Dagur


Dagur - 09.02.1955, Qupperneq 6

Dagur - 09.02.1955, Qupperneq 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 9. íebrúar 1955T DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Datíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. BB 1 •Sj jí§m| Blaðaskrif í Bretlandi og hlutverk brezka blaðaráðsins í UMRÆÐUM, sem orðið hafa í Bretlandi vegna skipstapa Breta úti fyrir Vestfjörðum í ofviðrinu 27. janúar, er tveir togarar þeirra fórust og með þeim 42 sjþmenn, hefur skerfur nokkurra blaða og a. m. k. eins togaraskipstjóra orðið sá, að bera íslendinga rógi og illmælgi um leið og rangt er skýrt frá atburðum hér við land þennan dag. Ennfremur er mjög villandi skýrt frá reglum ís- lendinga um verndun fiskimiða og stærð land- helgi. Lundúnablaðið Daily Mail hefur fullyrt, að íslendingar hljóti að bera nokkra ábyrgð á slys- inu, því að togurum sé meinað að leita landvars síðan nýju friðunarákvæðin gengu í gildi. Enn- fremur var í því bláði skýrt alrangt frá afdrifum íslenzka togarans Egils rauða og björgun manna úr því skipi. MEÐ ÞESSUM aðgerðum hafa brezk blöð enn vegið í hinn sama knérunn og í fýrra, er sum þeirra vildu kenna íslenzku friðunaiákvæðunum um það að brezkur togari týndist á Grænlands- miðum. Vakti 'þetta furðu hér á íslandi, svo heimskudeg og ósönn sem þau skrif voru. En nú; kastar tólfunum, enda er nú gengið feti framar, þar sem að tilefnislausu er reynt að tengja saman þessa hörmulegu skipstapa og friðúnarákvæðin við fslandsstrendur, sem.ná jafnt til íslenzkra tog- ara og brezkra. Enda voru margir brezkir togárár í landvari í ofviðrinu, er grandaði togurunum tveimur. -r— Hér er skákað í því skjóli, .að brezkur almenningur er fáfróður um þessi málefni, og erf- itt er um vik að bæta fyrir misgerð,' sem blöðin hafa einu sinni framkvæmt. ÍSLENZKA ÞJÓÐIN mótmælir öll þessum ódrengilegu aðförum. Utanríkisráðherra íslands hefur lýst undrun íslendinga í viðtali við brezka sendiherrann hér, en hann mun hafa borið fram leiðréttingar við brezka utanríkisráðuneytið. Mun í þessu sambandi bent á, að vátryggjendur og eig- endur brezku togaranna hafa sent íslendingum þakkir fyrir aðstoð við leitina að hinum týndu, skipum. Enda þótt mótmælum þessum og leiðrétt- ingum sé komið á framfæri, er rétt að benda á, að þau leiðrétta ekki þá misgerð gagnvart íslending- um, sem orðin er. Brezku blöðin munu vissulega ekki birta leiðréttingar með sama hætti og þau birtu ásakanirnar. Mál þetta hlýtur því að hafa hin verstu áhrif á sambúð íslendinga og Breta. Mun fslendingum þykja ofsókn brezkra togaraút- gerðarmanna á hendur sjálfsbjargarviðleitni og þjóðarréttindum íslendinga keyra úr hófi fram, þegar hafin eru svívirðileg rógsmál á hendur þeim, til þess að réttlæta ofbeldisaðgerðir þær, sem brezkir togaraeigendur hafa staðið fyrir gagnvart islenzkum viðskiptum í Bretlandi. ÞAÐ ER HART að sæta slíkri meðferð af hendi blaðakosts, sem öðrum stundum telur sig mál- svara réttlætis og frelsis og sanngimi í skiptum þjóðanna. Brezku blöðin hafa sjálf komið upp dómst'óli, sem þau fela að úrskurða, hvort þau gæta siðmennilegra starfsaðferða og verji heiðurs- skjöld Breta fyrir áföllum. íslenzk blaðamanna- stétt ætti í þessu máli að snúa sér til hins brezka Press Councií og óska þess, að dómstóll sá taki til meðferðar hvernig fréttaflutningurinn af sjóslysum þessum samrýmist