Dagur - 16.04.1982, Page 7

Dagur - 16.04.1982, Page 7
björtu hliðarnaru iildar Sambandsins, um allt milli himins og jarðar vann ég að ýmsum hönnunar- og skipulagsverkefnum. Þeir straumar sem þá voru farnir að flæða um Evrópu varðandi nýj- ungar höfðu ekki borist hingað. Verkefnin voru því mörg og af- skaplega gaman að takast á við þau. Við vorum þarna saman ég og Hreinn heitinn Pormar, sem var einnig nýkominn heim frá námi í litunarfræðum. Við unnum vel saman og vorum fullir af eld- móði. í febrúar 1972 tók ég við verksmiðjustjórastarfi í Gefjun og þremur árum síðar tók ég við framkvæmdarstjórastöðu Iðn- aðardeildar er Harry Frederik- sen lést, en sú staða var þá um leið flutt hingað norður." - Fylgja ekki þessu starfi mikil ferðalög bæði innanlands og utan? „Það má segja að það fylgi þessu starfi mjög tíðar ferðir til Reykjavíkur, nánast í hverri viku. Utanlandsferðir í dag eru hinsvegar orðnar fáar. Það er sölufólk okkar sem annast þær ferðir. Rússlandsferðir eru í rauninni einu ferðirnar sem ég annast ennþá erlendis fyrir Iðnaðar- deildina, og þangað er ég búinn að fara árlega og stundum tvisv- ar á ári frá 1968. Ég held að þær ferðir séu orðnar 20 talsins.“ - Hvernig eru Rússarnir heim að sækja? „Þetta er afskaplega gott fólk og höfðingjar heim að sækja. Þar hafa orðið miklar breytingar síðan ég kom þangað fyrst, vöruúrvalið hefur aukist og bíla- eignin hefur aukist verulega. Það fer ekkert á milli mála að efnahagur fólks þarna fer batn- andi. Eg hef á þessum ferðum fyrst og fremst verið í Moskvu og þar í nágrenni. Ég hef raunar ekki nema tvívegis komist eitt- hvað að ráði útfyrir Moskvu. Síðastliðið vor fór ég til Ube- kistan í Mið-Asíu og það var afar skemmtileg og fróðleg för. í Ubekistan eru miklar náttúru- auðlindur og fólkið þar hefur bað eott. Þeir hafa mikið af olíu, gasi og málmum, þarna eru gim- steinanámur miklar, mesta baðmullarræktun í Ráðstjórn- arríkjunum og áfram mætti telja, þannig að þetta fylki er auðugt. Við vorum þarna Valur Arn- þórsson og Helgi Rafn Trausta- son, sem nú er látinn, þáverandi kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og það var afskaplega vel um okkur hugsað. Við fórum til þriggja borga, til höfuðborgar- innar Taskent og hinna sögu- frægu borga Samarkand og Buk- hara.“ - Þú munt hafa sagt frá þess- ari ferð og miklum veislum sem þið lentuð í, á Rotaryfundi. Hvernig gekk þetta til? „Þegar við komum til Buk- hara var farið með okkur á ekta „mouslem" veitingastað, en þar er fyrirkomulag þannig, að menn sitja nánast á hækjum sér á lágum bekkjum umhverfis stór borð. Fylgdarmenn okkar ætl- uðu aðeins að sýna okkur stað- inn og leyfa okkur að smakka te, sem heimamenn búa til og er grænt á litinn. Veitingamaður- inn vildi hins vegar endilega að við smökkuðum á allskonar þjóðlegum réttum. Úr þessu varð heljarmikil máltíð, sem við héldum að myndi duga sem há- degisverður. En viti menn. Það var ekið með okkur beint á annan veit- ingastað og þá fórum við í há- degismatinn. Við gerðum okkar besta, borðin voru hlaðin réttum, og fyrir utan kalt borð, sem byrjað var á, kom fjögurra rétta máltíð. Við borðuðum meira