Dagur - 17.12.1955, Síða 9
JÓLABLAÐ DAGS
9
Bíi.
Eskirnóar skoða listmuni.
Churchill og líl'ið ;i íslandi. En
tími var skammur, og nú vildi ég
vita, hvort ekki væru fleiri íslend-
ingar í 'þorpinu? Jrt, þeir voru
fleiri: Báðir kennararnir við barna-
skólann voru vestur-íslendingar. Eg
vildi freista þess að ná fundi þeirra',
áður en kvöldið væri liðið. Kaup-
maður vísaði mér á barnaskólann
og' taldi þá mundu vera þar við
tónleikaæfingu með unglingum.
Kvöddumst við svo, og hafði ekki
skrítnari gest borið að garði hjá
honum heldur en ferðalang frá Is-
landi, sem óundirbúið knúði dvra
þar í Ghurchill á strönd Hudson-
flóa.
í rúmgóðu anddyri barnaskólans
er slangur af ungu fólki. Þar á með-
al ung stúlka. F.g spyr umsvifalaust,
hvort ég Jiitti þar fyrir ungfrú
Kristínu Sigvaldason og tala á ís-
lenzku. Hún rekur upp stór augu,
en segir strax, að r'étt sé til getið, og
nú gengur fram ungur rnaður. Það
er. Gústaf Fransson kennari. Sam-
talið gengur ofurlítið stirðlega til
að byrja með. Þetta unga fólk er frá
íslendingabyggð skannnt frá
Winnipeg, og íslenzkukunnáttan er
ekki mikil, en þó skilja þau bæði
allt, er ég segi, en svara fáu til á ís-
lenzku. En þegar gripið er til ensk-
unnar, liðkast samskiptin, og ég fæ
ýmislegt að heyra um starf þeirra
og hagi í Churchilþ Þetta er annað
skólaárið, sem þau starfa þar, og
fellur þeim yistin vel, þótt hér sé,
einangrún og érfitt tíðarfar. En
ekki hyggjast þau setjast að til
frambúðar þarna, heldur safna fé
til frekara náms annars staðar.
Veiðimaður á norðurslóð.
Félögum mínum varð líka nokk-
uð ágengt í sinni leit. Daninn fann
bakarasvein frá Kaupmannahöfn,
sem flutzt hefur til Churchill fyrir
þremur árum sem innflytjandi. Ég
sat yfir þeirn, nreðan þessi Kaup-
mannahafnar-piltur sagði ævisögu
■i
r