Dagur - 24.10.1951, Side 8

Dagur - 24.10.1951, Side 8
8 D A G U R Miðvikudaginn 24. október 1951 í allan viðkvæman þvott. Sá '1 MALTO-öIgerSarpakkar fást í Brauðgerð Kr. Jónssonar 8c Co. '1 APRICOSUR SVESKJUR RÚSÍNUR Blandaðir ávextir koma um mánaðamótin. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörucleildin og útibú. Mslliskyrfur - Bindi Kaupfélag Eyfirðinga V efnaðarvörudeild MÓÐÍR, KONA, MEYJA. (Framhald af 6. síðu). framleiddir hér á Akureyri sokk- ar og skór, sem eru sérstaklega heppilegur og góður vetrarfóta- búnaður. Nýju Iðunnar-skórnir eru með þykkum sólum, vel fóðr- aðir, mjúkir og þægilegir á fæti og fara vel. Þeir eru í senn hinir sterklegustu og smekklegustu. — Ullarsportsokkarnir frá Fata- verksmiðjunni Heklu, eru mjög góðir vetrarsokkar til þess að vera í utan yfir þunnum sokkum. Sokkar þessir eru framleiddir í ýmsum stærðum og litum, það er teygja í þeim að ofan, svo að auð- velt cr að smeygja þeim upp á legginn og fara úr þeim aftur, ef of heitt reynist inni fyrir ullina. Þetta ér fótabúnaður, sem við getum gert að okkar vetrartízku og sem sómir sér vel í okkar kalda landi. A. S. S. Verðið lækkar, Jiegar austan-járntj'aldsvör- urnar eru uppseldar Nýlega er orðin mikil verð- lækkun á hveiti — 20% — og samsvarandi á brauðum. — Ástæðan er sú, að ungverska hveitið er nú loks búið og komið er til landsins kanadískt 'hveiti. Er ekki nóg með að það sé mun ódýrara, heldur er það mun betri vara og þar að auki í miklu þrifalegri og geðslegri umbúðum en ungverska hveit- ið. Ungverska hveitið — cins og pólsku kolin — hafa sýnt þjóðinni hversu hagkvæm eru viðskipíin við Austur-Evrópu- ríkin, en um þau viðskipti hafa kommúnistar hér jarmað ár- um saman. Víst má telja, að ef kol væru flutt inn frá Ameríku en ekkí Póllandi, mundi kola- verðið lækka, þrátt fyrir það að flutningsgjald írá USA hlýt- ur að vera miklu hærra en frá PóIIandi vegna fjarlægðarinn- ar. — Þjóðin hefur lært af því að hafa þurft að nota ung- verskt hveiti nú um skeið eins og hún lærir af því dag hvern að brenna pólskum kolum, sem pólska kommúnistastjórnin sel ur okkur fyrir lireint okur- verð, ef miðað er við kolaverð á heimsmarkaðinum yfirlcitt. Stúlka _ óskast á sveitaheimili í ná- grenni bæjarins. Afgr. vísar á. Ráðskona óskast á sveitaheimili. Afgr. vísar á. Silfurarmband tapaðist nýlega yfir Eiðs- völlinn, út Norðurgötu. — Skilist á afgr. Dags. Vetrarsjal, tvíiitt, sem nýtt, til sölu. Afgr. vísar á. — Dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag! (Framhald af 7. síðu). Þessi framlög hafa verið notuð til hjálpar milljónum barna, bæði í þeim löndum, sem orðið hafa fyr- ir eyðileggingu af völdum styrj- alda og í löndum, sem hafa búið við fátækt, í Evrópu, Suður- Ameríku og Asíu. Þessarar al- þjóðlegu mannúðarstarfsemi mun rækilega getið í sambandi við dag Sameinuðu þjóðanna 1951. Starf Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðir, sem eklö búa við sjálfstjórn. Fleiri börn í Nýju Guineu læra að lesa og skrifa en áður, fleiri læknar berjast gegn hitabeltis- sjúkdómum í Tanganyika en áð- ur, íbúar Vestur Samoaeyju hafa fengið meiri íhlutun um þjóðmál, nýir vegir eru lagðir í Kamer- oonlandi. Það eru slíkar framfarir, sem bandalag Sameinuðu þjóðanna beitir sér fyrir, í baráttu sinni fyrir bættum hag og betri lífs- kjörum íbúanna í lendum þeim, sem settar hafa verið undir gæzluvernd. Gæzluverndarráð- inu eru og sendar bænarskrár og erindi svo hundruðum skiptir, og það sendir rannsóknarnefndir til gæzluverndarlendnanna. — Með þessum hætti eru Sameinuðu þjóðirnar á varðbergi um velferð íbúa gæzluverndarlendnanna, og flýta þannig fyrir því, að þeir fái sjálfstjórn og sjálfstæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa og með vissum millibilum fengið skýrslur frá 64 lendum, sem ekki búa við sjálfstjórn. Skýrslur þær eru kannaðar og rannsakaðar jafnvel í smáatriðum. Allsherj- arþingið ræðir þessai- skýrslur og taka þannig öll bandalagsríkin nokkurn þátt í framsókn þessara ósjálfstæðu landa. Sameinuðu þjóðirnar hafa hjálpað til að skipuleggja framtíð lendna, sem áður voru nýlendur. Líbya mun undir leiðsögn crind- reka Sameinuðu þjóðanna verða sjálfstætt ríki 1. janúar 1952. Eri- trea mun, eftir að erindreki Sam- einuðu þjóðanna og-innlend yfir- völd hafa gengið frá stjórnskipun landsins og ríkisstjórn er sezt á laggirnar, verða sambandsríki Etiopíu, í september næsta ár. Somaliland er undir gæzlu- vernd þangað til 1960, en þá mun það öðlast fullveldi. í öllum þessum tilfellum eru Sameinuðu þjóðirnar að hjálpa þeim ríkjum, sem tekið hafa á sig ábyrgð af stjórn þessara lendna til þess að gera þau að fullgildum aðilum í samfélagi þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar og þróun þjóðaréttar. Alþjóðadómstóllinn, æðsti dóm- stóll Sameinuðu þjóðanna, hefur skorið úr lagaþrætum milli ríkja, — Korfu-málinu á milli Albaníu og Bretlands og deilu milli Columbíu og Perú. Þrjú önnur mál eru nú til meðferðar hjá dómstólnum. Þá hefur Alþjóðadómstóllinn látið stofnunum Sameinuðu þjóð- anna í té sjö álitsgerðir um lög- fræðileg atriði, m. a. varðandi inntöku nýrra meðlima, um þjóð- réttarlega stöðu Suð-vestur- Afríku, um skýringu ýmissa frið- arsamninga og um aðstöðu ríkja, sem hafa staðfest alþjóðasamn- inginn um hópmorð með vissum fyrirvara. Þjóðréttarnefndin hefur um þrjú ár unnið að því að túlka og bæta um viðurkenndar þjóðrétt- arreglur. Hún hefur lokið við skilgreiningu á þeim grundvall- arreglum, sem viðurkenndar voru af Niirnbergdómstólnum í dómunum yfir stríðsglæpamönn- um í Niirnberg. Eru þær reglur nú til athugunar hjá ríkisstjórn- um bandalagsríkjanna. Nefndin er nú að ljúka við að semja frum- varp að alþjóðasamþykkt um brot, er stofna í hættu friði og ör- yggi mannkynsins. - AÐ NORÐAÍi (Framhald af 5. síðu). unum undan eðlilegri fjár- magnsmyndun úti á landi. Það fé, sem með eðlilegum hætti ætti að' ganga til stofnunar at- vinnufyrirtækja á vegum kaup félaganna, til hagsbóta fyrir heil byggðarlög, mundi í þess stað sogað suður,-til enn meiri umsvifa í liöfuðstaðnum en þegar eru orðin. Þetta er málefni, er varðar kaupstaðina og framtíðarmögu- leika þeirra. Sömuleiðis skipan verzlunar- og innflutningsmála og siglingamála, og staðsetning fyrirtækja, sem stofnuð eru fyrir ríkisfé. Um þessi mál öll hefði verið eðlilegt að ræða, er forvíg- ismenn kaupstaðanna komu sarti- an á fund. En það mun þó hafa láðst í þetta sinn og er engin und- ur. Fólkið í landinu er ekki sam- hent að endurheimta þann rétt, sem höfuðborgarvaldið hefur af því tekið í efnahagsmálunum. Þeir, sem æltu að vinna saman, standa sundraðir í pólitísku flokkunum og þar þykir hverjum sín flokksstjórn fegurst. Og eftir höfðinu dansa limirnir. Þannig mun líka dansinn hafa verið á bæjarstjórafundinum og er ekki líklegt að samþykktir hans verði mörgum í minni, þegar kemur frarn á jólaföstu, hvað þá lengur. I Um leið og við þökkum góð viðskipti að undanförnu, tiikynnist það heiðruðum viðskiptavinum, að Þvotta- liúsið „Þvottur“, Akureyri, liættir að taka á móti þvotti frá og nreð 1. nóvember n. k. Afgreiðslunni verður lok- að laugardaginn 10. nóv., kl. 4 e. h., og er nauðsynlegt, að fólk sæki þvott sinn fyrir þann tíma. Reikningum á þvottahúsið óskast framvísað á af- greiðslunni fyrir 10. nóvember. F. h. þvottahússins „Þvottur", Eiríkur Brynjólfsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.