Dagur - 17.12.1955, Page 19
JÓLABLAÐ DAGS
19
ur fyrr en nokkurn varir, því stein-
líniíð er oft reikular og tálþrungnar
vonir eða annað enn háldiausara og
svikulla.
Hér er enginn unglingur á ferð.
Nýlendumaðurinn er hniginn á
cfra aldur; hans þrár eru ekki leng-
ur bundnar við framtiðina, þær eru
bjargþungar, óuppfyllanlegar þrár
liðna tímans.
Þetta er þriðji veturinn hans á
sléttunum. Þá flutti hann frá æsku-
heimili sínu í fjalldalnum íslenzka.
Frá staðnum, þar sem æskuþrár
hans höfðu vaknað og ýrnist dáið
eða náð fyllingu. Þar hafði liann
slitið sínum beztu kröftum í þarfir
barnanna sinna, útslitið þeim, svo
að börn hans og brúður mætti njóta
þeirra fáu þæginda, sem íslenzkt
sveitaheimili má veita.
Nú reikaði liann um slé'tturnar
vestrænu, svo sólríkar og fullar af
lífi á sumrum, en svo afar naprar
og dauðalegar í faðmi vetrarins.
Langt, langt burt var nú albjarta
vornóttin íslenzka, áin straummikil
og tröllaukin, kveðandi þrótt og
þor í hug manna, lækirnir svalandi,
silfurtærir, hoppandi niður hlíðarn-
ar, stein af steini, á milli blóm-
bryddra bakka, sauðféð sællegt og
írjálslegt í hlíðunum, en hestarnir
liðlegu í eltingarleik um eyrar og
grundir, meðan fuglarnir, nýhvíldir
eftir dauðaþreytu ferðalagsins til
átthaganna ógieymanlegu, fylltu
loftið þúsundum lofsöngva. Þeir
leggja árlega sína munarblíðn
söngvafórn á altari almóðurinnar —
ástarinnar.
Hann var jafn langt frá vetrar-
nóttunum norrænu með allri þeirra
ógieymanlegu dýrð, dansandi norð-
urljósum í öllum ljóssins skærustu
litum, leiftrandi snæljósum, blik-
andi skautasvellum og snarbröttum
skíðabrekkum.
En hann var ekki að bera saman
ytri lífskjör sín, ekki að meta það í
liuga sínum, hvað mætti auganu og
cndurnærði þannig andann þar á
sléttunni og heima í dalnum. Það
er meira að segja óiíklegt, að iiann
hafi sjálfur vitað éða gjört sér grein
fyrir því, að hve rniklu leyti breyt-
ingin í náttúrunni í kringum hann
hafði áhrif á hug iians, iaðaði frarn
minningarnar og lét söknuðinn
nísta sál hans með ómótstæðilegu
afii. Allar hugsanir hans áttu sér
miðpunkt, þær snerust um þessa
einu setningu: „Ég er svo einn.“ En
þessi fjögur orð lágu eins og heljar-
þungt bjarg á sál hans.
Var liann þó ekki að halda heim
til sín, lieim í nýbyggjakofann á
sléttunni? Víst var svo. Þar tóku á
rnóti lionum börnin lians tvö, biðu
hans, til þess að geta veitt honum
gleðilega heimkomu, geta látið þessi
jól verða honum gleðileg jól. En
hvar var móðirin? Lágt leiði, með
nokkrum bláfjólum og fáeinum ei-
lífðarblómum, sem brosa mót sól-
inni, eins og perlur í grængresinu,
segir þann hluta af sögunni. Leiðið
stendur í einu horninu í kirkju-
garði sóknarinnar í dalnum fjar-
læga.
Sorgin hafði fylgt dauðanmn með
sinni vanalegu trúfesti, inn á heim-
iiið í dalnum. í þeirri von, að fjar-
lægðin frá minningarmerkjum sorg-
arinnar sljóvgaði að nokkru sárasta
brodd hennar, og einnig til að veita
bömum sínum bjartari framtíð,
liélt hann yfir hafið. — En stærstu
rninningarmörkin stóðu í h;ms eig-
in hjarta, og börnin---
Þetta var unrhugsunarefni lians í
kvöld. Börnin hans voru flest kom-
in á þroskaskeið, þegar þau komu
til fyrirheitna landsins. Ekki má
gleyma því, sem þau liðu fyrstu
missirin, meðan sársaukinn frá öll-
um slitnu böndunum var að lækn-
ast, og ný bönd, nýjar framtíðar-
vonir, að myndast. F.n jafnvel í al-
ókunnu lancli er æskan fljót að laga
sig eftir ástæðunum. Nú voru þau
öll óðum að fjarlægjast föður sinn,
þau voru að verða innlend, meðan
liann var enn útlendingur. Að vera
útlendur mitt meðal sinna eigin
bárna. Sú hugsun gjörði sþor ný-
byggjans hálfu jryngri. — Enginn
glampi virtist lýsa hinn ófarna ævi-
veg, ekkert til að vinna fyrir, ekkert
til að elska — eða urinu ekki synir
hans honum og dætur? Jú, aldrei
hafði liann efazt um }:>að. En þau
skildu ekki föðurást hans eða hann
tilfinningar þeirra. Ó, hvað þráin
eftir að vera skilinn hrópaði hátt.
F.n hún nafði ekkert í framtíðinni
tii að stöðva sig við, svo aftur í liðna
tímann tók hún huga hans; minnti
á stundirnar, þegar þrá æskumanns-
ins, sem jafnvel getur orðið heitari
en ástin sjálf; stóð á öndinni, og
hlustaði eftir hverju hljóði, hvort
hvergi heyrðist bergmál, þó að ekki
væri nema örlítill ómur af berg-
máli frá tómun hennar eigin
strengja. Ein sælustundin eftir aðra
rann upp í huga hans, smáóþægind-
in virtust hverfa í hillingum fjar-
lægðarinnar, jafnvel dauðasorgin,
sem þau höfðu mætt saman, virtist
vera gleymd, en allt þetta óþægi-
lega var dregið til baka, aðeins til
að gjöra reiðarslagið, sem batt enda
á alla gleðina, enn þá Jmngbærara
og óttalegra.
Þessar hugsanir voru ekki hugs-
aðar í fyrsta sinn þetta kvöld. Dag
livern vdru þær óvelkomnir en sjálf-
sagðir gestir í huga hans; en ein-
mitt nú, á jólanóttina, var afl þeirra
tvöfalt, beiskja þeima hálfu ramm-
ari en áður.
Kærleiksgjöfin stóð honuin fyrir
hugskotssjónum og kærleiksskylda
mannanna, en þær hugsanir vökn-
uðu ekki til annars en að minna á
ófullkomleik mannanna, kæiieiks-
leysið, hræsnina, hégómaskapjun,
lvgina og bakbitið, og alla ,qðra
þyrna, sem virðast þrífast svo mæta-
vél, einmitt jjar sem eilífðarblóm
mannkærleikans ættu að vaxa.hyað
fegurst og fjölskrúðugust.