Dagur - 08.01.1982, Qupperneq 7
Ingvar Gíslason menntamálaráðherra:
Mikilvœgast er að tryggja rekstur
atvirmuveganna betur en orðið er
Akureyri, 3.jan. 1982.
Ekki verður því neitað, að blikur eru á
lofti í íslenskum þjóðmálum um þessi
áramót. Slíkt er að vísu engin nýlunda.
Mun hitt nærri sanni að vandamál af
ýmsu tagi dragist saman í eins konar
brennidrepil umræðu og ákvörðunar á
þessum árstíma og sýnast þá hvorki færri
né minni en þau raunverulega eru. Ára-
mót má kalla hefðbundna vargatíð hvers
kyns þrætu um stjórnmál og kjaramál.
f>ó breytir þetta engu um það að marg-
an vanda ber að höndum um þessi ára-
mót. Nú ber m.a. að ákveða fiskverð
sem gildi frá 1. janúar, og Ijóst er að
mikill ágreiningur er um það hvernig
haga skuli slíkri ákvörðun. Það er þeim
mun örðugra að jafna þennan ágreining
sem hagsmunaárekstrar innbyrðis í út-
gerð og fiskvinnslu eru af ýmsum toga
spunnirog allflókið fyrirbæri. Útgerð og
fiskvinnsla eru greindar í margar undir-
deildir, sem hver virðist líta á sig sem
sjálfstæðan aðila án mikilla tengsla við
aðrar deildir þessara atvinnugreina. f>eir
sem við útgerð fást skiptast í ýmsa hópa
eftir því hvort þeir gera út línu-, færa-
eða netabáta, stóra togara, litla togara
eða loðnuskip að ekki sé minnst á smá-
báta og trillur. Það getur einnig skipt
máli hvar á landinu útgerðin er rekin.
Þegar horft er til úrvinnslugreina, fisk-
vinnslunnar, þá verður svipað uppi á ten-
ingnum. Þar er að finna frystihúsarekst-
ur, saltfiskverkun og skreiðarframleið-
slu að ógleymdri loðnubræðslu og síld-
arvinnslu og þannig fram eftir götunum.
Síðan koma hagsmunahópar launþeg-
anna, sem starfa í sjávarútvegsgreinum,
ýmist á sjó eða landi. Það ræður af líkum
að þessir hópar eiga ekki alltaf samleið í
hagsmunabaráttu.
Við þessar flóknu aðstæður sýnist sú
skipað eðlileg, að einhvers konar verð-
lagsráð sjávarútvegs starfi sem óháðast
einstökum hagsmumahópum og hafi
vald til ákvarðanatöku, sem síðan yrði
virt af öllum aðiljum, þessum togstreitu-
hópum innan sömu greinar. Betra skipu-
lag er ekki í sjónmáli. Samt er það svo að
mörgum finnst eins og hrikti í undirstöð-
um þess skipulags, sem nú gildir. Menn
óttast að eiginhagsmunatogstreitan
innan sjávarútvegsgreinanna sé að mala
kerfið niður, þótt að þessu sinni „sleppi
menn fyrir horn“. En hversu lengi
heppnast það? Það er því tími til kominn
að huga að nýskipan reglna um það
hvernig ákveða skuli fiskverð. Eftir fisk-
verðsákvörðun kemur síðar að því að
sjómenn og útgerðarmenn semji nánar
um kaup og kjör. En óskandi að samn-
ingar gangi vel og að fiskveiðiflotinn geti
hafið veiðar við eðlilegar aðstæður.
Nauðsyn aðgerða
í kjölfar fiskverðsákvörðunar er einn-
ig komið að því brýna verkefni sem nú
hvílir á ríkisstjórninni að ákveða alm-
ennar efnahagsaðgerðir miðað við þá
stöðu, sem ríkir í atvinnu- og efnahags-
málum. í því sambandi verður að hafa í
huga tiltekin markmið, sem samrýmast
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, því
sem stjórnarsamstarfið hvílir á. Þar ber
fyrst að nefna fulla atvinnu, niðurfærslu
verðbólgu, verndun kaupmáttar og rek-
straröryggi atvinnuveganna.
