Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 16

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 16
MONROEJ MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER m U 8 HOG0DEYFAR í FLE5TA BÍLA Æfingar eru nú á ftillu hjá |>eim sem standa að væntanlegri revíusýningu í Sjálf- stæöisluisinu og fvrirhugað er að sýningar hefjist á fljótlcga upp úr mánaðamótuin. Hér eru höfuðpaurarnir Hermann Arason og Þorvaldur Þorsteinsson að syngja um sældarlífið á Costa del Losta. en þangað er förinni lieitið. Mynd: H. Sv. Bæjarráð Akureyrar: Næsta átak i iðnaði verði við Eyjafjörð Á fundi bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku var samþykkt ályktun varðandi nýiðnað á Eyjafjarðarsvæðinu og því beint til bæjarstjórnar að skora á ríkisstjórnina að næsta átak í uppbyggingu nýiðnaðar, stór- iðja með talin, verði á Eyja- fjarðarsvæðinu. I ályktuninni, sem samþykkt var af meirihluta bæjarráðs, er ítrekuð afstaða bæjarstjórnar Akureyrar til iðnaðar og stóriðju sem fram komu í ályktunum hennar frá 25. nóvem- ber og 2. desember í fyrra. í álykt- uninni segir síðan: „Bæjarstjórn er þeirrar skoðunar að ein mikilvægasta aðgerð til efl- ingar byggðajafnvægis í landinu sé efling Akureyrar og Eyjafjarðar- byggða. Því skorar bæjarstjórn á ríkisstjórnina að hefja nú þegar markvissar rannsóknir á Eyjafjarð- arsvæðinu og undirbúning þess að næsta átak í uppbyggingu nýiðn- aðar, þar með talin stóriðja, sem ríkisvaldið beiti sér fyrir. verði á Eyjafjarðarsvæðinu." Svæðisáætlun komi í stað hreppasjonarmiða Að tillögu Tryggva Gíslasonar, formanns skipulagsnefndar Ak- ureyrar, sem samþykkt hefur verið í nefndinni, hefur verið ákveðið að undirbúa og vinna að svokallaðri svæðisáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Aðild að þessu geta átt allir sveitahrepp- arnir við Eyjafjörð auk Akur- eyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar og raunar einnig Grímseyjar, eða alls 16 aðilar. Að sögn Tryggva Gíslasonar er hér um að ræða áætlun um byggð, landnýtingu, samgöngur og at- vinnuuppbyggingu, auk skóla- og heilbrigðismála. Nýlega var hald- inn fundur þar sem fulltrúar flestra aðila komu saman. auk Snæbjörns Jónassonar. vegamálastjóra, sem er formaður samstarfsnefndar um skipulagsmál á Akureyri og í ná- grenni og hefur verið formaður Skipulagsstjórnar ríkisins. Tryggvi gat þess, að undirtektir á þessum fyrsta fundi hafi verið mjög góðar og enginn hefði mælt gegn þessum hugmyndum. sem væru fyrst og fremst til þess ætlaðar að tryggja örugga og samfellda at- vinnu á Eyjafjarðarsvæðinu og gera það betur undir atvinnu- uppbyggingu búið og hugsanleg skakkaföll í atvinnumálum. Tryggvi sagðist aðspurður ekki hafa orðið var við hreppasjónar- mið, sem oft er rætt um að séu við lýði, heldur næman skilning á nauðsyn samvinnu. Sveitarstjórnirnar hafa frest til 1. september til að tilkynna um aðild að þessari svæðisáætlun fyrir Eyja- fjarðarsvæðið. Um helmingur læknanna hefur sagt upp störfum „Á Akureyri eru ekki og hafa aldrei verið í gildi neinir sér- samningar við lækna. Þess vegna áskiljum við okkur allan rétt að ganga út með dags fyrir- í næstu viku, nánar tiltekið á Jónsmessunótt, er áformað að stofna nýtt ferðafélag, og verður stofnfundurinn haldinn í Baugaseli í Barkárdal, gömlu eyðibýli sem verið hefur í eyði í mörg ár. Þeir sem að stofnun þessa ferða- félags standa eru íbúar úr fjórum hreppum, Glæsibæjarhreppi, Öxnadalshreppi, Skriðuhreppi og Arnarneshreppi, og var haldinn undirbúningsstofnfundur 5. júní. Þar mættu 15 manns og margir fleiri hafa lýst áhuga sínum á mál- inu þótt þeir hafi ekki mætt þar. Að sögn Bjarna Guðleifssonar sem er einn af stofnendum félags- ins er ætlunin að félagið hafi að- setur í Baugaseli, en þaðan eru skemmtilegar gönguleiðir. