Dagur


Dagur - 26.03.1952, Qupperneq 1

Dagur - 26.03.1952, Qupperneq 1
12 SIÐUR Þeir, sem eiga eftir að koma samskotafé til sjúkrahússins, geta Jagt það inn á afgreiðslu Dags. Kaupsýslu- og iðnaðarmenn! Fleiri Akureyringar og Ey- ‘ firðingar lesa auglýsingar í Degi en í nokkru öðru blaði- XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. marz 1952 13. tbl. Fundarsalur Öryggisráðsins „Hætlan á árás í Evrópu í vor liðin hjá" Fundarsalur Öryggisráðsins í hinni nýju stórbyggingu SÞ í New York, er 41x22 mctrar að staerð og 7 metrar undir loft. Ilann er teiknaður af norska aktítektinum Amstein Arneborg, og lagði 'norska stjórnin 15 þús. dollara fram til þess að búa salinn úr garði. Rúm er fyrir 529 álieyrcndur. Salurm ner búinn öllum nýtízku tækj- um til útvarps og hlustunar, m. a. til þess að útvarpa á mörgum tungumálum samtímis. Frumsýning LÁ á „Æíisögu Behr- mans er n. k. laugardagskvöld Leikfélag Akureyrar frumsýnir ■ameríska sjónleikinn „Æfisagan“ cftir S. N. Behrman n.k. laugar- Hlaup í Skjálfandafljóti Síðastliðið föstudagskvöld gerði mikið jakahlaup í Skjálfandafljót. Hljóp vatnsflóð og jakahrönn upp á vestari bakka fljótsins við Evja- dalsá og þar eftir gömlum farveg- um. Síðan fór hlaupið yfir neðri hluta túnsins á Hvarfi, en mun þó ekki hafa valdið verulegu tjóni. Þegar norður að Hrútey kom, fór hlaupið í Hrúteyjarkvísl og brauzt norður yfir þjóðveginn austan Kvíslarbrúar. Braut þar nokkurt skarð í veginn, en brúna sakaði ekki. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm yfir Jónasi Þorbergssyni Hasstiréttur kvað í fyrradag upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn Jónasi Þorbergssyni út- varpsstjóra. Þótti ekki sannað að Jónasi hafi.verið heimilt að taka lántökugjald vegna lána úr fram- kvæmdasjóði ' útvarpsins, hins vegar málsbætur að hann skýrði ráðherra frá fyrirætlun sinni og endurgreiddi féð þegar þess var krafizt. Dómurinn var 9 bús. kr. sekt. Tveir dómarar skiluðu sér- áliti. Vildu þeir dæma Jónas í þriggja mánaða fangelsi, skilorðs- bundið. dagskvöld. Ágúst Kvaran er leik- stjóri, en. aðalhlutverkið leikur frú Björg Baldvinsdóttir. Sigurð- ur Kristjánsson hefrn- þýtt leik- Nokkur orð um höfundinn. Petta mnn t fyrsta sinn, sem sjón- leiknr eftir þennan höfund er-sýndur lit’r á landi. f'ó er hann í fremstu röð nútímaleikritahöfunda amcrískra. Hann er fæddur í Bandaríkjuninn 1893. Hóf mjög ungur þátttöku í leik- starli og rilaði þegar innan við tví- tugt nokkra gamanþætti, er hann lék í sjálfur. Hann hlaut góða almenna menntun. tók A.B. próf frá Harvard- háskólamnn 1910 og tveim árum síðar M.A. próf frá Cölumbia. Nokkur ár starfaði hann við blaðamennsku, en 1920 er hann aftur tekinn til að starfa við leiklnis. — Árið 1927 „sló hann í gegn“ með leikritinu The Second Man og síðan hefur hann ritað milli 10 og 20 lcikrit og staðfa'rslur. F.innig mun hann hafa' rilað talsvert fyrir kvik- myndir. Kunnustn og sennilega beztu leikrit lians eru Iliography (Ævisagan, 1932) og No Tiine for Coinedy (1939). Behrman cr ekki mikill skapandi andi. hann sér ekki sýnir, en hann kaiin íþrótl sína út í asar. l*að cr vafasamt. að nokkur amerískur leik- ritahöfundur samtímans sc meiri „handverksmaður“ í iðn sinni en liann. Þctta má alls ekki líta smáum augum, og