Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 7
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Frá vinstri eru Rögnvaldur Val- bergsson, Geirmundur Valtýsson, Hörður Ólafsson og Viðar Sverrisson. Tvær plötur frá Tónaútgáfunni Iðnskólanum slitið Hallgrimur Valsson i nýju versluninni i Kaupangi. Ljósm. H.Sv. Skrifstofuval í Kaupangi í síðustu viku var opnuð ný verslun í Kaupangi sem verslar með skrifstofuvélar og áhöld. Verslunin heitir Skrifstofuval h.f. og fyrirtækið mun einnig annast viðgerðarþjónustu á skrifstofutækjum. Aðaleigandi verslunarinnar er Hallgrímur Valsson og starfar hann í nánu samstarfi við Gísla J. Johnsen h.f. í Kópavogj. I versluninni fást nánast allar vörur sem tilheyra skrifstofurekstri s.s. ritvélar, reiknivélar, ljósritun- arvélar og skrifstofuhúsgöng, þ. á. m. skrifborð, stólar, ritvélaborð og hljóðeinangruð skilrúm, þar sem festa má á borð og hillur og eru mjög einföld í uppsetningu. Vöru- úrval verslunarinnar verður aukið smátt og smátt og má t.d. geta þess, að í Júlí byrjar verslunin að selja ódýrar heimilistölvur og búða- kassa. Aðalvörumerkin sem seld verða eru Facit og Sharp. Gjafir til Fjórðungs- sjúkrahúss Hinn 30. desember s.l. gaf frú Lilja Valdamarsdóttir, Dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 3 milljónir gamalla króna og stuttu síðar 300 þúsund gamlar krónur, til minningar um mann sinn Steingrím S. Guðmundsson. Tilskilið var af hálfu gefandans að fjárupphæð þessari skyldi varið til tækjakaupa fyrir hjartasjúklinga á Lyflækningadeild F.S.A. Lilju eru f.h. Fjórðungssjúkra- hússins færðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Ásgeir Höskulilsson, franik vœmdastjóri. Tónaútgáfan hefur sent frá sér tvær nýjar hljómplötur, tveggja laga plötu með hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar og 12 laga plötu með lögum við gömlu dansana. Á þeirri plötu sem ber nafnið „GLEÐIHOPP" leikur Jón Hrólfsson á Raufarhöfn á hnappa- harmoniku, en með honum leika Birgir Karlsson á gítar, Finnur Finnsson á bassa og Steingrímur Sigurðsson á trommur. Á tveggja laga plötu hljómsveitar Geirmundar Valtýssonar eru lögin „Sumarfrí" eftir Geirmund við texta Geirmundar og Harðar Ólafssonar bassaleikara. Hitt lagið heitir „Ferðalag" eftir Hörð bassa- leikara sem samdi einnig textann. Auk þeirra Geirmundar og Harðar eru í hljómsveitinni Rögnvaldur Valbergsson pianoleikari og Viðar Sverrisson trommuleikari. Platan er tekin upp í Hljóðrita í Hafnar- firði. Jón Hrólfsson. Iðnskólanum á Akureyri var slitið í sal skólans 27. maí s.l. í upphafi máls síns gerði skóla- stjórinn Aðalgeir Pálsson grein fyrir vetrarstarfinu. Þetta var 76. árið frá stofnun skólans 1905. Skólinn starfaði á fjórum stöðum, í skó'akúsinu við Þór- unnarstræti, í smíðahúsi að Glerárgötu 2b, í vélasal við Gránufélagsgötu og í gamla Verslunarmannahúsinu, sem nú er búið að rífa. Nemendafjöldi var á haustönn 228 en 248 á vorönn, ails voru innritaðir í skólann 360 nemendur, sem kennt var í 26 deildum. Nemar voru í 15 iðngreinum, tréiðnamenn 29, málmiðnamenn 70, rafvirkjar 23 en færri í'öðrum greinum. I grunndeildum verk- náms voru 43 nemendur. í frum- greinadeildum Tækniskóla voru 26 nemendur. í vélskóladeildum und- ir forstöðu Björns Kristinssonar voru 26 nemendur. í vélskóladeild- um undir forstöðu Björns Kristins- sonar voru 26 nemendur. Fastráðnir kennarar eru 17, þrír þó aðeins í hlutastarfi, stunda- kennarar 33 þar af tveir sem kenna meira en '/: kennslu. Stöðugildi á vorönn voru 25. Frá skólanum brottskráðust 133 nemendur þar af 97 iðnnemar. Nú útskrifuðust fyrstu 12 nemendur Meistaraskólans eftir þriggja anna nám, 11 tækniteiknarar, 6 úr 2. stigi vélskóla og 7 úr raungreinadeild Tækniskóla. Hæstu einkunnir hlutu: Bragi Árnason úr Meistaraskóla, Sigur- laug Anna Sigtryggsdóttir úr tækniteiknun, Örvar Ármannsson rafvirkjanemi og Olgeir Helgason úr raungreinadeild og hlaut hann verðlaun frá Norðurlandsdeild Tæknifræðingafélags íslands fyrir frábæra frammistöðu í raungrein- um, verðlaunin afhenti Páll Hlöð- versson formaður deildarinnar. Nú er unnið að teikningum og öðrum undirbúningi að byggingu verknámshúsa á vegum bygginga- nefndar Verkmenntaskóla á Akur- eyri. Formaður bygginganefndar er Haukur Árnason formaður skóla- nefndar Iðnskólans. Þetta verður 1. áfangi skólans, 800 m2 að flatarmfi, og mun leysa húsnæðisvanda málmiðnaðarkennslunnar. eöa s<;>00' tur uU1 tiou CUa pv/rSt arK®6'’ X '3*'a' tió „rtefö „Vársins e>u,ll:>>Vtur iöuf be'r eða s|9'þve<5l7a ð"11"1 \úkusB. att)urðar seif 6’ •At(a,t'd^Viað AWð'r sert1 Ö'a gf . sun13 sKÍP tut VEIADEILD SAMBANDSIN Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 ( HALLARMÚLAMEGIN ) CHEvROLtT DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.