Dagur


Dagur - 26.03.1952, Qupperneq 8

Dagur - 26.03.1952, Qupperneq 8
DAGVR Miðvikudaginn 26. marz 1952 - Öflugur miðflokkur er kjölfesfa þjóðfélagsins (Framhald af 7. síðu). sjón, verði leiðarsteinn lýðrasðis- þjóðanna um næstu 100 ár. Þriðji krafturinn! Fyrir fimm árum var jafnaðar- mannastjórn í Frakklandi að berj- ast fyrir lífi sínu og tilveru, með Gaullista til hægri við sig og Thorez og kommúnista hans til vinstri, og orrustugnýrinn var mik- ill. Þá var það, að hinn aldni og hugrakki jafnaðarmannaforingi Le- on Brum, benti á hina tvöföldu hættu, sem hverju lýðræðisríki stafar frá kommúnisma og því afturhaldi, sem starfsemi komm- únista vekur í hverju þjóðfélagi. Það sem við þörfnumst umfram allt í Frakklandi, hrópaði hann, er þriðji krafturinn, sem berst við — hvort tveggja öfgarnar og einræðis- öflin en fyrir jákvæðum stefnu- skrám, fyrir pólitísku frelsi og efnahagslegu öryggi. Þriðji kraft- urinn! Hugmyndin hlaut mikinn byr og fylgi milljóna óbreyttra borgara, sem fannst þeir vera að farast inniklemmdir í átökum öfga- flokkanna til hægri og vinstri. — Menn skildu það, að það er nauð- synlegt að berjast fyrir lýðræðis- hugsjónina af eldmóði, kommún- istar og fasistar mega ekki vera einir um baráttudug. í Frakklandi var undirstaða þessa þriðja krafts, hinir friðsömu jafnaðarmannaflokkar. En þessi pólitíska hreyfing var engan veg- inn stofnuð á grundvelli sósíalískra kennisetninga. Ognunin, sem kem- ur frá einræðisöflunum í austri, nær til miklu fleiri og stærri sviða, en aðeins hihs fefnahagslega 'skip’u- lags þjóðanna. I Frakklandi skildu hinir lýðræðissinnuðU jafnaðar- menn það, að bezti bandamaðurinn gegn ofbeldi kommúnista var frjálslynt fólk og lýðræðissinnar í þeim borgaralegu flokkúm, sem kallaðir hafa verið kapítalískir. Þannig standa saman hægfara vinstrimenn og lýðræðissinnaðir hægrimenn, sem svo eru kallaðir, gegn hinum öfgafullu vinstriöflum — þ. e. kommúnistum, — og gegn hinum öfgafullu hægriöflum, þ. e. fasistum og flokkum, sem nálgast þá, eins og Gaullistaflokkurinn í Frakklandi. Þessi nýja skipting sýnir okkur í einu vetfangi, hversu blékkjandi það er að nota orðin „vinstri" og „hægri“ og þykjast þar með hafa skilgreint hið pólitíska svið. Hin sameinuðu vinstriöfl, sem stundum er talað um, er blekk ing. Það er ekki hægt að sætta eða sameina frelsið annars vegar og einræðið og ofbeldið hins vegar. Þegar við tölum um vinstriöflin, eigum við annað tvéggja við kommúnista eða ahdkommúnista og það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að þar er ekkert samband í milli og þessi vinstriöfl svokölluðu eru ekki ein heild, held- ur miklar andstæður. Við verðum einnig að gera okkur ljóst, að hin lýðræðislegu vinstriöfl og hin and- fasistísku hægriöfl eiga sameigirt- lega, trúna á frelsið, og frjálst þjóðskipulag, og skoðanamismunur um efnahagskerfi slíks þjóðskipu- lags getur jafnast með frjálsum umræðum og löglegum ákvörðun- um. Þegar við höfum gert okkur þetta ljóst, er kominn timi til þess að hætta að tala um „vinstri" og „hægri“, rétt eins og ekkert væri þar í milli. Því að von framtíðar- innar um frjálst og hamingjusamt þjóðfélag liggur vissulega í miðj- unni, í centrum, — í sigri þeirra afla, sem eru einlægir fylgjendur þegniegs frelsis, löglegra athafna og lýðræðislegra ákvarðana í póli- tískum jafnt sem efnahagslegum greinum. Og það gefur því að skilja, að báðjr öfgaflokkarnir til hægri og vinstri, muni mjög beina geiri sínum að þessari miðju, að þeirri