Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 10. marz 1954 Þorsteinn Þorsteinsson sjúkrasamlagsgjaltlkeri MINNINGARORÐ Fimmtudaginn 4. þ. m. var Þor- steinn Þorsteinsson, sjúkrasam- lagsgjaldkeri og framkvæmdastj. FerSafélags Akureyrar til moldar borinn bér á Akure.vri. Hann andaðist 25. febrúar s.l. Þorsteinn hafði fyrir nokkru kennt þess sjúkdóms, er leiddi hann til bana, og ágerðist sjúk- dómur þessi svo skjótt, að Þor- steinn ákvað að leita til Reykja- víkur, ef þar væri einhverja bót að finna — en sú för var aldrei farin — önnur för var honum ætluð, og í hana lagði hann árla morguns, án hiks eða aðdrag- anda, líkt og hans var vandi. Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur að Engimýri í Oxnadal 12. marz árið 1890. Foreldrar hans voru hjónin Friðrika Jóns- dóttir og Þorsteinn Jónasson bóndi þar. Sá Þorsteinn var al- bróðir Jóns Jónassonar, óðals- bónda að Flugumýri í Blöndu- hlíð, og Kristjáns föður Vestur- íslendinganna Friðriks og Aðal- steins, sem fyrir skömmu ánafn- aði Eyfirðingum gjöf, sem kunn- ugt er. Þorsteinn var yngstur níu systkina og mun því ekki hafa verið alinn upp við allsnægtir, og ungur missti hann föður sinn. Oll komust þau systkinin til manns, fluttust tvær systurnar ungar til Vesturheims, en hin systkinin hafa verið búsett hér í Eyjafirði og á Húsavík. Stendur nú þegar stór ættbogi frá Þor- steini bónda á Engimýri af mætu og dugmiklu fólki. Eftir að Þorsteinn missti föður síns við, vistaðist hann hjá skyld- mennum sínum í Öxnadal. En snemma óx með Þorsteini löng- unin til þess að kanna nýjar leið- ir og kynnast nýjum háttum, og vart hefur hann slitið barnsskón- um, þegar hann hleypir heima- draganum og ræðst til náms að Ljósavatni, en þá var þar ung- lingaskóli. Árið eftir, 1906, sezt hann í búnaðarskólann á Hólum, þá aðeins 16 ára gamall. Mun hann hafa verið yngsti nemandi þeirrar bekksagnar. Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, var þá skólastjóri á Hólum, en hann var eins og kunnugt er merkur búnaðarfrömuður. Kynni Þorsteins af honum og námið á Hólum hefur verið veganesti, er entist Þórsteini lengi, og segir mér svo hugur, að búskapur og ræktun hafi allt frá því, verið eitt af aðal-hugðarmálum Þor- steins. Einmitt á þessum árum stóð Sigurður að því að koma á fót gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands hér við Akureyri, og mun Þorsteinn hafa lagt þar hönd að verki. Að loknu nám-i beitti Þorsteinn sér fyrir breytt- um búnaðarháttum í sveit sinni, fékkst hann þar manna fyrstur við plægingar og hvatti til garð- ræktar, sem menn voru vantrú- aðir á að væri til arðs' eða nytja; Árið 1910 gekk Þorsteinn að eiga eftirlifandi kónu sína, Ás- dísi Þorsteinsdóttur, alsystur Sigtryggs Þorsteinssonar, form. Sjúkrasamlags Akureyrar. En þau systkin eru sonarbörn Þor- steins Hallgrímssonar bónda að Hvassafelli, er var albróðir Jón- asar Hallgrímssonar skáMs. Ás- dís er greind og dugmikil kona, sem hún á kyn til. Reistu þau Þorsteinn bú að Neðstalandi í Öxnadal. Þar bjuggu þau í fjög- ur ár. Er þau hjón fluttu frá Neðstalandi, var það ætlun þeirra að búa áfram í sveit, en vegna óviðráðanlegra atvika settust þau að á Akureyri og hafa búið þar síðan. Á Akureyri stundaði Þor- steinn fyrst daglaunavinnu og var annálaður afkastamaður. Hann tók strax drjúgan þátt í félagslífi bæjarins og var kosinn í bæjarstjórn 1919—1923 og síð- an aftur 1934—38 og 1938—1942. Á fyrstu árum sínum hér, stofnaði Þorsteinn ásamt fleirum garðræktarfélag, er starfaði á samvinnugrundvelli, en sú til- raun átti við marga örðugleika að etja og varð ekki langlíf. Þor- steinn var um langt skeið í stjórn Verkamannafélags Akureyrar, sem gjaldkeri þess eða formaður, og þótti þá manna lagnastur við að fara með mál félagsins og firra vandræðum, þegar í odda