Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 9
 Gudný Bjurnudóttir í vigahug. SASSAFRASTRÉN Á DALVÍK Næstkomandi föstudagskvöld frumsýnir Leikfélag Dalvíkur gamanleikinn „Það þýtur í sassafrastrjánum“ eftir Réne De Obaldia í þýðingu Sveins Einarssonar. Pegar blaðamann bar að garði sl. föstudagskvöld var stemmn- ingin í samkomuhúsinu á Dalvík eins og á villtavestursknæpu árið 1870, rykfallnnir kúasmalar gerðu sér dælt við léttúðugar gleðikonur á meðan miðaldra skottulæknir rændi barþjóninn og lagði fúlguna undir í póker við fáklæddan indí- ána Og lögreglustjórann. í þann mund sem allt leit út fyrir blóðug átök út af léttlætisdrósinni, var hurðinni hrundið upp og sjálfur leikstjórinn birtist í gættinni með sígarettuna lafandi, skipandi svo fyrir að æfing skyldi hefjast. Æfingin hófst og kom þá í ljós, eins og blaðamanninn hafði lengi grunað, að leikurinn er nokkurs konar skopstæling á hinni klass- ísku kúrekamynd og kúreka- ímyndinni margfrægu. Sögu- þráðurinn kemur engum á óvart; Landnemafjölskylda guðrækin og heiðarleg fréttir af því að illræmd- asti bófaflokkur Arisónafylkis sem öllum stendur ógn af, hafi gengið til liðs við indíánana á svæðinu og ætli þeir í sameiningu að útrýma byggðum hvíta manns- ins og setjast síðan að góssinu með öllum þeim gögnum og gæð- um sem því fylgja. Umkringd herskáum og blóð' þyrstum indíánum bíða þau milli vonar og ótta þess sem koma skal og var ekki laust við að hrollur settist að blaðamanninum þegar sjálfur höfðingi rauðskinnana. hinn illræmdi ógnvaldur vesturs- ins, Fránauga, birtist ber að ofan og illúðlegur inni í stofu hjá bless- uðu bændafólkinu og gefur þeim frest til að láta af hendi heimasæt- una ungu og spengilegu sér til eignar og afnota en láta lífið ella á kvalarfullan hátt. En eins og hefðin segir til um, lýkur þessu með „Happy ending,, og blaðamaðurinn snýtir burt gleðitárin hrærður í huga, ákveð- inn í að hvetja sem flesta til að sjá leikritið á Dalvík, enda sýningar á þriðjudags-, föstudags- og sunnu- dagskvöldum kl. 9. Leikarar engu siðn her . . . Guðjón Pedersen heitir sá sem hefur veg og vanda að sýning- unni og náðum við af honum tali í pásu á meðan indíána- höfðinginn skálaði í eldvatni við landnemafjölskylduna og reykti friðarpípu með hvíslar- anum og Ijósamanninum. Guðjón sagði að æfingar hefðu staðið yfir frá fyrsta mars og væri stefnt að frumsýningu þann 23. apríl. „Ég er tiltölulega nýr í bransan- Guðjón Pedersen leikstjóri. um,“ sagði Guðjón, aðspurður um fyrri afrek. „Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum sl. vor og hef síðan tekið þátt í sýningu Þjóð- leikhússins á Dansi á rósum eftir Steinunni Jóhannesdóttur og uppfærslu LA á Þrem systrum eftir Tsékov. Þá er ég einn af stofnendum og leikhússtjóri „Theatre of joy colour and discip- line“ sem stendur fyrir heim- sóknum erlendra leikara hingað til lands og götusjónleikjum ým- iskonar. Þá hélt ég framsögunám- skeið með Trésmiðafélagi Akur- eyrar og var það mjög gaman fyrir báða aðila. Ég hef ekki starfað með áhugamannaleikhúsi áður og er það stórskemmtileg reynsla, það er jú mjög ólíkt atvinnuleik- húsi eins og nærri má geta, þó svo að hér séu leikarar engu síðri en atvinnumenn, nema hvað reynsl- una varðar.“ Aðspurður um framtíðina kvað hann hana vera leyndarmál en vildi að lokum segja þetta: „Ég vona að Agureyringar verði brún- ir í sumar.