Frá upphafi hefur ríkisstjórnin fylgt
þessum markmiðum og að sumu leyti
náð góðum árangri. Ber þar fyrst að
nefna að atvinna hefur verið full og
kaupmáttur launa haldist. Er ekkert sem
bendir til annars en að afkoma almenn-
ings sé góð og að svokallað neyslustig sé
hátt á Islandi. íslenskir launþegar búa
ekki við verri lífskjör en gerist í nágrann-
alöndum, að ekki sé meira fullyrt. Sú
ráðstöfun sem gerð var í upphafi árs 1981
að lækka nokkuð vísitölubætur á laun í
því skyni að draga úr verðbólgu, skerti
ekki lífskjör almennings þann tíma sem
lækkunin gilti. Af því má draga þann lær-
dóm að vísitöluálag sé ekki einhlít kjara-
bót. Enda ólíklegt að svo sé, þegar þess
er gætt að örar og sjálfkrafa vísitölubæt-
ur er eitt af hreyfiöflum verðbólgunnar,
sem færir lífskjörin í kaf.
Það er því Ijóst að kjaramál almenn-
ings hafa verið í góðu lagi í tíð núverandi
ríkisstjórnar. Hlutur launþega hefur ver-
ið borinn uppi eftir því sem frekast hefur
verið unnt og hagur öryrkja og lífeyris-
þega hefur verið bættur svo að um
munar. Það er sjálfsögð krafa að laun-
þegar og tryggingabótaþegar haldi hlut
sínum. Enda er það vilji og stefnumark
ríkisstjórnarinnar. Hins vegar eru ekki
líkur til þess að hægt sé að fullnægja öll-
um hugsanlegum kröfum um kjarabætur
hversu æskilegar sem þær kunna að vera
út af fyrir sig. Skynsamleg stefna í kjar-
amálum hlýtur að vera sú að fá haldið því
sem áunnist hefur, en forðast óraunsæja
kröfugerð fram yfir það, enda ekki unnt
að fullnægja óraunsæjum kröfum. í
þessu sambandi verður aldrei lögð of
mikil áhersla á fulla atvinnu. Atvinnuör-
yggi er upphaf og endir almennrar
mennrar velferðar. Iþví er fólgin mann-
sæmandi tilvera launafólks. Atvinnu-
leysi er eins og hver önnur svik við fólkið
í landinu.
Atvinnuöryggi og
hagur fyrirtækja
Til þess að treysta atvinnuöryggi er sú
ein leið fyrir hendi að tryggja fram-
leiðsluatvinnuvegunum til lands og
sjávar, svo og þjónustu- og verslunar-
greinum eðlilegan rekstrargrundvöll.
Núverandi ríkisstjórn hefur að sjálf-
sögðu fullan vilja í þessu efni og leitast
við að samstilla efnahagsmarkmið sín og
aðgerðir þörfum atvinnuveganna, enda
svo sjálfsagt stefnumark að varla þarf um
að ræða. Rekstrarafkoma og fjárhagur
fyrirtækja er ekkert einkamál þeirra,
sem stjórna þeim eða hafa á þeim eignar-
hald. Hagur einstakra fyrirtækja eða
heilla atvinnugreina snertir hagsmuni
allra, sem hjá þeim vinna. Launþegar
eiga afkomu sína undir því að hafa
atvinnu hjá fyrirtækjum og fá laun t'
staðinn. Hagur fyrirtækjanna verður því
að vera svo góður að þau geti haldið uppi
framleiðslustarfsemi og greitt launþeg-
um laun sín. Þetta liggur í eðli máls, og
gildir einu hverjir eiga fyrirtækin eða
stjórna þeim. Öllum fyrirtækjum er
nauðsyn að skila hagnaði. En hitt skiptir
máli • hvernig hagnaðinum er varið.
