Dagur - 20.04.1982, Side 3

Dagur - 20.04.1982, Side 3
Þátttakendur á öðru námskeiðinu. Kjötf ram lei ðsl u- fólká námskeiði í síðustu tveim vikum mars-mán- aðar fóru fram tvö þriggja daga námskeið fyrir kjötafgreiðslufólk kjörbúða KEA. Þessi kjötvöru- námskeið voru framkvæmd í sam- ráði við Samvinnuskólann á Bifröst, en kennsla og stjórn var öll í höndum heimamanna. Þátt- takendur í hvoru námskeiði voru tíu eða alls 20, þ.e. 1-2 úr hverri kjörbúð KEA á Akureyri auk fólks frá nokkrum útibúum Kaup- félagsins við Eyjafjörð. Þátttak- endur, sem gerðu mjög góðan róm að námskeiðunum, luku þeim með því að standa fyrir vörukynningum í kjörbúðum á nokkrum framleiðsluvörum Kjöt- iðnarðarstöðvar og Brauðgerðar KEA. -Á myndinni má sjá þátttak- endur í fyrra kjötvörunámskeið- inu.- TRESMIÐAFÉLAG AKUREYRAR: Samstaða um steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki Trésmiðafélag Akureyrar hef- ur lýst yfir samstöðu með þeim hugmyndum, sem uppi eru um byggingu steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. í fréttatilkynningu frá Tré- smiðafélaginu segir orðrétt: Skorað er á hæstvirtan iðnað- arráðherra, Hjörleif Guttorms- son, að hann beiti sér fyir því að steinullarverksmiðja rísi á Sauð- árkróki. Hvatt er til einhuga sam- stöðu þingmanna í Norðurlands- kjördæmum vestra og eystra, þannig að þeir beiti áhrifum sín- um málinu til stuðnings. Einnig er þessari áskorun beint til allra sveitarstjórna og verkalýðsfélaga á Norðurlandi að knýja á um ein- huga samstöðu allra Norðlend- inga málinu til stuðnings. Trésmiðafélag Akureyrar vill benda á könnun Vinnumáladeild- ar Félagsmálaráðuneytisins sem lögð var fram á ráðstefnu um atvinnumál á Norðurlandi, þar sem fram kemur að tímabundið atvinnuleysi er meira hér á Norðurlandi en annars staðar á landinu, einnig er rétt að benda á að meðalárstekjur á Norðurlandi eru lægri en annars staðar hér á landi. Unglingar á aldrinum 10-12 ára, úr grunnskóla Öngulstaðahrepps, komu á dögunum í heimsókn til Dags ásamt skólastjóra og ökumanni. Þau skoðuðu húsakynni blaðsins og það er von leiðsögumannsins að þau hafi fræðst ögn um blaðaútgfu. Mynd: áþ NYTT NYTT NYTT Fyrir þau allra yngstu □ Barnagöngugrindur □ Barnaburðarrúm □ Barnarúm □ Barnaleikgrindur □ Barna-hopprólur til að setja í dyr □ Barnabaðkör á statívi til að hafa á baðkörum 1—1 Vmnuborð til að hafa á baðkörum i Allar stærðir af Schauff reiðhjólum Athugið verðið. Erum að taka upp viðlegubúnað. Svef npokar og tjöld í mjög fjölbreyttu úrvali á hagstæðu verði. einnig til í Sportvörudeild Enn ein sendingin nýkomin af _í\ COMBIFLEX ) raðsettunum —,/ Munið tilboðið á Fischer skíðunum 20% afsláttur. Sportvörudeild Kr' " * Hrísalundi 5 HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 Vinsæl húsgögn á frábæru verði 20. apríl 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.