Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 15

Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 15
Útvarp kl. 16.20 í da^: „Svarað í sumartunglið“ „Þetta er frumraun mín á þessu sviði, en ég vona að vel hafi tekist og að fólk hafi gam- an af þessum þætti,“ sagði Heiðdís Norðfjörð í samtali við Dag. Heiðdís hefur um- sjón með þættinum „Svarað í sumartunglið“ sem er á dagskrá útvarpsins kl. 16.20 í dag. „Þetta er léttur sumarþáttur, blandaður viðeigandi efni og tónlist,“ sagði Heiðdís. „Ég fæ fjóra Akureyringa í þáttinn til mín og spjalla við þá. Þeir eru Ásta Sigurðardóttir, Guðmund- ur Gunnarsson, Guðrún Ósk- arsdóttir og Jón Viðar Gunn- laugsson." Skíðagöngu- menn trimma á Glerárdal Nk. Laugardag gengst 12 km. í Lamba verður boðið Trimmnefnd Akureyrar fyrir upp á hressingu. trimmgöngu frá Súlumýrum Skráning í gönguna fer fram á inn í Lambaskála Ferðafélags þeim stað er gangan hefst á. Akureyrar í Glerárdal. Þátttökugjald er kr. 30,‘Náriari Lagt verður af stað kl. 10 f.h. upplýsingar gefa Sigurður í síma frá Mýrunum ofan sorphauga. 23662 og Þorsteinn í síma 21509. Gönguleiðin inn í Lamba er um Blönduós: Krístnlhaldlð Leikfélag Blönduós sýnir nú Kristnihald undir jökli, eftir Halldór Laxnes, leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir. Höfundur leikmyndarinnar er hinn þekkti listamaður Stein- þór Sigurðsson. Næsta sýning er annað kvöld á Blönduósi klukkan 20, en í næstu viku verða sýningar sem hér segir: Á þriðjudag kl. 20, fimmtudag kl. 19.30 og á laugardag kl. 20. Leik- ritið var frumsýnt laugardaginn 10. þ.m. við mjög góðar undir- tektir. Kristínn sýnir í Rauða húsinu Laugardaginn 24. apríl opnar Kristinn G. Jóhannsson sýn- ingu á nýjum verkum í Rauða húsinu á Akureyri. Kristinn hefur áður haldið fjölda einkasýninga og auk þess tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni að þessu sinni eru rúmlega 30 verk og er eink- um leitað fanga í gömlum úr- skurði, vefnaði og munstrum. Verkin eru flest unnin með dúk- skurði en þó er aðeins eitt eintak þrykkt af hverri mynd. Sýning Kristins er opin dag- lega kl. 16-20 og lýkur sunnu- daginn 2. maí. Sýning á Sauðárkróki Ásta Pálsdóttir hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum m.a. í Noregi 1974. En sýningin hér á Sauðárkróki var fyrsta einkasýning hennar. Ég hef allt- af gengið með það í huganum að mín fyrsta einkasýning yrði hér „heima“ á Sauðárkróki sagði listakonan við fréttaritara Dags á Sauðárkróki. En Ásta Páls- dóttir er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki, fluttist ung að árum til Keflavíkur og hefur búið þar síðan. 42 myndir voru á þessari sýningu allar mál- aðar í vatnslitum. Mótífin eru mörg að „heiman“ úr Skagafirði og af Suðurnesjum, aðallega Ásta Pálsdóttir við vinnuborðið Ásta Pálsdóttir opnaði mynd- listarsýningu á Sauðárkróki dagana 8.