Dagur - 20.04.1982, Side 8
Leikfélag
Akureyrar:
„Æfíngar hafa gengið alveg
íjómandi vel, hér er skínandi
fólk að starfa með og tækni-
iiðið er aldeilis frábært. Það
er mjög gott að leysa þau
vandamál sem upp koma með
þessu fólki,“ sagði Ásdís
Skúladóttir, en hún leikstýrir
gamanleikritinu „Eftirlits-
manninum,, eftir Go Goi sem
frumsýnt verður hjá Leikfé-
lagi Akureyrar þann 30. þ.m.
Tveir Ieikstjórar
Reyndar má segja að leikstjór-
arnir séu tveir, svo einkennilega
sem það hljómar. Við báðum
Asdísi að útskýra fyrir okkur
hvernig á því stæði.
„Við Guðrún Ásmundsdóttir
unnum saman undirbúnings-
Sunna Borg og Gestur E. Jónasson.
„ Eftírlitsmaðurinn “
vinnu í Reykjavík, og hún fór
svo norður og byrjaði æfingar.
Ég kom svo hingað 24. mars og
til 3. apríl vorum við saman á æf-
ingum. En þá þurfti hún að fara
suður vegna þess að hún hefur
hafið æfingar á nýju leikriti hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, og ég
tók þá alveg við stjórninni.
Reyndar höfum við alltaf haft
símasamband, bæði þegar ég var
fyrir sunnan og eins eftir að
Guðrún fór suður, og við ræðum
ýmis mál sem upp koma.“
- Er þetta ekki óvenjuleg og
erfið aðferð við leikstjórn?
„Við þekkjum hvora aðra
mjög vel, og ég veit alveg hug
hennar varðandi þetta verk.
Guðrún kenndi mér í leiklistar-
skóla og mín fyrstu spor í Iðnó
steig ég undir hennar stjórn, og
það var einmitt í gamanleik.
Ramminn að þessu verki er al-
veg skýr, við stefnum báðar að
sama marki og ef einhver vanda-
mál koma upp þá eru þau bara
rædd og leyst.“
Misskilningur á
misskilning ofan
- Hvernig leikrit er „Eftirlits-
maðurinn“?
„Þetta er gamanleikur sem
fjallar um misskilning á mis-
skilning ofan sem skapar
skemmtilegar uppákomur. Við
kusum þá aðferð að draga fram
gamanleikinn í verkinu og láta
ádeilubroddinn höfða til áhorf-
endanna. Annars er þetta það
létt og skemmtilegt verk að fólk
getur skemmt sér konunglega
við að horfa á það án þess að
vera að velta fyrir sér ádeilunni
sem það felur í sér.“
- Söguþráðurinn í stuttu
máli.
„Eftirlitsmaður frá stjórninni
kemur óvænt í heimsókn í
smábæ, og við það fer allt á
annan endann því margt er
öðruvísi í þessum bæ en það á að
vera. Það skal hinsvegar fela
fyrir eftirlitsmanninum og ailt er
gert til þess að hafa hann góðan.
Eins og ég sagði fyrr kemur upp
misskilningur á misskilning ofan
og við setjum þetta upp til þess
að skemmta Akureyringum
fyrst og fremst, skemmtun er
aðalatriðið.“
„Bútaæfíng“
„Þetta ersnúið“
- Práinn Karlsson leikur nú í
fyrsta skipti í vetur á fjölum
Samkomuhússins. Hann er í
hlutverki borgarstjórans í
„Eftirlitsmanninum“ og við
spurðum hann hvort þetta væri
skemmtilegt viðfangsefni.
„Já, það er skemmtilegt, en
snúið viðureignar. Það má segja
að þetta sé að nokkrum hluta
leikgert, leikritið er stytt afskap-
lega mikið frá upprunalegri
lengd og skrifaðir inn í það stutt-
ir millkaflar. En þetta er ansi
glúrið verk og fyndið og
skemmtilegt.“
„Karlrembusvín“
Gestur E. Jónasson, Ingibjörg Björnsdóttir og Andrés Sigurvinsson í hlutverkum sínum.
Marinó Þorsteinsson, Guðlaug Hermannsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen.
- Vj'ð fylgdumst með æfingu á
„Eftirlitsmanninum“ á dögun-
um, en þá var um svokallaða
„Bútaæfingu“ að ræða, þarsem
stutt atriði voru tekin fyrir og
þau krufin til mergjar. Pá sást
glöggt hversu mikil vinna liggur
að baki uppsetningar og sífellt
var verið að breyta og betrum-
bæta. Ásdís leikstjóri vará þön-
um um allan sal, og lifði sig
greinilega inn íþað sem hún var
að glíma við. Sömu sögu er að
segja af leikendunum, þeir virt-
ust skemmta sér hið besta.