Atvinnurekstur er heilbrigður, ef hann
skilar hagnaði sem varið er til þróunar og
uppbyggingar í atvinnulífinu.
Verðbólguhjöðnun
allra hagur
Það er markmið ríkisstjórnarinnar að
atvinnuvegimir búi við rekstrarskilyrði,
sem geri þeim kleift að skila hagnaði og
byggja sig upp og treysta þannig atvinnu-
öryggi í landinu. Því er réttmætt að
spyrja, hvernig til hafi tekist um það að
ná slíku markmiði á valdaferli núverandi
ríkisstjórnar.
Því er til að svara að ríkisstjórninni
hefur ekki heppnast að ná þessu mark-
miði að svo komnu. Þar með er ekki sagt
að ekki stefni í rétta átt. Öðru nær. Þrátt
fyrir augljósa erfiðleika þá hefur ríkis-
stjórninni tekist að ná viðspyrnu í efna-
hagsmálum, sem hvorki óþol hagsmuna-
samtaka né pólitísk hentistefna stjórnar-
andstöðu mega gera að engu. Ríkis-
stjórnin hefur frá fyrstu dögum sínum og
þó einkum á árinu 1981 lagt sig fram um
að veita verðbólgu viðnám, stöðva verð-
bólguhraðann og sjá verðbólguna
hjaðna stig af stigi þar til hún yrði komin
á svipað stig og gerist í helstu nágranna-
og viðskiptalöndum. Þetta er eitt af þeim
markmiðum, sem ríkisstjórnin hefur sett
sér og boðað almenningi berum orðum.
Og í hvers þágu skyldi það nú vera gert
að stöðva verðbólgu og „telja hana
niður“ stig af stigi? Það er að sjálfsögðu
gert í þágu efnahagslífsins í heild, fyrir
launþega, atvinnufyrirtæki og þjónustu-
stofnanir. Hjöðnun verðbólgunnar
stefnir að því að laun haldi kaupmætti
sínum, að fyrirtæki bæti samkeppnisað-
stöðu sína á erlendum mörkuðum og að
þjónustustofnanir nái endum saman í af-
nota- og þjónustugjöldum án sífelldra
hækkana.
Ríkisstjómin vill ná þessum markmið-
um í verðbólgumálum og telur með réttu
að með því sé verið að leggja grundvöll
undir heilbrigt efnahagskerfi, sem staðið
getur til frambúðar. En þess verða menn
að gæta, að áhrif þessarar efnahags-
stefnu koma ekki fram til fullnustu fyrr
en að vissum tíma liðnum. Það hlýtur að
taka nokkur ár að koma verðbólgunni
niður úr 60%, eins og hún var febrúar
1980, í 12-15% einsogtelja mætti viðun-
andi markmið að sinni. En fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar í þessum efnum er
hægt að gera að engu, ef þolleysi hags-
munasamtaka (launþega og atvinnurek-
enda) og óábyrg stjórnarandstaða leg-
gjast á eitt um að magna vantrú almenn-
ings á stefnu ríkisstjórnarinnar í verð-
bólgumálum. Það sem nú gildir er að
gefa ríkisstjórninni frið til að stjórna eins
og hún vill stjórna og dæma verk hennar
eftir á en ekki fyrirfram.
