Dagur - 16.04.1982, Side 6

Dagur - 16.04.1982, Side 6
síðan var ekið á annan veitingastað . . „Fyrst fengum við grænt te . . . svo komu fleiri og fleiri réttir . . . „Reyni að líta á „Ég er í rauninni alls ekki til- búinn að svara þeirri spurn- ingu hvernig maður ég er. Það væri nær að einhverjir aðrir gerðu það. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei farið út í þá sálma að kryfja persónuna Hjört Eiríksson á þann hátt að ég geti svarað þessari spurn- ingu. Ég vil því skjóta mér undan því að svara henni“. - Þannig svaraði Hjörtur Eir- íksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins, fyrstu spurningunni sem við beindum til hans. Við báðum hann um viðtal um eitthvað allt annað en erfíðleika í iðn- rekstri í landinu. - Þú hefur orð á þér fyrir það að vera gamansamur maður sem á létt með að sjá spaugilegu hlið- ina á tilverunni. „Það er nú ekki alveg rétt, því ég tel sjálfan mig ekki gaman- saman að eðlisfari. Ég reyni hins vegar að líta að björtu hliðarnar, sem ég tel nauðsynlegt í amstri og annríki dagsins. Stundum reyni ég að brynja mig gegn erf- iðleikunum með svolitlum gálgahúmor, en að öðru leyti er ég ekki mjög spaugsamur maður." - Hvar ert þú fæddur og uppalinn? „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, átti heima rétt fyrir utan bæinn eins og hann var þá. Faðir minn byggði bæ og nefndi hann Laugardal og það nafn festist síðan á umhverfið. Þar er ég alinn upp í vissri sveita- mennsku ef maður getur sagt svo. Þarna voru kýr og á tímabili var það sérgrein föður míns að ala upp fugla. Hann hafði hænsni, endur, gæsir og kalkúna og það eru margar skemmtilegar endurminningar tengdar sambýlinu við þessar skepnur. Ég má til með að segja eina sögu því til staðfestingar. Við áttum hvíta kú sem var dálítið forvitin og með nefið niður í öll- um hlutum. Við áttum einnig gæsahjón, sem voru nýbúin að unga út er sagan gerðist. Stegg- urinn var ansi hvass og átti til að vera mjög skapvondur. Eitt sinn var kýrin hvíta að ráfa um inn í fuglagarðinum og rak þá höfuð- ið inn í hús sem þessi gæsahjón höfðu fyrir sig. Þar inni lá gæsa- mamma á ungunum en gæsa- pabbi sem þarna var á vappi rétt hjá sá þetta tilsýndar og hljóp — SpjaUað við Hjört Eiríksson forstjóra Iðnaðard með miklum látum að kúnni. Beit hánn síðan í halann á henni en hún tók sprett um allt túnið og steggurinn hélt sem fastast. Gæsahjón þessi urðu ekki fyrir frekari áreitni hvítu kýrinnar". - Hjörtur er sonur hjónanna Eiríks Hjartarsonar og Valgerö- ar Ármann Hjartarsonar. Móðir hans var fædd og uppalin í Bandaríkjunum, þar sem Eirík- ur kynntist henni. - Þau byggðu af mildum myndarskap bæinn Laugardal og hófu þar garðrækt og trjárækt. Sú ræktun var fyrsti vísirinn að hinum stórfenglega grasa- og trjágarði sem prýðir Laugardalinn í dag og er einhver fegursti reitur höfuðborgarinn- ar. „Jú, það er rétt, húsið var mjög stórt, enda fjölskyldan stór. Við vorum átta systkinin, ég á sjö systur og er yngstur. Það er nú aldeilis búið að tala um það um dagana að ég hafi verið alinn upp í miklu eftirlæti og þess háttar, eini sonurinn og þar að auki yngstur. Þetta var mjög stórt heimili og þarna voru einn- ig margir gestkomandi. Faðir minn og Helgi Tómasson yfir- læknir á Kleppi voru góðkunn- ingjar. Á þriðja áratugnum voru oft nokkrir vistmenn af Kleppi heima hjá okkur. Þeim