Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLVSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Menningarsamtök
Norðlendinga
Nú er í undirbúningi stofnun Menningarsam-
taka Norðlendinga að undirlagi Fjórðungs-
sambands Norðlendinga, enda verður félags-
svæði samtakanna hið sama og Fjórðungs-
sambandsins. Örn Ingi Gíslason myndlistar-
maður á Akureyri, ferðaðist á sínum tíma um
fjórðunginn á vegum Fjórðungssambandsins
og kynnti sér menningarstarfsemi og viðhorf
manna til stofnunar þessara samtaka. Þessi
könnun leiddi í ljós, að víða væri úrbóta þörf og
sýndu menn stofnun Menningarsamtaka
Norðlendinga áhuga.
Gert er ráð fyrir að þetta verði frjáls samtök
áhugafélaga og áhugamanna um listir á
Norðurlandi, í drögum að lögum samtakanna
er markmið samtakanna skilgreint svo, að því
sé ætlað að efla menningarlíf og menningar-
samskipti á Norðurlandi. Þessu markmiði
hyggjast samtökin ná með því að safna og
miðla upplýsingum um listastarfsemi og
menningarlíf í Norðlendingafjórðungi, svo og
annars staðar. Þá skulu þau liðsinna við ráðn-
ingu leiðbeinenda til námskeiða- og fyrir-
lestrahalds og til sérstakra verkefna í hinum
ýmsu listgreinum. Þau eiga að stuðla að bættri
umfjöllun um listir í fjölmiðlum, efla samstarf
áhugafólks í listum og menningarlífi í fjórð-
ungnum og einnig samstarf við hliðstæð félög
og samtök annars staðar. Menningarsamtök-
unum er ætlað að beita sér fyrir bættri aðstöðu
og betra skipulagi við listkynningar og loks að
halda árlega ráðstefnu um lista- og menning-
arlíf í fjórðungnum í tengslum við aðalfund
samtakanna.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á
landsbyggðinni er mun minna framboð á
menningarviðburðum hvers konar, heldur en
t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni
ver fólk líklega meiri tíma og kröftum í brauð-
stritið en í þéttbýlinu, e.t.v. að einhverju leyti
vegna þess, að við lítið annað er að vera, Ekki
er ósennilegt að á þessu kunni að verða breyt-
ing á næstu árum og áratugum, t.d. vegna ör-
tölvubyltingarinnar svokölluðu, sem með auk-
inni hagkvæmni getur valdið því að störfum
fækki. Mikilvægt er að bregðast við þessu á
réttan hátt og fyrirbæri eins og Menningar-
samtök Norðlendinga gætu átt þar hlut að
máli.
Líklegt er að vinnutími fólks styttist, því
ekki má koma til þess, að ungt fólk sem er að
koma út á vinnumarkaðinn fari beint á
atvinnuleysisbætur. Rýma verður til og stytt-
ing vinnutímans gæti orðið einn liður í því.
Með styttingu vinnutíma verður fólk að finna
sér verkefni við hæfi og listiðkun og hvers
kyns uppbyggjandi tómstundastörf koma þar
til greina, ásamt góðum möguleikum á endur-
menntun fyrir fullorðið fólk, svo það eigi auð-
veldara með að aðlagast sífellt flóknara sam-
félagi.
4 - DAGÚR -22. ap?i1 ÍÖÓ2
Svíþjóðarpóstur
Magnús Þorvaldsson:
Hamborgarasjoppur
bjarga ekkí fram-
tíð höfuðstaðar
Noröurlands!
Dagur hefur undanfarin miss-
eri vaxið verulega að efni og
upplagi og ekki síður útbreiðslu.
Það þykir ekki lengur tiltökumál
að fá hann sendan til Svíþjóðar
jafnframt slatta af dagblöðum.
