Dagur - 02.11.1955, Síða 12
12
Baguk
Miðvikudaginn 2. nóvember 1955
Hinn nýji 500 lesta vatnsgeymir í Rangárvallalandi.
500 lesta vatnsgeymír tengdur
vatnsveitukerfi kaupstaðarins
Aukning vatnsrennslis úr Hlíðarf jalli nauðsyn-
leg að ári, m. a. vegna hraðfrystihússins
Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum
Þrír fóru niður um ís á
r
Olafsfjarðarvatni -
björguðust allir, en
farartæki er á vatns-
botninúm
Ólafsfirði 31. október.
Vatnið er nú allt ísi lagt og
spegilsléttur skautaís freistar
skautamanna, ungra og gamalla.
Þó eru tveir staðir hættulegir.
Komu þar vakir, sem lagðar eru
skæni. A laugardaginn fóru barna-
skólabörnin ásamt kennurum sín-
um út á vatnið. Var börnunum
bannað að fara á undan. En þrátt
fyrir það stóðust nokkur þeirra
ekki mátið og brutu boðorðið með
þeim afleiðingum að tvö þeirra
duttu í aðra vökina en var bjargað.
Mátti þó litlu muna. Piltur fór þar
einnig um á mótorhjóli og renndi
í vökina. Komst hann upp úi, en
farartækið liggur enn á vatns-
botninum. Þar er 8 metra dýpi.
Hinir hættulegu staðir hafa verið
merktir rækilega. — Til skamms
tíma var talið að allir Ólafsfirð-
ingar væru skautamenn og margir
ágætir. Vonandi viðhalda þeir
þessari fögru og hollu íþrótt.
Um síðustu helgi var Lágheiði
mokuð og hefur verið bílfært j'fir
hana síðan, að minnsta kosti á
jeppum og vörubílum.
Góður afli hefur verið á línu-
báta, en minna á handfærabátana.
Stærri bátarnir hafa fengið upp í.
5 þús. pund. Þeir hafa sótt á Siglu-
fjarðarmið.
Kominn er ofurlítill snjór, en
ágæt beitijörð fyrir sauðfé.
Hæsta meðalvigt dilka
hjá K. Þ. 20 kg
Slátrun hófst hjá Kaupfélagi
Þingeyinga 19. sept. og var lokið
11. okt. Slátrað var á þrem stöð-
um: Húsavík, Ófeigsstöðum og
Flatey. Álls var slátrað 20298
dilkum og 1629 fullorðnum kind-
Á föstudaginn var opnuðu rak-
arameistararnir, Jón Kristinsson
og Sigtryggur Júlíusson, nýja rak-
arastofu að Ráðhústorgi 3, þar
sem áður var Eókaverzlun Axels
Kristjánssonar h.f.
Buðu þeir blaðamönnum að sjá
hin nýju húsakynni. Þau eru sér-
lega vistleg og útbúin fullkomnum
um. Kjötmagn af þessu fé reyndist
vera 325,5 tonn. Mestu meðalvigt
hjá einstaklingi var hjá Vilborgu
Jónatansdóttur, Nípá í Kinn, 20
kg. — 12 dilkar Friðbjarnai Jóna-
tansdóttur bónda á Nípá höfðu
18,20 kg. meðalvigt. — 56 dilkar
Stefáns Sigurðsosnar bónda á
Geirastöðum höfðu 18 kg. meðal-
vigt. — 54 dilkar, 3 dilkskr. voru
með 25,5 kg. skrokkþunga, og voru
eigendur þeirra bændurnir Halldór
Árnason, Garði, Karl Jónatansson,
Nípá, og Baldur Finnsson, Skriðu-
seli. — Félagsheimilið í Reynihlíð
lagði inn í éinu 170 dilka, og voru
20 einlembingar af því, reyndist
meðalvigt þeirra um 16,6 kg.
Búið er að taka niður
gömlu raflínuna í milli
Fnjóskár og Laxár
Fosshóll 31. október.
I sumar var gamla raflínan milli
Fnjóskár og Laxár, rifin upp. Er í
dag verið að flytja síðustu staur-
ana burtu. Fara þeir til Grenivíkur
í nýja raflínu þar.
Snjólaust er ennþá og veður
góð en fremur kalt. Féð gengur
enn úti, en er fremur ókyrrt í haga
vegna þess hve snjólaust er. Sums
staðar er búið að taka lömbin.
Lítið er af rjúpu og koma
rjúpnaskytturnar með um 20 á dag
og minna.
Rafmagnsframkvæmd-
um í Höfðahverfi
seinkar
Lómatjörn 31. oktber.