þeim háu kröfum, sem brezk blöð fullyrða að gerðar séu til þjón- ustustarfs blaðanna þar í landi. Úrslit þess máls í hendi þessarar stofnunar væru vísbending um það fyrir íslenzka blaðalesendur a. m. k., hvort skrafið um heiður og réttlæti er meira en orðin tóm. Dáðríkt starf. í. B. skrifar blaðinu 31. f. m.: HINN 25. jan. sl. flutti útvarp- ið'þá fregn, að tveir brezkir tog- arar hefðu farizt í foráttuveðri á Halamiðum með allri áhöfn, 42 mönnum, og togarinn Egill rauði frá Neskaupstað hefði strandað á eyðiströnd við Vestfirði, en á- höfninni verið bjargað að undan- skildum fimm mönnum. En björgunarsveitir Slysavarnafé- lags íslands og áhafnir nokkurra skipa sýndu þar fórnfýsi, þrek og dugnað við að bjarga meðbræðr- um sínum úr dauðans greipum. Atburðir sem þessir eru því mið- ur ekki ótíðir við íslands strend- ur, en ættu þó að fækka með aukinni tækni og betri búnaði skipa og báta og björgunarsveita í landi, enda sýnir saga undan- genginna ára að slysavarnasveit- ir og dáðríkir drengir er þær skipa hafa margan manninn hrif- ið úr greipum dauðans. Líklegt er, að án hins árangursríka starfs björgunarsveita og annarra, hefði öll skipshöfnin á Agli rauða far- izt. Og víst má þjóðin og þeir, sem næst standa, vera þakklát fyrir slík störf Já, öll ættum við að vera þakklát fyrir að svo giftusamlega tókst að bjarga hin- um störa hóp frá sökkvandi og sundurliðuðu skipsflaki í foráttu brimi og stórhríð. En við erum líka harmi þrungin vegna hinna, sem fórust. Við hugsum með djúpri hluttekningu til ekkna og föðurlausra barna, sem nú syrgja þorfinn, , ás^vip, er hrifinn, var burt frá þoim. í baráttunni fyrir afkoinu . heimilisins. Við hugs- um til ensku sjómannanna. er skip þeirra voru 'að sökkva úti á regin hafi, og engin von um þjörgun, í stórhríð og hafróti.“ Misþyrming á sálmi. Enn segir I. B.: „ÞEGAR ÚTVARPH) fluttí okkur þessar harmafregnir. hélt ég að kvölddagskrá þess myndi verða eitthvað í samræmi við þessi tíðindi, bæði í tali og tón- um. En það fór á annan veg, — ekkert mátti breyta hinni fyrir- fram ákveðnu dagskrá, sem svo undir þessum kringumstæðum varð harla ósmekkleg, og á ég þar þó sérstaklega við hið nýja lag (tónverk ætti kannske að segja) Jóns Leifs við hinn al- kunna sálm Hallgríms, „Allt eins og blómstrið eina“, er þeir Magn- úr Jónsson og Guðmundur Jóns- son sungu. Já, ég varð alveg hissa! —- Sálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“ er ein af þeim perlum, sem við íslendingar eig- um í bundnti máli, og lagið er textanum svo samanslungið að hvorugt er hægt að hugsa sér án hins, enda sungið við hverja jarð- arför um áraraðir. í það ljóð og lag höfum við, feður okkar og mæður, afar og ömmur, sótt huggun og styrk, er horft var á eftir dánum ástvin. En svo kemur þetta svokallaða lag eitt kvöld, þegar íslenzka þjóðin syrgir nokkra af sonum sínum, er farizt hafa í baráttunni við Ægi. Og tveir af okkar ástsælustu söngv- urum láta hafa sig í það að sóa sinni dásamlegu rödd í óbljóð með slíkum texta. Mér finnst það raunar hart, að hafa ekki frið t • S VALD. V. SNÆVAllR: með útfararsálm eins og „Allt eins og blómstrið eina“ fyrir þeim tónskáldum, sem endilega þurfa að semja ósamræmt tónarugl. Það er nóg til af rímum, sem slík tónverk hæfa betur, en útfarar- sálmar okkar mættu þá kannske hafa frið. Já, ég er hissa á því að nokkur skuli framleiða