Dagur - 26.03.1952, Síða 7

Dagur - 26.03.1952, Síða 7
Miðvikudaginn 26. marz 1952 D A,G U R 7 Tízkan á íslandi. 1 Eg ætla að byrja þessar línur, sem hér fara á eftir, með því að slá þeirri fullyrðingu fram, að við séum öll pólitískar manneskjur, eins og það er kallað — að við höfum öll undir niðri mikinn á- huga fyrir stjórnmélum, þótt við gerum okkur sek um það á stund- um, að tala með lítilsvirðingu um þau. Við gerum þar auðvitað ekki annað en það, að fylgja tízkunni. I því efni höfum við Islendingar okkar heimagerðu tízku en sækj- um hana ekki til Parísar eða New York. Það er mikil tízka í þessu landi að segja sem svo: „Eg hefi andstyggð á allri pólitík, og eg vil ekki koma nálægt henni. Og það skal eg láta þig vita, að mér dett- ur ekki í hug að nota atkvæðis- rétt minn í næstu kosningum". Þekkið þið þessa yfirlýsingu? Hún er því miður allt of algeng hér hjá okkur. Þetta er uppgjafar- yfirlýsing, þegar hún kemur af vörum borgara í lýðræðislandi. Hún á sinn þátt í að skapa það ástand, sem þannig er fordæmt. Hún er byggð á hinum mesta mis- skilningi, sem þörf er á að upp- ræta. Stjórnmál eru í eðli sínu göfug. Þau eru samskipti þegn- anna í mannfélaginu, og þær lífs- reglur og þau form, sem mann- eskjurnar koma sér saman um að hlýta. Eg vænti þess að við getum öll verið sammála um það, að innsta ósk allra góðra manna hljóti að vera, að þessi sarriskipti þegn- anna og aðstaða þeirra í þjóðfél- ögunum, geti orðið sem göfugust og bezt og til sém mestra heilla. •— Við þær óskir- og þau stefnu- mál er ekkert ógöfugt, ekkert sem hægt er að hafa andstyggð á. Hitt er svo auðskilið mál, að hvert mál- efni fær nokk'urn svip af málflytj- anda sínum, og þá ekki síður stjórnmál en önnur mál. En mál- efnið sjálft er eigi að siður göfugt viðfangsefni fyrir hvern þroskað- an mann, og þetta hafa verið viður- kennd sannjndi um þúsundir ára, eða allt síðan menn fóru að fást við stjórnmál í skipulegum þjóð- félögum. Og þetta halda auðvitað áfram að vera algild sannindi, hvað sem líður tízkunni á Islandi. En þeir góðu menn, sem í þeirri tízku tolla, gleyma ærið oft sjálf- um sér og sínum ábyrgðarhlut í þjóðfélaginu er þeir mæla svo. Það er mikill sannleikur í þeirri fullyrðingu alþingismanna, er á stjórnmálaástandið er deilt, að þingið og bragurinn sé spegilmynd þjóðarinnar. Það færi áreiðanlega margt betur í þjóðfélaginu í dag, ef kjósendur hugsuðu jafnan þessa hugsun til enda áður en þeir setja krossinn á kjörseðilinn, eða gera það, sem verra er, halda að sér höndum og sitja heima. Skiptingin í „vinstri“ og „hægri“. Þegar franski aðallinn gekk inn í þingsalinn, byltingarárið 1789, fylkti hann liði að venju hægra megin við þingforsetann. Borgar- arnir tóku þessari samfylking sem ögrun — og þeir fylktu sínu liði yinstra megin við þingforsetann. Þannig varð til þessi skipting í hægri og vinstri. — I fyrstu var hún aðeins formsatriði, en síðar tákn pólitískra stefnumála og til- finninga. Þegar parlamentarisminn náði hámarki sínu á öldinni sem leið, varð það hefð og baráttu- merki að þingmenn skiptu sér í hægrimenn og vinstrimenn og létu þar með í ljósi viðhorf sín til þjóð- mála. En ekki vildu allir standa yzt til hægri eða innst til vinstri. í milli þeirra stóð jafnan flokkur manna, sem í hvorugan dilkinn vildi láta draga sig, og þessi hópur miSflokkur er kjölfesta þjóðfélagsins Stjórnmál göfugt viðfangsefni - Hvers vegna er talað um „vinstri44 og ,,liægri“? - Fleiri eru kallaðir vinstrimenn en standa undir nafni - Kommúnistar eru engir vinstri- menn - Frændsemi kommúnista og fasista - Þriðji kraft- urinn! - Eldmóður hugans - Hlutverk milliflokksins ■ Þýðing kjölfestunnar var kenndur við centrum-miðjuna, miðflokksmenn. Segja má, að í dag sé búið að yfirfæra þessi hugtök á alla póltíska starfsemi samtím- ans. Utbreiddur misskilningur. Hægri og vinstri hafa raunveru- lega orðið táknræn pólitísk ein- kennisorð. Þótt þeim sé ekki