Afli er góður á Gfenivíkurbát-
ana. Er hann jafnóðum fluttur til
Akureyrar og seldur þar nýr. •—-
Unnið er við flutning raflínu-
staura frá Garðsvík að Nolli. Er
jarðýta að verki og dregur staur-
ana á ákvörðunarstað. Óttast
bændur að fá eigi rafmagnið eins
fljótt og ráðgert var.
Heyflutningar til Suðurlands
falla að mestu niður. Verður að-
tækjum. Rakararnir hafa sjálfir að
mestu endsrbætt og útbúið stof-
una og gert það af smekkvísi og
hag’eik. Rakarameistararnir hafa i
20 ár starfað hér á Ak., og notið
vinsælda, sem eflaust fylgir þeim
í hin vel búnu húsakynni við Ráð-
hústorg. — Hefur aðsóknin verið
mikil undanfarna daga.
eins flutt hey frá einum bæ, en bú-
ið var að panta um 400 hesta í
hreppnum.
Hjónamót var í samkomuhúsinu
í Grenivík á laugardaginn. Var það
fjölsótt og fjörugt. Meðal
skemmtiatriða var einsöngur Jó-
hanns Konráðssonar með undirleik
Áskels Jónssonar.
Rafmagnsframkvæmd-
ir í Svarfaðardal
Svarfaðardal 31. október.
Búið er að leggja raflínustaura
fram að Þverá að vestan og Hofs-
árkoti að austan. Er verið þessa
dagana að strengja línuna að vest-
an og síðan verður hin linan sett
upp. Tveir vinnuflokkar frá KEA
vinna að innlagningu. Er þess fast-
lega vænst að allt verði gert, sem
hægt er, til að flýta þeirri vinnu.
Góð afiabrögð á
Þórshöfn
Þórshöfn 31. október.
Fiskafli er góður á 2 allstóra
mótorbáta, sem róa. Hafa þeir
fengið frá 6—9 skippund í róðri.
Veður eru stillt og enginn snjór.
Flugvél lendir í Flatey
Flatey 1. nóvember.
Á sunnudaginn var lenti fyrsta
flugvélin á nýja flugvellinum í
Flatey. Vélin var frá flugmála-
stjórn og flaug flugmálastjórinn,
Agnar Kofoed-Hansen, henni sjálf-
ur til eyjarinnar. Lendingin tókst
ágætlega. Völlurinn er grasvöllur,
sem sáð var i í sumar. — Vegna
þurrkanna greri hann ekki vel í
sumar, en búizt er við að á næsta
sumri verði hann góður. Fólk safn-
aðist saman og fagnaði komu flug-
málastjóra.
(Framhald á 11. síðu).
Akureyringar þreyttu
skák við Pilnik
Argentíski skákmeistarinn Her-
mann Pilnik hefur dvalið hér i bæ
undanfarna daga og þreytt skák
við skákmenn hér.
Á sunnudaginn tefldi hann fjöl-
skák við 37 skákmenn og fóru
leikar svo, að hann vann 28 skák-
ir, gerði 5 jafntefli og tapaði 4.
Þessir sigruðu Pilnik: Björn Sig-
ursson, Albert Sigurðsson, Róbert
Þórðarson og Júlíus Bogason.
Jafntefli gerðu: Margeir Stein-
grismson, Jón Aspar, Halldór
Helgason, Þorgils Sigurðsson (Dal-
vík) og Sveinn Jóhannsson (Dal-
vík). Á mánudagskvöldið þrej'tti
Pilnik kapp við 10 meistaraflokks-
menn hér og var teflt eftir klukku.
Pilnik vann 8 skákir, tapaði 2, fyr-
ir þeim Jóhanni Snorrasyni og
Júliusi Bogasyni. -—■ I gær hafði
Skákfélag Akureyrar kveðjusam-
sæti fyrir stórmeistarann, en hsnn
heldur til Reykjavíkur i dag.
Bæjarstjórn vill byggja
heimavist við hús-
mæðraskólann
Samþykkt var á siðasta bæjar-
stjórnarfundi að sækja um til Al-
þingis að veitt verði á fjárlöýgum
næsta árs 300 þúsr kr. til bygging-
ar heimavistar við Húsamæðra-
skóla Akureyrar.
Senmma í sl. mánuði var 500
lesta vatnsgeymir tengdur vatns-
veitukerfi bæjarins. Stendur
þessi geymir eins og aðrir safn-
geymar vatnsveitunnar, í landi
Rangárvalla, handan Glerár.
Er þarna fyrir 520 lesta geym-
ir, sem settur var upp 1930, og
minni geymir, eldri. Voru fyrri
geymar orðnir allt of litlir og
geymdu hvergi nærri nógu mikið
vatnsmagn fyrir bæinn, enda fer
vatnsnotkun ört vaxandi. — Bygg-
ingameistari við framkvæmdirnar
var Bjarni Rósantsson. Geymirinn
var teiknaður á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, en Sigurður Svan-
bergsson vatnsveitustjóri stjórnaði
framkvæmdunum.