slíka samsuðu. Eg er hissa á því, að þjóðin skuli ekki afneita því, að sálmar Hallgríms séu þannig for- smáðir. Ég er hissa á því, þegar ágætir söngvarar og dáður ur dir- leikari fást til að fara með slíkt. Ég er hissa á því, þegar útvarpið fæst til þess að flytja útfarar- sálminn okkar alkunna þannig útleikinn til þeirra, er syrgja horfna ástvini, sem Ægir hefir hrifið frá þeim í fullu fjöri og í blóma aldurs síns. Já, ég er al veg hissa og svo mun um marga fleiri. Viðhorf forsætisráðherra. í lok bréfs síns segir I. B.: „EN Ég ATTI EFTIR að verða meira hissa. 29. jan., daginn eftir fregnina um skiptapana, flutti út- varpið þá fregn, að forsætisráð- herra Dana, Hans Hedtóft héfðí' dáið þá um nóttina. Sjálfsagt var það ágætis maður, sem vert er að minnast. Enda kom forsætisráð- herra ísiands, Ólafur Thors, í kvölddagskrá og flutti þjóð sinni þessa sorgarfregn iim kollega' sinn. Þetta var auðvitað ágætt, en þó var ég hissa á því að for- sætisráðherra okkar skyldi ekki finna hjá sér neina hvöt til að‘. tala til þjóðar sinnar um þá menn, er hún hafði rétt áður misst úr sínúm fámenna hópi Og nokkur huggunárörð til nánustu syrgjenda. Mér finnst það snerta okkur meira, þegar stór hópur íslenzkra og erlendra sjómanna ferst við strendur landsins og á miðunum, á sama sólarhring en þegar danskur ráðherra deyr í svefni, jafnvel þótt forsætisráð- herra sé og ágætis maður, — en forsætisráðherra íslands hefir þar líklega aðra skoðun.“ r Utgjöld ýmissa landa til félagsmála - ísland f jórða í röðinni af Norð* urlöndum Alþjóðasamvinnumálaskrifstof- an í Genf (ILO) hefur nýlega birt skýrslu um fjárframlög ýmsra þjóða til félagsmála, almennra trygginga o. þ. h. — Samkvæmt þessari skýrslu leggja Svíar fram hæsta upphæð til félagsmála meðal Norðurlandanna fimm, en ísland er fjórða í röðinni. Útgjöld eftirtaldra landa eru sem hér seg- ir á hvern íbúa, og er upphæðin reiknuð í dollurum: Austurríki $52; Belgía 89; Dan- mörk 61; Finnland 52; Frakkland 96; Vestur-Þýzkaland 78; fsland 50; írland 25; ítalía 25; Luxem- bourg 100; Holland 37; Noregur 43; Saar 116; Svíþjóð 83; Sviss- land 58; Tyrkland 30 og Stóra- Bretland 70 dollara á hvern íbúa. 4 £3 I Þegar jiysinn hljóðnar. | Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan hciminn, en fyrÍTgjöri sálu sinni? Eða hvaða endurgjald mundi mað- ur gefa fyrir sálu sína? — Matth. 16, 26—5 „Hver maður hefur bæði líkama og sál.“ Líkam- ¥ inn er bústaður og verkfæri sálarinnar. Haim er ® daiiðlegur, en sálin ódauðleg, — •eilíf. Hann cr 4 jarðnesks eðlis, en sálin himnesks eðlis. — Efnin í líkamanum og efnahlutföllin þekkja vísfndin. Úr 4 járni, sem er í einum mannslíkama, mætti smiða S. sex væna nagla og úr líkamsfitunni, steypa nokkur t kerti. Auk þessara efna eru þar 125■. gr. af sykri, nokkrar skeiðar af salti og fosfór, sem nægja $ myndi í 800,000 eldspýtuhausa. Sennilega munu 7. öll efni líkamans ekki vera öllu vieira en nokkurra ? krónutuga virði. Að því leytinu er því ekki af 4 miklu að státa. Hins vegar er það ein af dásévid- e um lifsins, að úr jafnlitlu efni skuli til verða svo 4 dásamleg vél sem líkaminn er. — Sálina þekkja vísindin ekki eins vel. Þeim gengur vist illa að ^ - finna hana með mælitækjum sínum, eins og von- j| ■ legt er. Það er ekki að vænta þess, að jarðnesk s í mælitæki séu nothæf á andlega, himneska hluti. '£ Starf sálarinnar