Dagur - 08.01.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 08.01.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Hvar stæðum við þá? Á þessu ári er öld liðin frá því að skipulagt samvinnustarf hófst hér á landi og sam- vinnuhreyfingin hóf göngu sína. Það var með stofnun fyrsta kaupfélagsins í Suður- Þingeyjarsýslu. Síðan komu kaupfélögin hvert af öðru og þau stofnuðu með sér Sam- band íslenskra samvinnufélaga. í dag rekur samvinnuhreyfingin geysi- öfluga og umfangsmikla atvinnustarfsemi, sem dreifð er um allt landið og þær eru ekki ýkja margar atvinnugreinarnar, sem sam- vinnuhreyfingin hefur ekki haslað sér völl á með einhverjum hætti og oftast góðum árangri. Svo sem vænta má hefur svo áhrifamikil félagsmálahreyfing með svo víðtæka atvinnustarfsemi, sem samvinnuhreyfingin er, eignast óvildar- og öfundar- menn, og hefur hún ekki farið varhluta af hverskyns áróðri og skitkasti í tímans rás. Sh'kt gerist ávallt með þá sem skara fram úr á einhvern hátt. Slíku verður að taka eins og hverju öðru hundsbiti, enda virðist áróður- inn gegn samvinnuhreyfingunni ekki hafa skipt neinum sköpum um viðgang hennar og vöxt. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir því hver raunveruleg áhrif samvinnustarfsins hafa verið á þessari öld.sem hun hefur starfað, liggur ef til vill beinast við að reyna að átta sig á því hvernig umhorfs væri í þessu landi, einkum og sér í lagi á lands- byggðinni, ef samvinnuhreyfingarinnar hefði ekki notið við. Samvinnuhreyfingin og kaupfélögin gáfu landsmönnum gott fordæmi í því að stofna til innlends rekstrar. Fyrst gerðist þetta á verslunarsviðinu, í baráttunni við danska kaupmenn, sem ekki hugsuðu um annað en eigin hag. Síðar gerðist þetta á öðrum svið- um atvinnulífsins. Óvíst er að atvinnustarf- semin í landinu væri að svo stórum hluta í eigu íslendinga sjálfra í dag, ef ekki hefði komið til þetta frumkvæði samvinnumanna. í öðru lagi er forvitnilegt að velta því fyrir sér, hvernig umhorfs væri í hinum dreifðari byggðum landsins, ef ekki hefði notið við þessara fyrirtækja fólksins sjálfs, sem ekki höfðu það að meginmarkmiði að starfa að- eins þar sem mestan ágóða var að fá, heldur að þjóna öllum landsmönnum. Samvinnu- hreyfingin hefur á þessum eitt hundrað árum átt hvað stærstan hlut í að halda land- inu öllu í byggð. Hún hefur með starfsemi sinni rekið raunhæfa byggðastefnu og svo er enn í dag. Mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir því, hve miklu þetta þjóðlega umbótaafl, sem samvinnuhreyfingin er, hefur áorkað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Enn er margt ógert og því mikilvægt að menn flykki sér um og styrki starf samvinnumanna um allt land. Tvö gömul hús á Akureyri Á Akureyri er að fínna mörg gömul hús með mikla sögu. A umliðnum árum hefur áhugi manna fyrir að varðveita þessi hús aukist til muna, enda um að ræða mikinn menningararf sem býr í gömlu húsunum. Annars er rétt að gera skýran greinar- mun á friðun mannvirkja ann- ars vegar og varðveislu hins vegar. Friðun er staðfest af ráð- herra sem þinglýst kvöð á við- komandi húseign, en með varð- veislu er átt við vemdun mannvirkis, sem byggð væri á sameiginlegum vilja yfirvalda og eigenda. Stjórn húsfriðunarsjóðs hefur, eins og nafnið gefur til kynna, um- sjón með slíkum byggingum og ákveður hverjar sé rétt að leggja til við yfirvöld að verði varðveitt- ar eða friðaðar. Fyrir skömmu ákvað stjórnin einróma að leggja til við bæjarstjórn að eftirtalin hús verði friðlýst samkvæmt þjóð- minjalögum: Eyrarlandsstofa, Eiðsvallagata 14 (Gamli Lundur),. Norðurgata 17 (Gamla prent- smiðjan) og Strandgata 49(Gránu- hús). Hér á eftir verður lítillega greint frá tveimur þessara húsa, sem eru Gránuhúsin og gamla prentsmiðjan. Einkum er byggt á greinargerð sem Þórhallur Braga- son gerði á síðasta