Vatnsveitustjóri skýrði blaðinu
svo frá, að veruleg bót hafi orðið
að þessari framkvæmd. Þarf ekki
lengur að óttast vatnsskort í efstu
húsunum í bænum.
Lindirnar í Hlíðarfjalli.
Hins vegar er þetta enginn loka-
áfangi, sagði Sigurður. Fyrir hönd-
um er mikið verk, að auka vatns-
rennsli til geymanna úr Hliðar-
fjalli.Nærtækustu lindirnar eru nú
þrotnar að kalla, og ekki um ann-
að að ræða en sækja vatn lengra
suður í dalinn. Þar hefur vatns-
veitan augastað á lindum. Er nú
verið að mæla þær og rannsaka.
Með þvi að leiða þær í vatnsveitu-
kerfið, má forða því enn um mörg
ár, að taka þurfi vatn úr Glerá, og
koma upp dýru hreinsikerfi.
Vatnsnotkun i bænum eykst sí-
fellt, með auknum byggingum og
atvinnurekstri. Þótt ekki væri ann-
að, væri þegar þörf átaks til að
auka vatnið vegna hraðfrýstihúss-
rekstursins, sem þarf mjög mikið
vatn. Bærinn hefur nú tryggt sér 1
millj. króna lánsfé til vatnsveítu-
framkvæmda, frá Erunabótafélagi
Islands, og má vænta þess, að haf-
izt verði handa strax og fið leyfir
i vor..
Aðrar fiamkvæmdir.
Af öðrum framkýæmdum, sem
á döfinni eru, má nefna vatns-
leiðslu til býlanna hér sunnan og
ofan við bæinn. Hefur verið
ákveðið að leiða vatn til þeirra,
enda hin mesta nauðsyh. Verður
það vatn tekið úr aðalleiðslunni íil
bæjarins skammt frá Páímholti.
Efni til þessara framkvæmda er
þegar pantað. Þessi leiðsla suður
á bóginn frá Pálmholti, mun og
koma að góðu gagni fyrir Bvggða-
hverfið, þvi að hún mun auka
vatntsrennsli til þess og í Eyrar-
landsholtið.
Þá er nýlega búið að leggja
leiðslu frá aðalkerfi bæjarins í
Glerárþorp, og tengja við vatns-
veituna þar. Er nú fullnægjandi
vatn í þorpinu og hafa öll hús
fengið nægilegt vatn. Vatnsskort-
ur var verulegur þar áður.
Þá er nýlega lokið vatnslögn í
Krossanes, um 1100 metra leið.
Liggur hún norður i gegnum Gler-
árþorp. Þessi æð dugar verksmiðj-
unni fyrir neyzluvatn, en vatn til
vinnslunnar fær verksmiðjan eftir
sem áður úr Lónslæk.
Þá skýrði Sigiirður vatnsveitu-
stjóri svo frá, að i sumar hefði
verið lagðar leiðslur til endurbóta
á vatnsveitukerfinu hér innan bæj-
ar, svo sem neðarlega á Oddeyri,
í slippstöðina og að fískverkunar-
húsum Utgerðarfélagsins, í Eyrar-
veg og víðar. Eru þær leiðslur m.
a. gerðar með tilliti til þarfa hins
væntanlega hraðfrystihúss.
Vatnsveitan hefur nú geymslu-
hús í smíðum á Gleráreyrum,
verður þar efnisgeymsla, 9,30x 11,40
metrar að flatarmáli, og bætir úr
brýnni þörf.
Starf feðga.
Sigurður Svanbergsson, hinn
ungi og ötuli vatnsveitustjóri Ak-
ureyringa, tók við starfi 1. júní
1954. Fyrirrennari hans í starfinu-
var faðir hans, Svanberg Sigur-
geirsson, sem stjórnaði hér öllum
vatnsveituframkvæmdum af mikl-
um dugnaði og fágætri trú-
mennsku i 25 ár. Á hans herðum
hvildi að skapa það vatnsveitu-
kerfi, sem v;ð búum við i dag í
höfuðatriðum, og hefur það reynst
vel. Hinn nýi vatnsveitustj. ætlar
að reynast vandanumvaxinn.Hefur
framkvæmdamálum vatnsveitunn-
ar skilað vel áfram á þeim stutt.a
'tima, sem hann hefur gegnt starf-
inu.
Bændaklúbbsfimtlur á
Bændaklúbburinn heldur fund
næstk. þriðjudagskvöld að Hótel
KEA, á venjulegum tíma. — Um-
ræðufni á fundinum verður bú-
fjárrækt.
Rakarastofa Sigtryggs og Jóns
í nýjum húsakynnum
Blaðam. fá rakstur og klippingu í nýju rakarastofunni sl. laugardag.