en góðu hófi gegndi, svo ekki sé meira sagt. Eftir skoðunarferð um borg- ina þennan dag var farið með okkur í skemmtilegt h'tið þorp, ekta samvinnuþorp, og okkur sýnt hvernig hafi verið staðið að uppbyggingu þess. En þeir gerðu það ekki endasleppt með veisluhöldin, því þar vorum við drifnir á veitingastað og þar voru ekki síður girnilegar veitingar á borðum en fyrr um daginn. Þarna sá ég í fyrsta skipti heil- steikt lamb, en það er siður í þessu héraði að slátra lömbun- um tveggja daga gömlum og heilsteikja með höfði og dindli. Þarna gerðum við okkar besta til að gera þessum kræsingum skil, og héldum þegar því var lokið, að nú værum við búnir að gera vel í mat þann daginn. Eftir matinn vorum við keyrð- ir beint út á flugvöllinn og farið með okkur í sérstakt herbergi á flugvellinum. Og heldur þú ekki að þar hafi beðið okkar matar- borð! Þá átti að kveðja okkur við förina frá Bukhara með hestaskál, en þar tíðkast ekki að drekka skál án þess að borða með. Á Bukhara og Samarkand er klukkustundar tímamismunur. Við græddum einn tíma og það skipti engum togum að við vor- um keyrðir beint af flugvellinum á eitt veitingahúsið enn til ann- ars kvöldverðar. Við upphófum mikil mótmæli og sögðumst vera búnir að borða fjórar viðamiklar máltíðir þennan daginn í Buk- hara og gætum ekki meira. „Ef það er rétt að þið hafið borðað fjórar máltíðir í Bukhara þá verðið þið að borða fimm hér,“ var svarið sem við fengum frá gestgjöfum okkar. Þeir ætluðu greinilega að gera betur en fyrri gestgjafar. Við sátum þarna lengi að borðum og ræddum við forustulið Samvinnuhreyfingar- innar í Samarkand um starfsemi þeirra og sögðum þeim frá okkar starfsemi. Þetta er mesta át sem ég hef nokkru sinni komist í.“ - Hjörtur k efur ferðast nokk- uð um Sovétríkin, og k eyrt k öfð- um við að kann kafi kveðið rím- ur fyrir innfædda I Armeníu sem er rétt við landamæri Iran, við inntum kann eftir því. „Það var þannig að ég var á ferð með Erlendi Einarssyni og Andrési Þorvarðarsyni og við vorum boðnir út á skemmtilegan veitingastað af samvinnumönn- um í Armeníu. Þeir skemmtu okkur með söng og tónlist og þegar líða tók á kvöldið vildu Ð TIL i með 4.950. I FA-Sími 25000 im o.s.frv. nánuðum þeir endilega að við sýndum hvað við gætum gert þeim til skemmtunar. Það kom í ljós að við vorum litlir söngmenn eða skemmtikraftar yfirleitt, en til þess að sýna lit þá hóf ég að kveða rímur með eins miklum tilþrifum og mér var unnt. Rím- an sem ég kvað var svona: „Klukkuna vantar kort í sex/ og kemur mér það illa/ af því að þokan óðum vex/ og ætlar féð að trylla.“ Ég veit ekki hvorum brá meira, ferðafélögum mínum eða gestgjöfum. Síðan skýrðist þetta og Armeníumenn höfðu gaman af. Hvort þeir hafa álitið eftir á að þetta væri okkar aðal söng- máti í dag veit ég ekki, en við sungum ekkert annað.