Dagur - 02.10.1980, Side 13
Sláfurtíð og loðnuvertíð
á Siglufirði
— Karlmenn vantar en konur
fá ekki atvinnu við sitt hæfi
Siglufirði 30. september
Sláturtíð er nú komin í fullan
gang, en það er nú liðin rúm vika
síðan slátrun hófst. Hér á
Siglufirði er þó nokkuð um
fjárbændur — t.d. er heilt þorp
fyrir ofan kaupstaðinn, sem
nefnt er Rollubúðir. Bændur úr
Fljótunum og Siglunesi hafa
einnig komið með fé hingað svo
þetta tínist til.
Stöðugt er loðna brædd í SR. Það
Þórshöfn
Níundi bekkur
grunnskóla
í fyrsta sinn
Gunnarsstöðum í Þistilfirði 1. október
Nú er verið að taka í notkun
allstóra viðbyggingu við grunn-
skólann á Þórshöfn, sem var
settur í dag. Það eru þrír hreppar
sem standa að þessari viðbygg-
ingu. í vetur verður 9. bekkur
grunnskóla í fyrsta sinn á Þórs-
höfn.
Skólastjóri grunnskólans á
Þórshöfn er Pálmi Ólason, en hann
hóf störf við skólann haustið 1956;
kom beint frá prófborðinu. Pálmi
tók við starfi skólastjóra af föður
sínum Óla Möller sem hafði verið
skólastjóri á Þórshöfn líklega I ein
30 eða 40 ár. Pálmi á nóga stráka,
en það er ekki séð enn hvort em-
bættið gangi í erfðir eins og í
kóngsríkjunum. Annars lýst mér
best á yngsta soninn sem heitir Óli
— rétt eins og ég og afi hans. Ó.H.
Nýtt starfsár hjá
Skákfélagi Akur-
eyrar
Aðalfundur S.A. var haldinn í
Félagsborg 24. september s.l. Á
honum var kjörin ný stjórn undir
forsæti Karls Steingrímssonar
eins og síðast liðið starfsár.
Ýmsar tillögur voru bornar fram á
fundinum og margar samþykktar.
M.a. var tillaga þess efnis að
reykingar séu óæskilegar á kapp-
skákmótum félagsins samþykkt.
Nú er að hefjast nýtt starfsár
hjá S.A. og fyrsta mótið er svo-
kallað Startmót, sem haldið verð-
ur mánudaginn 6. okt. n.k. kl.
20.00 í Félagsborg. Miðvikudag-
inn 8. október er 15 mín. mót á
dagskránni. Verður það haldið í
Hvammi og hefst kl. 20.00.
Haustmót S.A. hefst síðan
miðvikudaginn 15. okt. kl. 20.00,
einnig í Hvammi, en þar mun S.A.
hafa starfsemi sína a.m.k. framan
af vetri. Keppnisfyrirkomulag á
haustmótinu ákvarðast af fjölda
keppenda. Jakob.
Hver fékk ferð
til vinabæjar?
I gær var dregið hjá bæjarfógeta í
happdrætti vinabæja Akureyrar á
Norðurlöndunum. Upp kom
númer 22660 — tveir tveir sex sex
núll. Vinningur er ferð fyrir 2 full-
orðna og 2 börn til þess vinabæjar á
Norðurlöndum, sem vinningshafi
óskar. Gert er ráð fyrir að vinning-
urinn verði notaður næsta sumar.
Handhafi vinningsnúmersins er
beðinn um að snúa sér til bæjar-
stjórans á Akureyri.
Hefilbekkir
Fyrir heimili
eða
skóla
r r
AUGLYSIÐIDEGI
TEIKN V STOFAN
STILLr
AUGLÝSINGAR-SKILTAGERÐ
TEIKNINGAR-SILKIRRENT
SÍMi: 2 57 57
Einingarfélagar
Eyjafirði
Ferðakvöld verður haldið í Alþýðuhúsinu á Akur-
eyri 4. okt. n.k. og hefst kl. 20.30.
Sýndar verða myndir úr ferðalögum félagsins í
sumar, kaffiveitingar og fleira veröur til skemmtunar.
Allir Einingarfélagar eru velkomnir, en sérstaklega
er þess vænst, að þeir mæti sem voru þátttakendur
ísumarferð félagsins og taki með sér myndir er þeir
kynnu að hafa tekið.
Ferðanefnd Einingar.
eru væntanlegir bátar hingað í dag.
Síðast var landað loðnu í fyrradag.
Hafin er útskipun á loðnumjöli.
Laxá er hér og á að skipa um borð
einum 1100 tonnum.
Það er því nóg atvinna á Siglu-
firði um þessar mundir — raunar
vantar okkur fleiri karlmenn í
vinnu, en kvenfólkið fær ekki
vinnu við sitt hæfi enda er Sigló síld
ekki farin af stað aftur. Ég var að
frétta að þeir hefðu verið að kaupa
30 tonn af frystri loðnu og sjálfsagt
ætla þeir að láta pota henni niður í
dósir og þá fá konurnar vinnu á ný.
