Dagur - 02.03.1982, Side 9

Dagur - 02.03.1982, Side 9
Allt unnið í sjálfboða- vinnu í Bögg- visstaðafjalli Þegar komið er að kveldi til Dalvíkur blasa við upplýstar skíðabrekkur í Böggvisstaða- fjalli rétt ofan við bæinn. Því þótti ástæða til að forvitnast nánar um aðstöðu til skíða- iðkana á staðnum. Haft var í því sambandi tai af Hilmari Daníelssyni, sem sýnt hefur þessum málum mikinn áhuga. Um uppbyggingu á skíðaað- stöðu á Dalvík sagði Hilmar að fyrir allnokkru hefðu nokkrir áhugasamir menn tekið sig til og stofnað skíðafélag. Fyrsta verk- efni félagsins var kaup og upp- setning á togbraut. Greiðslu á kaupverði sá skíðafélagið að mestu leyti um sjálft og sama er að segja um alla aðra aðstöðu er síðar hefur komið í fjallið. Að- staðan er fyrst og fremst miðuð við þarfir almennings og eru nú í fjallinu 2 togbrautir, upplýstar brekkur, snjótroðari og hús fyrir skíðageymslur. Varðandi að- stöðu til keppnishalds sagði Hilmar að til væri sjálfvirk tíma- tökutæki svo að sú aðstaða væri góð enda hafi verið haldin mót í fjallinu þ.á.m. punktamót ung- linga. Til reksturs og uppbyggingar mannvirkja hefur félagið frá upphafi fengið árlegan styrk frá sveitarfélaginu, og framlag úr íþróttasjóði en þau framlög koma seint og illa og ekki í neinu samræmi við það sem gert er ráð fyrir í lögum um íþróttasjóð. „Aðal fjármagnið liggur þó í sjálfboðavinnu félaga sjálfra. Oll vinna við uppbyggingu mannvirkja hefur verið unnin af félögum Skíðafélags Dalvíkur endurgjaldslaust.“ - En hver er svo áhugi al- mennings á að nota þessa að- stöðu og hefur jafnframt verið hugsað fyrir þörfum skíða- göngufólks? „Fullyrða má að þetta er lang- vinsælasta íþróttagreinin sem stunduð er hér á Dalvík. Á kvöldin og um helgar eru margir tugir fólks í fjallinu. Alltaf er einnig þó nokkur fjöldi fólks sem stundar skíðagöngu og er þess jafnan gætt að þarna séu troðnar göngubrautir," sagði Hilmar að lokum. Aðalfundur Aðalfundur KA verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Lundar- skóla n.k. mánudag, 8. mars kl. 20,30. Fundarefni verða venju- leg aðalfundarstörf. Þá verður sýning úr myndbandasafni KA úr leikjum í fyrstu deild í knatt- spymu og handknattleik. Félag- ar eru hvattir til að fjölmenna. Tap gegn Val: KA neðst f deildinni Þrátt fyrir tap gegn Val á sunnudaginn, sagði Þorleifur Ananíasson eftir leikinn að þetta væri ekki búið ennþá, því þrír leikir væru ennþá eftir í deildinni. Staða KA er nú mjög slæm en þeir eru neðstir, einu stigi á eftir HK og Fram. KA á eftir að leika við Víking og KR í Reykjavík og FH hér á Akureyri, þannig að greini- legt er að róðurinn verður erfiður. KA náði óskabyrjun í leikn- um á móti Val er þeir komust í fjögur gegn einu. Þá náðu Vals- menn að jafna, og skömmu sðar var aftur jafnt á markatöflunni sjö gegn sjö. Pá gerðu Valsmenn þrjú næstu mörk og í hálfleik var staðan tíu gegn sjö. í byrjun síðari hálfleiks náði KA aðeins að minnka muninn, en eftir það fór að síga á ógæfu- hliðina fyrir þá og smám saman náði Valur yfirburðastöðu. ÞÓR OG DALVÍK: ÞÓR SIGRAÐI ÖRUGGLEGA Þór og Dalvík léku í þriðju deild karla í handbolta á laug- ardaginn. Fyrri Ieik þessara aðila lauk með öruggum sigri Þórs, og svo