Dagur - 19.05.1954, Síða 8

Dagur - 19.05.1954, Síða 8
8 D AGUR Miðvikudaginn 19. maí 1954 Ferðaþáttur Skemmtikliibburinn „ALLÍR EITT“ oregs-pistlai* Vigíús Einarsson, fyrrum bóndi að Keldhólum á Fljótsdalshéraði, nú til heimilis hér í bæ, leit inn á skrifstofur blaðsins fyrir nokkr- xun dögum. Var hann spurður frétta, að gömlum og góðum sið. Vigfús, sem er maður grandvar í orðum, mun fljótt hafa skilið hvar fiskur lá undir steini; sagð- ist aldrei hafa verið gefinn fyrir það að láta hafa mikið eftir sér, og sízt af öllu ef mikið væri fært í stílinn. Þó varð það úr, að hann sagði stuttlega frá ferð sinni til Suðurlands. Sagðist hann lengi hafa haft hug á að sjá land og fólk sunnanlands, og vegna aldurs síns, en hann er nú orðinn 75 ára gamall, hefði ekki verið skyn- samlegt að fresta föi-inni öllu lengur. Snjólaust um allt land í miðjum janúar. Vigfús lagði af stað 16. janúar sl. með bíl Norðurleiða. Föl var á Öxnadalsheiði, annars alauð jörð norðanlands. Á Blönduósi kom H. J. Hólmjárn í bílinn og eftir það skorti ekki tilsögn á því, sem fyrir augu bar. Þessa leið hafði Vigfús ekki farið áður, en langað til þess langa ævi að sjá með eig- in augum sveitir og býli, og forn- fi'æga sögustaði. Fölvuð jörð var sunnanlands og lítils háttar snjór á Holtavörðuheiði. Færið var eins og nærri má geta gott alla leið- ina og gekk ferðin svo sem bezt varð á kosið. Þótti Vigfúsi ekki erfitt að ferðast á þeiinan hátt. — Meira að segja væri bæði matur og kaffi á réttum tíma eins og maður væri heima hjá sér. Þjóðleikhúsið. Helga hjúkrunarkona, dóttir Vigfúsar, og maður hennar, Frið- geir Ingimundarson, tóku á móti gamla manninum og hjá þeim dvaldist hann meðan hann var í höfuðborginni. Það er draumur mát'gra, sem úti á landi búa, tað sjá Þjóðleikhúsið. Sá draumur Vigfúsar rættist. Hann sá „Pilt og stúlku“, sem verið er að sýna um þessar mundir. Varð hann hrifinn bæði af sýningunni og þá ekki síður af Þjóðleikhúsinu sjálfu. Þjóðminjasafnið. Vigfús fór þrisvar á Þjóðminja- safnið, en fannst hann þó eiga jafnmikið eftir að skoða eftir að hafa farið þriðju ferðina. Konur sátu í hverri deild safnsins og voru með prjóna sína. Ekki fannst Vigfúsi þær sérlega skrafhreifar, að einni undanskilinni þó. Vax- myndasafnið skoðaði hann líka, en brá í brún og fór hjá sér þegar hann sá ýmsa helztu menn þjóð- arinnar á fundi. Útlénda þjóð- höfðingja sá hann líka í annarri deild, mótaða í vax. Meðal ann- arra Hitler og Stalin. Bændur heimsóttir. Vigfús lagði nú leið sína aust- ur á bóginn og fór fyrst til frænda síns, Páls Björgvinssonar á Efra- Hvoli. Á Efra-Hvoli eru 25 gripir í fjósi og 16 hross á húsi. 27 gimbrar hafði Páll keypt í haust. Voru þær flestar af Vestfjörðum og voru vænar að sjá, en nokkrar voru úr Öræfum og þótti Vigfúsi þær smáar, svo og hrútskuddinn, sem líka var þaðan fenginn. Þann hrút væri skömm að sýna nokk- urri á. Þeir frændur fóru smáferðir um nágrennið. Á Múlakoti í Fljóts- hlíð hittu þeir mæðginin, Guð- björgu og Ólaf málara, sem gjört hafa garðinn frægan. Skógrækt- ina að Tumastöðum skoðuðu þeir líka. Þótti Vigfúsi gaman að sjá þær þúsundir grænu trjáplantna, sem þar er verið að ala upp og eiga þær eftir að fegra landið í framtíðinni. Þá heimsóttu þeir verkstjórann við Markarfljótsbrúna. Heitir hann Eysteinn Einarsson og sér um viðhald og hefur eftirlit með