Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 30.01.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 30. janúar 1957 aDAGUR 7 Finnar minnsfir drykkjumenn á Norðurlöndum <5HRS» * „Sé drukkið, verður liátíð44 Heildaráfengisneyzlan, miðað við hreinan vínanda á hvern íbúa, var árið 1955 4,09 lítrar í Sviþjóð, 3,25 í Danmörku, 2,0 í Noregi og 1,97 lítrar í Finnlandi. í þessari skýrslu skipar þannig Finnland heiðurssessinn með sóma. Og einmitt nú nýlega hafa nýjar staðtölur yfir áfengisneyzsluna í Finnlandi á þrem fjórðungum nýliðins árs sýnt minnkun sem svarar 6,5% borið saman viðsama tíma 1955. Aukin neyzla er aðeins á léttum vínum og öli, sala sterkra víntegunda, „spíra“ og brennivíns, hefur minnkað að mun (6,7%). Staðtölurnar gera þannig kunnugt um tvö jákvæð fyrirbæri í senn: menn drekka yfir höfuð minna og snúa sér frá sterkari tegundum til hinna veikari. að fá vín, þar er það hvenær sem er veitt með mat. Gamlir og grónir siðir og áhrif hljóta vissulega að valda nokkru um, hvernig fólk breytir gagn- vart víni. Það eru mjög smáir og takmarkaðir félagshópar manna í Finnlandi sem drekka áfengi að staðaldri og reglulega „snafsinn“ með mat, staupið fyrir hádegið, þvílíkt má kallast óþekkt. Að bjórnum einum undanteknum getur engin tegund áfengis kall en ast daglegur drykkur. Það er við hátíðleg 'tækifæri, sem drukkið í Finnlandi — og það er nú emu sinni svona, að sé drukkið, verður hátíð. Slíkar venjur eru <vel fallnar til að stuðla að full- komnu bindindi í hversdagslífinu. Þrátt fyrir þessa ánægjulegu þróun eru menn ekki alveg ánægðir í Finnlandi. Það er mjög gott að vínneyzla á íbúa minnkar fremur en eykst í Finnlandi, þrátt fyrir að almenningur getur veitt sér dýrari og betri lifnaðar- hætti en áður, en það er skugga- leg staðreynd, sem malgagn bændasamtakanna í Helsingfors Maakanoa, fullyrðir, sem sé, að afbrot framin í ölæði séu til muna algengari í Finnlandi en öðrum löndum í tiltölu við fólks- fjölda. Mætti e. t. v. orða það svo að þótt Finnar hafi vín um hönd með hófsemi, þá sé óhófið enn alltof algengt lijá einstaka mönnum. Markvisst er Finnlandi að stefnt að því í efla vinsældir \ En hængurinn á þessu ráði er sá, að í staðinn gengur fjörið e. t. v. nokkuð langt við hátíðleg tæki- færi. Þrátt fyrir hina litlu neyzlu alkóhóls í Finnlandi er, eins og af framangreindu má sjá, vanda- mál við að etja, sem markvisst er i-eynt að ráða fram út á ábyrgan hátt. Mönnum er til fulls ljóst að ekkert sem gert er bindindissemi til stuðnings ber árangur þegar í stað, en jafnframt virðist þróunin sýna, að sameinað starf þraut- hugsaðrar verðlagningar, upp- lýsingastarfsemi í jákvæðum anda og hófsamlegar hömlur gegn ofneyzlu, er á löngum tíma líklegt til að bera árangur. Það eitt, að neyzlan er minnkandi, samtímis því að fólkinu fjölgar og lífskjörin batna, er nokkuð athyglisvert. Þeir sfanda í skjóli við sam- Sjálfstæðismenn sýndu hug sinn allan, }>egar þeir neituðu samvinnumönnunt um nauðsynleg leyfi -til kaupa á nýju, stóru olíuflutningaskipi í 3 ár. Var þó ekki um ríkisábyrgð að ræða eða aðrar J>ær sku ldbindingar, sem réttlætt gátu þá andstöðu. Hins vegar var mikil þörf fyrir nýtt olíuskip og a£ engum í efa dregin. Áldarafmæli Páls J. Árdals veikra víntegunda á kostnað hinna sterkari. Að þessu stuðla bæði verðlagning og upplýsinga- starfsemi. Þetta á sér stað þrátt fyrir að bindindishreyfingin tek- ur efasama afstöðu. Hún telur, að algjört bindindi sé eina trausta stefnan, með því að jafnvel neyzla veikra drykkja leiðir af sér ofneyzlu hinna sterkari. En áróðurinn fyrir algjöru bindindi hefur fengið á sig annan blæ, en hann hafði fyrir fáum árum síð- an. Nú eru menn að prédika um kosti bindindisseminnar og hverfa meir og meir frá skelfi- áróðri fyrri tíða, en áhrif hans hafa sannað hið fornkveðna: að hinn forbiðni ávöxtur freistar. Áfengi er tiltölulega auðfengið í Finnlandi. Fullorðið fólk