sízt áf okkur íslcndingum, því það er í lcikhæfninni og sviðshæfninni. sem s\o að segja hvcrt íslenzkt lcikrit brestur nieira eða minna. Aðgöngumiðasala. l'élagið helur tekið npp breytt fyr- irkomulag aðgöngumiðasölu. Verða faslir frumsýningargestir að taka miða sína í Bókaverzluninni Eddu og þar verða aörir miðar einnig seldir fram- vegis. Góðar gjafir til sjákrahiissins í blaðinu í dag (bls. 11) kvittar GuSm. Karl Pétursson enn fyrir góðar gjafir, sem nýja sjúkrahús- inu hafa borizt þessa síðustu daga. Þar eru m. a. þessar upp- hæðir: Kr. 10.000.00 frá ónefndum hjónum á Akureyri, kr. 7.010.00 frá góðtemplurum á Akureyri, frá skólabörnum á Akureyri (ágóði af skemmtun) kr. 2.000.00, frá skipshöfninni á „Kaldbak" kr. 3.630.00 og nokkrar 1 þús. kr. gjafir frá félögum og einstakling- um. Söfnunarlistar eru á ferð- inni í sveitunum og mun víða hafa verið brugðizt vel og mynd- arlega við og verður væntanlega hægt að skýra nánar frá því síðar. Hanson W. Baldwin í New York Times Hættusvæðin ná: Norður-Afríka, hin nálægari Austurlönd og Austur-Asía Skákþingi Norðlend- inga lokið Á Skákþingi Norölendinga urðu ]trír menn jafnir í meistarallokki. mcð GVá vinning af 8 mögulegum, þeir Jón Þorsteinsson, Júltus Boga- son og Jón Ingimarsson, og keppa þeir til úrslita í tvöfaldri umferö, er hófst .í gxrkvöldi. I fyrsta flokki sigraði Ármann Rögnvaklsson, en í öðrnm flokki 15 ára piltur, Halklór Jónsson, með 51/2 vinninga at 6 mögnlcgum. — Næstir urðu Stefán O. Stefánsson og Rögrivaldur Rögnvaklsson. Smáíbúðahverfi norðan Hamarstígs Á sameiginlegum fundi bygg- inganefndar kaupstaðarins og smáíbúðanefndar, nú nýlega, var rætt um smáíbúðahverfi, teikn ingar smáíbúða og lóðir undir slík hús. Bæjarstjórn hafði ákveðið að smáíbúðahverfið verði staðsett norðan Hamarstígs efst og verður það skipulagt til að byrja með sem 36 húsa hverfi, með strætum frá suðri til norð- urs. Um 50 beiðnir um smáíbúðir liggja fyrir og teikningar af hús- um. Eru flestar teikningarnar eft- ir byggingameistarana Stefán Reykjalín og Tryggva Sæmunds son. Áætlað er að íbúðirnar kosti 120—-150 þús. kr. Forsetakjör verður 29. júní Forsætisráðuneytið hefur aug- lýst að kjör forseta íslands skuli fara fram 29. júní í sumar og skal framboðum skilað til dómsmála- ráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis og nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfir- kjörstjórnar, í síðasta lagi fimm vikum fyrir kjördag. Meðniæl- endur þurfa að vera úr öllum fjórðungum. Auglýsing ráðuneyt- isins er í blaðinu í dag. Enn mun allt óráðið um framboð forseta og íáða flokkarnir enn ráðum sínum, hvað gera skuli. Hættan á kommiinistiskri árás í Evrópu á þessu vori sýnist vera liðin hjá. Aðstaðan á meginlandi Evrópu er tryggari en áður, en hættusvæði eru enn í Asíulönd- uni og Norður-Afríku. — Þetta eru niðurstöður hins kunna her- fræðings Hanson W. Baldwin í grein, er hann ritaði í New York Times 17. þ. m„ um útlitið nú á þessu vori. I greininni telur Baldwin, að Kórea, Burma og Kashmir séu mestu hsettusvseðin fyrir heims- friðinn eins og stendur. Þaðan get- ur enn verið að vaenta tíðinda, sem raskað geta hlutföllunum. En Bald- win telur, að mesta hættan á alls- herjarófriði sé liðin hjá. Breytt aðstaða. Utlit fyrir Evrópulöndin