Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 13

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 13
Eitt stig til Þórsara Á laugardaginn léku í fyrstu deild Þór og ÍA og var ieikið á Þórsvelli. Nokkur gola þvert á völlinn setti mark á leikinn sem annars var frekar daufur, og lauk með markalausu jafntefli. Jafntefli voru sanngjörn úrslit leiksins þar sem segja má að hvort liðið um sig hafi átt eitt gott marktækifæri, en tækifæri Þórs var þó betra, en þá hafnaði skot frá Óskari í þverslá! Skagamenn byrjuðu vel og sóttu að marki Þórs en þeim tókst ekki að skapa sér umtals- verð marktækifæri. Á fyrstu mín leiksins fengu Skagamenn nokkrar horn- spyrnur, og a.m.k. einu sinni varði Eiríkur markmaður hjá Þór vel í hom. á 22. mín fengu Þórsarar aukaspyrnu rétt utan vítateigs, og gott skot Árna Stefánssonar fór aðeins fram- hjá. Besta tækifærið í fyrri hálf- leik fékk Kristján Olgeirsson þegar hann einlék upp hægri kantinn og lék á hvern Þórsar- ann af öðrum þangað til hann var kominn í dauðafæri eins og það er kallað, en þá geigaði skot hans og fór gróflega framhjá. Strax á fjórðu mín. síðari hálfleiks var Guðmundur Skarphéðinsson í góðu færi en hitti boltann illa. Á ,7. mín. fengu Þórsarar aukaspyrnu rétt utan við vinstra vítateigshorn og Árni gaf góð- an bolta fyrir markið, en engum Þórsara tókst að skalla boltan.í netið. Besta marktækifæri leiksins kom svo á 32. mín. Þá fengu Þórsarar auka- spyrnu á miðjum vellinum, og enn gefur Árni góðan bolta inn að markinu og í þvöguna sem þar var. Óskar Gunnarsson af- greiddi boltan viðstöðulaust að markinu og lenti hann í þver- slá og aftur út í teig en á elleftu stundu björguðu Skagamenn í hom. Nokkru síðar fengu Þórs- arar óbeina aukaspyrnu rétt við vinstra markhornið, eftir að markmaður ÍA hafði verið heldur grófur við Guðmund Skarphéðinsson. Þeim tókst ekki að nýta þetta og lA hreins- aði frá markinu. Leiknum lauk því með markalausu jafntefli og var jafntefli sanngjörn úrslit leiks- ins. Þrátt fyrir það er töluverður munur á leikaðferðum liðanna. Þór byggir flestar sínar sóknir á löngum sendingum á Jón Lár eða Guðmund, en Skagamenn spila mikið upp kantana, og stundum er eins og þeir vilji helst spila alveg inn fyrir mark- línu. Víkingar fengu KA í heim- sókn á sunnudagskvöldið og að loknum góðum leik með góðri baráttu beggja liða sigraði Víkingur með tveimur mörkum gegn einu, og bættu tveimur stigum í stigasafnið sitt, en þeir trjóna nú efstir í dcildinni. Þeir hafa leikið sex leiki og fengið níu stig. Strax eftir leikinn náði íþróttasíðan sambandi við Ragnar Ragnarsson fararstjóra KA. Hann sagði leikinn hafa verið vel leikinn af báðum aðil- um, og mikil og góð stemming hjá áhorfendum. Hann sagði fyrsta markið hefði komið á 11. mín., en þá hefði bakvörður Víkinga leikið vel upp kantinn og rennt boltanum á Lárus Guðmundsson sem var á auð- um sjó og skoraði hann örugg- lega. Eftir markið fóru KA menn að sækja meira og fengu a.m.k. þrjú góð marktækifæri, sem annað hvort Diðrik Ólafs- son markmaður Víkinga varði vel, eða þá að KA menn hittu ekki markið. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks kom fyrir mjög umdeilt atvik í leiknum. Gefinn er góður bolti inn í teiginn hjá Víkingi og Erlingur skallar og í netið. Rétt í sömu andrá og Erlingur skallar, rekur einn varnarmaður Víkings fót- inn upp undir andlitið á Erlingi og Víkingar telja að dómarinn hafi verið búinn að flauta á það Tilþrif á Jaðarsvelli Á föstudagskvöldið var hald- in all sérstæð goifkeppni á Jaðarsvelli. Þar kepptu félagar sem flesta daga drekka saman kaffi við hringborðið svokallaða á matstofu KEA. Þar hittast venjulega þeir fyrstu kl. 08.00 á morgnana og síðan eru menn að koma og fara allt fram til kl. 10.00. Síðan tekur það sama við seinnipartinn. Aðaláhugamál þeirra sem þarna drekka eru íþróttir