Dagur - 22.04.1982, Blaðsíða 13
Enskur blaðamaður, Simon
Hoggart, var staddur hér á landi ekki
alls fyrir löngu. Hann var á vegum
ensks stórblaðs og ritaði margt í
það um landið, en skömmu eftir að
Vigdís Finnbogadóttir heimsótti
England birtist eftirfarandi grein
eftir Hoggart í New Society, sem er
enskt vikurit. Þessi grein birtist nú í
Degi, töluvert stytt.
(slendingar eru mjög hrifnir af því
hve mikið þeir lesa, og geta sýnt fram á
það með áhrifamiklum tölum. Hlutfalls-
lega gefa þeir út 20 sinnum fleiri bækur
en Ameríkanar og þeir lesa tvisvar til
þrisvar sinnum fleiri bækur en sú þjóð,
sem næst kemst. Uppáhaldsskáld
eyjarskeggja er Halldór Kiljan Laxnes.
Bækur hans eru gefnar út í fimm þús-
und eintökum, en það jafngildir því að
breskur útgefandi setji í upphafi 1.3
milljónir innbundinna bóka á markað-
inn af þungmeltri skáldsögu. Bækurnar
eru fallega innbundnar, jafnvel hinar
ómerkilegustu, svo þær líti vel út í hillu
og endist til eilífðar.
Ég spurði leikhússtjóra sem ég hitti,
hvort það væri rétt að íslendingar
eyddu miklu af tíma sínum í að lesa
fornritin. „Auðvitað", muldraði hann
kurteislega, „verð þú ekki miklu af þín-
um frítíma í að lesa Shakespeare og
Homer?" Vigdís forseti sagði okkur
blaðamönnum, sem heimsóttum hana
með áhyggjutón að dóttir hennar nyti
þess að horfa á Dallas í sjónvarpinu.
„Þetta aumingja fólk“, sagði forsetinn,
„það hefur áhyggjur af svo mörgu, það
á svo mörg vandamál, og hefur þú tekið
eftirþví aðþaðgrípuraldrei bókog
les.“
(slendingar eru án sjónvarps einn
dag í viku, og einn mánuð á hverju ári.
Á sumrin þegar næturnar eru stuttar,
eða alls engar, er fólk úti, „syndir, siglir,
ræktar kartöflur - og þess háttar,"
sagði forsetinn fjörlega. Og hún sagði
okkur að á veturna væri nauðsynlegt
að ýta fólki út af heimilum sínum á sjón-
varpslausa daginn í þeim tilgangi „að
skilja að þú verður að nálgast menning-
una utan heimilis jafnt sem innan.“
íslendingar eru afskaplega miklir list-
málarar og á flestum venjulegum mið-
stéttarheimilum mátti sjá allt að tylft
„orginala" á veggjunum. Höfuðborgin
Reykjavík er á stærð við Ipswich, en í
henni eru tvö leikhús og er aðsóknin að
jafnaði um 95%.
En þessi mynd af fólkinu sem eyðir
lífi sínu í leit að sannleik, fegurð og -
stundum þorski - er ekki alveg án lýta.
Dæmi: Það fyrsta sem þú sérð þegar
þú lendir á aðalflugvelli eyjarskeggja,
Keflavík, er geysistór bandarísk
herstöð, en í henni munu vera um fimm
þúsund manns. Þessi stöð er mikilvæg-
ur hlekkur í NATO-keðjunni. Þú flýgur
yfir dökkgrátt Atlantshaf, því næst yfir
svört slétt hraun, þartil komið er að her-
stöðinni. Á þessum stað verður ein
aðalleiksýningin í átökum þriðju heim-
styrjaldarinnar.
( herstöðinni geta íbúarnir fengið
allt sem hugur girnist, þar með talið
sjónvarp. Þar til fyrir mörgum árum var
sjónvarpsefnið sent út á venjulegan
hátt. Á þeim tíma var ekki til íslenskt
sjónvarp og íbúar í nágrenni herstöðv-
ar innar fengu sér að sjálfsögðu sjón-
varpstæki svo þeir gætu líka notið sjón-
varpsefnisins frá stöðinni. (Flestir (s-
lendingar tala ensku, sumir betur en
Englendingar). Landsins feður urðu
dauðhræddir við fyrirbærið, bæði við
þá staðreynd að herstöðin sendi frá sér
heilmikið af einföldu áróðursefni, og
einnig töldu þeir að þetta væri ógn við
þjóðlega menningu.
Þrælskipulagðir hópar áhrifamanna
mótmæltu ákaft og að lokum sam-
þykktu Ameríkanarnir að taka upp kap-
alsjónvarp. Menningunni hafði verið
bjgrgað, en þó tókst það ekki áður en
yfir 17 þúsund manns, sem þá var mikill
hluti íbúa Reykjavíkur, hafði skrifað
undir beiðni þess efnis að útsendingum
yrði haldið áfram. ( þessu tilfelli a.m.k.
hafði Ed Sullivan Show og Sergant
Bilko meira aðdráttarafl en gömlu góðu
(slendingasögurnar. Auk þess er það
staðreynd að næstum hverteinasta bíl-
útvarpstæki sem þú heyrir í er stillt á út-
varpsstöð hersins, sem býður upp á
venjulega ameríska dagskrá - blöndu
af popptónlist og fréttum. Fólk vill frekar
hlusta á þettaen íslenska ríkisútvarpið,
sem er á einni rás og er fremur leiðin-
legt.