skarst. Þorsteinn var ungmennafélagi heima í sveit sinni og tók brátt mjög virkan þátt í starfsemi þess félagsskapar hér, á meðan það stóð með mestum blóma. Hann var m. a. í stjórn Ungmennasam- bands Eyjafjarðar um áratug. Hann var einnig mjög áhugasam- ur þátttakandi í starfsemi templ- ara og fór um eitt skeið nokkrar fyrii'lestraferðir á vegum þess félagsskapar. Þorsteinn réðist til Kaupfélags Eyfirðinga árið 1820 og var starfs- maður þess til 1928. Munu mar'g- ir minnast hans fró þeim árum vegna hjálpsemi hans og lipurð- ar í starfi. Þorsteinn var alla tíð mikill samvinnumaður og átti hin síðari ár sæti í deildarstjóm Akureyrardeildar K. E. A. Frá 1928 til 1938 vann Þor- steinn ýmis störf hér í bæ, oft sem verkstjóri, m. a. stjórnaði hann verki við leiðsluna á heita vatninu úr Glerárgili í sundlaug bæjarins. Það vei'k var mikið unnið í sjálfboðavinnu og krafð- ist því sérstakrar áx-vekni verk- stjói’ans, sem heldur ekki bx'ást, enda var þetta verk brennandi áhugamál Þorsteins eins og öll önnur menningarmál. Það lýsir Þorsteini nokkuð, að þegar þessu verki var lokið, hóf hann að nema sund 44 ára gamall og varð vel sjálfbjarga. Á þessu áx-abili var hann oft fylgdai'maður út- lendinga, er ferðuðust í'íðandi um óbyggðir landsins, og fórst hon- um það vel úr hendi, enda var hann ágætur hestamaður og svo ratvís og athugull, að af bar, eins og síðar mun nánar getið. Sumir þessara útlendinga hafa getið hans í bókum, sem afbragðs ferðafélaga og manns, er þeir minntust ætíð síðan Áður en sjúkrasamlög voru lögboðin stai'faði hér í bæ sjúki'a- samlag, er bæjarbúar, sem áhuga höfðu fyrir sameiginlegum sjúkrati-yggingum, stofnuðu og í’áku sjálfir. Var Þorsteinn ötull stuðningsmaður þess og meðlim- ur. Hann var í fyrstu stjói’n sjúkrasamlags þess, er nú stai’f- ar. Árið 1938 var hann i’áðinn innheimtumaður hjá samlaginu og varð síðan, sem kunnugt er gjaldkeri þess. Þorsteinn var alla tíð áhuga- maður um ferðalög, og eins og áður er að vikið, annálaður ferðamaður. Munu fáir eða engir hafa vei’ið kunnugri en hann á öræfum norðan jökla, og leiðir þær, er hann hefur merkt og rutt um þær slóðir, munu halda minn- ingu hans á lofti um langa fram- tíð, enda mun sá hópur stór orð- inn, er notið hefur leiðsagnar hans um byggðir og óbyggðir þessa lands. Ef liættu bar að höndum á öræfaleiðum, var jafn- an fyi-st leitað til Þorsteins, og brást þá aldrei kunnugleiki hans og fyj'irhyggja, Lengst mun í minnum hafður leiðangur hans á Vatnajökul, þegar Geysisslysið varð, enda tókst þá að bjax-ga átta mönnum úr bi’áðri lífshættu. Sjaldan mun heil þjóð hafa fylgzt svo vel með fámennum hóp og beðið þess heitai’, að honum fax’n- aðist vel, en íslendingar i það sinn, er þeir fylgdust með leið- angri Þorsteins. Þorsteinn var einn af stofnend- um Fei’ðafélags Akureyrar, og í ferðanefnd þess eða stjórn frá upphafi. Mörg undanfai’in ár var hann fi’amkvæmdastjói’i þess og er hann var sextugur, var hann tilnefndur fyrsti kjöi’félagi Fei’ða- félags Akureyrar í heiðui’s- og þakklætisskyni fyi’ir unnin störf. Eitt af hugsjónamálum Þorsteins var að leggja bílfæran veg suður á hálendið upp úr Eyjafirði, og opna þannig öx-æfin fyrir íbúa þessa bæjar og héraðs. Þótt slíkt væi’i af sumum talið óhugsandi, þá tókst það, þótt mikið sé ógert,- svo að vel sé. Sú ætlun Þorsteins að i*yðja langan veg um hinar verstu torfærur og byggja sælu- hris á leiðarenda, án þess að hafa til þess nokkui’t fjármagn. eða nokkra tryggingu fyi’ir fjárhags- ■legri aðstoð, og að framkvæma þetta, það lýsir bjartsýni og trú hans á góð málefni. Þorsteinn var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Flugbjörgunarsveitar Akureyrar og í stjórn hennar frá byrjun, enda hafði hann brenn- andi áhuga fyrir slysavai’narmál- um. Þorsteini lánaðist ekki að verða bóndi, eins