Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. marz 1954 D A G U R 5 Tvær vísmdastofnanir - önnur í Reykjavík, ^il félítgO. Iðiiaðai- hin í Kaupmannaíiöfn mannafélags Akur» Tillögur þessar vekia vonbrigði hér á landi Samkvæmt útvarpsfregnum flutti danska blaðið Politiken stór- letraðar fregnir á fimmtudag þess efnis, að danska stjórnin hafi lagt fyrir íslenzku stjórnina drög að tiliögum, er verði samkomu- lagsgrundvöllur í handritamálinu. Er þar gert ráð fyrir, að eignar- jétturinn yfir handritunum verði sameiginlegur. Þá segir ennfremur, að lagt sé til að komið verði upp tveim vísindastofnunum til rannsókna á handritunum, annarri í Reykja- vík og hinni í Kaupmannahöfn, og séu þær opnar vísindamönn- um allra þjóða. veiði Dani for- stöðumaður stofnunarinnar á fs- landi en íslendingur í Kaup- mannahöfn. Handritunum skipt. Þá er lagt íil, að nefnd vís- mdamanna skipti handritunum miili þjóðanna og Ijósmyndir gerðar af öllu safninu, svo að textar þeirra séu til á báðum stöð um. Þá segir ennfremur, að mál þessi hafi vcrið rædd við' Bjarna Benedilctsson, menntamálaráð- herra, er hann var staddur í Kaupmannaliöfn nýlega. Blaðið segist hafa spurt Hans Hedtoft forsætisráðherra um sanngildi þessarar fregnar, en hann hafi hvorki játað henni né neitað. Fregn Norsk Tclegrambyraa. í fréttaskeyti frá Norsk Tele- grambyraa um þetta mál á föstud. s.l. segir orðrétt: Danska stjórnin hefir lagt fyrir íslenzku stjórnina tillögu um lausn deilumálsins um eignaréttinn yfir handritum, sem nú eru geymd í Danmörku. Aðal- efni tillögunnar er, að hinn laga- legi eignarréttur, sem nú er að- eins danskiu-, verði sameign beggja landanna. Samkvæmt til- lögunni skal setja á stofn tvær stofnanir til ransóknar á liand- ritunum, aðra í Reykjavík en hina í Kaupmannahöfn. Stofnan- ir þessar skulu vera opnar vís- indamönnum allra landa. Stofn- uninni í Reykjavík skal danskur maður stjórna en stofnuninni í Kaupmannahöfn fslendingur. í sambandi við þessa fregn er ekki getið um Politiken sem heimild. Lokaður fundur á Alþingi. Á Alþingi gerði Ilannibal Valdemarsson fyrirspurn utan dagskrár um það, hvernig á því stæði, að fregn kæmi um þetta fyrst hér frá dönsku blaði. Bjarni Benediktsson, menntamálaráð- herra, svaraði því til, að hann vildi engan dóm á það leggja, hvort afsakanlegt væri af hinu danska blaði að birta fregnir þessar. Hann kvaðst hins vegar hafa fengið staðfestingu á því, að þær væru ekki eftir forsætisráð- herra Dana. Óskaði hann síðan eftir lokuðum fundi og var hann haldinn á föstudag. Enginn samkomulags- grundvöliur. Meðal íslendinga munu þessar tillögur, ef þær eru tillögur dönsku stjórnarinnar, ekki vekja neinn fögnuð, heldur vonbrigði, og varla mun þess að vænta, að þær geti orðið grundvöllur að nokkurri lausn þessa máls, svo að íslendingar uni vel við. Undirtektir hér og í Danmörk. Undirtektir þær, sem þessar tillögur Dana — svo óljósar sem þær eru ennþá — hafa fengið hér á landi eru yfirleitt á eina lund: íslendingar telja ekki koma til mála neina slíka samninga um handritin. Er þetta yfirleitt álit blaða, sem um málið hafa skrifað, og í sama dúr er ályktun frá Rit- höfundafélagi Islands. f Danmörk virðast skoðanir og skiptar. Ýmsir stjómmálamenn virðast telia tilboð þetta aðgengi- legt og líklegt til úrlausnar, en