ljáð- ur litur né lögun, má þó segja, að þau séu tvöendamörkhinspólitíska litrófs. Miðja, eða centrum þessa litrófs, blasir ekki eins við augum og hægri og vinstri, en er þó eigi að síður miklivæg. En þessi ein- kennisorð, þótt gagnleg hafi verið til þess að tákna andstæður, hafa eigi að síður útbreitt gífurlegan misskilning um stjórnmálin. Á nítjándu öld mátti kalla að þau væru fullgild skýring á hinu fremur einfalda stjórnmálaástandi, er telja mátti víst, að hægrimenn væru þeir, sem vildu viðhalda þá- verandi skipan þjóðfélagsins, en vinstrimenn væru þeir, sem vildu umbylta henni. En tuttugasta öldin hefur umsnúið þessu öllu, og fært okkur í fang ný viðfangsefni. Fasistar, til dæmis, voru ekki íhaldssamir í þess orðs bókstaf- legri merkingu. Þeir vildu alls ekki varðveita þá skipan þjóðfélagsins er var, né heldur færa klukkuna aftur á bak og endurlífga þjóð- félagsskipan 19. aldarinnar. Þeir hófu starf sitt vitandi vits á því, að breyta þáverandi þjóðfélagsskipan í nýja og algera einræðisskipan, sem hvíldi á nýtízku iðnaði og framleiðslumætti. Það má segja með miklum sannindum, að fas- istar haíi verið byltingamenn. En einræðiskenningar þeirra voru þó engan veginn í sámræmi við stjórn- málaskoðanir vinstri manna, sem til þess tíma höfðu fylgt meira frjálslyndi og haft víðfeðmari stefnuskrá, enda þótt þeir líka vildu umbylta þjóðíélaginu. Þess vegna var það, eftir margar vangaveltur, að fasistum var skip- að til sætis yzt til hægri. Sérstaða kommúnista. En á sama tíma voru ný vanda -mál að hlaðast upp við fætur vinstriflokkanna. Mannréttindayf- irlýsingin í stjórnarskrá Banda- ííkjanna, andi frönsku byltingar- innar og fleiri merkjasteinar bentu eindregið til aukins persónufrelsis og aukins víðsýnis einstaklinganna. En á sama tíma var stór hópur, sem hafði játað fylgi sitt við of- beldi og ógnanir, enda þótt því væri jafnframt yfirlýst, að loka- takmarkið væri það, að gera rík- isvaldið sjálft óþarft og stofnsetja hið sanna bræðralag á jörðinni. í sbittu máli: Hinn frjálslyndi orðstír, sem vinstri öflin höfðu áunnið sér, samræmdist ekki þró- un kommúnismans til lögregluein- ræðisríkis. Eigi að síður hefur verið talið að kommúnistar eigi ekki heima til hægri eða í miðju hins pólitíska litrófs, og þeir hafa fengið að halda sæti sínu yzt til vinstri í hugum fjöldans. Fasistar og kommúnistar eru náfrændur. Þessi upphafning fasismans og kommúnismans sýnir okkur glögg- lega hversu ónákvæmt það er og raunar heimskulegt — að deila stjórnmálunum í hægri og vinstri, eins og nú er gert. I þessum atrið- um, eins og t. d. þessum: óskeikull foringi , leynilögregluvald, hatur á pólitísku frelsi o. s. frv. — eru fas- isminn og kommúnisminn líkari hvor öðrum én þeir eru hvor um sig líkur nokkurri annarri stefnu. Þessi sannindi hafa orðið til þess að ýmsir vilja hætta að hugsa sér stjórnmálin út frá sjónarmiðinu „hægri og vinstri“ eða sem and- stæða punkta á linu, heldur líta á þau sem hring, þar sem öfgarnar báðar — yzta hægri og vinstri — mætast í miðjunni. Þá má líta á hringinn frá tveimur sjónarhólum. Hvað við kemur eignarréttinum, eru fasisminn og lýðræðissinnaðir hægrimenn hlið við hlið, gegn kommúnistum og sósíalistum. Hvað við kemur frelsinu, þá eru hægfara vinstrimenn og hægfara hægrimenn hlið við hlið, gegn kommúnistum og fasistum. Allt slíkt tal getur verið skemmtilegt heilabrotaefni, en það leysir ekki það verkefni, að finna hugtökunum hægri og vinstri raun- hæfan stað í hinu flókna, póli- tíska kerfi samtímans. Og ógerlegt má raunar kalla að skipa þannig hverri stjórnmálaskoðun og fram- kvæmd umhverfis hinn hugsaða hring, að allir eigi sinn vísa sama- stað. Lærdómsríkari en slík heilabrot, er, að staldra við og líta á þann hóp manna í þjóðfélögunum, sem segja má að standi fjarri báðum þessum endaþunktum, öfgunuin til hægri og vinstri, þ. e. a. s. ^hjna svokölluðu andkommúnistisku vinstrimenn og mótpart þeirra, hina