Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 16

Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 16
BME Akureyri, fimmtudagur 22. apríl 1982 Smiðjan er opin aiia daga í hádeginu og á kvöldin. Þorvaidur Hallgrímsson spilar dinnermúsik um helgar. Helgina 30. apríl til 2. maí skemmtir Graham Smith og Jónas Þórir kl. 20 og 22.30 hvert kvöld. Allt að fyllast 30. apríl. Pantið borð tímanlega. Bautinrt og Smiðjan óska öllum gleðilegs sumars. Ur sömlum Dem I>ann 21. janúar árið 1953 skýr- ir Dagur frá því að einkenni- legt Ijósfyrirbæri hafí sést á Infti frá bænum Tjörnum í Eyjafírði. Bóndinn þar, Gunn- ar V. Jónsson skýrði þannig frá atburði þessum: „Klukkan átti eftir fáar mín- útur í sjö, mánudagskvöldið 12. janúar. Við feðgarnir sát- um þrír saman í vesturherbergi íbúðarhússins og töluðum saman í myrkrinu og hirtum ekki um að draga fyrir gluggann. Sáum við þá skyndi- lega hvar eldhnöttur fór með feikna hraða suður hlaðið og fylgdi honum hnýr mikill. Virt- ist okkur hann fara sem svaraði 10 m frá húsinu og svífa yfír símalínuna. - Hnötturinn var í meter í þvermál og dró hann á eftir sér bláleitan hala um tvo metra að lengd . . .“ Gunnar skýrir síðan frá því að þeir feðgar hafí þust út til að fylgjast með fyrirbærinu, en þeir sáu þá ekkert óvenjulegt. Hinsvegar komu stúlkur úr cldhúsinu og spurðu hverju hefði sætt sá hávaði sem þær hefðu heyrt útivið. Höfðu þær ekkert séð þar sem dregið var fyrir glugga eldhússins, en háv- aðann höfðu þær heyrt engu að síður. “ Mál þetta mun vera óupplýst. Prúðmannlegasta afmælisveisla Knattspyrnufélag Akurcyrar átti 25 ára afmæli þann 8. janúar þetta ár og var afmæiis- ins minnst í fjölmennri veislu á Hótel Norðurlandi. Veisluna sátu um 230 manns, og var hún hin prýöilegasta og prúðmann- lcgasta í alla staði. I frétt Dags af þessum atburði kom fram að stofnendur KA hafí verið 12 drengir í bænum og hafí megin- áhersla í fyrstu verið lögð á ið- kun knuttspyrnu. Glákomblindur ofsatrúarmaöur I Degi þann 4. mars má lesa cftirfarandi: - „Svohljóðandi klausa birtist í síðasta tbl. kommúnistablaðsins hér: Veistu að Sósíalistaflokkurinn er eini sanni alþýðuflokkurinn, eini sanni framsóknarflokkur- inn og eini sanni sjálfstæðis- flokkurinn á íslandi . . .“ Síðan segir Dagur: „Skemmtilegast er að cinhver glákomblindur ofsatrúar- maður hefur skrifað þetta á blað í alvöru!“ Heitt á lögreglustöðinni Hitabylgja hefur gengið yfir landið undanfarna daga, með sunnanátt allhvassri á stundum og rigningaskúrum. Á mið- vikudaginn var, 11. mars, var hér sunnanstrekkingur og hvasst með köflum, en hlývirði svo mikið að minnti á bestu vordaga. Hitinn komst hæst í 15 stig á mælinn hjá lögreglu- stöðinni . . .“ - Það hefur því væntanlega verið heitt á lög- reglumönnunum á þessum fagra marsdegi á Akureyri. Skemmdarverk í kirkjugarðinum Siðlaus athæfí voru framin á þessum árum ekki síður en í dag. Þann 28. maí skýrir Dagur frá því að skemmdarverk hafí verið unnin í kirkjugarðinum á Akureyri. - „Er svo að sjá sem grjóti hafí veriö kastað í leg- steina og gler yfír blómum, og traðkað hafí verið á gróðri á leiðum . . .