-12. aprfl s.I. Ásta mun fyrst hafa hafíð nám í myndlist hjá Þorsteini Egg- ertssyni en síðar stundað nám í myndlistardeild Baðstofunn- ar í Keflavík, sem hún hefur svo veitt forstöðu undanfarin 7ár. kyrralífsmyndir og nokkrar blómamyndir. Mikla athygli vöktu 3 manna- myndir á sýningunni, 2 þeirra af „kunningjum“ frá Sauðárkróki frábærlega vel gerðar og minnis- stæðar öllum er sáu sýninguna. Yfir 700 manns sóttu sýninguna sem var sölusýning og flestar myndirnar seldust eða 90%. Við þökkum Ástu Pálsdóttur fyrir komuna með þessa fyrstu einkasýningu á verkum sínum og óskum henni aukins frama á myndlistarbrautinni G.Ó. RÁÐSTEFNA UM NEYTENDAMÁL Eru neytendasamtök nauðsyn- hafa fuilltrúar frá Alþýðusam- leg? Hvernig eiga þau að starfa? bandi Norðurlands, Kaup- Hverterhlutverkfélagasamtaka mannasamtökum Akureyrar, í málefnum neytenda? KEA, Kvennasambandi Akur- Um þessar spurningar verður eyrarogNAN. Kaffihlé verðurá fj allað á fyrirhugaðri ráðstefnu á eftir framsöguerindunum en síð- vegum Neytendasamtakanna á an verður fjallað um þau í hóp- Akureyri og nágrenni - NAN - umræðum. Ráðstefnan er öllum að Hótel Varðborg, laugardag- opin. inn 24.apríl kl. 14. Framsögu Nk. laugardag og sunnudag (25. og 25. apríl), verður haldið badmintonmót í íþróttahúsi Glerárskóla. Keppt verður í meistaraflokki og Á-flokki í ein- liðaleik, tvíliðaleik og tvenndar- leik, karlar og konur. Flestir bestu badmintonspil- arar landsins verða með í þessu móti, sem gefur punkta til landsliðs. Mótið hefst kl 1 e.h. laugar- dagogkl. lOf.h. sunnudag hefj- ast úrslitaleikir. Allt áhugafólk um badmin- toniðkun er hvatt til að fylgjast með spennandi keppni. Náttúrugripasafirtíð: Nokkur beln og skíði úr stærstu skepnu jarðar - tíl sýnis í Náttúmgripasafmnu á Akureyri Hvalveiðar okkar hafa verið nokkuð til umræðu á undanförn- um árum og sæta vaxandi gagn- rýni náttúrufróðra manna. Af því tilefni hefur Náttúru- gripasafnið sett upp dálitla sýn- ingu í sýningarsaí safnsins á 1. hæð í Hafnarstræti 81 A. Húsa- kynnin leyfa að vísu ekki að sýndir séu hvalir í heilu líki, / enda ekki heldur hægt um vik í þeim efnum, en þó eru á sýning- unni nokkur bein og skíði úr stærstu skepnu jarðarinnar, steypireyði, sem rak á land við Sköruvík á Langanesi 22. maí 1967, og var um 26 m. á lengd, og Björn bóndi í Sköruvík gaf safninu. Einnig er þar beina- grind úr hnísu og hnísufóstur, skíði og hryggjaliðir úr hrefnu o.fl. hvalfiskum. Þá eru á sýningunni 12 myndaspjöld með myndum af stórhvelunum og upplýsingum um þau, stofnstærð, veiðar o.fl. Eru myndirnar gerðar á vegum félagsins Skuld, félags áhuga- manna um hvalavernd í Reykja- vík og hafa áður verið þar á sýn- ingu. Hingað eru þær komnar á vegum Sunn, samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, sem sýndi þær á fundi um hvalavernd í Menntaskólanum nýlega. Sýningin verður opin á venju- legum sýningartíma safnsins þ.e. kl. 1-3 e.h. á sunnudögum í apríl og maí, og á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnvörð- inn, Kristján Rögnvaldsson. Nýja bíó Sumardaginn fyrsta Kl. 2.45 STJÖRNUSTRÍÐII Kl. 5.00 FANTASÍA Kl. 9.00 BR0NC0 BILLY * BRONCO BILL7 verðursýndur næstukvöld. * Stjörnustríð II kl. 2.45 sunnudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.