andfasistísku hægrimenn. Starfsaðferðir jafnaðarmanna og kommúnista. Skilgreiriingin milíi kommúnis- tískra og andkommúnistískra vinstrirrianan á rætur sínar í 19. öldinni. Hún er til körnin vegna hins djúpstæða ágreinings um að- ferðina til þess að koma sósíal- istaríkinu á laggirnar. Gat verka- lýðurinn gert sér von um að koma málum sín >m fram með friðsam- legum, lýðræðislegum aðferðum, eða var nauðsynlegt að beita valdi, ofbeldi, ógnunum og ein- veldi til þéss að ná settu marki? Karl Marx skar aldrei úr um þetta deilumál og má vitna í ritverk hans til stuðnings báðum sjónarmiðum. Líklegast he’fur hann haft þá skyn- samlegu skoðun, að ,dæma yrði málið hverju sinni út.frá þjóðfélags legum aðstæðum. En þessi ágreiningur varð áber- andi með kynslóðinni, sem tók við af Marx. Brátt voru lærisveiriar haris klöfriir í tvær fylkingar, sem gréinilega voru aðskildar. í fyrsta lagi voru þeir, sém héldu því fram, að styrkléikr og vald kapítalismans gerðu ofbeldi og einræði áð náuð- syniégu verkfæri þjóðféíagslégra breytinga. I öðru lagi voru þeir, sem vildu friðsamlega þróun, pg töldu, að þjóðfélagslegar breyting- ar yrðu að vera hægfara og án þess að afnema persónufrelsi einstakl- inganna og án þess að rífa þjóð- félagsskipanina niður til grunna. Leiðtogi fyrrnefnda flokksins var auðvitað Lenin, og rússneska byltingin kom því orði á, að Len- inisminn væri að minnsta kosti mjög hagnýtt og fljótvirkt kerfi til þess að ná völdunum. Sósíal-demo- kratar voru hins vegar svo hikandi og óákveðnir í sókn sinni að breyttum þjóðfélagsháttum, eftir hinni friðsamlegu leið, að upp úr 1920 misstu margir trúna á mátt hinnar friðsamlegu, þjóðfélagslegu breytinga og gengu komrnúnisman- um á hönd. Á tímabili eftir 1930, var samband kommúnista og jafn- aðarmanna harla einkennilegt, ým- ist vopnaður friður eða tilraunir til „samfylkingar“, sem aldrei stóðu nema stutt og voru sósíaldemo- krötum aldrei til styrktar né fram- dráttar. Mætti nefna slík dæmi úr islenzkri stjórnmálasögu eftir 1930. Það er raunar óþarft að rekja ýtarlega öll þau vonbrigði, sem jafnaðarmenn urðu fyrir af sam- starfi sínu við kommúnista. Þjóð- sagan um baráttu kommúnista gegn nazistum á hernámsárunum varð til þess að lokatilraunin til sliks samstarfs var gerð víða í Ev- rópu á árunum eftir stríðið, sér- staklega 1945—1946. En allar þessar tilraunir fóru út um þúfur. Jafnaðarmenn sáu fljótt, að komm- únistaflokkarnir voru bljúgir ját- endur alls, sem frá Rússlandi kom og dyggir þjónar hins austræna einræðiskerfis í gegnum þykkt og þunnt. Tvær stefnur. Á síðustu árunum hefur því rek- ið að því, að jafnaðarmenn hafa æ betur séð, að hið mikla ósamræmi í starfsaðferðum þeim, sem komm- únistar og jafnaðarmenn vilja beita til þess að koma á „verka- mannaríkinu", sem þeir kalla svo, leiðir líka af sér mikið ósamræmi í lokatakmarkinu. Nú getur enginn neitað því lengur, að ágreiningur- inn milli þeirra, sem vilja póli- tískt frelsi einstaklingann og hinna, sem vinna að því, að koma á lög- regluríki, svo svo mikilþað hann sé óbrúanlegur. Þetta sjá allir vinstri menn nema þeir, sem kommúnist- ar kalla „nytsama sakleysingja“, menn á borð við sumar þjóðvarn- arhetjurnar okkar hér á Islandi. Á árunum eftir 1848, var hin vinstrisinnaða hugsjón efst í hug- um alþýðu manna á Evrópu. Margt bendir til þess, nú 100 árum siðar, að hin andkommúnistíska, en lýð- ræðislega og vinstrisinnaða hug- (Framhald á 8. síðu). ..Nytsamir sakleysingjai“*vaða reyk zrn—zrwr-. Fólk það, sem kommúnistar kalla „nytsama sakleysingja“, og nota óspart til áróðursverka fyrir flokkinn, veður í skýjum draumkenndra hugsjóna og stefuir á gullna turna Kremlhallar, en sér ekki kúgunina, eymdina og fáfræðina, sem stjórnarkerfi konimúnista hvílir á. Þessir „nytsömu sakleysmgjar11 eru enn lirjóstuinkennanlegra fólk en sjálfir ofsatrúarinenii konrinúnistasafnaðarins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.