Það kemur jafnvel fyrir að ís-
lendingur slæðist með og það er
sama hve mikið berst af blöðum,
allt er lesið. Svo mikill er áhug-
inn á stundum að erlendar fréttir
eru lesnar þrátt fyrir að maður
hafi lesið sömu fréttir viku elleg-
ar 1/2 mánuði fyrr í sænskum
dagblöðum. En einhvern veginn
er það svo, að alltaf er það Dag-
ur sem lesinn er best og má efa-
lítið rekja ástæðuna til þess að
maður er „uppalinn“ við Dag,
þ.e.a.s. blaðið var alltaf keypt í
mínum foreldrahúsum og er svo
enn.
Einmitt vegna þessara sterku
tengsla vel ég Dag til að koma
hugarþeli mínu á framfæri og
eins hefur Dagur sýnt göfugt for-
dæmi með umfjöllun sinni um
þau mál sem ég vildi reifa í fáein-
um línum, nefnilega atvinnumál
fjórungsins. Það er e.t.v. að
bera í bakkafullan lækinn að
skrifa frekar um þessi mál, svo
miklu rúmi er eytt á viku hverri í
umfjöllun um atvinnumál en
meðan engin lausn finnst getur
maður vart haldið aftur af sér.
í mörg ár var burtflutningur
fólks frá íslandi langt umfram
aðflutta og talað var um Sví-
þjóðarævintýri, Ástralíuævin-
týri o.s.frv. Orsakir voru eflaust
margar, þörf eybúans að komast
út í heim og auka sjóndeildar-
hring sinn, von um betra líf (og
veður!) og eins og nöfnin benda
til, ævintýraþrá. Litla eyjan í
norðri gat ekki att kappi við
voldug iðnríki vestursins þar
sem sífellt skorti vinnuafl í fjöl-
breytilegu atvinnulífinu. En
smám saman dró úr brottflutn-
ingi og nú er svo komið að fleiri
fluttu heim á Frón en frá ef
marka má tölur s.l. árs. Menn
voru fljótir að fagna og bentu á
(réttilega?) að hér væri næg
atvinna og lífskjör enn verulega
góð, enda meðalþyngd íslend-
inga míkil!.
En se litið á málið frá annarri
hlið kemur í ljós að það eru ekki
síður erfiðleikar hinna vestrænu
ríkja sem orsaka þessi umskipti.
Stóraukið atvinnuleysi og sífellt
minni hagvöxtur hefur leitt til
aukinna aðhaldsaðgerða. Sem
dæmi má nefna er atvinnuleysi
svo mikið víða í Danmörku,
Bretlandseyjum og Bandaríkj-
unum) að það þyrftu 13-20.000
að ganga atvinnulausir á Fróni
til að fá sambærilega tölu. Þetta
er óhugnanleg stað-
reynd og það getur hver og einn
sagt sér það hvort slíkur baggi
fari ekki langt með að knésetja
margar þjóðir.
Sagt er að atvinnuleysið sé um
3.6% í Svíþjóð en í raun mun
meira vegna þess að stórum
hluta ungmenna er haldið í skól-
um og V-þjóðverjar nálgast 8%
atvinnuleysi og enn víðar er
ástand verra.
Nú kynni einhver að spyrja,
hvað varðar okkur um þó þessar
þjóðir drepist niður í klofið á sér
ef við sleppum vel sjálf. ísland er
lítið land og efnahagslega veru-
lega ósjálfstætt, við erum að tala
um að byggja eitt álver, málm-
blendiverksmiðju og kísilmálm-
verksmiðju. Ekki ætlum við að
nýta framleiðslu verksmiðjanna
til eigin þarfa, nei svo sannar-
lega ekki. Við treystum á iðnríki
vestursins ásamt Japan og m.a.
komið fram hugmyndir um
beina samvinnu við Japani, en
reynslan hefur sýnt að kaupgeta
hefur minnkað og/eða aðhalds-
aðgerðir aukist. Álverið í
Straumsvík hefur setið uppi með
gífurlegt hráefni óselt og Málm-
blendið á Grundartanga einnig
þrátt fyrir litla framleiðslugetu
lengi vel í vetur. Og svo tala
menn í alvöru um slík fyrirtæki
sem bjargvætt Eyjafjarðarsvæð-
isins!