getur samkv. lögum keypt einn pott áfengis á dag. En þetta er kenn- ingin ein, því að kaupin eru skráð á persónulega merkt eftir- litsspjöld og alltof tíð kaup hafa fyrr eða síðar þau áhrif, að farið er að taka fyrir þau að einhverju leyti. Sýni það sig að hlutaðeig- andi hafi leiðzt út í skaðlega of- neyzlu sjálfum sér, er spjaldið tekið út af skránni og hefur þá eigandi þess misst rétt sinn til áfengiskaupa í „ríkinu“. Skömm- ustan af þessu hefur án efa mikil áhrif án þess að eftirlitið hái neitt hinum gætnu og hófsömu. — I vcitingahúsunum er mjög auðvelt Næstkomandi föstudag, 1. fe- brúar 1957, er 100 ára fæðingar- afmæli Páls J. Árdal kennara og skálds á Akureyri. Páll var Ey- firðingur að ætt, fæddur að Helgastöðum í Saurbæjarhreppi og ólst þar upp hjá fátækum for- eldrum. Snemma lærði hann silfursmíði en gekk síðan á Möðruvallaskóla fyrstu starfsár skólans og útskrif- aðist þaðan með góðum vitnis- burði. Tveggja vetra nám að Möðru- völlum var eina skólaganga Páls og sýnist hún vel hafa dugað hinu unga skáldi úr Eyjafii'ði. Snemma fékkst hann við ljóða- gerð, samdi sögur, samtalsþætti og leikrit. Leikritagerð var hon- um jafnan hugstæð, og eru vel kunn mörg leikrit hans og hafa mörgum skemmt. Skjaldvör tröll kona, Tárin, Saklaus og slægur, Happið, Þvaðrið, Á glapstigum og Strikið, eru öll eftir Pál J. Árdal. En leikþættir hans og sjónleikir voru 14 talsins. Ljóðmæli hans voru gefin út árið 1905 og aftur Ljóðmæli gömul og ný árið 1923. Auk þess birtist eftir hann í blöðum og tímaritum fjölmörg kvæði, eða allt frá 1879. Og Páll orti til dauðadags og jafnvel eftir að hann var blindur orðinn og vanheill. Um Pál J. Árdal segir frændi hans, Steingrímur J. Þorsteins- son, í formála að bók hans Ljóð- mæli og leikrit: „Hann veitti öðr- um meira en lífið rétti að honum. Hann ruddi fyrstur eða hlóð upp margar brautir, sem við höfum síðan farið. Alþýðufræðarinn og alþýðuskáldið leggur undirstöður þeirra vega, sem mönnum eru greiddir til æðri menntunar og aukins þroska." Aðalstarf Páls var kennsla. Var hann búsettur á Akureyri frá 1883 og jafnan kennari við Barna skólann og Gagnfræðaskólann. — Lét hann af kennslustörfum sjötugur að aldri. Hann andaðist 1930. Páll J. Árdal samdi allmargar kennslubækur og einnig fékkst hann við blaðamennsku. Hann var verkstjóri á sumrin og lagði marga þjóðvegi í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. — Ennfremur var hann bæjarverkstjóri á Ak- ureyri um skeið. Páll J. Árdal var mikils virtur borgari þessa bæjarfélags og kom víða við sögu. Mörg kvæðin hans eru gullfalleg og numin af ungum sem öldnum. Þau eru dýrmæt gjöf til samfélagsins. Það væri minningu hans sam- boðið að bæjarfélagið sýndi að hann væri ekki öllum gleymdur. Barnaskólinn mun minnast dagsins með nokkurri viðhöfn. Enn þá er barizt við engisprettur Frá tímgunarstöðunum í Sú- dan og nýlendum Frakklands umhverfis Miðjarðarlínuna í Af- ríku, hafa kynstur af engisprett- um komist til Algier, Marokko, Etiópíu, Saudi Arabíu og Yemen og eyðilagt þar uppskeruna. FAO — matvæla- og landbúnaðar- stofnun S. Þ. — sem safnar skýrslum um eyðileggingar af völdum engispretta, segir frá, að hafizt sé handa til víðtækra að- gerða gegn engisprettunum. Á Arabíuskaganum eru þessi alþjóðaátök sameinuð í Jeddah, en þar hefur FAO komið á mið- stöð til tortímingar engisprettum. Jafnframt hafa nú verið gerðar áætlanir til stofnunar hliðstæðra miðstöðva í Addis Abeba, höfuð- borg Etiópíu, en þaðan er ætlunin að stjórna aðgerðunum á ýmsum stöðum í Súdan, Etiópíu, Somali- landi Frakka og Kenya. Ríkis- stjórn Yemen hefur veitt fé að jafnvirði 10.000 dollara til út rýmingar á engisprettum. Sem stendur starfa kunnáttumenn frá Egyptalandi og Saudi Arabíu að því að sporna við því, að nýjir engisprettuflokkar komist leiðar sinnar. Þegar innflutningsleyfið löks- ins var veitt fyrir atbeina Fram- sóknarmanna, fengu Olíuverzl. ísl. og