Gestur E. Jónasson bætir
væntanlega enn einni skraut-
fjöður í hatt sinn í hlutverki
eftirlitsmannsins, en með önnur
stór hlutverk fara Þráinn
Karlsson, Andrés Sigurvinsson,
Ingibjörg Björnsdóttir, Marinó
Porsteinsson, Guðlaug Her-
mannsdóttir, Guðbjörg Thor-
oddsen, Sunna Borg og Theodór
Júlíusson.
- Hvernig er hlutverk borgar-
stjórans?
„Þetta er svona karl-
rembusvín sem er eins og barinn
hundur gagnvart eftirlitsmann-
inum frá Pétursborg, en eins og
einræðisherra á sínum heima-
vígstöðvum.“
- Þú sagðir áðan að þetta væri
snúið, þýðir það að verkið sé
erfitt fyrir ykkur leikarana ?
„Farsinn er mjög snúið form,
það er snúið að koma honum til
skila svo vel fari. En það bendir
allt til þess að þetta verði smollið
saman hjá okkur fyrir frumsýn-
inguna og ég hef trú á því að
þetta verk eigi eftir að fara vel í
íeikhúsgesti."
Hlíðarfjall er mikið og áberandi
og sést víðast hvar úr bænum
okkar. Þar er mikil athafnasemi
er fólk flykkist þangað svo skipt-
ir hundruðum daglega, ef gott er
veður, og um helgar eru þar þús-
undir sem njóta útivistar. Það er
þó fyrst fyrir fáum árum að tek-
ist hefur að fá fólk til að stunda
þar aðrar greinar skíðaíþrótta
en alpagreinar, og mér vitanlega
hefur enginn áróður verið fyrir
því að stunda útivist í fjallinu að
sumri til. Það trúlega utan þess
ramma sem er sniðinn skíðamið-
stöðinni í Hlíðarfjalli. Hinsveg-
ar er þetta alveg tilvalið svæði til
að reyna sig í, fyrir nánast hvern
sem er, yfir sumarið. Að vísu er
víða bratt og erfitt að ganga, en
útsýni fagurt og svo þessi stóri
kostur hve nærri þetta er
bænum. Skátafélag Akureyrar
og Ferðafélag Akureyrar hafa
undanfarin sumur látið rann-
saka leiðir um fjöllin beggja
vegna Glerárdals, með það í
huga að gefa út kort af svæðinu.
Merkja á það gönguleiðir og
gefa á þeim nákvæma lýsingu
um hvað leiðirnar eru langar og
erfiðar og hvað taki langan tíma
að fara þær. Það hefur verið
reynt að hafa gestabækur á
Súlum, Kerlingu, Strýtu og
víðar, ef þetta örfaði fólk til að
ganga á staðina.
Undanfarna vetur hefur braut
verið troðin fyrir þá sem fara á
gönguskíði í Hlíðarfjalli, legið
frá Skíðastöðum upp vestan við
Stórhæð og norður Hrappstaða-
skálar. Þessi hringur endar svo
gjarnan alveg norður við Stóra-
hnjúk. Frá Skíðastöðum er
þetta til eins og hálfs tíma gang-
ur
Hrappastaðaskálarnar eru gott
gönguland, tímanlega dags nýt-
ur sólar vel og logn er oft þarna
undir fjallinu. Kominn þetta
langt norður er lítið mál að
ganga á Stórahnjúk. Af honum
er fagurt að sjá til fjalla vestan
Hörgárdals og norður í Þor-
valdsdal, að ekki sé nú talað um
út á Kaldbak, Leirdalsheiði,
Höfðahverfi og Víkurskörð.
Fjallið er þarna svo mjótt að vel
sést alveg suður á Staðarbyggð.
Dálítið er bratt síðasta spölinn
og ekki rétt að hafa skíðin með,
en stafinn er sjálfsagt að hafa.
Þegar þetta er skrifað er mikið
harðfenni og ástæða að fara með
gát í bratta, og er gott að hafa
með sér mannbrodda.
Fyrir þá sem vilja ganga á
Hlíðarfjall er helst um tvær leið-
ir að velja. Að fara út og upp frá
Skíðastöðum að Mannshrygg og
eftir honum alveg upp á brún. Þá
er komið á fjallið töluvert
norðar en upp af Skíðastöðum.
Mannshryggur afmarkar raunar
Hrappstaðaskálarnar að
sunnan, en þær eru milli hans og
Stórahnjúks. Á árunum þegar
Mæðiveikin herjaði sauðfé hér á
landi lá varnargirðing, ein af
mörgum slíkum, upp Manns-
hrygg alveg upp á fjallsbrún.
