Dagur - 17.12.1955, Qupperneq 22
22
JÓLABLAÐ Ð AGS
Nokkur orS um hrakninga og slysfarir á fjallvegunum milli
Eyjafjarðar- og SkagafjarSarsýslna
Eftir Jón Jónsson á Skjaldarstöðum
Siglufjarðarskarð og
Hjaltadalsheiði.
Óvíða á Jandinu mun vera eins
samfeldur fjallahringur á sýslna-
mörkum eins og milli Eyjaf jarðar-
og Skagafjarðarsýslna. — -Nokkrar
leiðir, sem oft voru farnar fyrr á
árum, eru yfir þessa fjallgarða. Er
'þá fyrst að nefna Siglufjarðarskarð,
sem er nyrzta leiðin. Sú leið rnun
aldrei hafa verið mjög fjölfarin þar
ti! nú, að kominn er bílvegur um
skarðið og áætlunarferðir bafnar. —
Er þá farið upp úr Svarfaðardal og
konrið niður í Kolbeinsrlal í Skaga-
firði. Um Heljardalshehiði var
landsíminn lagður á sínuin tíma.
Sú leið var nokkuð fjölfarin fyrr á
árurn meðan mikil umferð var til
Hófastaðar, því að skammt er yfir
í Hjaltadalinn.
Getið er þess í sögu Guðmundar
Arasonar, Hólabiskups, uð hann
legði eitt sinn vestur heiðina ásamt
fylgdarliði sínu, hreppti vonzku-
veður og urðu úti nokkrar mann-
eskjur á heiðinni.
Héðinsskörð og Tungnahi-yggur.
Næst eru svo Héðinsskörð og
Tungnahryggur. Er þá farið upp
úr Barkárdal og komið niður í svo-
nefridan Hofsdal eða Hóladal. Sú
leið riiun hafa verið talsvert fjölfar-
in. Hún liggur hátt og er illviðra-
söm og frekar vandrötuð.
Hérmann Jónasson, sem skóla-
stjóri var á Hólum nokkur ár, segir
frá því, að hann hreppti vonzku-
veður á fjállinu, og taldi það
slembilukku að hann komst til
byggða.
Ást að enduðum hrakningum.
Síðla vetrar 1884 lagði norður
yfir Héðisskörð Guðmundur Guð-
mundsson, síðar bóndi á Þúfnavöll-
um. Hreppti hann harðneskju veð-
ur á fjallinu, hafði sig þó niður að
Baugaseli, fremsta bæ í Barkárdai,
orðinn mjög kalinn og varð að
liggja þar nokkrar vikur. I>ar
kynntist liann Guðnýju Loftsdótt-
ur, sem var þá ung heimasæta í föð-
urgarði, giftist henni litlu síðar og
varð hún honum ástríkur lífsföru-
nautur rúm 60 ár. Þau eignuðust 8
mannvænkg börn, og búa tveir
0 ° °
synir þeirra nú á Þúfnavötlum:
Eiður, hreppstjóri Skriðuhrepps og
sýslunefndarmaður, og Baldur,
siingstjóri við Bægisárkirkju. Þriðji
sonur þeirra býr í Saurbæjargerði,
Skafti að nafni.
Slys í Héðinsskörðum.
Snemma vetrar árið 1907 lagði
Ingimar Sigurðsson frá Draflastöð-
um í Fnjóskadal upp í Héðinsskörð
í hríðarveðri. Hann kom ekki frarn,
varð úti á fjallinu og fannst ekki
um veturinn, þrátt fyrir ítrekaða
leit. — Næsta sumar var fjölmenn
leit gerð. Fannst hann þá. Hafði
farið skammt af réttri leið, fallið
fram af kfcttabelti og líklega rotast,
því :að auðséð var, að ekki hafði
hann lxreyft sig eftir fallið. Ingimar
sál. var .mesti vaskleikamaður og
vel gefinn í hvívetna.
Hjaltadalsheiði.
Þá kemur Hjaltadalsheiðin. Var
það fjölfarin léið, einkum meðan
biskupssetur og skóli var á Hólum.
Hjaltadafsheiði liggur hátt, er ill-
viðrasöm og langt milli byggða.
Snemma í nóvember 1726 lögðu
3 ungir menn með nokkra hesta
fram til heiðarinnar. Þeir félagar
höfðu gist á Möðruvöllum. Komu
síðla dags að Flöguseli. Var þá kom-
,ið dimmviðri og liríð. Þeir komust
fram í dalbotninn, sprettu þar af
hestunum og munu hafa lagt sig
fyrir lijá faiangrinum. Hríðin hélzt
fleiri daga, og uiðu þeir félagar
þarna undir fönninni og fundust
ekki fyrr en unx sumarið er snjóa
leysti. — Hestarnir fundust eftir
hríðina, hungraðir og illa til reika.
Foringi fararininar var Jón Vída-
lín, sonur Páls lögmanns Vfdalíns.
Hafði liann um sumarið fengið
veitingu fyrir Eyjafjarðarsýslu, og
farið norður að ráðstafa ýmsu við-
víkjandi embættinu. Jón var ný-
kvæntur dóttur Steins biskups Jóns-
sonar á Hólum. Sonarsonur þeirra
hjóna var Geir biskup Vídalín.
Um H jaltastaðaheiði er til göm-
ul vísa eignuð Jóni presti Þorláks-
syni á Bægisá. Hún er svona:
Hjaltadals er heiðin níð
lxlaðin með ótal lýti.
F j......•hefur á fyiTÍ tíð
flutt sig þaðan í Víti.
t