fylkingu, sem héldur þjóð- félagsskipuninni saman, varnar því að hun rifni í átökum öfgaflokk- anna- Hvorki fasismi né kommún- ismi geta sigrað, ef hægt er að benda með rökum á lýðræðislegan meðalveg, sem innibindur von um frélsi ,-e:instaklmf>anna og eínahags- legt öryggi þeirra. Eyðilegging þess arar-1' TrriHileiðar "er - keppikefli hvort tveggja öfganna, eins og dæmin 'frá' Frakklándi sýna, þar sem bæði Gaullistar og komm- únistar standa saman i þinginu um það að reyna að bregða fæti fyrir ríkisstjórnir miðflokkanna frönsku. Eldmóður hugans. írska skáldið Yeats sagði spá- mannleg orð fyrir lahgalöngu. Þau eru eitthvað á þessa leið: „The best lack all conviction, while the worst are-full of passionate intensity.“ Eða íauslega útlágt: Ftina beztu skortir alla sannfæringu, á meðan hinir verstu; eru fuilir af eldmóði hugans. •; - I þessu er fólginn mikill sann- leikur og sorglegur. Ofgamennirnir éru fullir af eld- móði hugans, en við, sem teljum okkur til miðflokkanna, hinna frið- sömu borgara, sem vilja réttlátt þjóðfélag og lýðræðislega þróun — skortir þann sannfæringarkraft, sem hvetur ,til pólitískrar starfgemi og pólitisks áhuga. Og þá er eg aftur kominn að þvi, sem eg sagði í upphafi um tizkuna á Islandi. Það er tizka hér að tala ill^um stjprnmái- .. En hafið þið nokkru sinni heyrt kommúnista segja sem svo: -,TEg hef andstyggð á stjórnmálum og vil ekki koma ná- lægt þéim og ekki déttur mér’ í hug að kjósa við næstu kosningar.“ — Nei, eg er viss um að þetta hafið þið aldrei heyrt af rpunni komm- únista. Þessi orð þekkjast ekki í hópi þeirra, sem eru „fvtllir af eld- móði hugans,“ þau finnast hins vegar meðal okkar, sem fyllum lýðræðisflokkana, af því að okkur skortir sannfæringarkraftinn eins og Yeats sagði. Þetta þarf að breytast. Lýðræðishugsjónin og sóknin að réttlátu þjóðfélagi, þarf að kveikja eldmóð í hugum manna. Öfgaflokk- arnir báðum megin við okkur, upp- skera einnig úr þessum akri, því að vegna þess að þennan eldmóð hug- ans skortir, er stjórnarfarið slapp- ara en það ætti að vera, gagnrýnin á stjórnarathafnir tækifæriskennd ari óg óstöðugri en hún ætti að vera og framkvæmd lýðræðisins í heild hvergi nærri eins góð og hún gæti verið, ef mikill fjöldi þrosk- aðra og ábyrgra kjósenda stæði jafnan á verði uiíi heiður þings og þjóðar og réttlætið í opinberu lífi. Hlutverk Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn er milli- flokkur. Hann hefur á stefnuskrá sinni hiná gullnu leið meðalhófs- ms í andlegum og éfnaiegum sam- skiptum þegnahna. Þetta meðalhóf er samvinnustefnan, serh er leið réttlætisins og lýðraeðisins í efna- legum .samskiptum. Framsóknafflokkúrinn' vill efla og styrkja hið lýðræðisléga centr- um þjóðfélagsins, hann telur það kjölféstu þess og' tryggásta vörð um frelsið. Það fer því að líkum, að hann. eigi hendur sínar að verja frá öfgunum til beggja handa. Kommúnistar vilja flokkinn feigan, þeir kalla hann „afturhaldsfiokk" og reyna þannig að fæla frjáls- iynda menn frá þátttöku í starfi flokksins. En hverjir eru meiri aft- urhaldsmenn en hinir glákom- blindu kommúnistar, sem vilja varpa fyrir bórð öjlu frelsi í þjóð- félaginu og dýrka einræðisskurð- goð? Þeir eru engir vinstrimenn, þeir eru á sumum sviðum hinir öfgafyllstu hægrimenn þessa þjóð- félags. En Framsóknarflokkurinn fær skeyti úr fleiri áttum. Það er engin tilviljun, að sótt er fast að samvinnufélögunum í landinu úr hinni áttinni. Að þeirri sókn standa ekki hinir rólyndu, friðsömu, íhaldssömu