Hin leiðin er að fara á skíðum og
nota sér stólalyftuna og síðan
togbraut alveg upp í Reithóla,
en ganga svo beint þaðan á
fjallsbrúnina. Þetta getur verið
svolítið vandhitt leið, hengja er
stundum í brúninni og alveg efst
er nokkuð bratt. Þegar svo upp
er komið ?r gott gönguland.
Þarna af brúninni er afskaplega
fallegt útsýni en að sjálfsögðu
mest til austurs og norðurs.
Hæðin er orðin það mikil að vel
sést til fjalla austan við Fnjóska-
dal og Dalsmynni. Bjarnarfjall,
Kinnarfjöll, Háafell og fjöll
austur við Mývatnssveit sjást
vel. Brúnin er í svipaðri hæð og
mörg önnur fjöll hér kring um
fjörðinn eða rétt þúsund metrar
yfir sjó. Töluvert flatlendi er
þarna á fjallinu en þó standa
toppar uppúr og bera nöfn eins
og Baka, Blátindur og Kista og
sést í þá sumstaðar úr bænum.
Strýta er hæsti tindurinn og er
töluvert vestar svo hún sést ekki
hér úr bænum, en er mikið áber-
andi séð af leiðinni inn Þela-
mörk og Öxnadal. Strýta er 1451
metir yfir sjó og-er nánast pýra-
mídalögð það sem hún stendur
upp úr vindheimajöklinum. Þeir
sem vilja ganga á Strýtu fara
vestur fjallið og gætu verið eina
tvo tíma af brún og á fjallið, eða
eina fjóra til sex tíma frá Skíða-
stöðum á Strýtu. Yfir há vetur-
inn er þetta varla ferð fyrir hvern
sem er, leiðin er brött, erfið og
ekki hættulaus. Hyggilegt er að
vera fleiri saman og að allavega
einhverjir hafi góða mann-
brodda, ísexi og allir staf. Varla
verður gengið nema að Strýtu á
skíðum, hryggurinn sem farið er
upp hér austan frá er hvass og sé
frost í snjónum er vert að gæta
sín. í góðu skyggni sést mjög
víða af Strýtu. Eg hef séð hana
af Laufskálafjallgerði og Náma-
skarði svo eitthvað sé nefnt.
Hnjúkar sem mest ber á og sjást
vestan Hörgárdals er talið sunn-
an frá: Sauðárhnjúkur, Flögu-
selshnjúkur, Reykjanibba og
Suðurárdalshnjúkur en þá ber
alla nánast saman þótt þeir séu
beggja megin við Hjaltadals-
heiði. Einhverjir þeirra sjást
vestan af Vatnsskarði. Norðar
eru tindar við Túngnahryggsjök-
ul, Péturs- og Eiríkshnjúkur við
botn Barkársdals, Leiðarhnjúk-
ar fyrir botni Skíðadals.
Blástakk, Blekkil oog Hafrár-
hnjúk ber yfir Staðartunguháls,
en þeir sjást mjög vel af þjóð-
veginum hjá Bægisá. Þorvalds-
dalur blasir við nánast í norður,
vestan hans er hæsti kollurinn
Dýjafjallshnjúkur 1421 metir á
hæð. Til norðurs og austurs sést
allt það sem áður var talið og
sást af Stórahnjúk og Hlíðar-
fjalli nema Akureyri og Eyjafj-
arðarbotninn. Til austurs og
suðurs sést mikið meira og munu
Herðubreið og Snæfell, Dyngju-
jökull og Vatnajökull sjást vel í
kíki. Nær til austurs og suðurs
ber svo Súlur. Krummana.
Bónda, Þríklakka og Kerlingu,
Glerárdalshnjúk, Stórastall og
Tröllafjall ber vestar.
Að lokum bendi ég þeim sem
vilja ganga á þessa staði á það að
vera vel búna, hafa með sér
mikið nesti og hlífðarföt. Ál-
poka til að setja illa snúinn fé-
íaga í á meðan sótt er hjálp. ís-
exi, mannbrodda og stafi er
sjálfsagt að hafa með sér. Spotti
mundi varla gera neitt af sér þótt
hafður væri með. Kíkir er alveg
ómissandi að hafa þegar svo
langt sést sem af þessum
stöðum. Sé farið á skíðum getur
verið rétt að hafa með sér göng-
uskó eru ekki góðir í hörðu færi
og bratta. Látið einhvern vita
hvert þið farið og hvenær þið ge-
rið ráð fyrir að koma heim.
Árni Jóhannesson
:
lllllllllll
Mainishryggur
Keithólar fj
Hrappsstaöaskálar
Hlíöarhrvggur
Háurindar
Hlíðarskál
Stórihnjúkur
8 - DAGUR - 20. apríl 1982
20. apríl 1982 - DAGUR - 9