og hugur hans stefndi til í æsku ,en hann var alla tíð ræktunarmaður í tvöfaldi’i mei’k- ingu. Hann trúði á ræktun félags- legi’a dyggða til hags fyrir land og lýð, og hann vildi græða sveit- ir landsins og klæða þær skógi. Hann var einn ötulasti forystu- maðurinn í Skógræktarfélagi Eyjafjai’ðar, og síðan í Skógrækt- arfélagi Akureyrar, eftir að sú deild var stofnuð. Hann var lengi í stjói-n Skógræktarfélagsins og kosinn formaður Akureyi’ar- deildai’innar á síðasta aðalfundi hennar. Er óhætt að fullyrða, að enginn hefur komið jafnmörgum mönnum til þess að gerast virkir skógi-æktai'menn hér í bænum sem hann. Þorsteinn var einn af hvatamönnum þess, að komið yi’ði upp skógarlundi í Öxnadal til minningar um Jónas Hall- grímsson. Hann var í nefnd þeirri, sem annaðist um Jónasaidund- inn og manna ötulastur að vinna fyrir það mál. Eins og af framansögðu má ráða, var Þorsteinn alla tíð mik- ill hugsjóna- og félagshyggju- maður, sem fórnaði sínum miklu og góðu kröftum í þágu hugsjóna sinna, án þess að ætlast til launa, enda var hann aldrei auðUgur að fé og óskaði þess. e.kki heldur. Af hjartans auði var hann ríkur, og kom það bezt fram í heimilislífi hans. Kona hans hefur um ára- tugaskeið búið við vanheilsu og þui’ft stöðugrar umönnunar síð- ustu tíu árin. Veit sá bez’ i •• gleggst þekkir, hve vel Þorsteinn reyndist henni í veikindum hennar. Þau hjónin Þoi’steinn og Ásdís hafa síðan 1940 búið með einka- syni sínum, Tryggva kennara og Rakel Þórarinsdóttur konu hans og börnum þeirra. Hafa þær fjölskyldur jafnan vei’ið sem ein. Er nú þeim öllum sár hax-mur kveðinn við fi'áfall Þoi’steins. Allir vinir þessa heimilis biðja því blessunar nú, er það hefur oi’ðið fyrir svo óbætanlegum missi. Þorsteinn las mikið um dulræn og trúarleg efni og var alla tíð bjartsýnn trumaður, sem treysti á guðlega foi’sjón og handleiðslu, bæði í þessu lífi og öðru. Þoi’steinn var mikill þi-ekmað- ur og heilsuhraustur fram undh’ xað síðasta, en hann var svo ó- sérhlífinn og kapþsarnur við vinnu og öll störf, cg sennilega hefur hann oft á tíoum ofboðið líkamskröftum sínum. Nokkru fyrir andlátið kenndi hann hjartabilunar, er ágerðist rnjög ört, og tveim dögum fyrir andlát- ið var honum ráðlagt að taka sér algera hvíld fi-á störfum um tímá. Síðasta daginn, sem hann lifði fór hann um stund á vinnustað sinn til þess að undirbúa þetta frí sitt, og lét hann þá orð falla í þá átt, að hans væri ef til vill ekki von þangað aftur. Það fór líka svo, því að eins og að framan segir varð hann bráðkvaddur í rúmi sínu að moi-gni fimmtu- dagsins 25. febi-úar. Hér að framan hafa vei’ið rakip helztu æviati’íði Þófstéíns Þor- steinssonai’, og má af þeim nokk- uð ráða, hver maður Þorsteinn var. En skýrast er saga Þorsteins skráð í hugi samferðamanna hans. Þeir minnast hans með þökk sem mannsins. er árla reis til þess að leggja leiðir og ryðja brautir, og hafði oft afkastað fullu dagsverki, þegar aðrir risu úr í’ekkju. Þorsteinn var langsýnn og vök- ull, og ekkert sem var til nytja og þjóðþrifa, var honum óvið- komandi. Hann sá landið klætt grænum skógi og frjóum ræktar- löndum, og fjöll og víðáttur voru vettvangur, er hann vildi opna þjóðinni til hreysti og fagnaðar. En þetta var Þoi-steini meira en bugsýn. Hann var sjálfur meðal þeirra fyrstu, er beittu plóginum á óræktarlöndin, gróðursettu viðarteinungana í hlíðar og reiti og ruddu brautir, sem opnuðu öræfin. En hvar sem Þorsteinn fór, þá var hann ekki einn. Hann var ætíð í broddi fylkingar ungi’a og aldinna, sem hann kvaddi til starfa, og líklega mun hann hafa vænzt þeii’ra launa einna fyrir ævilangt sjálfboðastarf, að þeir létu ekki merkið falla, þótt hann félli. Árvekni þín, Þoi’steinn, dugur þinn, bjai’tsýni þín og trú var Fi’amhald á 11. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.