varnargarðinum mikla, sem á að vernda Fljótshlíð frá frekara landbroti af völdum Þverár en orðið er og er það ærið nóg. Veitti Einar þeim hinn bezta beina, en harmaði að hann ætti ekkert út í kaffið. Þá heimsóttu þeir Ólaf Berg- steinsson á Árgilsstöðum. Hann er bróðir Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Ólafur býr þarna sjálfur hjá sér og „hefur það huggulegt11. Bar hann gestun- um súkkulaði, kaffi, ávexti og vindla, og ekki má gleyma pönnukökunum. Þrátt fyrir konu leysið, sem erfitt er talið, og ekki sízt í sveit, býr hann þarna myndarbúi og er allt jafn mynd- arlegt, bæði úti og inni. Á Stóra-Hofi nutu þeir gest- risni Ágústs bónda Guðmunds- sonar og konu hans. Skoðaði Vigfús bæði fjós og hesthús. í fjósi voru um 20 kýr og í hest- húsi 10 folöld. Geta má sér þess til að þar leynist „hestefni". Vig- fús undraðist hina miklu ræktun- armöguleika er víða blöstu við auga og aldrei sagðist hann hafa séð fallegra land til ræktunar en hjá frænda sínum á Éfra-Hvoli. Heim kom Vigfús með Esju, en hitti góðkunningja á Austurlandi um leið, og var þai', eða nánar tiltekið á Norðfirði, milli ferða. Engin ævintýri, sem svo eru kölluð, kvaðst Vigfús hafa komist í, en í sjálfu sér væri það ævin- týri að ferðast þvert yfir landið og sjá með eigin augum byggðir og bæi, forn höfuðból og sögu- merka staði. Til dæmis gæti hann nú gert sér glögga grein fyrir staðháttum úr Njálssögu, sem ný- lega var lesin í útvarpið. 12-14 ára telpu vantar mig til að gæta barna. Lára Lárusdóttir Lækjargötu 3 Barnavagn til sölu í Brekkugötu 21 (að norðan) Dansleikur í Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 26. þ. m. kl.9 e. h. — Félagsskírteini og borð fyrir þá, er hafa haft föst skírteini síðastlið- inn vetur, afgreidd þriðju- daginn 25. þ. m., kl. 8.30— 10 e. h. Gamla stjórnin. Barnavagn til sölu. — Uppl. í Norð- urgötu 41 eða síma 1781 r Lftlend dragt stærð nr. 40 til sölu. — Til- Selveiðar. í fyrstu viku þ. m. voru flest selveiðiskipin frá Álasundi og Sunnmæri á heimleið, bæði úr Vesturísnum (hér norður af) og frá Nýfundnalandi. í Vesturísn- um var „Vesleper" hæstur með 3200 seli um 5. maí og bjóst þá innan skamms til heimferðar, og hefur veiði hans eflaust orðið nokkru meiri, þótt veiðiskilyrði væru þá fremur óhagstæð vegna austanáttar. Annars höfðu flest skipin á þessum slóðum allmis- munandi veiði, frá 1000—2000 dýr. Mun það hafa stafað bæði af óhagstæðri veðráttu og styttri veiðitíma að þessu sinni sökum nýrra ákvæða um veiðileyfið. legu veðráttu einnig þar, regni og slyddu langt fram á vetur. Voru refir ekki komnir í fullan vetr- arham fyrr en um jólaleyti. — Sjávarís var þar ekki öruggúr fýrr en í janúar. Norðán frá Mývogi fréttist, að jarðleysi sökum klakastorku hafi orðið sauðnautum mjög að tjóni í vetur. Nautin eru grindhoruð, og vetrungskálfar sjást hvergi. Er talið, að þeir muni hafa fallið. Hér er sama hættan og í Finn- mörku ,segja Norðmenn, að eftir miklar bleytur fram á vetur hleypur allt í klakastorku svo harða og þykka, að dýrin vinna ekki á (sauðnaut og hreindýr). Og síðan bætist fannkyngi ofan á. Fisliveiðar við Vestur-Grænland eru þegar hafnar frá Álasundi og Sunnmæri. Skarbövík for- stjóri félagsins „Útgerð" í Ála- sundi skýrði nýskeð þannig frá í viðtali við blaðamenn frá „Sunn- mörsposten", að allt sé í góðu lagi þar vestra í Færeyingahöfn, þar sem Nörðmenn hafa einnig aðsetur. Snjór er þar mikill enn, en ís er horfinn. Fiskibátar flestir komnii' vestur, og veiðar hafnar. 