Dagur - 17.12.1955, Síða 12

Dagur - 17.12.1955, Síða 12
12 JÓLABLAÐ DAGS Þá gerðist tvennt í senn. Garðar sleppti konunni skyndileg'a og réðst á Náttfara. En hann tók hraustlega á móti, og ekki höfðu þeir lengi tekist á, þegar það kom greinilega í Ijós, að Náttfari hafði í öllum lröndum við hann. En Garðar ham- aðist þó, sem óður væri. Lauk við- ureign þeirra svo; að Glarðar féll, og lét Náttfari kné fylgja kviði og þjarmaði að honuni um stund. Svo stóð Irann upp, sleppti og gekk til Kormlaðar. Gengu þau svo þegjandi aftur út á höfðann. Þau sáu að Garðar stóð upp og var þá talsvert dasaður og hélt í áttina til skálans. Trúði Kormlöð Náttfara þá fyrir því, að Garðar sæktist mjög eftir blíðu hennar, en luin hefði and- styggð á honum, því að hún vissi, að hann vildi aðeins njóta hennar um stundarsakir. Þótti þeim nii rninni von um, að hún mundi fá frelsi en áður. En á því byggðist liamingjudraum u r þeirra. Eftir þetta uppgjör leitaði Garð- ar ekki á Náttlara að fyrra bragði. Hann sýndi lionum að vísu fálæti, en var það skynsamur, að honum var ijóst, að ekki mátti koma upp augljóst ós'amlyndi í þessum fá- menna hópi. Hann dró sig því í hlé, þegar hann rak sig einnig á ósveigjanlegan vilja Kormlaðar. Og svo var það nokkru síðar eitt tunglskinskvöld, þegar Náttfari gekk með Kormlöðu þar dálítið inn fyrir víkina, að irtann varpaði því fram við hana, hvort þau ættu ekki að verða eftir, þegar skipið léti úr höfn með vordögum. Hún var þegar lirifin af hugmyndinni. Hún stóð þarna við Jilið Jians dökk yfirleitum, með brún, glampandi augu og Jjómandi af lífsfjöri. Hún var þróttmikil og hugrökk að eðl- isfari og vildi bjóða öllum lrættum birginn, ef hún aðeins fengi að lifa í frelsi, með manninum, sem hún unni, því að hún óttaðist, að Garð- ar gæfi sér aldrei frelsi, af því að hún haf'ði sýnt honum ólilýðni og ekki viljað láta að vilja hans. Þau ræddu þetta við föður henn- ar. Hann var dálítið hikandi við þessa fyrirætlun fyrst. En að lokum tókst þeiin að sannfæra liann, með- ai annars með því, að Garðar mundi aldrei gef’a þeim lrelsi. ,,Þá öðlumst við aftur frelsi, bæði, pabbi. Við geturn svo búið hér sarnan frjáls. Við Náttfari verð- um eins og kongur og drottning í ríki okkar, og þú konunglegur ráð- gjali. En ef við förum með kúgur- um okkar verðum við ófrjáls alla ævi. Og betra er líf í tásinni og við nokkra erfileika, en líf þræls og ambáttar," mælti Kormlöð. „En á liverju eigum við að lifa?“ spurði faðir lrennar. „Elér er gnægð af sel og fiski I sjónum og Jax og silungur í ám og vötnum, svo að hér er hægt að lila góðu lífi,“ svaraði Náttfari. Þessar röksemdir þeirra sneru honum að fullu. Hann ákvað að standa með þeim og stuðla að gæfu dóttur sinn'ar. Og svo rann upp sá mikli örlaga- diagur, þegar þessi áætlun skyldi framkvæmd. Allt var undirbúið til brottferðar úr víkinni. Ahöld og vistir höfðu að mestu verið flutt út í skipið daginn áður. En brottfara- daginn var norðanstormur og hvasst á víkinni. Engurn kom þó í hug að Iresta ferðinni. iÞegar búið Mar að flytja það síðastia út í skipið á lítilli bátskænu, sem þeir höfðu með sér, hagaði Náttfari því svo til, að hann skildi viljandi eftir dálítið af matvælum í landi, og lét sem hann hefði gleymt þeim. Og fór hann því aftur í land til að sækja þessi matvæli. í bátnum með hon- um voru þau Korntlöð og faðir hcnnar. Ekki þótti það neitt grun- samlegt, því að Kormlöð gekk að erfiðisverkum eins og karlar, enda var hún þrótfcmikil og vön að róa. En um svipað leyti og þau fóru í land, herti veðrið, svo að rok var á víkinni. Þau fóru beint til lands, settu bátinn, og gerðu enga tilraun til 'að komast út í skipið aftur. En skipverjar töldu, að þau mundn ekki treysta sér aftur út á bátnum. í fyrstu virtist Garðar I nokkruin vafa um, hvernig hann ætti að snú- ast við þessu. Ef hann skildi þau eftir, þá missti hann þar bæði þræl og ambátt. En að öðru leyti þótti honum þetta mátuleg hel'nd á Nátt- fara. Því að ekki kom honum í hug, að þetta væru samantekin ráð þeirra. Og þar sem hann óttaðist að ski])ið ræki upp, ákvað h'ann að skil ja þau eftir. Hann lét því setja upp segl og skipið sigldi út l'lóann. Eannst Garðari, að nú hafi hann náð sér niðri á Náttfara fyrir við- skipti þeirra um veturinn. Frá þessu voru nti liðin tvö ár. Þau hölðu byggt sér lítinn bæ uppi í Reykjadal og búið hér síðan. Þarna höfðu þau valið sér bústað, vegna veiðinnar í vatninu vetur og sumar. Nú voru þau ekki aðeins þrjú í litla torfbænum í hvamminum. Nú voru þau I'jögur. Fyrir einu ári hafði Kormlöð fætt þeim son. Þess- um fyrsta innborna íslendingi var innilega fagnað. Faðir hennar hafði tekið á móti barninu og skírt það, því að þau Kormlöð og hann voru kristin. Náttfari lét það gott heita, þótt hann fylgdi trú feðra sinna. Þau höfðu alltaf haft nægan mat þessi ár, þótt ekki væri hann að sama skapi f jölbreyttur. Og eldivið var hægt að fá úr skógunum, og var því jafnan hlýtt í litla torfbænum þeirra. Einkum gættu þau þess síð- an barnið fæddist. Allt þetta flaug í gegnurn huga Náttfara, meðan hann. hélt fram skógarhlíðina þennan vormorgun. Tveggja ára saga þeirra lifði og hrærðist í huga hans. Framundan sást nú litli torfbær-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.