ÁRAMÓTABRÉF
TIL DAGS
Staðan um áramót
Staða atvinnuveganna er erfið um
þessi áramót. Hana verður að bæta. Þó
er vafasamt að hægt sé að lagfæra rek-
strargrundvöll fyrirtækja svo að sinni að
þau verði öll rekin með hagnaði sam-
stundis. Þar kemur margt til, m.a. það,
að mörg fyrirtæki í sjávarútvegsgreinum
hafa lengi staðið á brauðfótum, og þau
verða ekki rétt við með almennum efna-
hagsaðgerðum. Þau þarfnast sérstakrar
meðferðar og fyrirgreiðslu. Auk þess er
varla við því ,að búast að hægt sé að
tryggja fyrirtækjum öruggan hagnað á
meðan óðaverðbólga ríkir og keppt er að
því að ná henni niður. Meðan það ástand
varir verður einmitt að gera þá kröfu til
atvinnufyrirtækjanna að þau sætti sig við
óvissu um hagnað í von um að úr rætist,
þegar verðbólgan er komin niður á við-
ráðanlegt stig. Þessi orð má þó ekki
skilja svo, að atvinnufyrirtækin þoli að
þeim sé ofboðið, síst endalaust. Vissu-
lega er hægt að hraða niðurtalningu
verðbólgu of mikið, fresta gengisaðlög-
un of lengi og hafna beiðnum um hækk-
aða álagningu afnota- og þjónustugjalda
lengur en fyrirtæki og stofnanir þola, ef
þau eiga að halda uppi atvinnu og þjón-
ustu sem af þeim er krafist. Víst er
skammt öfga á milli. Leiftursókn gegn
verðbólgu er ekki æskileg.
Atvinnurekenda-
valdiö og íhaldið
En það eru einmitt öfgar í efnahags og
kjaramálum sem nú þarf að varast.
Ríkisstjórnin þarf vissulega að gæta sín á
öfgum og oftrú á ákveðnar formúlur, en
forystumenn á öðrum sviðum ættu ekki
síður að varast öfgar í orðum og athöfn-
um. Þetta á við. um forystumenn laun-
þega, en ekki síðurmálsvara atvinnurek-
enda, að ekki sé minnst á stjórnarand-
stöðuna. Að vísu ætlast enginn til þess að
stjórnarandstöðuflokkamir hegði sér
öðru vísi en þeir gera. Hins vegar ætti að
mega gera þá kröfu til atvinnurekenda
að þeir ætli sér af í samskiptum við ríkis-
stjórnina. Ekki verður þó betur séð en
að atvinnurekendavaldið, sem borið er
uppi að mestu af harðsvíruðum Geirs-
mönnum í Sjálfstæðisflokknum, hafi va-
lið þann kost að vinna leynt og ljóst gegn
ríkistjórninni. Um það eru skipuleg sam-
tök sem ekki verða dulin. Sjálfstæðis-
flokkurinn beitir atvinnurekendavaldinu
nú af því purk
unarleysi, sem áður var alþekkt, en flest-
ir héldu að heyrðu sögunni til. Sjálfstæð-
ismenn hafa oft bmgðið Alþýðubanda-
laginu um pólitíska misnotkun laun-
þegahreyfingarinnar. En hvað má nú
segja um það nána samspil, sem er milli
Geirsarmsins og atvinnurekendavalds-
ins í landinu gegn ríkisstjórninni? Slíkt
samspil hýtur að leiða af sér öfgar og
átök, sem ekki verða til annars en óþurf-
tar. Þess er þörf nú sem oftast áður að
valdaöflin í þjóðfélaginu vinni saman og
leggist á eitt um að stjórn landsmála fari
sem best úr hendi. Síst ættu atvinnurek-
endur að skera sig úr um gott samstarf
við ríkisstjómina, svo mjög sem stefna
og störf hennar tengjast efnahagsmálum
og vanda atvinnuveganna með fullum
vilja til þess að atvinnulífið blónigist og
geti staðið undir góðum lífskjörum alm-
ennings í landinu.
Verðbólgan
er enn of mikil
Ríkisstjómin hefur setið við völd tæp
tvö ár. Hún tók við erfiðu efnahags-
ástandi, 60% verðbólgu og fyrirsjáanleg-
ri stöðvun atvinnulífsins víða um land í
febrúar 1980. Margt hefur lagast þessi
misseri sem síðan em liðin. En margt er
ógert af því sem gera þarf í efnahags- og
atvinnumálum. Verðbólgan er enn of
mikil og rekstrarhagur atvinnufyrirtækja
er ótraustur sem oft áður.
