Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 6
Tjaldborgartjald eykur ánægju útilegunnar ★ LÉTT GÖNGUTJÖLD MEÐ YFIRSEGLI ★ TVEGGJA MANNA ÁN YFIRSEGLS ★ ÞRIGGJA MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS ★ FJÖGURA MANNA MEÐ YFIRSEGLI ★ FIMM-SEX MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS ★ HÚSTJALD FJÖGURRA TIL FIMM MANNA Tjaldborgarfellitjaldið KOSTAR AÐEINS BROT AF ÞVÍ SEM TAJLDVAGN KOSTAR OG ER JAFN AUÐVELT í UPPSETNINGU OG ÞAÐ SÝNIST ‘^ÆNDU^f" Eigum nokkrar UNIVERSAL 50 og 60 hö, til afgreiðslu strax. Þessar dráttarvélar hafa reynst mjög vel. Öryggisgrindur eða öryggishús eftir vali kaupenda. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. HAFIÐ SAMBAND VIÐ KAUPFÉLAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR Gamla kirkju- loftið verður safnaðarheimili Eins og flestum er kunnugt, var Gagnfræðaskóli Siglufjarðar til húsa á kirkjuloftinu um ára- tugaskeið. Þar gekk skólastarf farsællega og var ekkert kvartað undan þrengslum, þó þar væru um hundrað nemendur sam- tímis. Þarna nutu fjölmargir Siglfirð- ingar menntunar, þó öllu væri þar takmörk sett. Margir bera síðan mikinn hlýhug til skólans og þess vinalega húsnæðis sem þeir bjuggu við, og eiga þaðan góðar minning- ar. Oft hefur verið um það rætt að nýta þetta rými, en lítið hefur orðið af framkvæmdum. Nú loksins hef- ur verið ákveðið að standsetja þetta húsnæði að nýju, og gera þarna safnaðarheimili, sem mikil þörf er fyrir. Helgi Hafliðason arkitekt hefur nú teiknað fyrirkomulag og inn- réttingar, og hafa þessar tillögur verið tii umfjöllunar. Ákveðið er að í fyrsta áfanga verði gengið frá stigaholi, setustofu, eldhúsi, geymslu og snyrtingum, Systrafélag kirkjunnar hefur heitið að gefa þessu væntanlega safnaðarheimili eldhúsinnrétting- una, og er það mikil og góð gjöf, sem sannar dugnað og fórnfýsi þessara ágætu kvenna, sem að systrafélaginu standa. Þær hafa áður gefið kirkjunni stórgjafir, sem allir velunnarar kirkjunnar eru þeim þakklátir fyrir. Annan kostnað mun sóknar- nefndin reyna að greiða, eða afla fjár til, og heitir hún á velunnara kirkjunnar að minnast þessara framkvæmda. Takmarkið er að koma þessu safnaðarheimili upp fyrir hálfrar aldar afmæli kirkj- unnar, sem er þann 26. ágúst á næsta ári. Gjaldkeri kirkjunnar er Hinrik Andrésson. Stef na mótuð um nýsmíði fiskibáta Á aðalfundi Félags dráttar- brauta og skipastniðja sem haldinn var fyrir skömmu, var þeim málflutningi vissra aðila að innlendar skipasmíðastöðvar stæðust ekki samkeppni við er- lenda keppinauta varðandi verð og gæði harðlega vísað á bug. Á hinn bóginn gerðu forsvars- menn stöðvanna sér glögga grein fyrir því að útvegsmönnum væri lífsnauðsyn að eignast ódýr skip, sem þó væru hagkvæm í rekstri og stæðust í einu og öllu ýtrustu kröfur um öryggi, vélar og tæki. Af hálfu íslenskra skipasmíðastöðva hefði verið leitast við að koma til móts við kröfur útgerðarinnar í þessu efni. Hér væri átt við svonefnt „Samstarfsverkefni FDS um hönnun og raðsmíði fiskiskipa.“ Aðalfundurinn gerði fjölmargar ályktanir varðandi hagsmunamál íslensks skipaiðnaðar. Þá ítrekaði fundurinn nauðsyn þess að stjórn- völd og lánasjóðir móti stefnu nokkuð fram í timann og geri áætlun um nýsmíði ákveðins fjölda fiskibáta. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa, Jón Sveinsson formaður, Gunnar Ragnars vara- formaður, og meðstjórnendur Guðmundur Marselíusson, Þórar- inn Sveinsson og Þorgeir Jóseps- son. VEIÐISPJALL Fallegur fiskur Þegar góðar veiðifrétti berast úr öllum áttum nú síðustu daga dettur mér aflinn og meðferð hans í hug. Það er ótrúlega algengur ósiður stangaveiðimanna að blóðga ekki veiddan fisk. Að vísu er óþarfi að skera alveg á lífoddann, þá miss- ist svo mikið af útliti veiðinnar. Best er og mannúðlegast að rota fiskinn umsvifalaust er hönd á festir og stinga síðan með hnífs- oddi á hálsæðarnar aftan við tálknin. Það er sjálfsagt að þvo vandlega af fiskinum sand og önnur óhreinindi eftir löndunina, og skola allt laus blóð úr tálnum og koki. Síðan má ganga frá veiðinni til bráðabirgða í forsælu undir plasti eða blautum poka. Ég var beðinn um það í sept- ember í fyrra, að fara með fimmtán ára dreng í veiði hér austuryfir „Heiðina" vegna anna eða uppáfallandi forfalla föður- ins. Á leiðinni austur spjölluðum við um veiðar og fleira og kom þá fram að drengurinn var allvanur stangveiðum, hafði farið nokkuð með föður sínum, aðallega á lax- veiðar. Þóttist ég finna að hann hefði öðlast nokkra veiðireynslu í slík- um ferðum en þó aldrei veitt bleikju á flugu en bæði lax og urriða oftar en ekki. Ég spurði hvort ekki væri þá gaman að snúa ferðinni fyrst og fremst upp í bleikjuveiði, taldi það nokkuð góðan kost svo síðla sumars, og geyma heldur laxinn enda væru þeir vísast svo legnir orðnir ef veiddust, að lítið væri gaman að koma með þá heim. Þessu var drengurinn algjör- lega sammála og er ekki að orð- lengja það að fljótt eftir að komið var að ánni festir hann litla tví- krækju í óvenju fallegri nýgeng- inni bleikju svona fjögur og hálft til fimm pund að þyngd. Ég fylgdist með viðureigninni, reiðubúinn að veita aðstoð góð ráð eða leiðbeiningar ef með þyrfti, hvað ekki varð. Þegar drengur hafði landað fiskinum sínum eins og þaulæfð- ur veiðimaður rotaði, blógaði og þvoði hann fenginn eins og ég lýsti hér í upphafi, gekk síðan upp bakkann uns kom að fallega grænni þúfu þar lagði hann sil- unginn snyrtilega frá sér, snéri sér að mér og sagði „sjáðu hvað þetta er fallegur fiskur.“ Ég tók undir það, en sjálfsagt var það vegna haustsins eða nálægðar komandi veturs, sem boðuðu þá komu sína með áfallandi kvöldrökkri að mér hlýnaði svo mjög um hjartarætur, og eitt er víst að föðurinn mat ég meir en áður vegna uppeldisins á veiðimanninum unga. Meira seinna. Pétur. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.