Dagur


Dagur - 10.03.1954, Qupperneq 12

Dagur - 10.03.1954, Qupperneq 12
12 Baguk Miðvikudaginn 10. marz 195« Læknafélag Akureyrar telur rétt að banna opnum Skorar á heilbrigðisnefncl bæjarins að nota heimild, sem hím hefur til þess Á fundi Læknafélags Akur- eyrar, sem haldinn var s.l. mánu- dag, var rætt um mjólkursölu- málin í bænum, og þar var sam- þykkt áskorun á heilbrigðisnefnd að leyfa ekki mjólkursölu nema á lokuðum flöskum. Ályktun fé- lagsins, sem var samþykkt með samhljóða atkvæðum, er á þessa leið: Fundur í Læknafélagi Ak- ureyrar, haldinn 8. marz 1954, skorar á heilbrigðisnefnd bæj- arins að nota heimild þá, sem Katalína-flugvél frá Flugfélagi íslands kom hér í gærkveldi þrátt fyrir hríð og dimmviðri og settist á Oddeyrarál. Vélin flutti farþega og póst og fer væntanl. suður í dag. Missti pósthestinn niður um ís - Það bar til á sunnudags- morguninn s.l., er Stefán Stein- þórsson póstur var að leggja upp í póstferð héðan austur til Einarsstaða, að hann ætlaði að stytta sér leið og fara austur yfir Leiru á ís undan Krókcyri. En ísinn reyndist ótraustur og brotnaði undan einum póst- hestinum. Stefán póstur náði að grípa pósttöskurnar af klárnum áður en hann fór á kaf, og segja sjónarvottar að það hafi verið snör handtök. Hesturinn synti í vökinni unz mannhjálp barst og tókst að ná honum upp á skörina. Virtist honum ekki meint af volkinu, og eftir að hann hafði verið þurrkaður inni í fjósi í Litla- Garði, gat Stefán haldið póst- ferðinni áfram cins og ekkert hefði í skorizt. henni er veitt í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur frá 4. sept. 1943, til að ákveða að ein- ungis skuli afhent mjólk í lok- uðum flöskum í mjólkurbúðum bæjarins, og telur fundurinn að hér sé um mikilvæga heil- brigðisráðstöfun að ræða. Gouda-ostur kominn á markaðinn hér Fyrir nokkru hófu mjólkur- samlögin á Akureyri og Sauð- árkróki framleiðslu á osti til útflutnings og var gerður svo- nefndur Gouda-ostur, sem er talsvert frábrugðinn þeim venjulega mjólkurosti, sem hér hefur fengizt. Er þcssi ostur feitari en eldri osturinn — eða 45% — og með öðru bragði og sérstaklega ljúffengur. Þótt ostur þessi sé einkum ætlaður til útflutnings haía sýnishorn af honum verið sett á innlendan markað og fyrir helgina byrj- aði Kjötbúð KEA að selja Gouda-ost frá Mjólkursamlag- inu liér. Félagsmálaráduneytið úrskurðar bæjarstjórnarkosningarnar gildar En átótur galla á f ramkvæmd kosninganna Rússar semja um smíði 20 togara af sömu gerð og „Jörundur" Skipasmíðastöðin á Lowestoft hlaut stærsta togarasamning, sem Bretar hafa gert, fyrir fyrir 6 milljón sterlingspund Brezka blaðið Fishing News segir frá því nú nýlega, að það sé engum vafa undirorpið að hinn mikli samningur brezku skipa- smíðastöðvarinnar Brookc Mar- ine Ltd. í Lowestoft um smíði 20 togara fyrir Rússa, byggist á aðdáun og áhuga Rússa fyrir ís- lenzka togaranum Jörundi, EA 335, sem smíðaður var af þessu sama fyrirtæki fyrir Guðmund Jörundsson útgerðarmann árið 1949. Birtir blaðið síðan teikningar þær af gerð skipsins, er hið heims kunna blað Illustrated London News birti skömmu eftir að skip- ið var fullgert. Rússar kynnst Jörundi á síidar- miðunum. Togarinn Jörundur hefur stund að síldveiðar undanfarin sumur og jafnan verið aflahæsta skip. Rússneskur veiðifloti hefur verið Félagsmálaráðuneytið hefur nú staðfest úrskurð bæjarstjórnar liér um að bæjarstjórnarkosning- arnar 31. janúar s.l. skuli teljast gildar. Hafði Alþýðuflokkurinn kært kosninguna og krafðist ógildingar. í bréfi Félagsmálaráðuneytis- ins um mál þetta, sem birt er í Alþýðuflokksblaðinu hér í gær, eru átaldir nokkrir ágallar á framkvæmd kosninganna, en „efni virðist hins vegar eigi til þess að ógilda kosninguna" segir í úrskurðinum og úrskurðar ráðuneytið kosninguna gilda. Ráðuneytið telur ósamræmi í töl- um afhentra og upptalinna at- kvæða bera vott um að ekki hafi verið viðhöfð nægileg aðgæzla, ennfremur þykir orka tvímælis, hvort kosning megi standa yfir eftir kl. 24 á kjördag, enda þótt sá háttur hafi tíðkast hér og ann- ars staðar