Dagur - 17.12.1955, Qupperneq 14
14
JÓLABLAÐ DAGS
„Sjómannslíf
í HERRANS HENDI"
Eins og undanfarin ár, langar mig
til að fara með yður, kæru lesendur,
í jólaheimsókn til aldurhnigins sjó-
manns hér í byggðarlaginu. í þetta
sinn hef ég ákveðið að sækja einn
frænda minria heim: Þorstein Ant-
onsson, fyrrum skipstjóra, nú bónda
í Efstakoti á Upsaströnd. F.kki þarf
að kvíða ógestrisni. Húsbóndinn
kemur sjálfur til dyra og býður oss
velkomin. — Þorsteinn Antonsson
er meira en meðalmaður á hæð og
öllu þreknari, enda nokkuð feitur,
þó að iivorki sé það honum til lýta
né þyngsla. Hann hefir vcrið ljós-
brúnn á hár á yngri árum, rjóður í
andliti og fullur að vöngum. Ennið
er meðalstórt og yfirbragðið við-
kunnanlegt. Hann er maður svip-
góður og djarflegur og gefur góðan
þokka. Af persónu hans stafar
trausti og festu. — Þorsteinn var í
æsku bráðgjör og byrjaði snemma
sjósókn, eins og síðar verður frá sagt.
Hann er vinsæll maður og vel iát-
inn. Heimilisfaðir er hann góður,
en hans hefur freinur lítið gætt út á
við í almennum máfum, enda mun
hann alla daga hafa hlédrægur verið
og haft sig lít-t í frannni. Hann
kvæntist 8. nóv. 1914 Kristrúnu
Friðbjarnardóttur frá Efstakoti,
merkri konu og ágætri. Jörð sína
hafa þau ræktað og bætt, svo að ekki
er lengur réttnefni að kenna hana
vi(S „kot.“ Þau eignuðust alls 6 börn.
Af þeim lifa 5 og eru öll upp komin
og hin mannvænlegusLu. En nú
skulutn vér líta aftur í tímann, áð-
ur en vér förum að tala við hús-
bcmdann um sjómennskuárin.
Þorsteinn í Efstakoti, — en svo er
hann oftast neíndur —, ér sonur
hjónanna Vilhelms Antons Árna-
sonar frá Hatnri (f. 30. ágúst, d. 13.
nóv. 1934) og Freyju Þorsteinsdótt-
ur frá Upsum (f. 15. febr. 1860, d.
25. febr. 1951) Hann fæddist að
Skáldalæk 14 ágúst 1886. Ber hann
sennilega nafn móðurafa síns, Þor-
steins smiðs Þorsteinssonar á Ytri
Másstöðum. — Þorsteinn Antonsson
Þorsteinn Antonsson
ólst upp með foreldrum sínum, fyrst
að Skáldalæk (2—3 ár) og svo á
Hamri í stórum systkina hóp For-
eldrtun lians varð alls 14 barna auð-
ið og af þeim komust 9 til l'ullorð-
ins ára. Anton á Hamri (og síðar á
Hrísum) var hinn mesti dugnaðar-
maður og annálaður sjósóknari. Urn
hann mætti skrifa merkilegan þátt.
Líklega verður ekki með sönnu
sagt, að Þorsteinn hafi „fæðst með
árina í hendinni,“ en nærri lætur
þó. Svo ungur var hann, er faðir
hans tók að „sjóa“ hann. Innan tíu
ára aldurs mun hann hafa verið,
þegar faðir hans tók liann með sér
í róðra við og við á sumrin, er hann
skauzt á sjó til að afla „soðningar“
handa heimili sínu ogannarra. Þess-
ir sumarróðrar frá ungum aldri og
fram um íermingaraldur liafa verið
Þorsteini allgóður undirbúningur
undir ævistarfið. „Pabbi sagði mér
þá frá mörgu og benti mér á margt,“
sagði Þorsteinn. Lesa má milli lín-
anna, að gciður hefur kennarinn ver-
ið og nemandinn námfús, — því að
aðeins 16 ára gamall gjörðist Þor-
steinn fullgildur háseti á Hamars-
bátnum haust og vor. Trúlega hefur
þó verið vandað til bátshafnar þar.
— Eftir tvær vertíðir á Hamarsbátn-
um réðzt Þorsteinn á hákarlaskip
að vori til. Honum hefur ungum
hlegið hugur í brjósti að kynnast
ævintýrum hafsins, enda hefur hann
sennilega strax á bernskualdri lieyrt
sögur af hetjulegri sókn Eyfirðinga
á haf út af vörum föður síns, sem
þær veiðar hafði stundað. Hann hef-
ur því svo sem vitað að vistin á há-
karlaskipunum var i 11 og hörð.
Hann hel’ur heyrt getið um vosbúð-
ina og þrælavinnuna í aflahrotun-
um og háskasamlega útivist í haf-
ís og stórviðrum. En á hina hönd-
ina var ævintýri sjómennskunnar og
skjótfenginn gróði, þegar vel gelck.
Það réði úrslitum.
Þorsteinn stundaði liákarlaveiðar
svo árum skipti, aðallega á „Henn-
ing“ með skipstjórunum Jóhanni
Magnússyni á Selárbakka, hinum
kunna aflamanni, og Jóni Baldvins-
syni, er lézt í haust á Akureyri. Eina
vertíð var hann einnig á „Æskunni“
með Þorsteini Þorvaldssyni á Há-
mundarstöðum. En upp úr því tóku
útgerðarmenn skipanna að halda
þeim fremur út á þórskveiðar en
hákarla. Þá réði Þorsteinn sigá skip,
er stundaði þorskveiðar með hand-
færum. Meðal annars var hann eina
vertíð á „Hjalteyrinni“ með Sæ-