Menn hafa veitt síld í reknet frá
Siglufirði eins og víða annarsstað-
ar, en þær veiðar eru farnar að
tregast. Þeir fengu síldina bæði
utarlega í firðinum og svo voru þeir
komnir með netin út á Helluna og
sitt hvoru megin við fjarðarkjaft-
inn. Menn fengu þetta allt upp í
700 kíló í vitjun. Sumir söltuðu, en
aðrir seldu hana til Reykhúss Egils
Melsted. SB.
Handboltinn
byrjaður af fullum krafti
Nú eru Akureyrarfélögin Þór verið ráðinn þjálfari meistara-
og KA farin að æfa handbolta
af fullum krafti. Nú um helg-
ina fengu þau í heimsókn
þriðju deildar lið Þórs úr
Vestmannaeyjum.
Á föstudagskvöldið léku Ak-
ureyrar-Þór og Vestmanneyja—
Þór og lauk leiknum með sigri
Vestmanneyinganna, en þeir
unnu verðskuldaðan sigur. Ak-
ureyrar-Þór teflir nú fram
gömlum refum eins og þeir eru
stundum kallaðir, en það eru
handboltamenn sem áður gerðu
garðinn frægan, en höfðu að
mestu lagt skóna á hilluna.
Marga leikmenn sem léku með
þeim í fyrra vantaði, en sumir
munu vera hættir og aðrir farið
til annarra félaga. Hreiðar
Jónsson hafði verið ráðinn
þjálfari fyrir þetta keppnis-
tímabil, en að læknisráði varð
hann að hætta við það. Aðal-
steinn Sigurgeirsson hefur nú
flokks.
Á laugardaginn lék Vest-
manneyja-Þór við K.A, en KA
hefur nú mörg ný andlit í sínu
liði. Alfreð Gíslason skilur eftir
sig stórt skarð í KA liðinu,
Gunnar bróðir hans mun verða
við nám í íþróttakennaraskól-
anum í vetur, og leika með KA
eftir því sem hann kemur því
við. Ekki var leikur KA sann-
færandi á laugardaginn, og það
fór fyrir þeim eins og Þór að
þeir töpuðu fyrir þriðju deildar
liðinu! Á sunnudaginn var svo
hraðmót þessara aðila, og þar
sigraði KA, Þór Akureyri varð i
öðru sæti og Vestmanneyja-Þór
í þriðja. íslandsmótið í hand-
bolta, annarri deild byrjar um
miðjan október, og fyrsti leikur
KA er við Aftureldingu í Mos-
fellssveit þann 18. okt. Þór leik-
ursinn fyrsta leik við Ármann í
Reykjavík helgina eftir.
I /I
Stærðir 120 og 140 cm.
IHANDVÉRKI
Strandgötu 23.
Sími 25020.
Thuletvímenningskeppni
Bridgefélags Akureyrar hefst þriðjudaginn 7. októ-
ber að Félagsborg.
Spilaðar verða 3 umferðir og er allt spilafólk vel-
komið. Stjórnin.
Leiðrétting
Rangt var farið með fæðingardag
Halldórs Sveinbjörnssonar í minn-
ingargrein sem Álfheiður Karls-
dóttir skrifaði um hann. Halldór
varfæddur 12. júlí 1959, en ekki 20.
júlí eins og stóð í blaðinu.
Vertuklár
á nýju krónunni
Bæklingur á hvern bæ
Þessa dagana er verið að senda inn á hvert
heimili í landinu upplýsingabækling sem Seðla-
bankinn hefur látið gera um gjaldmiðilsbrcyt-
inguna.
Bæklingur þessi, sem er hinn aðgengilegasti,
leitast við að svara skilmerkilega öllum þeim
'spurningum sem brýnt er að allir kunni svör við
þegar nýja krónan tekur gildi 1. janúar næst-
komandi.
Nauðsynleg lesning
-þvííyrr,þvíbetra "
Hér gefst því kjörið tækifæri fyrir alla lands-
menn, fjölskyldur sem einstaklinga, að kynna sér
efni bæklingsins til hlítar í góðu tómi heima við
og endurlesa eftir því sem nær drcgur breyting-
unni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Geymið á vísum stað
Munið að hafa bæklinginn góða alltaf á
vísum stað þar sem allir geta gengið að honum
eftir þörfum. Oll þurfum við að vcra klár á nýju
krónunni þcgar hún tekur gildi. Ekki satt?
Bæklingur á ensku og dönsku
Bæklingur í enskri og danskri útgáfu verður
fáanlegur fyrir þá sem þess óska.
Ýtarlegri bæklingur
fyrir fyrirtæki
Ytarlegri bæklingur sem miðaður er sérstak-
lega við þarfir fyrirtækja og stofnana er einnig
til reiðu og fæst gegn pöntun í bönkum og spari-
sjóðum.
pMÍMEaiM8«
; minni upphæóir-meira venógildi
DAGUR.13