Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 12
Sumarmatseðill veitingahúsanna 26 veitingastaðir innan Sam- bands veitinga- og gistihúsa munu í sumar hafa í boði sér- stakan ferðamannamatseðil, og er hann kynntur undir heit- inu „Sumarmatseðill S.V.G.“ Þessi matseðill verður á boð- stólum frá 1. júní til 30. septem- ber. Hámarksverð á tvíréttaðri fiskmáltíð verður 52 krónur, og á tvíréttarði kjötmáltíð 61 króna. Börn 12 ára og yngri greiða hálft verð, börn 5 ára og yngri fá frían mat. Á meðal þeirra staða sem munu bjóða þessa þjónustu í sumar eru Hótel Húsavík, Hótel Höfn Siglufirði, Hótel KEA Ak- ureyri, Hótel Mælifell Sauðár- króki, Hótel Reykjahlíð við Mývatn, Hótel Reynihlíð við Mývatn, Hótel Varðborg Akur- eyri, Hótel Varmahlíð Skagafirði, Staðarskáli Hrútafriði, Sumar- hótelið Ólafsfirði og Valaskjálf Egilsstöðum. Kartöf lubændur funduðu Stofnfundur Landssambands kartöflubænda var haldinn í Reykjavík nýlega. Þar voru mættir fulltrúar frá félögum kartöfluframleiðenda á Suður- landi og við Eyjafjörð. Áheyrn- arfulltrúi var frá kartöflubænd- um í A.-Skaftafellssýslu. Gert er ráð fyrir að kartöflubændur myndi með sér félög í öllum landshlutum og standi síðan að landssamtökunum. Formaður landssamtakanna var kosinn Magnús Sigurðsson, bóndi í Birtingarholti en meðstjórnendur voru kosnir Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum og Ingvi Markússon, Oddsparti. Hótel KEA, eitt þeirra hótela norðanlands sem bjóða gestum sinum sérstakan ferðamannamatseðil. DMGUE Áhrifamikill auglýsingamiðill BM3UE AUGLYSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167- Nýkomið Hudson sokkabuxur í öllum stærðum w HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 Forfallaþjónusta Búnaðarsambands Eyjaf jarðar: „Vona að sem minnst þörf sé fyrir þetta“ — segir Ævarr Hjartarson, ráðunautur „Þetta hefur gengið vel hjá okkur, en það er með þetta eins og löggæsluna, maður vonar að sem minnst þörf sé fyrir þessa starfsemi,“ sagði Ævarr Hjart- arson ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar, en hann veitir forstöðu forfallaþjónustu sem Búnaðarsambandið rekur á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsemi þessi hófst á miðju s.l. ári og voru í upphafi tveir menn fastráðnir til að starfa að þessu verkefni. Ekki höfðu þeir mikið að gera í fyrstu, en frá síðasta hausti hefur einn maður verið í fullu starfi í forfallaþjónustunni og haft nóg að gera. Allir bændur og þeir sem veita búum forstöðu, svo og makar þeirra, eiga rétt á aðstoð forfalla- þjónustunnar enda hafi þeir meiri- hluta tekna sinna af landbúnaði. Þeir bændur sem hafa meirihluta tekna sinna af öðru en landbúnaði eiga þó rétt sem er allt frá 25 til 15%. „Þetta hefur eingöngu verið rek- Sumar- hótel opið að Bifröst Sumarheimilið í Bifröst verður rekið í sumar með sama hætti og verið hefur undanfarin ár, og er forstöðumaður Guðbjörg Þórhallsdóttir. Starfsemin byrj- ar með aðalfundi Sambandsins. en eftir það tók við húsmæðra- vika dagana 5.