prófessorar við Hafnarháskóla lýsa sig andvíga því sumir hvei'j- ir, segja of langt gengið. En það voru þessir aðilar sem mest lögðu sig fram um að spilla málstað íslendinga í sambandi vio hand- ritamálið á s.I. ári. Jónas Tliordarsoe ráðimi gjaldkeri s j úkrasamlagsnís Sjúkrasamlagsstjórnin hefur ráðið Jónas Thordarson skrif- stofumann hjá KEA til að taka við gjaldkerastarfi Samlagsins frá næstu mánaðamótum. Jónas hefur lengi starfað á skrifstofum KEA og reynst þar hinn ti-aust- asti og hæfasti starfsmaður. ýkomnar Nýjar tegundir af SKAUTA- og SKÍÐASKÓM. FLÓKA-INNISKÓR í miklu úrvali. Skódeild KEA. eyrar Kæru félagar: Á þessu ári verður Iðnaðar- mannafélag Akureyrar 50 ára. Tel ég því viðeigandi að minna ykkur á að sækja að þessu sinni vel aðalíund félagsins, sem hald- inn verður í Gagnfræðaskóla- húsinu sunnudaginn 14. þ. ni. kl. 4 síðdegis. Á slíkum tímamótum ber fremur en nokkru sinni ella að minnast liðins tírna og bera merkið hátt fram til starfs og dáða. — Hættið nú ao dotta á verðinum! Sækið fundi félagsins, og þá fyrst og fremst aðalíund- inn, því rnargt þarf að ræða. — Og mér er spurn: Er hægt að ætlast til mikilla afreka af fé- lagi, ef félagar mæta ekki á fund- um þess? Og getið þið, félagar góoir, sætt ykkur við, að 12—13 menn ráði lögum og lofum í fé- lagi, sem telur um eða yfir 100 félaga? Nei, félagar góðir. Við svo búið má ekki standa. Og munið að fjölmenna á næsta fund! Ennfremur vil ég minna ykkur1 á, að 16. íðuþing íslands verður háð hér á Akureyri að þessu sinni, sennilega í júní í sumar. Er það ákveðið í tilefni af því, að Iðnaðarmannafélag Akureyr- ar og Trésmiðafélag Akureyrar verða bæði 50 ára á þessu ári, 1954. Akureyri 8. marz, 1954. Með félagskveðju, Karl Einarsson. Opinberí uppboð Samkvæmt kröfu Björns Halldórssonar hdl., f. h. bæj- arsjóðs Akureyrar og að und- angengnu lögtaki 19. nóv. 1952, verður krafa H.f. Afls, Akureyri, á hendur Dalvíkur- hreppi, að upphæð. krónur 18,000.00, boðin upp og seld ef viðunanlegt boð fæst, til lúkningar ógreiddum gjöld- um til bæjarsjóðs ásamt kosn- aði upphæð kr. 13.421.60 auk kostnaðar við uppboðið, á op- inberu uppboði, sem haldið verður í skrifstofu minni, Hafnarstræti 102, Akureyri, miðvikudaginn 24. marz n. k. kl. 11 f. h Bæjarfógetinn á Alcurcyri, 9. marz 1954. Friðján Skarphéðinsson. Auglýsið í Ðegi íKhkhkhs-jkhkhkhkhkhkhkhkh I STUTTU MALI Frumvarpið um heimild til þess að flytja Húsmæðrakenn- araskóla íslands í brott frá Reykjavík, þ. e. hingað til Ak- ureyrar, er nú komið í gegn- um Neðrideild Alþingis og til Efrideildar. Eru nokkrar horfur á að frv. nái fram að ganga á þessu þingi og möguleikar opn- ist til þess að gera liagkvæma samninga við ríkið um afnot af skólaliúsi Húsmæðraskóla Akureyrar. * Ríkisstjórnin hefur Iag fram á Alþingi frv. um heimild til að ábyrgjast lán allt að 50 millj. króna fyrir Samband ísl. samvinnufélaga til að kaupa olíuflutningaskip, og sömu upphæð fyrir Eimskipafélagið og Shell og BF. -K Almennur fundur bindindis- manna í Reykjavík hefur sam- þyltkt mótmæli gcgn áfengis- lagafrv. í núverandi mynd, eins og það kom frá Efrideild Alþingis, og telur fundurinn gildandi áfengislög betri cn frv. eins og það er nú. Þá hefur Stórstúka íslands mótmælt frumvarpinu. Áframhald er á ágætum afla- brögðum sunnanlands