“ ANNA LISA Helgi Már Barðason: í Dynheimum er Leikklúbb- urinn Saga aö leggja síöustu hönd á æfingar á hinu nýja leikriti Helga M. Baröasonar „Anna Lísa“. Alls staðar er unnið af eldmóði við undir- búning og andrúmsloftið þrungið eftirvæntingu og þeirri spennu sem fylgir því að frumsýningardagurinn færist nær’ Baksviðs situr einn við símann og falar Ijóskastara af skólum bæjarins ýmist með fortöium eða hótunum. Ann- ar situr sveittur við ritvélina og hraðar sér við að klára fréttatilkynningu áður en æf- ingin byrjar. AJIt í kring eru leikararnir að koma sér í bún- inga og laga sig til. „Hvar er svuntan mín?“ „Eru kastar- arnir komnir?“ „Guð, ég gleymdi skónum heima.“ Uppi í sal situr leikstjórinn og gefur „nótur“ frá síðuastu æfingu. „Þú komst vitlausu meg- in inn í skiptingunni,“ og sá sem í hlut á, lofar að koma réttu megin næst. „Og þú dast út úr hutverkinu þegar þú varst búin með setninguna þína.“ Og með þetta veganesti hella krakkarnir sér út í leikritið af lífi og sál. Leikritið fjallar um stúlkuna Önnu Lísu á þrem aldurskeið- um. í fyrsta þætti er hún 14 ára, í öðrum þætti 18 ára og í síðasta þætti er hún orðin 22 ára gömul og horfir dreymnum huga til for- tíðarinnar. Auk hennar koma við sögu fjölskylda hennar, kær- asti, gömul frænka og kunningj- ar. Leikritið gerist á Akureyri en getur þó átt sér stað hvar sem er. Það er skrifað í gáskafullum tón með alvarlegu ívafi og ætti að vera hin besta skemmtun fyrir fólk á öllum aldri, sérstaklega væri unglingum hollt að fara á sýninguna, enda ættu þau að geta séð sjálfa sig þar. - Höfundur leikritsins Anna Lísa, er 22 ára gamall Akureyr- ingur, Helgi M. Barðason að nafni. Við inntum hann nánar eftir tilurð verksins. „Ég hef lengi látið mig dreyma um að skrifa svona leikrit í fullri lengd. Áður hef ég dálítið fengist við að búa til ljóð og svb hef ég skrifað grínþætti fyrir skemmtan- ir o.þ.h. en þetta er fyrsta stóra leikritið sem ég skrifa. Ég hef lengi gengið með nokkrar hug- myndir í maganum en svo ákváðum við í haust að athuga hvort ég gæti gert þetta, svo ég settist niður og leist þá einna best á hugmyndina að Önnu Lísu, enda er það efni sem ég þekki einna best. Persónurnar hef ég fyrir augunum daglega í starfi Leikstjóri ásamt leikendum. Aftari röd f.v.: Guðrún Guðmundsdóttir, Helgi M. Barðason, Þrcstur Guðbjarts- son, Adolf Erlingsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Fremríröðf.v.: Magnus Sigurólason, LaufeyBirgisdóttir, lnga Gunnlaugsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Kristfn GunnarsdóttirogJóhann Pálsson. Á myndina vantarSig- F.v. Inga Gunnlaugsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir (Anna Lísa) og Krístín Gunnars- urð Ólason._________________________________ dóttir: mínu og eiga þær sér allar stoð í raunveruleikanum, þó svo að hver þeirra fyrir sig eigi sér enga ákveðna fyrirmynd. Krakkarnir sem leika í leikrit- inu tóku flest þátt í leiklistarnám- skeiði hjá okkur fyrir jólin og hafði ég þau í huga þegar ég skrif- aði leikritið, þannig að val í hlut- verk kom mér ekki á óvart.“ - Ætlarðu að halda áfram að skrifa? „Já, ég á örugglega eftir að skrifa meira einhverntíman, en hvað og hvenær veit ég ekki.