Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Efnahagsmál
í brennidepli
„Eldhúsdagsumræður hafa lengi verið fylgi-
fiskur þingloka á vorin. Nú sem áður eru efna-
hagsmál í brennidepli umræðunnar og svo
mun lengst af verða, því að hagur atvinnuveg-
anna og efnahagslífsins í heild skiptir að sjálf-
sögðu meginmáli í allri landsstjórn. Lífskjör al-
mennings og afkoma þjóðarheildarinnar hvíla
algerlega á því að grundvöllur atvinnulífsins
sé traustur." Þannig komst Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra, að orði í útvarpsum-
ræðum á Alþingi í fyrri viku. Hann sagði m.a.:
„Það er höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar að
ekki komi til samdráttar í atvinnulífinu. Mestu
máli hlýtur að skipta að tryggja atvinnuöryggi
í landinu. Ef atvinna er næg má segja að önnur
velferðarmál komi af sjálfu sér. Skynsamleg
stefna í kjaramálum hlýtur því að vera sú að
halda því sem áunnist hefur, en varast óraun-
sæja kröfugerð um kjarabætur, sem ekki er
hægt að fullnægja nema með greiðslu í verð-
minni krónum eða samdrætti í atvinnu. Ríkis-
stjórnin leggur áherslu á gott samstarf við
hagsmunasamtök fólksins í landinu og væntir
jafnan mikils af slíku samstarfi, enda er þess
brýn þörf nú sem áður og ekki síður.
Forsenda þess að takast megi að tryggja at-
vinnuvegunum rekstrargrundvöll til frambúð-
ar og treysta atvinnuöryggið er að hemja verð-
bólguna. Nauðsynlegt er að koma verðbólg-
unni smám saman á svipað stig og er í við-
skiptalöndum okkar. Það er eina leiðin til þess
að losna út úr vítahring gengisfellinganna. Því
miður skortir mikið á að þessu markmiði sé
náð, þótt verðbólgustigið hafi lækkað veru-
lega frá því í febrúar 1980, þegar ríkisstjórnin
tók við. Ur þessum vanda er hægt að bæta með
samræmdum aðgerðum, sem nái til allra höf-
uðþátta verðmyndunarkerfisins, verðlags á
nauðsynjum, kaupgjalds, fiskverðs, búvöru-
verðs, bankavaxta, gengisskráningar og ríkis-
fjármála. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á
verðlagsþróunina og þar með vaxtarhraða
verðbólgunnar.
Ríkisstjórnin hefur sett sér ákveðin mark-
mið hvað varðar hjöðnum verðbólgu á þessu
ári. Markmiðið er að verðbólgustigið verði
30% í árslok og stefni niður á við. Þessu mark-
miði er ekki hægt að ná nema ríkisstjórnin hafi
vald á öllum þáttum verðmyndunarkerfisins.
Eins og sakir standa skiptir lang mestu máli
hvernig til tekst um lausn kjaramála. Skilyrði
til almennra launahækkana er ekki fyrir hendi,
þar sem þjóðarframleiðsla mun ekki vaxa á ár-
inu. Þess vegna reynir nú meira en oft áður á
hófsamleg viðhorf í kjarabaráttu launþega,"
sagði Ingvar Gíslason í lok ræðu sinni við eld-
húsdagsumræðurnar í fyrri viku.
„Meginverkefnið að
byggja upp fjöl-
breytt atvinnulíf“
- segir Ármann Þórðarson útibússtjóri, sem skipar 1. sætið
á lista vinstri manna við bæjarstjórnarkosningarnar á Ólafsfirði
Stærsta verkefnið sem bæjar-
félagið hefur unnið að á þessu
kjörtímabili er bygging dval-
arheimilis aldraða og heils-
ugæslustöðvar. Um þessar
mundir er verið að taka í
notkun dvalarheimili aldr-
aðra, en það á að rúma 17
vistmenn. Annar áfangi, sem
er heilsugæslustöð, verður
tekinn í notkun í sumar.
Heilsugæslustöðin rúmar átta
sjúklinga. Þriðja áfanga Iíkur
ekki á árinu, en þar er um að
ræða borðstofu, eldhús og
fleira sem er nú í bráðabirgða-
húsnæði. Þessi bygging, sem
er um tvö þúsund fermetrar á
tveimur hæðum, er tvímæla-
laust stærsta verkefnið sem
Ólafsfjarðarkaupstaður hefur
tekið sér fyrir hendur á um-
liðnum árum,“ sagði Armann
Þórðarson útibússtjóri á ÓI-
afsfirði, en hann skipar fyrsta
sætið á lista vinstri manna á
Ólafsfirði. Þeir hafa átt meiri-
hluta í bæjarstjórn Ólafsfjarð-
ar undanfarin átta ár. Árin
1974 til 1978 voru fjórir af sjö
bæjarfulltrúum úr flokki
vinstri manna, en þeir bættu
við sig einum manni vorið
1978 og tryggðu þar með enn
betur meirihluta sinn.