“ Samþykkt aö loka „Ríkinu“ Alþingiskosningar voru um mánaðarmótin júní/júlí. Akur- eyringar kusu sér ekki einungis alþingismann fyrir næsta kjör- tímabil, heldur greiddu þeir um leið atkvæði um það að loka skyldi áfengisútsölunni í bænum. Urslit þeirrar kosn- ingar urðu þau að 1730 vildu láta loka, á móti voru 1247, auðir seðlar voru 332 og ógildir 33. Dúfan fékk málsverð Eftirfarandi klausa úr blaðinu 16. september verður að fá að fljóta með í lokin: „Frú ein í bænum heyrði þrusk í mið- stöövarklefa. Rotta, datt henni í hug. Hún hélt að sér pilsunum og lagði till orrustu með vatns- slöngu að vopni. Sprautaði kringum miðstöðvarketilinn en ekkert skeði. Þá heyrði hún að þruskið kom úr sjálfum katlinum. Þar var rottan auð- vitað. Frúin skipulagði því nýj- ar hernaðaraðgerðir. Hún vætti bréf í olíu og ætlaði að svæla rottuna út úr miðstöð- inni. En þegar hún opnaöi eld- hólfíð flaug dúfa út úr katlin- um. Varð hún frelsinu fegin, og húsmóðirin varð líka harða glöð að sjá að gesturinn var ekki ferfættur. Gaf hún dúf- unni góðan málsverð og sleppti henni síðan. Vafalaust er, að dúfan hefur arið niður rey kháf- inn. Miðstöðin hafði ekki verið notuð í sumar.“ „Eyddi öUum pask- uniim í HlíðarfjaUl46 „Þetta er ákaflega fjölbreyt og líflegt starf og virkilega gaman að takast á við það“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri er við rákumst á hann á dögunum. Tilvalið var að spjalla stuttlega við hann, og orð Guðmundar hér að framan voru svar hans við spurningunni hvort það væri skemmtilegt að vera hafn- arstjóri á Akureyri. Guðmundur er 32 ára, borinn og barnfæddur Akureyringur, og tók við starfinu 1980. Hann er byrggingafræðingur að mennt og starfaði áður hjá Vegagerð ríkis- ins og hjá tæknideild Akureyrar- bæjar. „Starfið er fólgið í því að hafa umsjón með daglegum, rekstri hafnarinnar og framkvæmdum. Undir þetta embætti falla öll hafn- armannvirki frá Krossanesi og inn að Höfnersbryggju auk reksturs hafnarvogar, lóða og húseigna sem heyra undir höfnina.“ - Nú blasir það við út um gluggan á skrifstofu þinni að verið er að fylla upp í dokkina á Torfu- nefi. Hvernig líst þér á þær fram- kvæmdir? „Mér líst illa á þær á meðan ekkert annað kemur í staðinn. Annars er ekki svo mikill skortur á athafnarrými hér á Akureyri fyrir báta. Það eru einungis þrír stórir bátar sem eiga hér heima höfn og þeir landa ekki á Akur- eyri. Hinsvegar liggur það ljóst fyrir eftir þessar framkvæmdir að það vantar athafnarrými fyrir Drang, og vissulega er sjónar- sviftir af dokkinni eftir að búið er að fylla hana upp.“ - Snúum talinu að öðru. Guðmundur er mikill íþrótta- áhugamaður og hefur starfað mikið fyrir félag sitt Þór. „Ég hef verið í stjórn Knatt- spyrnudeildarinnar undanfarin fjögur ár, en hætti sl. haust. Þó er maður ekki alveg laus, ég lofaði að hjálpa til við fjáröflunina sem tekur ávallt nær allan þann tíma sem menn hafa til að sinna mál- efnum íþróttafélaganna hér eins og annarsstaðar. Ég er einnig full- trúi Þórs í stjórn íþróttabandalags Akureyrar.“ - Einhver önnur áhugamál en knattspyrnan? „Já, ég eyddi öllum páskunum í Hlíðarfjalli, ætli það segi ekki svolítið. Svo er ég í byggingar- stússi, búin að vera að byggja í 4 ár og á tvö ár eftir. Það er þetta hefðbundna basl sem ungt fólk þarf að glíma við.“ Guðmundur Sigurbjörnsson. 'mumjih IqN t e r n at i o n al - ■# Triuniiili I NTE RNATIONAL Ný sending afþessum glæsilega undirfatnaði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.