Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
I SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
64. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 16. júní 1981
46. tölublað
Alvarlegir tímar framundan í landbúnaði Norðanlands:
Kalið hefur eyðilagt
80-90% af sumum túnum
- segir Bjarni Guðleifsson, ráðunautur, sem hefur kynnt sér
kalrannsóknir í Kanada og skoðað kalin tún á Norðurlandi
Allt um
íþróttir
helgar-
innar
Sjá bls. 13
Bygginga-
þjónusta
á Akur-
eyri
Sjá bls. 8-9
„Ástandið er víða mjög slæmt,
en segja má að kalið sé nú á mun
stærra svæði á landinu en oftast
áður og ég tel að þetta sé mesta
kalár hérlendis í áratugi“ sagði
Bjarni Guðleifsson ráðunautur í
samtali við Dag um helgina.
Bjarni er nýkominn til landsins
frá Kanada þar sem hann dvald-
ist í eitt og hálft ár við kal-
rannsóknir.
„Ég er búinn að fara víða um á
Norðurlandi. og er óhætt að segja
að ástandið sé slæmt. Ég get nefnt
sem dæmi að hlutar af Arnarnes-
hrepp og Árskógsströnd, Höfða-
hverfi, Fnjóskadal. vestur Fljótum
og Óslandshlíð í Skagafirði eru
mjög illa farnir en um öll þessi
svæði hef ég farið. Hinsvegar eru
svæði sem oft hafa verið slæm mun
betri nú en oft áður vegna þess
hversu rnikil snjóalög voru þar í
vetur og má nefna Ólafsfjörð og
austur Fljót í því sambandi."
„Ég tel að heyfengur geti á viss-
unt jörðum rýrnað um allt að
50-60%, og ég hef séð viss tún sem
telja má að séu 80-90% ónýt. Það er
því óhætt að segja að ástandið sé
allt annað en gott þótt góð tíð geti
vissulega hjálpað upp á sakirnar"
— í spjalli okkar við Bjarna
kom fram að hann telur að kal-
rannsóknir séu þýðingarmesta
rannsóknarefni í íslenskum land-
búnaði. „Kal er hinn mesti vágest-
ur“ sagði hann. „Allur búskapur
byggist á heyskap og bóndi getur
ekki lent í verri hlut en standa yfir
kölnum túnum að vori því hann
veit að það þýðir heyleysi að
hausti."
Fallegir
fiskar
Sjá veiðiþátt
bls. 6
Blessað
illgresið
Sjá bls. 8-9
Þrjár „aldnar" kcmpur voru heiðraðar á sjómannadeginum í
gær. Það voru þeir Friðfinnur Árnason, Bjarni Jóhannesson og
Axel Vatnsdal. Hér sjást þeir eftir að hafa veitt heiðurs-
merkjum sínum viðtöku. Ljósm. gk-.
Sjómanna-
dagurinn
Mjög almenn þátttaka var J
hátíðahöldum Sjómannadagsins
á Akureyri á sunnudag.
Dagskráin við sundlaugina var
bæði í léttum og alvarlegri tón. Þar
var brugðið á leik. og einnig voru
þar flutt ávörp í tilefni dagsins.
Um kl. 16 hófst dagskrá við
Höfnina. Þar voru þremur nýjum
kappróðrabátum Sjómannadags-
ráðs gefin nöfn. og voru þeir skírðir
Elding. Blossi og Leiftur. Að þvi
loknu hófst róðrakeppni á Pollin-
um.
Þar tóku þátt hvorki fleiri eða ‘
færri en 29 sveilir og urðu úrslit þau
að í kvennaflokki sigraði sveit
Frystihúss Útgerðarfélags Akur-
eyrar. í keppni sjómanna sigruðu
skipverjar af Sléttbak. og í keppni
landmanna vélvirkjar úr Slipp-
stöðinni.
Eggjaskortur á Norðurlandi
alveg fram að næstu páskum
17. júní á Akureyri:
Fjölbreytileg
hátíðahöld
17. júní hátíðahöldin á Akur-
eyri á morgun eru geysifjöl-
breytileg, og allir ættu að
geta fundið þar ýmislegt við
sitt hæfi.
f dagskrá Þjóðhátíðarnefndar
kemur fram að dagskráin hefst
kl. 8 í fyrramálið með því að
skátar draga fána að húni á
fánastöng Akureyrar á Hamar-
kotsklöppum, og síðan tekur
hver dagskrárliðurinn við af
öðrum og lýkur dagskránni með
dansi í miðbænum um kvöldið.
Af einstökum dagskrárliðunt
má nefna skemmtanir Brúðu-
bílsins við barnaskóla bæjarins,
hátíðadagskrá á íþróttaveliin-
um, skemmtanir á Ráðhústorgi
kl. 17 og 20. sýningu Bílaklúbbs
Akureyrar og Siglingaklúbbsins
Nökkva og sýningu ofurhug-
anna í flokknum „American
Hell Drivers". Sjá nánar um
hátíðahöldin á Akureyri á bls.
11.
„Búast má við því að eggjaskorti
þeint sem verið hefur síðan fyrir
síðustu jól linni ekki fyrr en um
næstu páska,“ sagði Jónas
Halldórsson í Sveinbjarnargerði
er Dagur ræddi við hann um
þessi mál nú á dögununt.
Urn ástæðurnar fyrir þessu mikla
vandamáli sagði Jónas að tvennt
kæmi til. í fvrsta lagi að fyrir einu
og hálfu ári síðan hafi verið mjög
lágt verð á eggjum vegna undir-
boða og offramleiðslu. og þá end-
urnýja bændur ekki varpstofninn.
Síðan þegar menn voru rétt farnir
að átta sig á því tírni væri konrin til
að endurnýja kom fóðurbætis-
skatturinn og hættu bændur þá enn
að endurnýja. Afleiðingin er síðan
sú að nú eru að lang mestu leyti
gamlar varphænur í landinu og þær
endast ekki nema í ár og þá fer að
draga verulega af þeim.
Jónas sagði að vissulega mætti
kenna stjórnvöldum um hluta af
þessum vanda því fóðurbætisskatt-
urinn væri vissulega þeirra mál. En
þó mætti ekki glevma því að hið
frjálsa verðmyndunarkerfi hefur
orsakað undirboð og annað. sem
vandi þessarar búgreinar stafar að
verulegu levti af.
„Ég geri ráð fyrir að togarinn
korni hingað í janúar,“ sagði
Ólafur Rafn Jónsson, sveitar-
stjóri á Þórshöfn í samtaii við
Dag. „Unnið er að smíði skips-
ins í Kristjánssandi, en hér
heima erum við að vinna að
móttöku skipsins á ýmsan liátt.
Að lokum sagðist Jónas halda að
þessi éggjaskortur væri um allt
land. en þó kannski verstur hér
norðanlands. ennfremur sagði
hann að búast mætti einnig við
kjúklingaskorti á næstunni en að
hann mvndi þó vara niiklu skemur.
F.ins og gefur að skilja er margt
sem þarf að huga aö áöur en
togarinn kemur til Þórshafnar."
Þórshafnartogarinn er rúmlega
50 m. langur og er mældur rétt tæp
500tonn. F.insog fram hefurkomið
í fréttum verður hann gerður út í
samvinnu við Raufarhafnarbúa.
Undirbúa nú
komu togarans
AUGLYSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180