var út- veguð vinna og þeir borðuðu heima. Ég man eftir því að mér var strítt töluvert vegna þess að það væru svo margir „vitleysing- ar“ heima hjá mér. Mér var sannast sagna ekki sama um þetta. Stundum var mér heldur ekki alveg sama um að setjast til borðs með vistmönnunum af Kleppi, en það hvarf þegar í ljós kom að ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu fólki, það kom aldrei nokkur hlutur fyrir“. - Leið Hjartar lá í Verslunar- skólann og þaðan lauk hann prófi 1947, en þá hélt hann til Bretlands, þar sem hann stund- aði nám í iðnrekstri við Poly- technic í London. „Ég var í skóla sem var fyrst og fremst ætlaður fyrrverandi hermönnum til að undirbúa þá undir dagleg störf að stríðinu nýloknu. Þarna var ég í tvö ár og námið var í mjög samþjöppuðu formi. Að því lok-nu starfaði ég í tæplega eitt ár hjá Loftleiðum í London og hafði bæði gagn og gaman af. Þetta var afskaplega skemmtilegur tími, enda var ég ungur og áhyggjulaus." - Einhverjum góðum sögum hlýtur þú að geta skotið að okk- ur frá Englandsdvölinni, ekki svo? „Evrópa var að opnast al- menningi eftir stríðið, ekki síst íslendingum, sem margir hverjir þekktu lítið annað en íslenska sveitamenningu. Þetta voru fyrstu árin sem flogið var reglu- lega til útlanda að heiman. Mitt starf var aðallega fólgið í því að annast íslenska ferðamenn og veita þeim þá þjónustu sem þeir þurftu á að halda, ásamt því að annast afgreiðslu flugvélanna. Ég þvældist talsvert um með íslendinga á þessum tíma, fór oft með þá til Parísar, en stór hluti þessa fólks kunni ekkert annað tungumál en sitt eigið og þess vegna þurfti oft að hugsa um það eins og börn. Mér dettur í hug einn kaup- maður úr Reykjavík sem hafði mjög mikið sjálfstraust, svo mikið að hann vildi alls ekki að ég aðstoðaði hann við að ganga frá hlutunum. Hinsvegar kunni hann lítið meira í ensku en að segja „yes“ og „no“. Svo var það eitt sinn að é’g var með þessum manni og fjölskyldu hans í inn- kaupaleiðangri. Hann vildi endilega reyna að tala við af- greiðslustúlkuna sjálfur, en það gekk ekki betur en svo að hún skildi ekkert af því sem hann var að segja. Hún spurði hann þá á þýsku hvort hann talaði það mál og maðurinn svaraði um hæl: „certainly". Þá fór afgreiðslu- stúlkan að tala við hann á þýsku, en hann rak upp stór augu og skildi að sjálfsögðu ekki orð. Lauk þessu þannig að hann sagði: „Heyrðu Hjörtur, ég held þú verðir að taka við og annast þetta.“ - Ég hafði gaman af þessu því löngunin var svo mikil hjá manninum að standa sig sjálfur, og það gerði hann reynd- ar oft er hann var einn, hann hafði kjark til þess að reyna að standa sig þótt svona tækist til í þetta skipti. Margt fleira gerðist auðvitað skemmtilegt. Ég var annað slag- ið upp í Hull og Grimsby í sam- bandi við fyrirgreiðslu við sjómenn, sem sigldu mikið á þessar borgir. Ég minnist þess að ég var eitt sinn beðinn um að reyna að hafa upp á ótal pökkum, sem tveir sjómenn höfðu keypt í Hull, en týnt á „pöbbum“, sem þeir höfðu farið á eftir verslunarferðina. Stutt var í það að skipið ætti að halda frá Hull og mönnunum þótti af- skaplega slæmt að tapa öllu og koma ekki með neinar gjafir heim. Ég þeyttist um borgina og ég held að mér hafi tekist að hafa upp á flestum pökkunum. Þeir voru til staðar þar sem sjómenn- irnir höfðu skilið þá eftir, það vantaði ekki heiðarleikann hjá