Dagur - 02.10.1980, Page 10

Dagur - 02.10.1980, Page 10
Sumir landkrabbar hafa ein- kennilegar hugmyndir um lif sjó- manna. Þeir halda sem sé að það sé „ástir og ævintýr" eins og segir í danslaginu, en raunin er önnur. Sjómaðurinn er að heiman lang- tímum saman og verður oft að vinna við ótrúlega erfið skilyrði, samanber annan slagara sem segir: „hafið býr yfir 100 hætt- um“. í samningum togarasjó- manna er ákvæði sem segir að vinnutíminn um borð sé 6 stundir vinna og 6 stundir hvíld. Þegar mikið fiskast ákvarðast vinnu- tíminn hins vegar af því sem liggur fyrir og ekki er óalgengt að skipsmenn þurfi að standa í tæpa 20 tíma og stundum lengur. Myndirnar á þessari siðu voru teknar um borð í Kaldbaki EA 301 fyrr í sumar. Það var Oddur Arnason, háseti, sem tók þær í tveimur túrum. í þeim seinni var verið á skrapi á svæði vestur af Reykjanesi sem kallast þýska flugbrautin, en í fyrri túrnum voru þeir á Vestfjarðamiðum. „Það hefur bara gengið vel í sumar, en það hefur verið hálf- gert los á okkur. Við sigldum og fórum í klössun úti, en á meðan var gott fiskirí hér heima. Svo koma öll þessi bönn til viðbótar", sagði Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri í samtali við Dag. „Ég hef allt til þessa verið alfarið á móti kvóta á hvert skip, en er nú farinn að komast á þá skoðun að slíkt fyrirkomulag sé e.t.v. það besta.“ Togarar Ú.A. eru þekktir fyrir að koma með gott hráefni í land. Þorsteinn var i fríi í síðasta túr, en hann sagðist hafa heyrt karlana á bryggjunni tala um að fiskurinn sem Kaldbakur kom inn með Síðast hefði verið fallegur. Kaldbakur fór út í gærmorgun. Karlarnir um. borð fá ekki fast land undir fætur fyrr en eftir 10 daga eða svo. Jón Hinriksson kokkur á sinum víg- stöðvum. Birgir Valdimarsson vélstjöri. Þorsteinn Vilhclmsson, yngsti skipstjórinn hjá Ú.Á. Þetta var hið sæmilegasta hal. Oddur Árnason tók mvndirnar um borð. Bobbingarnir komnir inn á dekk og pokinn er á næsta leyti. Tvcir hásctar slá stroffu á belginn. .. .. Siginfiskframleiðsla er alltaf vinsæl um borð í togurum. to. DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.