fór einnig í þess- um leik að Þór sigraði örugg- Iega með 26 mörkum gegn 23, eftir að staðan í hálffleik hafði verið 17 mörk gegn 11 Þór í vil. Þórsarar eru í toppbaráttu deildarinnar ásamt Armanni og Gróttu. Þórsarar gerðu fyrsta markið en Dalvíkingar jöfnuðu og þannig fór með fjögur fyrstu mörkin hjá báðum liðum, þ.e.a.s. Þór varð á undan að skora en Dalvík jafnaði. f>á gerðu þeir Siggi og Sig- tryggur tvö mörk hver fyrir Þór, og breyttu stöðunni á örfáum mínutum í 8 gegn 4. Sá marka- munur varð Dalvíkingum um megn og smám saman sigu Þórs- arar lengra framúr, og komust mest í sjö markamun. Þrátt fyrir sigur Þórsara unnu Dalvíkingar síðari hálfleikinn markalega séð, en í þeim hálfleik fengu allir leikmenn Þórs að reyna sig. Sig- urður Pálsson var í miklum ham í þessum leik, og var bestur Þórsara. Hann var mjög frískur og gafst aldrei upp. Marka- maður Dalvíkinga Björn Ingi Hilmarsson var þeirra bestur, en annars hressir afturkoma Al- berts Ágústssonar mikið upp á markaskorun þeirra. Hann lék áður fyrr með KA og fleiri liðum og er geysilega skotfastur og hann er örfhentur. Flest mörk Þórs gerði Sigurð- ur 10 (1 úr víti) Sigtryggur 9 (8 úr víti) Árni Gunnars.3, Gunnar 2 og Einar og Árni St. 1 .hver. Albert var markahæstur Dalvíkinga með 12 mörk, Magnús, Einar og Björn gerðu 3 hvor og Júlíus og Tómas 1 hvor Dómarar voru Aðalsteinn Sig- urgeirsson og Benedikt Guð- mundsson og dæmdu þeir ágæt- lega. Þór og 3ja deildin: Nú er spennandi staða komin upp í þriðju deildinni í Hand- knattlcik. Þrjú lið eru efst og jöfn að stigatölu en þau eru Þór, Grótta og Ármann. Sá hængur er hins vegar á að að- eins tvö þeirra fara upp í aðra deild. Innbyrðis markahlutfall í leik- um þeirra ræður því hvaða lið verða tvö efst í deildinni. Af þessum þremur liðum stendur Þór verst að vígi með eitt mark í mínus bæði á Gróttu og Ármann. Eftir stórsigur Ármanns á Ak- urnesingum á laugardaginn eru miklar líkur á því að öll þessi lið vinni þá leiki sem þau eiga eftir í deildinni, en þau eiga eftir að leika við neðstu lið deildarinnar. Allir „innbyrðisleikir“ þeirra eru búnir, og ekkert annað lið í deildinni getur náð þeim að stigatölu. Eina von Þórs í stöð- unni er að eitthvert liðið í neðri hluta deildarinnar steli einu stigi af Gróttu eða Ármanni. Sigurður Pálsson átti stórleik með Þór á laugardaginn, en hér sést hann stöðva einn rússneskan landsliðs- mann, þegar Þór keppti við rússneskt félagslið í haust. Erlingur Kristjánsson var mark- hæstur KA-manna í leiknum. Þegar flautað var til loka leiksins var staðan 23 gegn 17 og stórsigur Vals í höfn. Þorleifur sagði að sér virtist Valsliðið mun betra nú en fyrr í vetur þegar KA lék við þá hér á Akureyri. Þeir séu nú mikið fljótari, og sérstaklega séu hraðupphlaup þeirra vel útfærð. Erlingur var markhæstur KA manna með 5 mörk 2 úr víti, Þorleifur og Friðjón gerðu 4 mörk hvor og Sigurður 2. Aðal- steinn stóð í marki KA mest all- an tímann og varði vel eða alls 20 skot sem þykir mjög gott. Að lokum skal þess getið að KA tókst ekki að skora nema úr þeim fimm vítaskotum af þeim sjö sem þeir fengu. 2, mars 1982-DAGUR-9 11 'i, ' • ') '■ l'lí .

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.