Skeljungur sams konar leyfi, sem enn er ónotað, var skjótlega brugðið við og Hamra- fell keypt. Kaupendur voru SÍS og Olíufélagið h.f. Með Hamra- felli var fyrsta stórskipið komið undir íslenzkan fána. Getur það flutt um helming þess olíumagns sem landsmenn þurfa. Á sama tíma höfðust hin olíufélögin ekki að. Skipið kostaði nær 50 milíjónir króna, og auðnaðist samvinnu- mönnum að fá crlent Ián til kaupanna. Það eitt cr mjög at- Iiyglisvcrt, og sýnir Iánstraust íslcnzkra samvinnumanna er- erlendis. íhaldið heilsar skipi með níðskrifum Hefst þá annar þáttur þessa máls. Hamrafell kom með fyrsta olíu- farm sinn til landsins 9. desem- ber og hafði innanborðs um 15 þús. lestir af olíu og benzíni frá Svartahafshöfnum. Nýjum skipum, sem íslenzka flotanum bætast, hefur ætíð verið fagnað af alþjóð. Eyþjóð með fábreytta framleiðslu, þarfnast mikilla flutninga og skipaskort- urinn hefur þjakað okkar þjóð bæði fyrr og síðar. En svo undarlega brá við að stærsti stjórnmálaflokkur lands ins og öll hans málgögn og málpípur, hófu samtímis upp liatramasta níðsöng, sem um getur í sögunni, þegar nýtt at- vinnutæki hleypur af stokkun- um, og lengi vcrður í minn- um hafður. Allt frá komu skipsins til þessa dags, hafa Sjálfstæðismenn birt svívirðileg rógskrif um útgerð Hamrafells og notað til þess öll þau skammaryrði, er hugkvæmni þeirra leyfði. Yfirburðir samvinn- unnar Hamrafell flutti olíuna fyrir 160 shillinga hverja smálest, en önn- ur skip fyrir 220 shillinga. 'Þetta var of mikið fyrir Sjálfstæðis- menn og of augljós stórsigur fyr- ir SÍS og Olíufélagið. Sjálfstæð- isrnenn gátu bókstaflega ekki af- borið* hina augljósu yfirburði samvinnumanna í þessu stórmáli. Til þess að leiða athyggli al- mennings frá þessu, var herferð- in gerð. Þeir standa í skjólinu Sjálfstæðismennirnir segja að Hamrafell gæti haft íarmgjöldin ennþá lægri og þess vegna séu olíuflutningarnir með 160 shill— inga á smálest, og þar með 60 shillingum lægra farmgald en önnur skipafélög taka, hreint ok- ur. Á meðan þessari rógsiðju er haldið uppi af Sjálfstæðismönn- um, nýtur Olíuverzl. ísl. og Skeljungur og allra þeirra við- skiptavinir þessara hagstæðu flutninga, þar sem olíunni er verðjafnað og alls staðar seld neytendum á sama verði. Þessum olíufélögum hefur því verið rétt bróðurhönd. Tornæmir á fræði Morgunblaðsins Samkvæmt samkeppniskenn- ingum Sjálfstæðismanna, átti Hamrafell eingöngu að flytja olíur fyrir samvinnumenn og Iáta þá eina njóta hinna hag- stæðu flutninga og koma svo keppinautunum á kné í eitt skipti fyrir öll í krafti hinnar nýju aðstöðu. Svo alger er sigur samvinnu- manna í þessu máli að margir Sjálfstæðismenn skilja ekki æsi- fregnirnar um olíuna í sínu ágæta Morgunblaði. Þeir sjá ekki olíu- þjófinn, braskið eða fjárdráttinn og þeir koma ekki auga á okur- stimpilinn, sem átti að setja á skipið. Þeir vita það ofur vel að hagstæð farmgjöld Hamrafells lækkar allt olíuverð og þeir njóta góðs af á meðan verðjöfn- un er viðhöfð. Þjáning og niðurlæging Eftirtéktarvert er þáð í 'öll- um „okur“-skrifum Sjálfstæðis- manna um farmgjöld Hamrafells, hvílíkt traust þeir bera þó til samvinnumanna, að þeim kem- ur ekki til hugar að Oliuverzlun íslands h.f. og Skeljungur séu á barmi hyldýpis í samkeppninni við SÍS og Olíufélagið — ef hin- um síðarnefnda þóknaðist að sjá þau hverfa. Samkvæmt fræðum hinnar skefjalausu samkeppni, sem Sjálfstæðisflokkurinn og málgögn hans telja sig málsvara fyrir, er það auðvitað hin mesta þjáning og hrein niðurlæging að þurfa nú í augum allrar þjóðarinnar að standa í skjóli við samvinnu- menn. Olíuverzlun íslands og Skelj- ungur eru algerlega ósamkeppn- isfær um verzlun með olíur, eins og nú er komið. Þetta er hin op- inbera staðreynd og undirrót allra níðskrifa um olíumálin. Að velja og liafna Vonandi neyða ábyrgðarlítil skrif Morgunblaðsmanna og ann- (Framhald á 8. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.