ári. Bæjar- stjórn samþykkti tillögu nefndar- innar. Norðurgata 17 Þorsteinn Einarsson, niður- suðumaður á Oddeyri, mun hafa byggt húsið nr. 17 við Norður- götu. Um haustið 1885 er allt hús- ið risið, eign Þorsteins og Björns Jónssonar. Sennilega hefur Þor- steinn hafið bygginguna 1883, en fljótt hefur Björn gengið í félag við hann. Steinhús þetta er elsta steinhús í Eyjafirði ef marka má Akureyrarblaðið Fróða frá 14. nóvember 1885, en þar segir: „Þorsteinn Einarsson blikksmiður gerði fyrstur manna í Eyjafirði til- raun til að byggja þar hús úr ís- lenskum steini og heppnaðist vel, þó grjót sje hart og illt að vinna”. Þorsteinn var ættaður frá Brú á Jökuldal. Hann fékkst mikið við niðursuðu matvæla og hafði m.a. um skeið slíka starfsemi í Lundi, elsta húsinu á Oddeyri. Síðast var hann kaupmaður í Reykjavík. Þorsteinn átti suðurhluta hússins en Björn prentari norðurhlutann. Var húsið raunar oftast talið tvö hús, þ.e. Norðurgata 17, suður- endinn og Norðurgata 17a, norðurhlutinn. Þorsteinn bjó ekki lengi í húsinu. Fljótlega eignaðist Gránufélagið hans hluta, og þeg- ar það lagði upp laupana 1912, yfirtóku Hinar sameinuðu ís- lensku verslanir eignir þess. Björn Jónsson, prentari og rit- stjóri, sem oft var nefndur Björn Jónsson yngri til aðgreiningar frá Birni Jónssyni Norðurfararit- stjóra var Eyfirðingur. Hann var um eitt skeið lögreglumaður á Akureyri, en lengstum var hann við blaðaútgáfu og ritstýrði blöðum. í þeim hluta hússins sem Björn byggði var frá upphaíi prentsmiðjusalur og þar voru m.a, prentuð Akureyrarblöðin Fróði, Stefnir og Norðri, sem Björn ritstýrði öllum. Eftir að (Björn féll frá 1920 eignaðist son- ur hans Helgi, Norðurgötu 17a. Hann var prentari eins og faðir hans og rak áfram prentsmiðju í húsinu, allt til ársins 1943, þegar hann féll frá. Þá lagðist prentverk af í Norðurgötunni. Þórhallur Bragason segir í greinargerð sinni, að heimildir geti um að á árunum 1898 til 1900 hafi barnaskóli fyrir Oddeyringa verið til húsa í Norðurgötu 17. Ekki segist Þórhallur hafa fundið heimildir um hvar í húsinu skólinn hafi verið. Strandgata 49 Aðalstöðvar Gránuverslunar- innar voru á Oddeyri. Árið 1871 keypti félagið Oddeyrina af Þor- steini Daníelssyni á Skipalóni. Tvö hús, sem þá höfðu verið reist á Oddeyri, fylgdu með í kaupun- um. Annað þeirra var Lundur, sem nú er gamla smiðjan við Eiðs vallagötu. Hitt húsið var torfbær og stóð á líkum stað og nú stendur hús nr. 31 við Norðurgötu. Það hús var rifíð skömmu fyrir 1880. Nú leið að því að þriðja bygg- ingin risi á Oddeyri, en það var einmitt verslunarhús Gránufé- lagsins, þar sem nú er Strandgata 49. í Akureyrarblaðinu Norður- fara frá 20. desember 1971, segir frá kaupum Gránufélagsins á Oddeyrinni. Framkvæmdir við ný hús töfðust til 1873 og Tryggvi Gunnarsson, fyrir hönd Gránu- félagsins, festi þá kaup á húsum, sem amerískt hvalveiðifirma átti á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Voru þetta alls sex hús og hið næst stærsta var ætlað til flutnings til Oddeyrar, hin urðu verslunarhús Gránu á Vestdalseyri. Segir Þór- hallur að sér virðist þetta hús vera vestasti og elsti hlutinn af húsun- um sem nú standa við Strandgötu 49. Hvenær þetta hús var upphaf- lega reist á Vestdalseyri liggur ekki með öllu fyrir, en talið er að það geti ekki verið eldra en frá því um 1850. Þegar Gránufélagið leið undir lok 1912 komust eignir þess í hendur Hinna sameinuðu ís- lensku verslana. Síðar eignaðist Ragnar Ólafsson kaupmaður hús- in og 1939 selur dánarbú Ragnars vélsmiðunum Gunnlaugi S. Jóns- syni og Jóni Þorsteinssyni. Árið 1942 var svo Vélsmiðjan Oddi stofnuð og hefur starfsemi þess fyrirtækis staðið óslitið síðan í gömlu Gránufélagshúsunum við Strandgötu. Noröurgata 17 Strandgata 49 4 DAGUR - 8. janúar 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.