“ Úr akureyrskum jarðvegi Leikstjóri „Önnu Lísu“ heitir Þröstur Guðbjartsson og hef- ur hann leikið með LA í vetur. Við tókum hann tali þegar Anna Lísa blés mæðinni eftir stormasamt tímabil á 19. ár- inu og bjó sig undir 22. aldurárið. - Hvenær byrjuðuð þið að æfa hér? „í byrjun mars. Mig minnir að 3. mars hafi ég valið í hlutverk- in. Samstarfið við krakkana hef- ur verið dæmalaust gott og skemmtilegt. Þetta hefur á margan hátt verið ólíkt öðru sem ég hef fengist við. Þegar maður leikstýrir svona nýju verki, sem er í þróun á meðan æfingar fara fram, er þetta nátt- úrlega erfiðara en þegar maður hefur haft tíma til að undirbúa sig en það erlíka skemmtilegra. Þá er þessi hópur óvenjulegur, margir byrjendur og yngra fólk en maður á að venjast." - Og að lokum? „Ég vona bara að sem flestir komi og sjái sýninguna okkar og þá sérstaklega vegna þess að hér er á ferðinni nýtt verk eftir nýjan höfund, Akureyring, sem skrif- ar úr Akureyrarjarðvegi og líka vegna þess að hér leika fullt af nýjum krökkum sem e.t.v. eiga eftir að gera garðinn frægan á fjölunum síðar.“ Felldu Þingeyinga Um síðustu helgi var háð mikil bridgekeppni í Þelamcrkur- skóla. Þar áttust við Eyfirðing- ar og Þingeyingar og unnu þeir fyrrnefndu bikar til eignar, sem Dagur gaf fyrir þrem árum. „Við erum farnir að svipast um eftir öðrum bikar,“ sagði Vík- ingur Guðmundsson formaður bridgedeildar UMSE, kampa- kátur eftir sigurinn. Þetta var í tíunda skiptið sem lið frá þess- um sýslum áttust við. Sþilamennirnir voru þungt hugsi yfir gröndum, slemmum og doblum, þegar blaðamann Dags bar að garði sl. sunnudag. Alls tóku 88 spilamenn þátt í keppninni, þeir spiluðu á 22 borð- um og voru 11 sveitir frá hvorum aðila. Soffía Guðmundsdóttir bridgemaður frá Akureyri, gekk á milli og sá um að allt færi sam- kvæmt settum reglum - hún var mótsstjóri með öðrum orðum. „Ég lét þá plata mig í þetta,“ sagði Soffía brosandi. Úrslit keppninnar urðu þau að Eyfirðingar hlutu 160 stig, en Þingeyingar 60. Ef ætti að nefna árangur einstakra sveita mætti byrja á þingeysku sveitinni, sem spilaði á fyrsta borði, en hún vann 20:0. Á þriðja borði var sveit Vor- boðans og sigraði hún með sama stigafjölda. „Þessar keppnir hóf- ust árið 1964. Ég' hef ekki getað fengið upplysingar um það hver gaf fyrri bikarinn, en Þingeyingar unnu hann árið 1978 í Ljósvetn- ingabúð. Árið eftir var ekki spilað, en síðan hefur þetta verið árviss atburður. Nú vorum við sem sagt að spiia um bikarinn, sem Dagur gaf á sínum tíma. Ey- firðingar höfðu unnið tvisvar og fengu hann nú til eignar.“ Það var Ungmennafélagið Dagsbrún sem annaðist móts- haldið og bauð gestum upp á há- degisverð og kaffi í Þelamerkur- skóla. Gísli Pálsson formaður UMSE, afhenti Víkingi Guð- mundssyni bikarinn í mótslok. Víkingur sagði í samtalinu að hann vildi koma á framfæri sér- stöku þakklæti til skólayfirvalda í Þelamerkurskóla fyrir lánið á húsnæðinu. Og úr því að við erum farin að ræða um bridge á annað borð er ekki úr vegi að minnast þess að nú er Eyjafjarðarmótinu nýlokið í 20. skipti Að þessu sinni sigraði sveit Dagsbrúnar, en í henni eru Víkingur Guðmundsson, Einar Bergsveinsson, Þorsteinn Frið- riksson og Eyþór Gunnþórsson. „En A-sveit Ungmennafélags Svarfdæla hefur unnið þetta mót 17 sinnum,“ sagði Víkingur að lnknm. Nr. 1: F.v. Eyþór Gunnlaugsson, Þorsteinn Friðriksson, Einar Bergsveinsson og Víkingur Guðmundsson. Þessir kappar unnu Eyjafjarðarmótið fyrir skömmu. Nr. 2: Víkingur Guðmundsson með bikarinn góða, sem Eyfirð- ingar unnu til eignar. Nr. 3: Sigursveit Þingeyinga í hér- aðskeppni Þingeyinga, keppti að sjáifsögðu á mótinu í Þelamerk- urskóla. Aftari röð f.v. Ingólfur Ingólfsson, Þorsteinn Glúmsson, Sveinn Tryggvason, Dagur Tryggvason. Fremri röð f.v. Ben- óný Arnórsson og Þormóður Ást- valdsson. Nr. 4: Og þá komum við að þeim sem spiluðu fyrir Ungmennafélag Svarfdæla. F.v. Eiríkur Helga- son, Stefán Jónsson, Kristján Jónsson og Jón Jónsson. Ljósm.: áþ. Bridge: N 8 - DAGUR - 22. apríl 1982 —mmmmmmmmmm—mS 22. apríl 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.