Dagur - 17.12.1955, Page 30

Dagur - 17.12.1955, Page 30
30 JÓLABLAÐ D AGS undir Gamlastekk heita Skyrgerðis- móar. Hóll eða hol.t er ofan við Langhússund, er ekki ber neitt nafn, en sumir vilja lialda því fram að þ'ar liafi býlið Klcppsteigur ver- ið. Reiðgötur lágu norður Hagann miðjan yfir Langhúshoit vestan vert, beina leið yfir Gamlastekkjar- hól, austan í Miðvörðu og út fyrir ofan Jámund og voru nefndar Rauð- húsagötur. Út með ánni, nokkuð fyrir utan Sauðhúshvamm, er Jón- asarhvammur. Er sagt að maður er Jónas hét hafi vegna óheppni í ásta- málum, skorið sig þar á lráls með ljá sínum. Upp í Haganum, beint vestur af hvammi þessum og vestan við Rauðhúsagötur er Skyrgerði. Þar var býli með því nafni og síðar stekkur, er kallaðist Nýistekkur. Standa tóttarbrot þessi í hvammi, holtið vestan og norðan við kallast Skyrgerðisholt og sundið ofan og norðan við holtið Skyrgerðissund. Fyrir sunnan sund það, er tengir saman Skyrgerði og Breiðasund er lágur grashóll, er heitir Skyrgerðis- hóll. —■ Jónasarmelur heitir mclur- inn norðan við Jónasarhvamm. Langabrotsmelur lieitir þar norðan við og skerast meiar þessir sundur af mósundi er kallast Skúlamór. Norðan við Langabrotsmel er Langabrotshvammur og liylurinn við hvamminn Langabrotshylur. Á breíðunni, norðan við liylinn, var ágætis vað er nefndist Langabrot. Uþp af Langabrotshvammi er hæð á Eyjafjarðarbraut, þar sem fyrst sést heim að Saurbæ, þegar komið er norðan veginn, og heitir þar Háaleiti. Langabrotsmór heitir mó- sund þar sunnan við. Stekkjarsund er þar fyrir sunnan og ofan, þar sem nú er þurrkunarskurður. Upp af Háaleiti er Gamlistekkur, tóttar- brót sunnan við melhól, er heitir Gámlastekkjarhóll. AUir móarnir milli Gamlastekkjarhóls og Háleitis kallast Gamlastekkjarrnóar. Sundið norðan við hólinn, nefnist Ejra- stekkjarsund. Nokkuð vestan við Gamlastekkjarhól er Staðarróttarás, langur grashóll, með tveimur stór- um steinum. Staðarréttarsund er þar vestan við og norðan. Og tóttarbrot Staðarrcttar, vestan vert við mitt sundið. Móarnir neðan v ið Staðar- réttarás og suður að Breiðasundi nefnast Staðarréttarmóar. Norður af Gamlastekkjarhól er allhár melhóll, er Miðvarða heitir. Miðvörðusund er sunnan við Miðvörðu, og dý í sundinu heitir Prestsbrunnur, og er talið að það sé eina uppsprettan í Saurbæjarheimalandi, er aldrei þornar. Vestur tir Miðvörðusundi er djúp laut er heitir Smjörhvilft. Neðan við Miðvörðu er allstórt sund flatt, er Krappasúnd heitir. Þar sem brúin liggur yfir ána kall- ast Stíjla og mun draga nafn af því að þar myndast oft jakastífla i ánni, á vetrum. Slifluhvammur heitir hvammurinn og Stífluhóll hóllinn norðan við hvamminn og á hólnurn eru merkin milli Saurbæjar og Mel- gerðis. Langi melhryggurinn ofan við Stífluhól kallast Jámundur (eða Járnmundur). Á honum eru landa- merki milli Saurbæjar og Rauð- húsa. Jámundarlágar nefnast lág- arnar sunnan við Jánnind. Neðra og Ejra-Jámundarsund heita sundin sunnan og ofan við Jámund. Upp á hallinum ofan við Jámund er Neðra-Breiðhólasund. Nprðan við það er stór og flatur melhóll, er lieit- ir Breiðhóll. Austan við hólinn er Pálssund (sex til átta hesta engi). Vtri hluti þess er í Rauðhúsalandi. Eorgarkriki er vestan við Breiðhóla- sund og myndar laut norðan í Borgarréttarás. Vestan við Borgar- krika er á landamerkjum Saurbæj- ar og Vallna, Ásgarður (gamalt eyði- býli) og sér þar óglöggt fyrir tótt- um. Talið er að göngugarður hafi fyrir löngu legið um Möðruvalla- hólma og vestur Saurbæjarhaga og að Djúpadalsá hjá Völlum og upp Miklagarðshaga. Sér rnóta fyrir garðbrotum — er mynda nær beina línu — utarlega á Krappasundi, hjá Miðvörðu og á Breiðhólasundi. Varmhagi í Djúpadal, mýra og móafláki móti Stóradal, tilheyrir lieimalandi Saurbæjar. Varmhaga- gerði tóttarbrot eyðibýlis er yzt og nær efst í Haganum. (Varmhagahól- ar heita hólarnir norðan við). Yzt og nær neðst í Haganum er einstakur hóll, er heitir Rauðhóll (eða Reið- lióll). Árbakkinn kallast Varmhaga- bakki. Hólarnir sunnan við Hagann nefnast Laughólar og hjallinn ofan við Laugarhjalli. Framan í Laugar- hjalla er volg uppspretta, og má vera að Varmhaginn dragi nafn sitt af því, eða þá að þarna er skjól fyrir öllum áttum. Merkjagarður milli Saurbæjar og Sandhóla lág úr Diskahvammi og upp í Merkjaláj sem er norðan við Sandhólatún, rétt sunnan við Sól- lieimatótt. Var hann mjög fallinn um 1900, en þó sást víða fyrir hon- um. Hann var ekki beinn, heldur í ótal hlykkjum. Náði lengst norður niður við ána, en töluvert sunnar á flatanum, þar sem engið var bezt. Óskipt land var í fjallinu, og sló Sandhólabóndinn þar oft lengra tit en merkin lágu að neðan. En engið var lítið í Sandhólum, og sló því bóndinn oft mikið uppi í fjallinu. Man ég, að Ólafur heitinn Gíslason heyjaði eitt sinn töluvert yfir 100 liesta í fjallinu. Minnkuðu því sælgj- ur í Sandhólum, er girt var neðst í íjallinu. Þegar Sandhólar voru seld- ir,-þurfti aðgera upp merkin. Vann Benedikt hreppstjóri á Hálsi að því og eftir hans tillögu voru merkin að neðan færð út og bætt við spildu, er svaraði 30 hesta engi og merkin á milli bæjanna gerð. bein alla leið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.