Sem dæmi um efnisval í því má
nefna að á hverju kvöldi er fimm mín-
útna þáttur um íslenskt mál, sem er í
dag eins og það var fyrir mörgum
öldum - og það er afskaplega flókið. (s-
lendingar ákváðu fyrir löngu að hafna
nýjum alþjóðlegum orðum hvenær svo
sem það væri hægt. Orð eins og „tele-
phone“ hljómar því alls ekki eins og
„telephone". (slendingar ákváðu að
kalla tækið „sírni", en orðið merkir
þráður, og þetta orð hefur fest í málinu.
( Englandi, Ameríku og Frakklandi
getur þú lifað frá vöggu til grafar og að-
eins haft óljósa hugmynd að til eru önn-
ur lönd. Þetta er ekki hægt á íslandi og
þarlendir hafa mikinn áhuga á öðrum
þjóðum. Nýleg skoðanakönnun sýndi
t.d. að 9% lesenda Sunday Times í
Englandi lesa erlendar fréttir, en ís-
lensk blöð á hinn bóginn eru sneisafull
af erlendum fréttum. Fjölda fólks lang-
aði til að vita hvaða möguleika Roy
Jenkins hefði á að ná kosningu í
Glasgow!
Afleiðing þessa áhuga er auðvitað sú
að þeir halda að heimurinn hafi jafn
mikinn áhuga á þeim og þeir á honum.
„Hvað hugsar enskt fólk um ísland",
var algeng spurning - og manni vefst
tunga um tönn. Það verður að finna orð
sem ekki særa tilfinningar innfæddra.
„Flestir Englendingar hugsa alls ekkert
um ísland, vita ekkert um land og þjóð“,
er alls ekki nógu gott svar. Þessi átak-
anlega trú íslendinga á þekkingu að-
komumanna á sér og sínum gerir það
að verkum að þeir benda út um bíl-
glugga og segja: „... .og þetta er
heimili hins fræga rithöfundar Einars
Ólafs Sveinssonar". Það er ekki gert
ráð fyrir að útlendingurinn líti skiln-
ingssljór á viðmælanda sinn og segi:
„Hver?“. Einn innfæddra sagði við mig
að til væri á íslandi orðatiltækið:
„Heimsfrægur á fslandi".
Landið hefur breyst frá því að W. H.
Auden lýsti því í bók sinni Bréf frá (s-
iandi. Hafi nokkru sinni verið rituð bók
sem fældi frá ferðamenn, þá var það
þessi bók, en í henni er lýst hræðilegu
fæði, samgönguerfiðleikum og skorti á
góðum drykkjum. Þetta hefur breyst.
Kurteisleg og sérkennileg gestrisni (s-
lendinga, auk frábærrar eldamennsku,
gerir það að verkum að nú er ánægju-
legt að heimsækja (sland. Þar er líka
hægt að fá hvaða drykk sem er- nema
góðan bjór, en af einhverri ástæðu er
aðeins seldur vondur og daufur bjór,
þrátt fyrir að hægt sé að fá rótsterkt
áfengi á hverjum bar. (sland er fallegt
land og að mestu leyti óskemmt, en
hvað Reykjavík varðar þá er hún e.t.v.
óálitlegasta höfuðborgin í Evrópu - frá
sjónarhóli arkitekts.
Um það leyti sem ég átti að halda al
stað út á flugvöllinn, mundi ég skyndi-
lega eftir að ég hafði gleymt að ná í
myndir af Vigdísi forseta fyrir blaðið
mitt. Það varð að ráði að ég kæmi í
einkaíbúð hennar og sækti þær. Þegar
þangað kom var sjálfur forsetinn að
fletta fjölskyldualbúmunum í leit að
myndum. Leigubíllinn beið og þegar ég
ætlaði að þjóta út í bílinn, benti forset-
inn á að það væri venja á (slandi að
bjóða gestum upp á hressingu, ekki
væru gerðar á því neinar undantekn-
ingar. Mætti bjóða mér kaffi eða eitt-
hvað annað að drekka? Nei, ég var á of
mikilli hraðferð. En hún varð að gefa
mér eitthvað, sagði hún áköf, myndi ég
vilja glas af íslensku vatni?
Ég stóð og beið þakklátur á að líta,
og vatnið streymdi úr krananum. Á
meðan sagði forsetinn mér hátíðlega
(og ég veit að hvert orð var satt) frá því
hve íslenska vatnið væri tært og hreint.
Þetta var áhrifamikil stund og þarna sá
ég íslendinga í hnotskurn: Kurteisa,
gjafmilda og með þetta sérstaka og um
leið ómeðvitaða stolt.
áþ'^ÍPlðÖá -ÖÁÓtfR -^‘Í3