Dagur - 17.12.1955, Side 7

Dagur - 17.12.1955, Side 7
JÓLABLAÐ DAGS 7 frægasta landið við Hudsonllóa og um leið mikilvægast fyrir nútíma viðskipti. Vildi ég þá heldur vit'a eitthvað um sögu landsins, en koma þar sem álfur úr hól, og las mér því þetta til. Og þessir fróðleiksmolar eru þá einnig bornir hér á borð í sarna tilgangi, að freista þess að skapa nokkurt baksvið í huga lilust- enda, er ég nú vil leiða þá á þessar slóðir og segja frá því, er fyrir augu bar. Flöt og sendin strönd. Á þeim tíma, um miðjan júní- mánuðsl., var siglingaleið inn í fló- ann, enn ekki fær vegna ísa, og enn mánuður til stefnu, að kornflutn- ingaskip kæmu frá Bretlandi. En járnbrautin sunnan úr landi var að sjálfsögðu fær sinna lerða tvisvar í viku. En tilbreytingalítið ferðalag mun það vera, og ekki skemmti- ferðalag, um votlent og sviplítið land, þar sem skógarnir þynnast sí- l'ellt, un/. ekki er eftir nema spírur á sfangli upjj úr freðmýrinni. Auð- veldast er að fara norður eftir í flugvél, því að stór flugstöð er við Churchill, og eru áætlunarferðir tvisvar í viku með flugvélum. Er þá eins líklegt, að ferðamanni, sem ieggur upj) frá bioshýrum löndum Quebec- eða Ontario-fylki, pöa gróðurríkum sléttubyggðum, verði hverft við, er flugvélih steypir sér yfir strönd Hudsonflóa, eftir að hala setið ofar skýjum lengi dags. Hann er þar kominn í annan heinr. Landið er flatt, skóglaust að kalla, hrjóstrugt yfir að líta og ekki lit- skrúðugt enn, svo snemma sumars. Ströndin er öll flöt og sendin hið næsta sjónum. Á mörkum sjávar- sands og lands eru grábláar, flatar eða bungumyndaðar klajajrar og stórir ísnúðir steinar. iMinnir hvort tveggja sterklega á myndir frá Vestur-(iræn 1 and i, en hér vantar hin svijnniklu l'jöll, sem þar gnæfa ylir byggðina. Þctta land gæti hcit- ið Helluland. Iíannske er hér líka svijnnót Labradórstranda, er Leif- ur sá. Eerðalangur skimar út um glugga flugvélarinnar, meðan hún sveimar yfir bænum og árósunum og býr sig til lendingar. Byggðin er aðeins strjálbýlt þorjr, er talin hafa um 800 íbúa 'alls. Þetta er óskijmleg hvirfing timburhúsa, minnir á sum íslenzk fiskiþorp, eins og þau voru um 1930, og þó er þetta gömul byggð. Hér stofnsetti Hudson- lélagið bækistöð árið 1686, og er þetta önnur elzta stöð félagsins. Hin elzta er við ós Nelsonfl jóts, en þar er nú hafnleysa. Churchill- virki og bær var svo nefnt eftir john Churchill, sem var forseti Hudsonflóa-félagsins árið 1685, en varð síðar hertogi af M'arlborough og forfaðir Churchills fyrrv. forsæt- isráðherra Breta. Við norðanverðan árósinn, á nesi er þar skagar út í flóann, má sjá rústir nokkrar úr loftinu. Það eru leifar virkis þess, er Bretar hófu að byggja þar árið 1731. Fluttu þeir efni til virkisins frá Skotlandi, og tók smíðin öll nær 40 ár. Voru virkisveggirnir 17 fet á hæð og 5 let á þykkt, og áttu fall- byssuvirkin að verja óvinum för inn í ós fljótsins. En virkið í'eyndist ckki fært að gegna því hlutverki. Árið 1782 sigldi frakkneski flota- foringinn La Peroouse á herskipum inn í Hudsonflóa, setti lið á land og vann virkið. Sprengdu Frakkar það í loft ujrj), brenndu byggðina og unnu önnur hervirki. Byggðin var brátt endurreist. en virkið aldr- ei aftur í sömu mynd. Eru rústir þessar nú í dag einhverjar helztu fornmenjar í Kanada og vel varð- veittar. Freðmýrin er baksyiðið. Þegar augað hvarflar frá strönd- inni inn til landsins, sést baksvið bæ-jarins og strandarinnar, en það er l'reðmýrin, marflöt og endalaus að sjá. Finnland er kallað þúsund vatna landið. Kanada hlýtur að veramiHjón vatna land. Freðmýrin er alsett vötnum og tjörnum og lækjum; frost fer hér aldrei úr jörðu. Misdjújrt er niður á frostlag- ið eftir árferðinu, en það er ævin- lega þar fyrir. Mannvirkjagerð á slíku landi er erfið og kostnaðar- söm, og ræktun að mestu útilokuð, en þó ter gróður freðmýrarinnar fjölbreytilegur og litskrúðugur um hásumarið. Litsterk en lágvaxin blóm og grænt gras þekja mýrina í milli tjarna og vatna um hásumar- tíðina. Hér er nóttin björt að kalla á þeim tíma, og gróðurinn tekur mjög fljótum þroska, en hann söln- ar líka skjótt, þegar haustarað. Um sumarið er freðmýrin ákaflega erf- ið yfirferðar, og raunar ófær gang- andi mönnum sem farartækjum, en á vetrurn er akfæri gott yfir ísi lagt land og vötn. Þá þeysa Churchill- búar inn til landsins til veiða, því að þar eru mikil hreindýralönd og gnægð annarra veiðidýra, en hvíta- birnir þramma um ísi lagðar víkur og voga, og lýkur aldrei svo vetri, að Churchill-búar felli ekki nokkra hvítabirni, stundum inn á milli húsanna í bænum. Né)g að sjá fyrir lorvitinn ferðalang. Eg dvaldi tvo daga í Churchill. Þótt bærinn sé lítill, og náttúran ógestrisin ,eru samt ærin verkefni fyrir forvitinn ferðalang, sem gerir sig ekki ánægðan með að horfa á útsýnið lei-tt. Loftslagið í Churchill hefur gert bæ og umhverfi að einni helztu reynslustöð Kanadamanna og Bandaríkjamanna fyrir kulda- þol manna og tækja, einkum hern- aðartækja. F.r merkileg rannsóknar- stofnun skammt frá þorpinu, þar senr ýmiss konar véíar og farartæki eru reynd í heimsskautaveðráttu. Eru þarna gerðar margvíslegar íannsíiknir, scm fróðlcgt er að

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.