Eðli rekstrarvandans er í flestu svipað
því sem áður hefur þekkst: Verðbólga og
örar kostnaðarhækkanir innanlands,
sem ekki eru í neinu samræmi við söl-
uverð framleiðsluvöru á erlendum mark-
aði, þ.e.a.s. framleiðslukostnaður er
alltof hár vegna óðaverðbólgu. Og þó
hefur verðbólgustigið farið lækkandi.
Þetta mein verður að lækna og þjóðin
verður að skilja nauðsyn þess. En fyrst
og fremst verður að gera kröfu um skiln-
ing til þeirra sem til forystu hafa verið
kallaðir fyrir stjórnmálaöflum og hags-
munasamtökum. Þeirra orð og gerðir
vega þyngra en svo að þeim megi beita af
gáleysi eða ábyrgðarleysi..
íslenska þjóðin er efnuð þjóð og býr
við almenna velsæld. Það er því þarflaust
að sjá fyrir þrengingar eða samdrátt,
þótt ýmsar kröfur um bætt lífskjör verði
lagðar á hilluna í bili, þegar ljóst er að
ekki er hægt að verða við þeim. Almennt
geta launþegar ekki gert kröfu til annars
en halda því sem þeir hafa. Skilyrði til
almennra launahækkana eru því miður
ekki fyrir hendi á þessu ári.
Efnahagsaðgerðir sem framundan eru
geta því ekki miðast við almennar laun-
ahækkanir, heldur það að vernda kaup-
mátt launa og halda uppi fullri atvinnu.
En jafnframt verður að treysta rekstrar-
grundvöll atvinnuveganna, sem hlýtur
að verða aðalmarkmið efnahagsaðgerð-
anna ásamt niðurfærslu verðbólgunnar.
Óefað verða menn að leggja eitthvað á
sig í því sambandi, m.a. það sem áður er
sagt að fóma kröfum um almennar laun-
ahækkanir og aðrar óraunsæjar kjar-
abætur. Ef slíkt er fórn, þá er það fórn til
frambúðarhagsældar og atvinnuöryggis.
Vandamál iðnaðar
Ég vil ekki skilja svo við þessi mál að
ég minnist ekki sérstaklega á málefni út-
flutnings- og samkeppnisaðgerðir. Að
sjálfsögðu munu almennar efnahagsað-
gerðir sem framkvæmdar eru til hags-
bóta fyrir atvinnulífið í heild, koma
iðnaðinum að haldi svo langt sem þær
ná. Hins vegar er nauðsynlegt að menn
átti sig á, að útflutnings- og samkeppnis-
iðnaður á við sinn sérstaka vanda að
etja, sem sjávarútvegur býr almennt
ekki við. Rúmsins vegna mun ég ekki
greina þennan vanda í löngu máli. En
samkeppnisaðstaða iðnaðar okkar fs-
lendinga á hinum eftirsóknarverðustu
mörkuðum í Evrópu og Ameríku er
erfið, ekki síst fyrir þá sök að iðnaðarf-
ramleiðsla heimsins lýtur nú þeirri stefnu
alþjóðaauðvaldsins að reka hana í lágl-
aunalöndum til þess að halda niðri fram-
leiðslukostnaði. Við verðum því að sætta
okkur við lægra verð fyrir framleiðslu-
vörur okkar en vera myndi, ef keppt væri
við vörur framleiddar í þróuðum
löndum. Fleiri ástæður mætti nefna, og
vafalaust er það verðbólgan í landinu
sjálfu, sem á aðalsökina á því, hversu er-
fiðlega gengur í iðnaðinum, auk þess
sem gengisskráning var honum óhagstæð
lengst af árinu 1981.
Þá fer ekki milli mála, að iðnaður
EFTA- og EBE-landa er styrktur eftir
ýmsum leiðum sem telja má í andstöðu
við fríverslunarsamninga. Þessar ástæð-
ur allar verður að hafa í huga þegar
tryggja þarf rekstrargrundvöll útflutn-
ings- og samkeppnisiðnaðar.