og fá bátar, cr róa með línu, ágætan afla hvenær sem gefur. Neta- bátar afla aftur á móti lítið enn sem komið er. Fiskibátar hér fyrir norðan búast nú á togveiðar og eru sjómenn bjartsýnir að afli verði góður. * Stefán Steinþórsson póstur, sem kom úr póstferð austan frá Einarsstöðum í gær, segir mjög mikinn snjó í Þingeyjar- sýslu og þó einkum á Vaðla- heiði. Er komið þar mikið fannfergi. -K SÍS hefur tekið upp þá ný- breytni að bjóða stúdentum úr viðsldptadeild Háskóla íslands að skoða verksmiðjur og ömi- ur fyrirtæki Sambandsins. M. a. er ráðgert að um 40 há- skólanemar komi fluglciðis hingað norður næsta góðviðr- isdag til þess að skoða hér verksmiðjur Sambandsins. Hefur forstjóri SÍS boðið þeim í þessa för f. h. Sambandsins. Sveitarstjórnarkosii- ingarnar í Danmörk Hið frjálslynda danska blað, Politiken, birtir eftirfarandi ritstjórnargrein um sveitar- stjórnarkosnhigarnar í Dan- mörk sl. miðvikudag: Fernar kosningar á 12.mánuð- urn var meira en kjósendur í Kaupmannahöfn þoldu. Útkom- an varS bví sú, að bæjarstjórnar- kosningarnar, sem voru síðastar öessara kosninga, urðu Svarti- pótur; kosningabátttakan var minni en dæmi eru til áður á jessari öld. Þetta er Kaupmanna- hafna-fyrirbæri. Úti á landi urðu kosningarnar með öðrum hætti. Stærsta fréttin var sigur Umanack-Larsens borgarstjóra í Árósum, þar sem jafnaðarmenn bættu við sig fjórum sætum og fengu þar með hreinan meiri- hluta. Svipuð er myndin af úr- slitunum í Odense, þar sem Werner borgarstjóri fékk hrein- an meirihluta fyrir jafnaðarmenn. Áður varð hann að styðja sig við kommúnista. Það, sem hér réði mestu, var að sjálfsögðu hinn gífurlegi ósigur Réttarsambandsins. í hverju einasta kjördæmi er atkvæðatala flokksins frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum orðin að litlu broti. — Kosningin í Kaup- mannahöfn hefur ekki í för með sér afgerandi breytingu. Borgar- stjórnin sjálf breytist ekki í meg- indi-áttum, en jafnaðarmenn hafa jó, þrátt fyrir lægri atkvæðatölu, sem stafar af minni kosningaþátt- töku í heild, haft nokkui-n byr, sem þýðir fjórum sætum meira í borgarráðinu og hafa þeir nú 32 af 55 fulltrúum þar. Radíkalir missa fulltrúa og Réttarsam- bandið missir 5 fulltrúa. f Kaup- mannahöfn unnu jafnaðarmenn á í borginni sjálfri og á Friðriks- bergi, en ekki eins í úthverfun- um.... Við fyrstu sýn breytir kosn- ingin því engu verulega um stjórn höfuðborgarinnar, þótt hún auki spennuna í milli ein- stakra borgarhluta innan borgar- innar allrar. í borgarstjórninni sjálfri verður þó breyting. Hinn kommúnistíski borgarstjóri Jó- hannes Hansen, sem hefur stjórn- að 4. hverfi síðustu 8 árin, flytzt nú niður í borgarfulltrúasæti, en íhaldsmenn fá einum borgar- stjóra fleira.... Eftir er eitt stórt og óútkljátt mál: Hver verður nú yfirborgar- stjóri í Kaupmannahöfn. Jafnað- armenn hafa engin fyrirheit gefið um ]jað í kosningabardaganum. En einhvern tíma á sl. hausti til- kynnti H. P. Sörensen yfirborg- arstjóri að hann mundi ekki gefa kost á sér eftir 1. apr. Síðan hefur málið legið í þagnargildi.... Þó eru tveir menn mest umtalaðir: Júlíus Hansen borgai-stjóri í 2. hverfi, sem hefur séð um sjúkra- hússreksturinn, og S. Munk borgarstjóri, sem hefur stjórnað framfærzlumálunum....

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.