Dagur - 17.12.1955, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ DAGS
15
ínundi skipstjóra Sæmundssyni. Fór
svo fram um nokkurn tíma, að Þor-
steinn var á fiskiskipum á sumrum,
en reri að heiman á haustin til fiskj-
ar ;i árabátum. En þá kom nýtt til
sögunnar. Nýr þáttur hefst í útgerð-
arsögunni.
Haustið 1902 fengu þeir Árni
Gíslason og Sophus J. Nielssen
kaupmaður á ísafirð'i, olíuhreyfivél
eða motor í árabát, sem þeir áttu í
félagi og Árni fór með. Vél þessi
var frá Mölierup í Esbjærg, liafði
tveggja hesta afl og kostaði 900 kr.
sett í bátinn. Tekið er fram í sam-
tíma fréttum, að „vclin hreyfi bdt-
inn jajnt aftur á bali sem áfram,“
eyði sem svarar einu kílói af olíu á
klukkustund, gangi báturinn álíka
og er 6 menn róa. — Þetta þóttu
engin smáræðis tíðindi liér við Eyja-
fjörð. Reynzla Isfirðinganna af vél-
bátnum jók hug útgerðarmanna hér
um slóðir til að komast yfir slíka
báta. Norðlenzkir sjómenn, sem
kynnzt höfðu vélbátaútgerðinni
vestra, hvöttu og mjög eindregið til
vélbátakaupa. Vera má, að það hafi
ráðið úrslitum, að vorið 1904 kom
Skúli Einarsson frá ísafirði tneð vél-
bát til Eyjafjarðar fyrstur manna.
Bátur þessi var 4—5 smálestir að
stærð og gekk sem næst li/2 viku
sjávar á klukkustund. „Teningnum
var kastað.“ Um haustið 1904 fer
Óli Björnsson frá Hrísey til Dan-
merkur í þeim tilgangi að kynna sér
reynzlu manna þar á vélbátum og
kaupa bát með vél, ef sýnt þætti, að
vélbátaútgerð gæti borið sig við
Eyjafjörð. Upp úr áramótum kom
liann svo með vélbát, sem hann
hafði keypt. Báturinn var lítill, en
þó nteð þilfari. Hann kostaði 3500
krónur.
Ári síðar, eða 1906, kaupir þor-
steinn Jónsson kaupmaður vélbát-
inn „Friðþjóf“ hingað til Dalvíkur.
Fleiri bátar munu luifa verið keypt-
ir hingað um það leyti, og þar með
var vélbátaöldin hafin. Mörgu var
áfátt. Viðgerðarverkstæði var ekki
til og lærða vélamenn vantaði. Eini
maðurinn, sem nokkuð kunni með
vélar að fara liér um slóðir, var Oli
á Selklöpp í Hrísey. Undir þessum
kringumstæðum þurfti mikið áræði
til að hefja vélbátaútgerð liér, en
„gcefa fylgir djörfum.“
Vorið 1907 kom hingað vélbátur-
inn „Bdldur.“ Hann átti Baldvin
Þorvaldsson bóndi á Böggversstöð-
um o. fl. Nú víkur sögunni að Þor-
steini Antonssyni. Þetta vor ræðst
hann vélamaður — motoristi — á
„Baldur". Ekki lætur hann mikið
af vélfræðikunnáttu sinni, enda
hafði hann ekki haft mörg tækifæri
tii nátns eða æfingar. Eina tækifær-
ið, sem honum gafst, notaði hann
hinsvegar vel: Hann fór eina ferð
tií Akureyrar á vélbát með Óla
Björnssyni á Selklöpp. Má nærri
geta, að þekking lians hefir ekki ver-
ið mikil í fyrstu, en þrátt fyrir það,
gekk vélgæzlan vel þá um sumarið
og þær fjórar vertíðir, sem Þor-
steinn var vélstjóri á ,,Baldri.“
Hann komst fljótlega í skilning um
byggingu og gang vélarinnar. Þekk-
ing hans og leikni fór vaxandi með
æfingunni. Hann lærði af reynsl-
unni. Sannast hér, að „hollur er
heimareyttur baggi.“
Árið 1916 kaupa þeir Árni
Antonsson, bróðir Þorsteins, og
liann, nýjan vélbát, sjö smálesta,
smíðaðan á Akuryri af Bjarna Þor-
kelssyni skipasmið. Bátur þessi var
með þilfari. Þeir nelndu hann
,,Bjarma“, Hann kostaði, veiðar-
færalaus, 8000 kr. Þótti það mikið
i þann tíma, en báturinn gaf góða
raun. Þeir bræður áttu hann til árs-
ins 1939. Svo að segja allan þann
tíma var Þorsteinn Antonsson for-
maður á honum. Allt gekk farsæl-
lega. Aldrei urðu nein óhöpp. Þor-
steinn var jafnan með aflahæstu for-
mönnum hér, ef ekki aflahæstur.
Sum árin aflaði hann um og yfir 500
skpd. af þorski á „Bjarma“, og mörg
árin stundaði hann einnig síldar-
veiði með reknetjum, á bátnum,
með ágæturn árangri. Með núver-
andi verðlagi hefði sú veiði gefið
álitlegar upphæðir í lilut.
Svo byrjuðu herpinótaveiðarnar.
Þá keyptu þeir bræður, ásamt Þor-
steini Jónssyni og Sigurði P. Jóns-
syni kaupmanni á Dalvík, gamalt
hákarlaskip, sem mótorvél hafði
verið sett í. Það var „Voni.n“. „Von-
inni“ og v. b. „Jóni Stefánssyni“
héldu jieir út á herpinótaveiðar,
og voru bæði skipin um eina nót.
Skipstjóri á „Voninni“ var Kristján
jónsson í Nýjabæ, en Hannes Þor-
steinsson var með „Jón Stefánsson“,
en veiðiformaður (,,nótabassi“) var
Þorsteins Antonsson. Skipstjórapröf
tók Þorsteinn aíÖrei. „Eg málti
aldrei vera að þvi,“ segir liann. En
ekki virtist það koma að sök. Rat-
vísi Þorsteins var framúrskarandi.
Einn merkur og greinagóður háseti
hans, sem lengi var með honum,
seg-st ekki vita til að honum hafi
skeikað eða að hann hali villzt, hvað
dimmt sem var.
Síldarútgerð þeirra félaganna
gekk vel. Jafnan öfluðu Jaeir vel og
stundum nteð ágætum. Eitt sumar-
ið öfluðu þeir t. d. 10000 mál og
tunnur. — „Vonina“ áttu þeir félag-
ar 3 ár, en seldu hana þá eitthvað
suður.
Það er um Þorstein Antonsson,
eins og marga sjómenn, að honum
er illa við að „farið sé í blöðin“
með nokkuð, sem hann telur að
reikna megi sér til sjálfhælni. Hann
vill láta joess eins getið, að allan
sinn góða afla og alla velgengni
sina á sjónum eigi hann að þakka
ágætum skipshöfnum sínum. Hann
hafi alltaf haft úrvalsmenn með sér,
bæði á sjó og á landi. Hann minnist
j^eirra allra með hlýjum þökkum
og sendir þeim, er lifa, liugheilar
jólakveðjur sínar.
Ekki skal því neitað, að mikil
(Framhald á bls. 26.)