15 verkamenn við landstöðina eru komnir vestur og 3 skip eru á leið vestur með efnivið, beitusíld og vistir. Nú á að byggja ■ þarna annað frystihús stærra én hitt, sem byggt var í ■ fyrra: Frystimagn þess á að vera 30 smálestir á dag. Einnig á að byggja saltskemmu fyrir 5000 smálestir salts og nýja bryggju, 120 m langa. „Það verða því talsverðar framkvæmdir þarna vestra, einnig að þessu sinni,“ segir Skarbövík að lokum. En hvað um okkur, „landana“? Höldum við áfram hinu furðu- lega „framkværhdaleysi,“ sem lagður var grundvöllur að 19Í8? — Eða vakna menn loks við vondan draum og sjá og segja: „Mál er að vakna, drengir!" Bæjarstjórn Álasunds samþykkti nýlega 125.000 króna fjárveitingu á næstu fjár- hagsáætlun til malbikunar gatna bæjarins. Nægir þessi upphæð til malbikunar á 15.000 fermetra svæði. Hyggur bæjarstjórn á sam vinnu við malbiksverksmiðju eina og Vegagerð ríkisins að stofnsetj a malbiksblöndunarstöð við malartak bæjarins. Úra-verkfall. Þegar straumi var hleypt á hina miklu alúmsverksmiðju á Sunnudalseyri á Norðmæri í Noregi (þ. e. Aura-virkjunin rrtikla á landamærum Sunh- mæra), gerðu öll armbandsúr starfsmanna skyrtdilega vei'kfall. Virtist sóttnæm veiki valda þessu og náði einnig skjótt til vasaúr- anna. — Við athugun kom upp úr kafinu, að úrin urðu segul- mögnuð og stöðvuðust, aðallega í straumstillideild verksmiðjunn- ar. Jafnvel úr sem verið hafa and-segulmögnuð standast ekki raun þessa fyllilega, og er talin hætta á, að úrin geti algerlega eyðilagzt. Helgi Valtýssoh. búnir kvenkjólar. — Einnig seldir sniðnir kjólar. Saumastofan Gránufélagsgötu 11 Sími 1689 ATVINNA Dugleg og þrifin stúlka getur fengið atvinnu við létt og hreinleg innistörf. Uppl. í sima 1408. Tilboð óskast í afgreiðslitskúr okkar við Skipagötu 16., til niðurrifs eða flutnings." Tilboðum sé skilað í af- greiðslu okkar, í síðasta lagi laugardaginn 22. maí. Pétur h Valdimar h.f. Frá Nýfundnalandi var þá „Polarbjörn" lagður af stáð [ heimleiðis með mikla veiði og fulla hleðslu, 9200 seli, og skömmu áður var „Veslekari“ lögð af stað með fulla hleðslu. Voru þá aðeins eftir „Polaris" og „Jopeter“ af Sunnmæraskipum þar vestra. Það eru aðeins stærstu veiðiskipin, er sækja veiði svona langt. Refaveiðar. Á Austur-Grænlandi hafa refa- veiðar Norðmanna verið í meðal- lagi í vetur. Hafa flestir veiði- manna um hundrað refi hver. í fyrra var refaveiði afar léleg, og er nú búizt við stórveiði að ári. Sumir veiðirrtenn þar vestra hafa nú verið þar 3 ár í röð, og fara sumir þeirra heim í sumar. Refa- skinnin eru sögð óvenju léleg í ár, og stafar' það af hinni óvenju- „Sjáifstæði“ Austur-Þýzkalands Herlock, hinn kunni skopteiknari blaðsins Washington Post birti þessa mynd skömmu eftir að Sovétstjórnin hafði birt tilkynningu um að Austur-Þýzkalandi hefði verið veitt fullt og óskorað sjálf- stæði, enda þótt þess væri getið í tilkynningu Rússa um þetta, að í landinu mundu verða framvegis 300.000 manna rússneskur her „af öryggisástæðum“. Myndin sýnir fangann (Austur-Þýzkaland) er hann móttekur tilkynninguna í fangaklefanum. Á tilkynninguna er prentað: „Þú ert frjáls og fullvalda! Tak fagnandi við boðskapnum!“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.