“ - Þótt starfið sé tímafrekt þá hlýtur þú að hafa einhverjar tómstundir, hvernig vilt þú helst verja þeim? „Ég hef ýmis áhugamál, en það má segja að mín aðaláhuga- mál séu í sambandi við ræktun og ég geri ráð fyrir að það stafi af uppeldi mínu. Við hjónin eigum lítin reit út í Arnarneshreppi og höfum mikinn áhuga á því að kanna hvað er hægt að rækta þar. Til gamans má segja frá því að það eru 15 ár síðan við girtum þennan reit og á þessum árum hefur vaxið þarna kjarr af bæði grávíði og gulvíði, en fyrir utan reitinn sj ást þessar plöntur ekki. Þetta sýnir að þessar plöntur leynast í jörðinni, en ná ekki að komast upp vegna beitar. Ég hef ekki getað sinnt þessu sem skyldi, en þetta er mikið áhuga- mál, sem ég ætla mér að sinna meira í framtíðinni." - Ég hef heyrt að þú hafir gert tilraunir til laxveiða, en ekki gengið sem best. Nú hlær Hjörtur hressilega. - „Það hefur ekki gengið vel hjá mér. Mér var eitt sinn boðið að fara austur í Laxá í Aðaldal. Ég man ekki hvort það voru tveir eða þrír dagar sem mér voru gefnir af sérstöku tilefni. En það vildi hinsvegar ekki betur til en svo að ég gleymdi þeim og það lýsir sennilega best áhuga mín- um á laxveiði, enda hef aldrei veitt lax. Ég hef hinsvegar farið með sovéskum gestum í veiði, en þá verið í því að snattast í kring um þá, róið eða annað álíka merkilegt. Veiðimaður er ég því lítill eða nánast enginn og hef einungis veitt þorsk hér á Pollinum. Konan mín og ég gerðum jú einu sinni tilraun til að veiða og vorum búin að kaupa fín tæki til þess, veiðistengur og fleira, sem ég kann ekki að nefna. Við fór- um að kasta í gríð og erg og gekk ekkert. Þá kom bóndi þar af bæ rétt hjá með bambusstöng og seglgarn. Hann fékk strax stærð- ar fisk og svo annan og annan. Við fengum hinsvegar ekkert, og þegar hann var kominn með þann þriðja á stuttum tíma þá pökkuðum við saman og fórum heim. Þetta var Laxá, á silunga- svæðinu á Hellulandi." - Hjörtur, maöur hefur á tii- finningunni aö þú sért svolítið snöggur upp á lagið. Ert þú fljót- fær maður? „Ég var ákaflega óþolinmóð- ur og allt þurfti að ganga mjög hratt fyrir sig hér áður fyrr. En með aldrinum hefur komið meiri íhugun einsoggjarnan vill verða. Ég hef oft sagt að hvert mál skyldi tvisvar sinnum skoð- að eða rætt verða. Það er oft mikilvægt að ákvörðun sé ekki tekin í fljótheitum þegar um þýðingarmikil mál er að ræða.“ - Tekur framkvæmdarstjóri Iðnaðardeildar Sambandsins vinnuna með sér heim, eða getur hann leyft sér þann „munað“ að skilja hana eftir á vinnustað? „Því miður tek ég vinnuna með mér heim. Ég hef ekki get- að komist hjá því. Það er að vísu galli sem ég geri mér vel grein fyrir, en mér hefur ekki tekist að breyta þessu þótt ég hafi gert margar tilraunir til þess.“ - Hugsarðu um lítið annað en vinnuna þína? „Hún er mjög krefjandi og tekur mestan hluta tíma míns. Ég er hins vegar ekkert ósáttur við það, því þetta er ákaflega áhugavert starf. Ég hef mörg önnur áhugamál en ég nefndi hér áður og ég stefni að því að reyna að sinna þeim meir en ég hef getaðiil þessa, ekki síst fjöl- skyldu minni, en ég er svo lán- samur að eiga dásamlega góða konu sem hefur stutt mig dyggi- lega í gegnum þykkt og þunnt, og það er örugglega réttmæli að hún sé minn betri helmingur.“ - Eins og endranær er Hjört- ur rokinn á dyr fyrr en varir, verkefnin bíða, viðtalið nánast tímasóun og þolinmæði hans miklu meira en á þrotum. 16. apríl 1982 — DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.