Dagur - 17.12.1955, Side 23

Dagur - 17.12.1955, Side 23
JÓLABLAÐ D AGS 23 Sumir hafa þo eignað Jóni Jak- obssyni sýsíumanni Eyfirðinga vís- una, 'Og getuf það vel staðist tím- ans vegna. En mér ]vykir líklegra að Jón Þorláksson sé höfundurinn, því að heimildir eru fyrir því, að liann kom vestan Hjaltadals'hheiði, er hann tók við Bægisárprestakalli ár- ið 1788. Hann tók við embættinu 13. des., sem var afmælisdagur bans, þá réttra 44 ára. Hörgárdalslieiði. Næst kemur að Hörgárdalsheiði. Hún liggur mikið lægra en Hjalta- dalshéiði, er sæmilega góð yfirferð- ar. Mun hafa komið til álita að leggja akveg inn yfir hana, og töldu kunnugir menn, að fuílt svo gott vegarstæði væri þar sem á Öxna- dalsheiðinni. Ekki man ég el’tir því, að ég hafi heyrt að umferðarslys hali orðið á þeirri leið. Þó er að heyra á eftirfar- andi vísu, að höfundurinn liali taf- izt þar nokkuð: Lykkja varð á leiðinni, lengjast tóku stundir. 'Hörgárdals á heiðinni ihvíldi ég snjónum undir. Öxnadalsheiði fjölförnust. Þá kemur loks Öxnadalsheiði, sem frá landnámstíð hefur verið lang-fjölfarnasta leið milli sýsln- anna. Þá leið riðu Austfirðingar og Eyfirðingar til Alþingis á þjóðveld- istímunum, og þar fóru höfðingjar Sturlungaaldar með fjölmenna her- flokka. Öxnadalsheiði liggur lægst hinna nefndu leiða. En sá ókostur er á heiðinni, að vond gil eru vest- an li! á lienni, þar sem nefnist Gil jareitur, og var þar oft varasamt yfirferðar. Þar missti Hrafn Bót- ólfsson lögmaður, eða einhver ann- ar háttsettur valdsmaður, 2 hesta, minnir mig, sem hröpuðu til dauðs niður í árgilið. Maðurinn sem hvarf á Öxnadalsheiði. Seint á 18. öld, eða snemma á þeirri 19., hvarf maður einn, sem lagði norður á heiðina í sæmilegu veðri. Nóttina áður gisti hann á Fremri-Kotum í Norðurárdal og léll grunur á bóndann Jrar, að hann hefði veitt honum eftirför og ráðið liann af dögurn. Maður Jressi er sagt að hafi haft meðferðis nokkra ljármuni er hann hefði sótt vestur á land. Einhver rekistefna varð út af þessu mannshvarfi, en ekkert upplýstist um þetta. En vinnukona, sem var á Kotum, hafði sagt frá því síðar, að bóndinn hefði ekki sést þann dag, unz komið var langt á kvöld fram. Margir Iiafa þótz.t sjá svip manns á heiðinni norðan- verðri, og segir Jón blindi á Mý- laugsstöðum frá einu slí'ku atviki á j^essa leið: „Ég þurfti að skreppa til Skaga- fjarðar veturinn 1857. Ég réði til fylgdar ungan og röskan mann, er Oddur hét. Gistum við að Steins- stöðum á vesturleið og ætluðum okkur að ná vestur yl’ir heiðina dag- inn eltir. Þann dag var hríðarveð- ur, en þó vel fært og fórum við snemma dags af stað frá Steinsstöð- um. Þegar fram yfir Hólana kom, jókst fannkomian. Samt brutumst við að Bakkaseli viðstöðulítið. Þar bjó þá Egill Tómasson með ráðs- konu sinni, og ekki annað manna á •heimilinu. Ávítaði okkur fyrir að fara frá Steinsstöðum í svona veðri, þar sem gnógt var heyja. En sjálfur var hann heylaus og búinh að koma lé sínu burtu. Engar húsdyr voru þarna hestgengar, nema bæjardyrn- ar. Þar tróðum við hesti mínum inn. Fórum við svo til baðstofu og sátum þar nokkra stund og rædd- um við Egil. Sagði hann ok'kur, að 2—3 menn hefðu setzt að á Gili, næsta bæ að norðan, kvöldið áður og myndu Jaeir ekki vera farnir vestur. — Nú rofaði til í lofti og drifum við okkur þá af stað. En þegar við korntim skammt ves.túr á heiðina, segir Oddur, að maðii-T sé á undan okkur og vil-1 hann óvægur ná í hann til samfylgdar. En ég sagði honum að láta þann mann l’.tra leiðar sinnar, enda vildi hest- urinn, sem ég reið, fara aðra leið. Við héldum svo áfram vestur heið- ina og náðum að Kotum fyrir dag- setur. Fengum við þar góðar við- töku. Nú skal minnast á ferðamennina, sem voru á Gili. Þeir héldu til heiðarinnar litlu síðar en við. Urðu Jjeir varir við þennan lveiðarbúa- svip, vildu verða honum samferða, og er ekki að orðlengja það, að þeir ráfuðu eftir honuni allt austur að Kaldbaksdal. Þar áttuðu þeir sig loks. Komust þeir ekki fyrr en um fótaferðartíma að Kotum, hraktir og hrjáðir." Þegar Arngrímur prestur Bjarna- son á Bægisá fór vestur til Skaga- fjarðar að leita ráðahags við húsfrú Ingu Jónsdóttur í Hofstaðaseli, missti hann og fylgdarmaður hans hest niður í heiðargilið. Varð þá prestur aumur við og bjóst við að hesturinn væri dauður, en svo ólík- lega vildi til, að hesturinn virtist 'heill. Var hann með reiðing og pjönkur, hafði komið niður á klyf- berann og hann brotnað. En það mun hafa hlíft hestinum. Suðuireið J»ingmanna. Þess skal lfka getið, að sumarið 1889 lögðu nokkrir kursríðandi menn með lausa hesta vestur Öxna- dalsheiði á leið til Reykjavíkur. Meðal þeirra voru alþingsmennirn- ir Arnljótur Ólafsson á Bægisá og Jón Sigurðsson á Gautlöndum. — Þegar þeir komu skarnmt upp á heiðina, þurfti Jón að stanza, En samferðamennirnir gerðu sig seka í því gáleysi, að halda áfram með hestana. Vita þeir svo ekki fyrr til en hross JkiÖ, er Jón reið á, kom í s <

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.