hefur breytzt verulegan síðan sumarið og haustið 1951. Þá töldu ýmsir her- fræðingar að vorið 1952 mundi verða mesti hættutíminn. Menn óttuðust þá, að til tíðinda mundi draga við landamerki Júgóslafíu, að þar mundi koma til rússneskrar innrásar, eða hernaðraðgerða lepp- ríkjanna á Balkanskaga gegn Tító og stjórn hans. En þróunin í Evrópu síðan í fyrra, hefur breytt þessu, Þessi hætta virðist ekki eins yfirvofandi og áður, aftur á-móti hefur ástand- ið í Austurlöndum sízt farið batn- andi. Baldwin segir, að Júgóslafía sé ekki lengur veikur hlekkur eins og fyrr var ætlað. Þvingunaraðferðir Rússa hafa ekki megnað að ryðja Tító og stjórn hans úr vegi, og efnahagsleg hjálp Bandaríkja manna og Breta hefur forðað því, að efnahagsvandræði kæmu þjóð- inni á kaldan klaka. Upptaka Grikklands og Tyrklar.ds. Upptaka Grikklands og Tyrk lands í Atlantshafsbandalagið hef- ur gert aðstöðuna á þessu svæði öruggari en áður og Rússar hljóta nú að reikna með þvi, að árás á Júgóslafíu verði ekki látin af- skiptalaus, heldur verði líklegasta afleiðingin heimsstyrjöld. Baldwin telur því að betur horfi á þessum hjara heims en í fyrra nú í vor, hins vegar er ástandið allt annað en gott í Asíulöndum, og at- burðir í Kóreu og Indó-Kína gætu fyrirvaralítið hleypt öllu í bál. Átta mánaða vopnahlés- viðræður. Átta mánaða vopnahlésviðræður í Kóreu hafa ekki fært friðinn nær því hrjáða landi, en kommúnistar eru hernaðarlega sterkari í dag en þeir voru sl. sumar. Kínverjar og NorðurKóreumenn hafa nú 900.000 manna lið í Kóreu, og þetta er vel æft og skipulagt lið. Útilokað er það ekki, að það hefji vorsókn suöur á bóginn. Baldwin segir, að héðan af geti engin lausn á Kóreumálinu orðið góð fyrir SÞ, og nú sé um að gera að velja þá lausn, sem minnstu tjóni valdi. Úlfakreppa Sþ. Baldwin segir, að engin auðveld leið sé úr úlfakreppunni í Kóreu og hann bendir á eftirfarandi mögu- leika: 1) Eftirgjöf í grundvallaratriðum í vopnahlésviðræðunum. 2) Að kommúnistar auki mjög herstyrk sinn. 3) Að SÞ auki hernaðarlegan styrk sinn til þess að þvinga fram lausn deilunnar. Þessi leið' þýðir aukið manntjón án þess að öryggi sé um árangurinn. 4) Aukning hernaðarógnunar við landssvæði utan Kóreu, þ. e. Kína, sem þá þýddi e. t. v. aukna hættu á heimsstríði. Norsk blöð segja frá komu „Geysis“ Norsk blöð eru farin að skrifa um væntanlega söngför Geysis. í Norges-Handels og Sjöfartstid- ende frá sl. mánaðamótum er greint frá því, að Geysir og Ferða skrifstofan hafi leigt Heklu til Noregsfarar í maí. Fyrstu farfugl- arnir komnir! Kristján Geirmundsson sagði hlaðinu frá því nú eftir helgina, að hann hefði séð 2 urtir á Leirunum, og eru það fyrstu far fuglarnir, sem fregnir hafa bor- izt um að hingað séu komnir. Urtirnar hafa vetursetu á Bret- landseyjmn. Þessar urtir voru ekki á andapollinum í vetur og hljóta að vera komnar að. Þær hafast ekki við hér við land á vetrum. Þá sagði Kristján, að sig grunaði að eitthvert slangur af skógarjiröslum væri komið sunnau um höf. Þrestir eru hér í görðum ailan veturinn, en þeir, sem flytja sig, koma sncmma að vorinu aftur. Um miðjan apríl má búast við ló- unni og stelknum og síðau koma þeir hver af öðrum. Hver verður fyrstur áð sjá lóuna hér nyrðra í ár?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.