á seinni árum. Enn- fremur telur ráðuneytið að ekki sé lögum samkvæmt að hefja flokkun atkvæða áður en kjör- fundi lýkur. En öll þessi atriði eru ekki talin svo veigamikil, að ástæða sé til að ógilda kosning- una. Snjóar loka fjallvegunum - sam- gönguerfiðleikar innanhéraðs Fjöidi manns viB framlelslusförí að síldveiðum hér undan Norð- austurlandi. Hefur sá floti veitt Jörundi athygli og fylgzt með ferðum skipsins og veiðum. Er nú ljóst, að yfirmenn þessa flota hafa verið svo skotnir í skipinu að þeir hafa komið sögum af því á framfæri við yfirboðara sína í Moskvu og þær hafa síðan orðið til þess að eigendur skipasmíða- stöðvarinnar í Lowestoft voru boðnir til samningaviðræðna austur þar um s.l. áramót. Lauk þeim með undirritun samninga í s.l. mánuði um 20 togara af mjög líkri gerð og Jörundur og eiga skipin að afhendast á næstu 2 ár- um. Eru þetta viðskipti fyrir 6 milljónir sterlingspunda, og sagði forstjóri skipasmíðastöðvarinnar er hann kom heim með samning- inn, að þetta væri stærsti samn- ingur sinnar tegundar, sem brezk skipasmíðastöð hefði nokkru sinni gert. Koma þeir á íslandsmið? Ekki er ljóst af þessum skrifum í brezkum blöðum, hvernig Róss- ar hyggjast einkum nota þessa togara eða hvar, en ekki er ólík legt, að þeim muni sjást bregða fyrir hér a. m. k. á síldveiðum. á næstu árum. Allir togararnir salta níi aflann um borð Um þessar mundir starfar f jöldi manns við framleiðslustörf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa li.f., enda berst að mikið af saltfiski því að allir togarar félagsins salta nú aflann um borð og hafa land- að hér að undanförnu. Þá er og danskt skip hér að taka fisk og hefur verið unnið að fiskpökkun að undanförnu. Var um 4000 fiskpökkum skipað út í gær. Hafa á annað hundrað manns starfað hér í landi hjá félaginu nú um hríð við þessi framleiðslu- störf. Afli togaranna. Tveir af togurum félagsins voru hér í gær. Sléttbakur kom af veið- um í gær með 150—160 lestir af saltfiski, Harðbakur kom aðfara- nótt mánudags og hafði um 160 lestir af saltfiski. Svalbakur land- aði 175 lestum 5. þ. m„ og 25 f. m. landaði Kaldbakur 150 lestum. Mikil fannkoma hefur verið um norður- og norðausturliluta iandsins lengst af síðan hríðar- kastið hófst í lok s.l. viku. Mun mest hafa snjóað í Þing- eyjarsýslum, og var þar hörku- stórhríð um helgina. Hér í Eyja- firði hefir sett niður allmikinn snjó og hafa fjallvegir lokast alveg og talsverðir samgöngu- erfiðleikar verið á þjóðvegum innanhéraðs og jafnvel hér í bænum. í gær var þó talið að mjólkur- bílar mundu komast til bæjarins úr öllum deildum mjólkursam- lagsins nema úr Svarfaðardal, Árskógsströnd og Höfðahverfi. Snjóýtur hafa verið að starfi sums staðar í héraðinu. Næg mjólk barst til bæjarins í gær. Munnhörputríó Ingþórs Haraldssonar kemur norður Munnhörputríó Ingþórs Har- aldssonar í Reykjavík, sem leikið hefur þar við mikla hrifningu að undanförnu, kemur hingað norð- ur um næstu helgi qg leikur á árshátíð KA á laugardagskvöldið í Varðborg og á dansleik á sama stað á sunnudagskvöldið. Tanner-systur syngja í Nýja-Bíó hér í dag Því er rauði hefillinn ekki notaður meira? Ýmsir bæjarmenn hafa hringt til blaðsins og spurt, hvers vegna rauði veghefill bæjarins sé ekki notaður meira en raun ber vitni. Telja þeir að auðvelt sé að ryðja snjó af flestum göt- um bæjarins með þessu ágæta tæki. Til þessa hafa aðeins fáar götur verið hreinsaðar. Blaðið sendir fyrirspumina áfram til bæjaryfirvaldanna. Hinar kunnu ensku dægurlagasöngkonur, Tannersystur, sem dvalið háfa í Reykjavík að undanförrru, komu hingað í gærkvöldi flugleiðis og héldu söngskemmtun í Nýja-Bíó kl. 9, og voru allir aðgöngumiðar seldir fyrirfram. Vegna þess hve seinl gaf norður í gær, varð að aflýsa fyrri skemmtun þeirra. I kvöld syngja þær í Nýja-Bíó kl. 7, og síðan verður dansleikur á Hótel KEA, og þar munu þær koma fram. Það er hljómsveit Ki'istjáns Kristjánssonar sem annast undirleik fyrir dægurlagasöngkonurnar. íþróttafélagið Þór stendur að hingaðkomu þeirra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.