Um aðra ókosti þessara risaf-
yrirtækja ætla ég ekki að ræða
hér frekar en benda má á góðar
greinar er birtust í Degi fyrir 1-2
mán. síðan.
Það er svo sannarlega ekki of
snemmt í rassinn gripið að reyna
nú af alvöru að bjarga forystu
Akureyrar á sviði iðnaðar og er
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
vissulega jákvætt skref í þá átt.
Ég man þá tíð er menn töluðu
með stolti um athafna- og iðnað-
arbæinn Akureyri, en ráðamenn
og bæjarbúar sofnuðu á verðin-
um og nú er svo komið að blóm-
leg byggð er í hættu. Já, ég segi
hættu, ég bý ásamt fjölskyldu
minni í bæ (Landskrona) sem
var álitinn einn hinn ágætasti af
sinni stærðargráðu (35-45.000)
hér í Svíþjóð, staðsettur í blóm-
legri sveit mitt á milli Malmö og
Helsingjaborgar og næstum
beint andspænis Höfn hinum
megin Öresunds.
En efnahagsþróun í velferð-
arríkinu varð ekki sú sem ráða-
menn ætluðu og Landskrona
varð illa úti, atvinnutækifæri
sem áttu að koma, komu aldrei
og mörg sem fyrir voru hurfu.
Og það sem verra er, nú stendur
til að loka stærsta fyrirtæki stað-
arins, Götaverket Örasundsvar-
met, skipasmíðastöð með 3.500
starfsmenn en nú þegar eru
2.500 tómar leiguíbúðir í þess-
um vinalega bæ. Hrun það sem
hér hefur átt sér stað er dæmi um
hvernig getur farið fyrir blóm-
legri byggð á skömmum tíma en
bæjaryfirvöld reyna allar leiðir
til úrbóta og með samátaki hefur
tekist að útvega nokkur hundr-
uð ný störf.
Ráðamenn skulu hafa það
hugfast að þó staðan sé kannski
ekki svona bagaleg á Akureyri
eða Norðurlandi þá er skjótra
aðgerða þörf til að mæta þörfum
vinnufúsra handa og það er
heldur óskemmtileg tilfinning
að ganga um hverfi þar sem
standa 15-18 blokkir algjörlega
auðar eins og ég geri daglega í
Landskrona. Slíkt má ekki
verða hlutskipti Akureyrar né
annarra staða á Norðurlandi.
Ég er fullviss að þegar hafi
birst fagurlega orðaðir loforða-
listar stjórnmálaflokkanna en
því miður eru þeir oftar en ekki
úr öllu samhengi við raunveru-
leikann. Það er sjálfsögð krafa
íbúa fjórðungsins að stjórn
málamenn taki höndum saman
og vinni að uppbyggingu nýs
framfaraskeiðs á Norðurlandi
með Akureyri sem höfuðstöð.
Það er einnig sjálfsögð krafa
komandi kynslóða að fá að njóta
sambærilegrar velferðar og við
höfum lengi notið og til þess að
svo megi verða verðum við öll að
leggja hönd á pióginn. Við skul-
um segja að gleymska að liðnum
kosningum hafi verið forréttindi
stjórnmálamanna gærdagsins og
nú vinni menn af heilindum
minnugir þess að þeir voru til
þess kosnir í almennum kosn-
ingum.
Það er ekki bar þörf á nýiðn-
aði heldur nauðsyn og þó ham-
borgararsjoppur séu góðra
gjalda verðir koma þær ekki til
með að bjarga framtíð höfuð-
staðar Norðurlands, þó Mac-
Donald’s auðhringnum sé ætlað
að bjarga Ólympíuleikum Los
Angelesborgar ’84.
Með baráttukveðju,
Norðurlandi allt,
Magnús Þorvaldsson,
Landskrona, Sv.þj.