Bretunum. Pakkana fann ég á „pöbbunum" víðsvegar um borgina og það var mikil ánægja þegar ég kom með þetta um borð. Ég kom heim til íslands um áramótin 1949-1950 og var þá búinn að ráða mig í starf hjá Haraldi heitnum Árnasyni, kaupmanni í Reykjavík. Örlög- in tóku hinsvegar í taumana. Haraldur sem var samferða mér heim í flugvélinni dó á leiðinni og það varð ekkert úr því starfi sem hann hafði haft í huga fyrir mig. Ég sótti um og fékk starf hjá Iðnaðardeild Sambandsins og þar hef ég verið síðan. Harry heitinn Frederiksen var þá framkvæmdarstjóri Iðnaðar- deildar en ég var þar sendisveinn og fulltrúi og allt þar á milli en við vorum ekki nema tveir á skrifstofunni. Ég annaðist skráningu á framleiðslu og sölu, bréfaskriftir og fleira, en aðal- starfið var þó sennilega fyrir- greiðsla fyrir verksmiðjuna hér fyrir norðan, snúningar og snatt. Til Akureyrar kom ég svo í mars 1952, þannig að liðin eru 30 ár frá.því ég kom hingað. Hér var ég í tæp tvö ár, en þá fór ég til náms í Þýskalandi og var þar í tæp þrjú ár við tækni- skólann í Aachen. Það var mjög sérstakur tími, mikil harka í Þýskalandi á þessum tíma, enda Þjóðverjar að vinna sig upp eftir stríðið. Aachen hafði 7 sinnum gengið á milli Bandamanna og Þjóðverja í stríðinu og var meira og minna í rúst. Þó er svo merki- legt að þrátt fyrir allar skemmd- irnar, stóðu svo til óskaddaðar einhverjar fallegustu byggingar sem til eru í Þýskalandi, eins og Karla Magnúsar kirkjan sem var byggð á 9. öld og nokkrar eld- gamlar byggingar í kring um hana. Og það sem meira er, þessi kirkja stendur upp á hæð, þannig að maður skyldi ætla að hún hefði fljótlega verið skotin f rúst. Það var barist um hvert hús í borginni og ég held að Banda- menn hljóti að hafa haft fyrir- mæli um að hlífa þessum bygg- ingum. Þjóðverjar eru alveg gífurlega duglegt fólk og kröfurnar sem gerðar voru til manns þarna voru mjög miklar. Fyrsta árið varð maður því að leggja dag við nótt til þess að komast áfram og ég held að það hefði aldrei tekist ef ég hefði ekki búið í herbergi með Þjóðverja, sem var einstak- lega duglegur og samviskusamur og við lásum saman fyrsta árið. Það bjargaði mér frá falli. - Nú ferð þú í þetta nám eftir að þú hófst störf hjá Iðnaðar- deild Sambandsins, og þá vænt- anlega í þeim tilgangi að afla þér meiri menntunar til að nota þar? „Jú það var ætlunin, og ég lærði þarna ullarvinnslu frá byrj- un til enda. Á þeim tíma sem ég hafði unnið hjá Iðnaðardeild- inni á Akureyri hafði ég starfað við öll stig vinnslunnar hjá Gefj- unni. Byrjaði í ullarmatinu, síð- an í ullarþvottinn, kembingu, spuna o.s.frv. Ég var meira að segja í tauviðgerðum í hálfan mánuð með kvennfólkinu og þótti mörgum spaugilegt, enda mun það hafa verið í fyrsta skipti sem karlmaður vann þau störf. Þetta var afskaplega nauðsyn- legt, enda forsenda þess að ég kæmist í skólann að ég hefði tveggja ára reynslutíma við alla þessa verkþætti. Eftir námið FIMM NATTA VORFEF Beint þotuflug frá Akureyri (með viðkomu í fríhöfninni) Brottför: 27. apríl kl. 09.00 - Heimkoma: 2. maí kl. 24.00 Gisting: Clifton Ford Hotel, afbragðsstaðsetning, öll herbei baði og litasjónvarpi - Fararstjóri: Pétur Jósefsson. Verö k Möguleikar á skoðunarferöum. knattspyrnuleikjum, söngleikjum, leikhusmi FA-kjör: Eftirstöðvar á 3 DAGUR -16. apríl 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.