Kaþólskari en páfinn
Nokkuð hef ég orðið þess var að for-
ystumönnum útflutnings- og sam-
keppnisiðnaðarins þyki hægt ganga um
framkvæmd iðnaðarstefnu, sem tryggi
þessum mikilvægu iðngreinum rekstrar-
grundvöll til frambúðar. Vafalaust er
margt til í því að árangur hins mikla
starfs, sem lagt hefur verið í könnun á
rekstrarskilyrðum og framtíðarþróun
iðnaðar, sé ekki kominn í ljós. En lengi
hefur verið að þessum málið unnið bæði í
tíð fyrri ríkisstjórna og þeirrar sem nú
situr. Það er því ekki setið auðum hönd-
um hvað þessi mál varðar, heldur virðist
úrlausnarefnið vefjast fyrir þeim, sem
tekið hafa að sér að benda á leiðir, ekki
einasta síðustu tvö ár, heldur miklu
lengur. Sannleikurinn er sá, að hér er um
mjög flókið mál að ræða, tæknilegt og
fjárhagslegt, einnig að hluta iðnmenn-
tunarvandamál, en ekki síst markaðs- og
viðskiptamál. Aðild okkar að Fríversl-
unarsamtökum Evrópu hefur alla tíð
verið beggja handa járn. Trúin á kosti
þeirrar aðildar og ofmat á skyldum okk-
ar samkvæmt EFTA-samningum hefur
gert okkur sljóa fyrir ókostum hennar.
Að ýmsu leyti höfum við verið kaþólsk-
ari en páfinn í framkvæmd EFTA-stefn-
unnar, sem því miður hefur leitt til þess
misvægis, að verslunarviðskipti eru
hömlulaus, útlend framleiðsla flæðir inn
í landið, en innlend iðnaðarframleiðsla
býr við öryggisleysi um markaði sína
jafnt innanlands sem utan. Reynslan
kennir að þetta misvægi verður að jafna.
Það á að vera hluti af skynsamlegri iðn-
aðarstefnu. EFTA-aðildin má ekki
verða til þess að draga úr vexti innlends
iðnaðar, heldur hið gagnstæða.
Gróandi þjóðlíf
í þessu áramótabréfi mínu til Dags hef
ég haldið þeirri landlægu venju að ein-
skorða nokkuð mál mitt við það sem á
þykir skorta um úrbætur og til vanda er
talið, enda álít ég að umræður um vanda-
mál og úrlausn þeirra eigi að hafa for-
gang í stjórnmálaafskiptum og hagsmun-
abaráttu. Hins vegar held ég að stjórn-
málamenn gangi yfirleitt of langt í tali
sínu um vandræðamál og túlki þau of
einhliða. Hlutlægt mat verður þá að
víkja fyrir skrumi og ýmiss konar pólit-
ískum ákafa, sem ekkert á skylt við rök-
ræður.
Ég vil því enda þetta bréf, hr. ritstjóri,
með því að minna lesendur Dags á það,
að íslenskt þjóðfélag einkennist allt eins
af grósku og þrótti sem vandamálum.
Verklegar framkvæmdir nú um þessar
mundir og mörg hin síðari ár og áratugi
mættu vekja undrun og aðdáun. Gróska
í listalífi og síaukin þátttaka almennings
á því sviði er ánægjulegur vottur um
skapandi hæfileika íslendinga og menn-
ingarviðleitni þjóðarinnar. íþróttir
standa með blóma. Sóst er eftir íslensk-
um afreksmönnum til þess að fylla hin
fræknustu kapplið milljónaþjóða. fs-
lendingar eru víðkunnir fyrir skákáhuga
og hafa eignast kappskákmenn í fremstu
röð. Vísindum fleygir óðum fram á flest-
um sviðum. Nauðsynleg skólamenntun
er nú almennari og aðgengilegri öllum en
áður var, sem er hið brýnasta mannrétt-
indamál, enda undirstaða persón-
uþroska og þeirrar þekkingar og kunn-
áttu sem hvers kyns framfarir hvíla á. Al-
menn velmegun er mikil á íslandi, næg
og fjölbreytt atvinna, mannfrelsi og fé-
lagslegt öryggi meira en í flestum öðrum
löndum. Kjör manna eru jafnari hér en
almennt gerist í nálægum löndum.
