Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 5
V__' Glerárgötu 32 • Akureyri ONKYO A Slmi (96) 23626 Artistry in Sound OUIIRU lORhlD Utvarp meo magnara Vött RMS. KR. 6.730 reiðslukjör ö m Allar nyjustu lUgal hljómplöturnar. ,9$^ Óáteknar VHS og BETA Vídeóspólur Skálafell sf. Draupnisgata 4F Akureyri Sími 22255 Ný hárgreidslustofa opnu dóttir og Olöf Kristjánsdóttir hár- greiðslustofu að Hólagerði 4, jarðhæð. Hefur þar verið innrétt- að hið vistlegasta húsnæði og að- staða öll afar notaleg. Þá hefur Hárgreiðslustofan Adda sf. tekið upp þá nýbreytni, að auglýsa sér- staka permanetttíma fyrir herra og hefur það mælst vel fyrir. Góðar móttökur Sunnudaginn 28. mars síðast- liðinn héldu þau Sigurður Björnsson, ópcrusöngvari og Agnes Löve, píanóleikari tón- leika í Félagsheimilinu á Biönduósi. Efnisskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Söng Sigurður bæði íslensk og erlend lög en Agnes lék verk eftir Schubert og R. Schumann. Var þeim vel fagnað af þeim er á hlýddu. Daginn eftir fóru þau síðan í skólana í sýslunni og héldu tón- leika fyrir nemendur. Má með sanni segja að Sigurður hafi sung- ið sig inn í hjörtu nemendana. Þeir komu á tónleikana opnir og spyrjandi áheyrendur og fögnuðu þessari tilbreytingu í skólastarf- inu. Sérstakar voru móttökurnar í Húnavallarskóla. Vei fer á því að listafólk komi í skóla þegar það er á ferðinni, því þar eru þakklátir neytendur og verðandi þátttak- endur í sköpun framtíðarinnar. S.K. Akureyri, nærsveitir Höfum fyrirliggjandi margar gerðir af gangstéttarhellum, kantsteini og hleðslusteini. Einnig götusteinum í götur og bílaplön. Hellusteypan sf., Frostagötu 6b, sími 25939. Fjrstu- greiðslur úr Bjarg- ráða- • ✓ >c • Sjoðl Túnsbergi 20. apríl Innan fárra daga er von á fyrstu greiðslunum úr Bjargráðasjóði til þeirra bænda sem urðu fyrir tjóni vegna lélegrar kartöflu- uppskeru. Alls var buið að úr- skurða 87 aðila með lánsrétt- indi, en sl. föstudag var búið að afgreiða 42 skuldabréf. Nokkrar umsóknir munu vera á leiðinni og þeir bændur sem hafa í hyggju að fá lán úr sjóðnum, en hafa enn ekki sent umsókn eru beðnir um að gera það hið fyrsta. Vorið er komið á Svalbarðs- strönd og það grænkar furðu fljótt. Lítill sem enginn klaki er í jörðu, sem þornar vel í þurrkun- um. Ef ekki kemur áhlaup ættu menn að vera tímanlega með öll vorverk. Fé er svolítið farið að bera - það er alltaf nokkuð um lauslæti í fénu á haustin. Það er af kartöfluverksmiðj- unni að frétta að einhvern næstu daga hefst tilraunaframleiðsla á hálfsoðnum kartöflum í loftþétt- um umbúðum. Nú er unnið úr 40 tonnum af kartöflum á viku. Verksmiðjan getur auðveldlega annað allri neyslu landsmanna á „frönskum,, kartöflum. SL ad kaupa nyjan Skoda Nonni litli þarf ekki einu sinni að bijóta baukinn sinn og lána þér, því verðið er aðeins ■ 66.950 kr. og greiðsluskilmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tiyggja sér bfl strax. Öngulsstaðahreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara í sveitarfélaginu 26. júní nk. liggur frammi til sýnis að Ytri-Tjörnum og Rifkelsstöðum frá26. apríl til 24. maí nk. Kærufresturertil 5. júní. Oddviti. ' ; . j.L'iUH -• Uí a: 22. apríl 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.