gegnum skynsemi, vilja og tilfmn- ® ! ingar rannsaka menn þó og hafa komizt að mörgu * merkilegu. — Yms lögtnál gilda bæði fyrir líkama og sál. Þannig þroskar hæfileg áreynsla og skyn- ■ samleg þjálfun bæði líkamann og sálina. Hvorugt má ofþreyta, að skaðlausu. — Líkamann þroska 1 íþróttir, sevt stillt er vel í hóf, en sálina andlegar '■ iðkanir, hreint samltf og listir, ekki sízt sönglistin. s — Líkama og sál þarf að næra, lroort eftir sínú ■. eðli. Ekki er hyggilegt að svelta sálina, en ala i líkamann. Eins vmn ekki tilgangshæft að kvelja ;. líkamann og ætla sálinni að þroskast á eymd hans , og niðurlægingu. Sagan sannar, að það borgar sig ; ekki. En — þar scm mannssálin er eilíf og ódauð- leg, en líkaminn dauðlegur eftir nokkra áratugi, cr í sú heimska augljós, að láta sálina búa við verri r hag en iíkamann. — Hér á landi- er! nú viiktl rækt | lögð við iíkamann. Leikfimi og vtargskoiiar'íþróttir e'ru kappsamlega stundaðar. Vinnutivff ér tákviark-' "f aður í ýmsum starfsgreinum, o'g réýnv'er að 'sjá a fyrir heilsusamlegum vinnuskilyrðum, nægri fæðu ? 'og gáðum húsakynnum. Með nokkurúi>l-pdirtA‘*rtfk,a* "A'égja, að dekrað sé við likamann'. -A.pyriL þroskúii ® og heilbrigði sálarinnar eiga heimili,\ skólar,. kirkja 4 pg félagssanitökin að sjá í skjólil þjáðfélagsins. % Heimilin eru fámenvari mi én fyrnmeir. Það er 4 þití hætt við, að þau hafi upp A;mil0a aA.þÍ'áða en.. X ,-áéur. Skólarnir. eru vel sóttir, endit .að; sumu. deyti,'M lögboðnir, ett sumum virðist, sem-'þeir-Aéggi pfsAb i mikla áherzlu á þroskun skynsey/imyigr, eji tilfixiV-ávi |i, ■* inga- og viljalífið sitji fremur á.,kák4?ivm,e>g -þnðé valdi misræmi. Þeir séu iþannig. f.reniu?,fatfðski^~ .en uþpeldisstofnanir- og sé það illya.fþpð.Bnrp,frá kirkjunni og siðgæðisfélagsskapniim liggja sttaum- arnir sem stendur, að því er virðist. Verði svo til 4 lengdar, er hætt við að þjóðarsálin ko?(iist ,í sveltu. ^ Það vanrækir cnginn kirkjuna og félagsskap um ^ góð mál sjálfum sér að skaðlausu, þegar til lengdar i lætur. — Engin þjóð, hversu traustir stofnar og ® göfugir, sem að henni standa, lifir andlega talað 4 á því, sem glaumskálar og glæpabókmenntir hafa - S upp á að bjóða. Villt líf og siðlaust er þjóðar- 4 háski. — Til munu vera menn vor á rneðal, sem || óttast vijög að einhver hluti þjóðarinnar piisbjóði t sálunni, en ali líkamann. Þá er vá fyrir dyrum. I Ý raun og sannleika er skylda hvers manns, að sjá X sér fyrst og fremst andlega borgið. Verum minnug a. orða Krists í textanum: „Hvað mun það stoða 5 manninn, þótt liann eignist allan heiminn, en fyrir- ¥ gjöri sálu sinni? Eða hvaða cndurgjald mundi ® maður gefa fyrir sálu sína?“ — Vakni því hver, 4 sem sefur! Biðjum Drottin að varðveita þjó.ðina. § Biðjum hann að vera með æskunni. — x „Varðveit sál rnína og frelsa mig.“ || (Sálm. 25, 20) 4 4 I 4 Skúla Guðjónssonar minnst í Danmörk Dönsk blöð, sem hingað hafa borizt, bera með sér að Dönum þykir mikill mannskaði að prófessor Skúla Guðjónssyni, sem andaðist í Árósum í sl. mánuði. Öll aðalblöðin í Kaupmannahöfn fluttu minninga- greinar og var þar ralcinn merkur æviferill þessa íslendings, sem vann það afrek að gerast mikils- virtur forustumaður á sviði næringarfræðivísinda í Danmörk, og verða fulltrúi danska ríkisins á fjöl- mörgum erlendum ráðstefnum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.