Allt þetta og margt fleira ættu menn
að hafa í huga, þegar rennt er augum yfir
íslenskt þjóðfélag og landshagi án þess
að menn gleymi vandamálum og því sem
miður fer og úr þarf að bæta.
Ég færi Norðlendingum og lands-
mönnum öllum alúðarkveðjur og óskir
um farsæld á nýju ári. Samherjum mín-
um í stjómmálum, framsóknarmönnum
og samvinnufólki í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, þakka ég samstarf og lið-
veislu. Að lokum flyt ég sérstaka heilla-
ósk til Dags, ritstjóra blaðsins og sam-
starfsmanna hans.
Jörundur Harðarsson og Ragnhildur Jósepsdóttir með verðlaun sín. Með á myndinni er Davið Jóhannsson starfsmaður i Vöruhúsi
KEA. Ijósm. Á.Þ.
Dagur verðlaunar blaðburðarbörn:
Blaðburðarembættið
gengur í arf i fjöl-
skyldum þeirra
Það er alltaf ánægjulegt að
geta sagt frá þegar fólk stendur
sig vel í starfi. Skömmu fyrir
áramót, þann 22. desember
nánar tiltekið, voru þau Ragn-
hildur Jósepsdóttir og Jörund-
ur Harðarson verðlaunuð fyrir
samviskusemi í starfi, en þau
bera bæði út Dag á brekkunni.
Önnur blaðaburðarbörn, sem
hafa staðið sig vel, fengu leik-
húsmiða.
Jörundur og Ragnhildur fóru
með tíðindamanni Dags í Vöru-
hús KEA, þar sem Davíð Jó-
hannsson tók á móti komumönn-
um og fylgdi þeim á aðra hæð
Vöruhússins. Jörundi var boðið
að velja sér skíði og bindingar, en
Ragnhildur fékk að velja sér
hljómplötu. Vöruhúsið býður
m.a. upp á FISCHER skíði og
SALOMON skíðabindingar, en
hvort tveggja eru mjög vel þekkt
nöfn meðal skíðamanna. Jörund-
ur var líka himinlifandi þegar
hann og Davíð höfðu valið silfur-
grá skíði og glampandi bindingar.
Það kom í ljós þegar rætt var
við þau Jörund og Ragnhildi að
dreifing Dags er ekkert nýnæmi í
fjölskyldum þeirra. „Ég byrjaði í
sumar, en fjórar systur mínar
báru út áður,“ sagði Jörundur og
var ekkert á því að hætta á næst-
unni. Ragnhildur hefur dreift
Degi í tvö ár með mikilli prýði,
rétt eins og Jörundur. Áður en
Ragnhildur byrjaði höfðu tvö
systkini hennar gegnt starfinu.
Niðurstaða tíðindarmanns Dags
af viðtölum við krakkana varð sú,
að það hlyti að vera eftirsóknar-
vert starf að bera út Dag fyrst em-
bættið gengi í arf eins og raun ber
vitni.
í samtali við Davíð kom fram
að Vöruhús KEA býður upp á all-
ar gerðir FISCHER skíða, sem
skíðamenn kunna að girnast.
Bindingar eru settar samstundis á
ef menn æskja þess og skór á svig-
og gönguskíði fást í Vöruhúsinu
og skiptir þá ekki máli hvort við-
komandi er að byrja eða lengra
kominn í listinni. Skautamenneru
ekki vanræktir og nú er boðið upp
á nýjung á því sviði í Vöruhúsinu,
en þar eru til skautar sem eru
þannig úr garði gerðir að hægt er
að skipta um járnið á þeim. „Inn-
bæingarnir segja mér að þetta sé
það besta í dag og betri meðmæli
er varla hægt að fá,“ sagði Davíð.