ýmiskonar, enda flestir á einhvern hátt tengdir íþróttahreyfingunni. Akurnesingar gerðu oft harða hríð að marki Þórsara, en þar fundu þeir Eirík markvörð fyrir, og hann sá til þess að þcim Golfkeppnin fór þannig fram að tveir og tveir kepptu saman og slóu til skiptis, og í þessu tveggja manna leiði er einn tækist ekki að skora. Mynd: KGA. Góður leikur KA nægði ekki gegn Víkingum vanur golfleikari og annar óvanur. Alls tóku sextán menn þátt í keppninni sem nú fór fram í þriðja sinn. Sporthúsið gaf verðlaunaskjöld til keppninnar, og er meiningin að sá skjöldur hangi í framtíðinni á veggnum hjá borðinu. Það var golfleikarinn Jón Steinbergsson nýkominn frá New Jersi og amatörinn Gísli Sigurgeirsson blaðamaður sem sigruðu í þessari keppni. Að vísu fannst sumum að Gísli sigldi undir fölsku flaggi þar sem hann sýndi undraverða getu í þessari íþrótt, sló t.d. eitt upphafshöggið alveg inn á grín á einni af stuttu brautunum. Að keppninni lokinni var hring- borð myndað í golfskálanum og verðlaun afhent og nokkrar ræður haldnar. VÖLSUNGAR NÁÐU í TVÖ DÝRMÆT STIG Það má með sanni segja að leikur Völsunga við Skalla- grím frá Borgarnesi hafi ver- ið sögulegur. Skallagrímur náði yfirhöndinni í fyrri hálf- leik, staðan í leikhléi var tvö mörk gegn engu fyrir Skalla- grím. En Völsungar mættu tvíefldir til leiks í seinni hálf- leik og skoruðu þrjú mörk áður en flautað var til leiks- loka. Völsungar voru heldur daufir í fyrri hálfleik, engu líkara en þeir hefðu skilið baráttuviljann eftir heima. Skallagrímur sótti stíft, og um miðjan hálfleikinn skoraði Gunnar Orrason, eftir vamarmistök hjá Völsungúm. Skallagrímur bætti svo öðru marki við; þar var að verki Garðar Jónsson. Völsungar hristu svo af sér slenið í seinni hálfleik, og sýndu hvað í þeim býr. Þeir ná að minnka muninn snemma í hálfleiknum. Brotið var á Eiríki Sigurðssyni og dæmd víta- spyrna sem hann sá sjálfur um að skora úr. Skallagríms- mönnum vannst rétt tími til að taka miðjuna, þá náðu Völs- ungar boltanum af þeim og Ol- geir leikur upp að endamörkum og skot hans þaðan rataði í net- möskvana hjá Skallagrími. Þar með höfðu Völsungar skorað tvö mörk á 30 sekúndum og jafnað leikinn. En ekki þótti þeim nóg að gert; þegar um 15 mínútur voru til leiksloka skor- aði Helgi Benediktsson úr þröngri aðstöðu þriðja mark Völsunga; sendi boltann í netið gegnum klof markvarðarins. Það sem eftir lifði leiksins pressuðu Völsungar svotil stöðugt, Skallagrímur náði þó sóknum, en ekki tókst þeim að jafna. Völsungar héldu því heim með tvö stig. brot áður en boltinn fór í markið. Dómarinn Róbert Jónsson dæmdi fyrst markið gilt, en eftir mótmæli leik- manna Víkings og eftir að hafa ráðfært sig við línuvörðinn dæmdi hann aðeins óbeina aukaspyrnu á þá inni í vítateig þeirra. Síðan sagði Ragnar að Eyjólfur hefði skotið á markið, en einn varnarmanna Víkings varið með hendi á línu. Þetta hefðu flestir séð nema dómar- inn, og þess vegna sagði Ragnar að hiti hefði verið í leikmönn- um í hléinu. í síðari hálfleik byrjuðu Vík- ingar vel, en smám saman náði KA betra valdi á leiknum, en skyndilega áttu Víkingar góða sókn sem lauk með marki frá Jóhanni Þorvarðarsyni. Aðeins tveimur mín síðar minnkaði Donni muninn í tvö gegn einu en þrátt fyrir margar góðar sóknir KA manna, og hörku- skot frá Gunnari Blöndal tókst Diðrik að halda markinu hreinu það sem eftir var leiksins, og tryggja Víkingum bæði stigin. Þrátt fyrir tapið sagði Ragnar leikinn hafa verið góðan hjá KA mönnum og sagðist engu kvíða um framhaldið í sumar. Jón Steinbergsson og Gisli Sigurgeirsson með verðlaunaskjöldinn og hjá þeim er Sigbjörn Gunnarsson eigandi Sporthússins sem gaf vcrðlaunagripinn. Einhver stakk þvi að Sigbirni að skjöldurinn væri grunsamlega likur KA merkinu i iaginu. Mynd Ó.Á. DAGUR.13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.