borgarar, sem enn finn- ast innan Sjálfstæðisflokksins. Henni stýra þeir, sem nú eru komnir þar til meiri áhrifa, einka- hagsmunamennirnir með öfgaskoð- anirnar, sem eru yzt til hægri í flokknum. Þeir vilja, alveg eins og kommúnistar, ryðja burt kjölfest- unni, hinni lýðræðislegu samvinnu- hreyfingu. Hér, eins og í Frakk- landi, standa öfgamennirnir á bæði borð saman í sókninni að traust- asta og heilbrigðasta hluta þjóð- félagsins. I þessari baráttu ættu Framsóknarmenn og lýðræðissinn- aðir jafnaðarmenn að standa sam- an. En það eru sorgleg snnindi, að svo er ekki. En það er saga út af fyrir sig, sem ekti gefst tími til að ræða nánar að sinni. Aukning kjölfestunnar. í því pólitíska ölduróti, sem nú gengur yfir er það beinlínis lífsnauðsyn, að centrum þjóð- félagsins — hin rólegu, íhyglu, frjálslyndu öfl — fái staðist þau óveður, sem nú ganga yfir. Þessari skyldu verður bezt gegnt, ef lýðræðisfylgjendur end- urvekja og skerpa grundvallar- hugsjón lýðræðisins hið innra með sjálfum sér, skilja það og finna, að hún lifir ekki af sjálfri sér, heldur þarfnast hún eldlegs áhuga og heil- brigðrar, stjórnmálalegrar starf- semi. Þroskaðir borgararvarpaekki lýðræðishugsjóninni fyrir borðþótt þeim mislíki stjórnarathtöfn eða einstök framkvæmd kjörinna full- trúa, og þeir láta ekki hrekja sig af leið, þótt pólitísk gerningarveður — sem kommúnistar standa stund- um að — gangi yfir þjóðfélagið. Þeir leggja fram krafta sína sem þegnar lýðfrjáls þjóðfélags, til þess að bæta stjórnarfarið og vísa því á réttan veg. Framtíð lýðræðisins á Islandi, sem annárs stáðar stendur og fellur með centrum hinni öruggu kjölfestu þjóðfélags- ins og þeirri frjálslyndu umbóta leið, sem henni er tengd. Þess vegna ber okkur að leggja fram krafta okkar til þess að styrkja þessa kjölfestu, efla flokk þessarar millileiðar og gera hann að öfl- ugra tæki en nú er til þess að skipa málunum réttlátlega í þessu þjóð- félagi og styrkja þar með lýðræðið og frelsið. Ef við hugleiðum þetta eignumst við „eldmóð hugans“. E. t. v. skortir lýðræðisflokkana sem því nafni mega kallast með réttu — ekkert fremur en einmitt það. Skemmtiklúbburinn „ALLIR EITT“ Darisleikur að Hótel Norð urlandi sunnudaginn 30. rnarz kl. 9 e. h. „ Þeir, sem hafa verið fastir félagar í vetur, vitji að- göngumiða föstudaginn 28. þ. m., kl. 6—8 e. h. STJÓRNIN. Herbergi, með innbyggðum skápum til leigu , Strandgötu 37. Snorri Kristjánsson, Brauðgerð Kr. Jónsss. & Co Sokkabandabelti Verð frá kr. 28.00 Brjóstahaldarar Vcfnaðarvörndeild. •^r^si Herraskyrtur Herrabindi Vefnaðarvórudeild. Vinnufatnaður Samfestingar, bláir, brúnir,' grá.ir, livítir Vinnusloppar, hvítir, brúnir_y_ ; Jakkar, bláir, brúnir Strengbuxur, bláar, brúnar, hvítar Smekkbuxur, blá'ar Vinnustakkar, brúnir Vinnuvettlingar Ullarvettlingar Leistar V efnaðaruörudeild Fasteignir til sölu 1. Meðalstór íbúð í nýlegu steinhúsi hér í bænunr, miðsvæðis. 2. Þriggja berbergja íbúð í timburhúsi á sérstaklega góðum stað í bænum. 3. Býli í bæjarlandinu. Eignir þessar allar lausar í vor. Þeir, sem hafa óskað að ég hefði þá í huga við útyegun íbúða, eru beðnir að gefa þesSu gaum. Björn Halldórsson. TAKIÐ EFTIR! Höfum flutt Trémíðavinnustofuna Skjöldur h.f. í Gránufélagsgötu 45, Akureyri. Eins og áður, önnumst við hvers konar húsa- og hús- gagnasmíðar og bílayfirbyggingar. Akureyri, 25. marz 1952. Trésmíðavinnustofan Skjöldur li.f. Gránufélagsgötu 45 — Sírni 1551.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.