég sendi 200 erlend um liæl. Jóhannes Árnason, Patréksfirði. H j ó n, sem hægt er að treysta, geta lengið létta vinnu í vetur \ ið þjóðbraut. Gott, nýlegt íbúðarhús. Afgr. vísar á. Menntaskólanemi, sent les 5. bekk utanskóla, óskar eftir atvinnu hálfan daginn eða lengur. Margs konar vinna kemur til greina. — Þeir, sem þetta vildu athuga, hringi vin- samlegast í síma 1262. Eldri-dansa-klúbbur byrjar vetrarstarfsemi sína með DANSLEIK að Lóni laugardaginn 20. okt. n. k. hefst kl. 10 e. h. — Félags- skírteini verða afgreidd á sama stað föstudagskvöld frá kl. 8-10. STJÓRNIN. S k ú r, ; á Gleráreyrum, til sölu. Afgr. vísar á. Til sölu með tækifærisverði: Ryk- frakki og liettuúlpa á 12— 14 ára dreng, hvort tveggja nýlegt. Upplýsingar í síma 1174. Nýborin kýr til leigu. Afgr. vísar á. Lamb, með marki: Gagnbitað h., sneitt aftan v., var mer dregið. — Eigandi vitji þess og borgi áfallinn kostnað. Aðalsteinn Einarsson, Helgamagrastr. 24, Akureyri. Til sölu: Ný, vönduð gaberdine-föt, dökkblá, meðalstærð. Upplýsingar í síma 1408. Vil selja snemmbæra kú. Afgr. vísar á. Jarðarför AÐALSTEINS SIGURÐSSONAR fer fram laugardaginn 20. október og hefst kl. 1 með bæn á heimili hins Iátna, Munkaþverárstræti 20. Aðstandendur. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Hóli, sem andaðist á heimili sínu 9. október síðastliðinn, verður jarðsungin að Munkaþverá föstudaginn 19. okt kl. 1 e. h. Móðir og systkini. <3Bt Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐJÓNS DANÍELSSONAR, Hreiðarsstöðum. Anna Jónsdóttir og börn. Alúðarþakkir öllum þeim, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á fimmtugsafmœli minu. ODDDUR KRISTJÁNSSON. Vatnsrör Vi 2”, fyrirliggjandi. Einnig rör til miðstöðvarlagna. Miðstöðvardeild KEA. Nýtt! Nýtt! Sólar-sápuspænir frá SJÖFN Kr. 6.75 pakkinn Reynið þessa nýju sápuspæni. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeifclin og útibú. Hrossakjöt Seljum í haust hrossakjöt í heilum og hálfum skrokkum. Söltum fyrir þá, er þess óska. — Höfum fyrirliggjandi tóm ílát, hálftunnur og kúta. — Gjörið pantanir yðar sem fyrst. — Sendum heim. Kjötbúð KEA. Sími 1714.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.