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á gönguferð- um eru bílferðir jafnvel fyrirhug- aðar. og einnig ferðalög á hestum. Þá er ekki loku fyrir það skotið að vara“ sagði Ólafur Hákansson aðstoðarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri í samtali við Dag í rnorgun, en Ólafur er einn þeirra 10 lækna sem hafa sagt upp félagið beiti sér fyrir utanferðum ef til lengri tíma er litið. Þessir 10 læknar eru um helm- ingur starfandi lækna sjúkrahúss- ins, og að sjálfsögðu eru uppsagnir þeirra komnar til af sömu ástæðum og læknanna fyrir sunnan. „Það spilar líka inn í þetta að við vorum farnir að fá beiðnir urn pláss að sunnan, og það gengur auðvitað ekki“ sagði Ólafur. „Það ýtti á okkur, það er ekki rétt að við vinn- um eins og ekkert hafi í skorist á sama tíma og læknarnir fyrir sunn- an eru í kjarabaráttu sem við mun- um svo njóta góðs af.“ Ólafur tók sérstaklega fram að allri neyðarþjónustu á sjúkrahús- inu yrði sinnt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú stcndur vfir sýning á pastelmyndum Arnar Inga i sýningaraðstöðu hans að Klettagerði 6. Sýningin hcfur gengið mjög vel og vakið almenna hrifningu þeirra sem séð hafa. Fyrstu sýningarhelgima seldust 13 myndir, en 29 myndir eru á sýningunni. Hún stendur til næstkomandi sunnudagskvölds. Nú mun afráðið að Örn Ingi sýni á Kjarvalsstöðum í haust og cr hann þegar farinn að undirbúa þá sýningu, sem verður mjög frábrugðin þeirri sem nú stendur yfir. Á mcðfylgjandi mynd er örn Ingi við eina af óhlutbundnum myndum sínum, en mikið er þar cinnig af fallegum landslags- myndum. Mynd: H. Sv. Ætla að stof na ferðafélagá Jónsmessunótt D § Hanastél „Neysla áfengis verður sífellt almennari hér á landi og hef- ur farið mjög vaxandi undan- farna áratugi. Vandamálin fylgja á eftir margefld og þau varða okkur öll. Það horfir í óheillaátt. En með samstilltu átaki getum við snúið á rétta leið.“ Þannig segir í heldur óvenjulegum bæklingi sem nefnist „Hanastél'* og er gef- inn út af samtökum sem bera heitið „Átak gegn áfengi". f því eru yfir 30 samstarfsaðil- ar, félagasamtök og stofnan- ir, og markmiðið er að hafa áhrif til breytingar á viðhorf- um til áfengisneyslu svo að heildarneysla minnki og úr áfengistjóni dragi. £ 70-80 dauðs- föll á ári [ bæklingnum „Hanastél" kemur meðal annars fram, að meiri hluti afbrota sé framinn undir áhrifum áfengis, m.a. nær allir ofbeldisglæpir, og áberandi oft eru þeir sem fyrir verða einnig undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að líklegt sé talið að 70-80 íslendingar a.m.k. lát- ist á ári hverju vegna afleið- inga áfengisneyslu. Þá segir frá því að niðurstöður ranns- ókna bendi til þess að einn af hverjum fimm áfengisneyt- endum verði háður áfengi og helmingur þeirra drykkju- sjúklingar. f bæklingnum segir einnig að íslensk ung- menni hefji áfengisneyslu fyrr en áður og hlutur ungs fólks í heildarneyslunni fari stöðugt vaxandi. Ennfremur að því yngri sem menn hefji áfengisneyslu því meiri hætta sé á að þeir verði ofneytendur eða drykkjusjúkir. § Fyrirbyggjandi Fjölmargt fleira kemur fram í nefndum bæklingi, sem fólk hefur gott af að kynna sér. Efnið er sett fram á fordóma- lausan og einfaldan hátt. Auk þess sém hér er nefnt eru í bæklingnum nokkur góð ráð til þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr áfengistjóni, en hér eins og víða annars staðar veldur of- notkun áfengis ómældu tjóni og sífellt fleiri aðilar taka þátt í baráttunni. T.d. eru það ekki aðeins hefðbundnir baráttu- menn gegn áfengisnotkun sem standa að þessum bæklingi og samtökunum heldur má í því sambandi nefna Alþýðusamband fs- lands og Kvenfélagasam- band íslands. Það er með þetta mál eins og svo mörg önnur, að betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í og vonandi verður „Átaki gegn áfengi" vel ágengt í fyrirbyggjandi starfi sínu. Þess má svo geta, að í bæklingnum er að finna nokkrar uppskriftir af óáfengum „hanastélum".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.