Dagur - 17.12.1955, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ DAGS
U
Fyrsti landneminn
Grænar hlíðar, en blá f jöll í fjar-
lægð.
Hægur sunnanandvari leið yfir
dalinn og gáraði ofurlítið flötinn á
stóra stöðuvatninu. — Greinar
trjánna bærðust eins og þ;er væru
að kinka kolli til golunnar og bjóða
hana velkomna. Jörð var orðin al-
græn og ylur í lofti.
Allt í einu sást einhver hreyfing
í skógarhlíðinni. Nýtt líf færðist í
landslagið. Þarna var maður ;i ferð.
Hann var í selskinnskufli og með
sítt hár niður á herðar.
Maðurinn hélt inn hlíðina.
Skógarþröstur flaug upp úr skógar-
kjarrinu. Hann liafði orðið ótta-
sleginn við koniu mannsins. En
maður þessi hafði í hendi tágar-
körfu nieð fjórmn silungum og
nokkrum andareggjum. Hann var á
bezta aldri, tæplega meðalmaður á
hæð en þreklega vaxinn. Svipurinn
var einbeittur og bar vott um vilja-
festu. Hann bauð góðan þokka,
þótt vart gæti hann talist fríður.
Hvað hrærðist í huga þessa ein-
mana manns? Á hvaða leið var
liann?
Hann var að leita heimili sínu
bjargar og kom frá því að vitja um
silunganet, sem lágu í vatninu. Nú
var hann á leið heim til bæjar.
En hugur hans flaug víða þenn-
an fagra vordag. Hann hugsaði til
æsku sinnar úti í Svíþjóð og leikja
í hópi glaðra félaga. Þá hafði hon-
uffl ekki komið í hug, að hann ætti
eftir að búa í fámenni, sem land-
nemi í ókunnu eylandi.
En var hann þá óánægður með
hlutskipti sitt? Nei, að vissu leyti
ekki. Hann hafði valið sér þetta
hlutskipti sjálfur, og í raun og veru
leið honum í alla staði vel. f’að var
liún, sem gerði hvern dag í einvfer-
unni að hátíðisdegi. Svona er
mannshjartað undarlegt.
Að vísu greip hann stundum þrá
til samskipta við fleira fólk. F.n
hann var of hygginn til að láta
hana ná valdi yfir sér. Hann vissi,
að milli hans og annarra landa var
breitt heimshaf.
Hér í þessu mannlaust landi
höfðu þau nú búið í tvö ár. Og
hann hafði á vissan hátt tekið
tryggð við landið. Hvort það var
fyrir friðsæld þess og fegurð, eða
vegna þess, að það hafði látið
drauma hjarta hans rætast, gerði
hann sér ekki ljóst.
Maður þessi hét Náttfari. Hann
kom hingað til lands með Garðari
Svavarssyni Iiinum sænska.
Hann minntist vetrarins, er hann
var með Garðari og mönnum hans
út við víkina, sem hann nefndi síð-
an Húsavík eftir skála þeirra. Þeir
ltöfðu siglt umhverfis landið sum-
arið áður og haft vetursetu þarna í
víkinni, af því að þeir treystu sér
ekki að fara yfir hafið svo síðla
sumars.
Þegar hann réðst til þessarar far-
ar með Garðari, hafði hann gert
það eingöngu vegna jtess, að Korm-
liið var með í ferðinni. Hún var að
vísu ambátt, en fögur og dásamleg
í hans augum fyrir því. Hún var
írsk og bar nafn drottningarinnar.
Og faðir hennar, sem einnig var
ófrjáls, var með henni. Þeim hafði
verið rænt 'af norrænum víkingum.
En þá hafði Náttfara ekki grunað,
að örlög hans mundu ráðast á
þennan hátt.
Þegar ferðin hófst, hafði hann
ásett sér, að fá hana keypta, þegar
heim kæmi. En eftir kynni hans af
Garðari um veturinn, vissi hann,
að Garðar mundi aldrei selja hana.
Þá tók hann þessa djörfu ákvörðun.
Hann hafði unnið hjarta Korni-
iaðar til fulfs þennan vetur. Hún
dró ekki lengur dul á það, að henni
var fjúfara að vera rneð honum en
öðrum mönnum. Faðir hennar lét
það afskiptakmst.
Svo var það eitt kvöld, að þau
höfðu gengið út á höfðann. Þar
O O
sátu [)au um stund og sneru svo aft-
ur heirn á leið til skálans.
Þegar þau höfðu stutt farið
mættu þau Garðari. Hann var æst-
ur og sagði með taisverðum þjósti:
„Hver hefur leyft þér að fara
hingað, Kormlöð?"
„Var ég ekki fráls að því, þegar
ég hafði lokið verkum mínum?“
„Nei, þú ert ambátt mín og átt
ekki að fara frá skálanum án míns
leyfis."
Þegar hér var komið samtalinu,
gat Náttfari ekki verið idáirtians
fengur.
„Það er mxn sök, að hún gekk
þetta með mér. Nú vil ég biðja þig
að selja mér hana, og skal ég greiða
andvirðið, þegar við komum
heim,“ mælti hann.
„Það skal aldrei verða, að ég selji
þér ambáttir mínar og Kormlöðu
sel ég ekki. Krefst ég þess eins, að
þú látir hana í friði. Kormfiið,
komdu með mér,“ svaraði hann
snúðugt.
„Ég fer heim með Náttfara, en
ekki með þér,“ svaraði hún einarð-
lega og bránu augun skutu gneist-
um. Hún færði sig nær Náttfara.
Þá sótroðnaði Garðar af reiði og
hreytti út úr sér:
„Æt'lar þú ekki að lilýða méi\
Það skal þér 'aldrei haldast uppi
með.“
Hann stikaði til hennar og þreif
í öxlina á henni. En hún gaf sig
ekki, stóð kyrr og spyrnti á möti.
Þá sneri Náttfari sér að honum
og sagði með titrandi röddu:
„Það er mér að mæta, ef þú ætlar
að leggja liendur á Kormlöðu."