-12. júní. Síðan hefur verið opið með sama hætti og verið hefur. Á sumar- heimilinu er lögð sérstök á- hersla á kalt borð í kvöldmat á sunnudögum, og má benda á að það er kjörið fyrir fólk, sem dvelst í sumarhúsum í nágrenn- inu, að koma þangað í mat. Þegar er byrjað að taka við pöntunum í síma 93-7500. ið sem veikindaþjónusta," sagði Ævarr. „Kostnaðurinn er greiddur af ríkinu sem borgar 8 tíma vinnu á dag en það sem er umfram það svo og ferðakostnaður og uppihald er greitt af þeim sem óskar eftir þjón- ustunni.“ „Við höfum haft ágæta menn í þessari þjónustu, menn sem þekkja öll störf sem vinna þarf á bónda- Aðalfundur Neytendasamtak- anna á Akureyri og nágrenni (NAN) var haldinn fyrir skömmu. í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að á árinu komu út 4 tölublöð NAN-frétta, sem send voru félags- mönnum. Yfirleitt tókst að leysa úr kvörtunarmálum, er bárust skrif- stofunni. Minna var leitað til kvörtunarþjónustunnar en áður. Útbúin var spjaldskrá um efni fjögurra erlendra neytendablaða, sem NAN kaupa, og er fljótlegt að leita upplýsinga um hvaðeina í henni. Stjórn NAN var endurkjörin og hana skipa: Steinar Þorsteinsson, formaður, Stefanía Arnórsdóttir, varaformaður, Jónína Pálsdóttir, gjaldkeri, Valgerður Magnúsdóttir, ritari og Stefán Vilhjálmsson, meðstjórnandi. í varastjórn eru: Margrét Ragúels, Sigríður Jóhannesdóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Þórarinn Þor- bjarnarson. Keyptar bækur og blöð fyrir 33 þús. Samkvæmt skýrslu bókavarðar á Siglufirði voru keyptar bækur fyrir 33.153,07 kr. á sl. ári. Nánar tiltekið voru þetta 176 eintök af bókum og 84 tímarit. Hljóðbókaþjónusta hjá bóka- safni Siglufjarðar hefur aukist smávegis og lánuð hafa verið seg- ulbandstæki til þeirra sem ekki áttu slík tæki. býlum,“ sagði Ævarr að lokum, en það kom greinilega fram 'í máli hans að full þörf hefur verið á þjónustu sem þessari, bændur standa ekki uppi í algjörum vand- ræðum þótt veikindi steðji að og þeir verði að liggja rúmfastir og er vissulega öryggi fyrir þá að vita af þessari þjónustu. Nú fer fram endurskoðun á heildarskipulagi Neytendasamtak- anna. NAN eiga fulltrúa í skipu- lagsnefnd, sem kosin var á aðal- fundi NS í Reykjavík 4. apríl s.l. Stefnt er að því, að stofna formlega í haust Landssamtök neytenda með aðild deilda eða félaga um allt land. Hringfargjöld f sumar verða Flugleiðir með á boðstólum svokölluð hring- ferðafargjöld um landið. Þau hafa til þessa mest megnis verið notuð af útlendingum, þótt einstaka íslenskar fjölskyldur hafi nýtt þennan ferðamáta. í hringferðunum er flogið með Flugleiðum, Flugfélagi Norður- lands og Flugfélagi Austurlands, og hefja má ferð frá hvort heldur er austur um eða vestur um. Ef farið er vestur um er flogið frá Reykjavík til ísafjarðar, eftir viðkomu þar til Akureyrar, þá til Egilsstaða frá Egilsstöðum til Hornafjarðar og frá Hornafirði til Reykjavíkur. Einnig er hægt að fara milli færri við- komustaða en hér er getið og breytist fargjaldið í samræmi við það. í hringferðum sem þessum dvel- ur fólk nokkra daga á viðkomandi stað. Á öllum þessum viðkomu- stöðum eru bílaleigur, og áætlun- arbifreiðir aka um nágrennið. Með síhækkandi bensínverði má búast við að æ fleiri nýti sér hringflug Neytendur með landssamtök 12.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.