Atvinnumál í góðu lagi
Ármann gat þess að annað stórt
byggingaverkefni á vegum
bæjarins hefði verið bygging
leikskóla, sem verður vonandi
tekinn í notkun í þessum mán-
uði. „Það var hér leikskóli í
gömlu og lélegu húsnæði, svo
þetta er engu síður stór áfangi og
hann á að geta þjónað okkur
næstu árin,“ sagði Ármann, „en
úr því að við erum farnir að ræða
um verklegar framkvæmdir má
minnast framkvæmda í höfn-
inni. Á yfirstandandi kjörtíma-
bili var rekið niður stáíþil fyrir
framan frystihúsin. Það er aðal-
lega notað sem löndunarkantur
fyrir togarana. í sumar verður
höfnin dýpkuð og einnig á að
setja gjótvörn við Norðurgarð.
Alls er áætlað að verja til verks-
ins tveimur milljónum króna, en
það er alltaf nóg að gera á þess-
um vettvangi og mikið er eftir.
Að mínu mati hafa atvinnu-
málin verið í góðu lagi síðustu
árin. Hins vegar hefur það gerst
í vetur að smærri bátarnir hafa
nánast ekkert fiskað og togar-
arnir hafa aflað minna í vetur en
þeir gerðu í fyrra, en það var
enginn atvinnulaus í vetur sem á
annað borð gat unnið.
Auka verður
fjölbreytnina
En við teljum að atvinnulífið sé
of einhæft og það hefur gengið
hægt að auka fjölbreytnina.
Atvinnumálanefnd hefur verið
að velta fyrir sér byggingu iðn-
garða, en það er ekki enn komið
á framkvæmdastig.
Það verður aðalmál næstu
bæjarstjórnar að auka fjöl-
Ármann Þórðarson.
breytni atvinnulífsins. Ég geri
t.d. ráð fyrir að fulltrúar hennar
muni ræða við forráðamenn
Slippstöðvarinnar á Akureyri,
en þeir hafa látið hafa það eftir
sér að það sé ekkert til fyrirstöðu
að nágrannabyggðirnar framleiði
hluti fyrir Slippstöðina. Mér líst
nokkuð vel á eitthvað í þessa átt-
ina, en ég vil líka geta þess að
það fara nú fram athyglisverðar
fiskiræktartilraunir í Ólafsfjarð-
arvatni. Vatnið er talið mjög
heppilegt til fiskiræktar, enda er
það lagskipt. í fyrrasumar var
lax alinn þar upp í búrum og
sleppt eftir sjö vikna eldi. Við
eigum von á að heimta eitthvað
aftur í sumar, en það verður vart
fyrr en á næsta ári að við sjáum
verulegan árangur.
Ég trúi ekki öðru en það geti
átt rétt á sér að eitthvað af iðnaði
landsmanna sé flutt út í hinar
dreifðu byggðir. Það getur ekki
talist hagkvæmt í öllum tilvikun
að fólkið flytjist til stóru
bæjanna,
Én það er ekki hægt að tala
um málefni Ólafsfjarðarkaup-
staðar án þess að ræða nokkuð
um samgöngumálin. Á þessu
kjörtímabili var tekinn í notkun
flugvöllur og hafið reglulegt
áætlunarflug. Nú erum við kom-
in í gott flugsamband við Akur-
eyri og Reykjavík og eiga starfs-
menn Flugfélags Norðurlands
mikið þakklæti skilið fyrir gott
starf. Flugbrautin er of stutt og
það tókst að fá fjárveitingu til
þess að lengja hana. Innan tíðar
verður hafist handa við lenging-
una og um leið eykst enn nota-
gildi brautarinnar. Flugskýli var
tekið í notkun sl. haust.
Við höfum barist fyrir því
lengi að samgöngur á landi verði
bættar til muna og eigum yfir-
leitt við Ólafsfjarðarmúla, þegar
þau mál ber á góma. Lengi var
talað um vegþekjur, en við telj-
um að eina lausnin sé fólgin í
jarðgöngum. Það er búið að
gera frumathugun á slíkum
göngum og virðist ekkert því til
fyrirstöðu að hefjast handa.
Samkvæmt þeim skýrslum sem
liggja fyrir eru jarðlög nokkuð
góð, en göngin verða löng og
dýr. Að sjálfsögðu þarf að rann-
saka málið betur, ég tel hins veg-
ar að þetta sé eina raunhæfa
leiðin og vona að botn fáist í
málið sem allra fyrst, því ef
byggð á að þróast eðlilega í
Ólafsfirði verða þessi göng að
koma.
Því miður hefur ekkert verið
gert til að bæta samgöngur
Ólafsfjarðar við Skagafjörð um
Lágheiði. Það ber brýna nauð-
syn til að lagfæra þennan veg og
ljúka uppbyggingu vegarins
fram sveitina.
Múlinn þröskuldur
Ólafsfjarðarbær jók ekki við
hlutafé sitt í Drangi hf., en ég tel
að sióflutningar milli Akureyrar
og Ólafsfjaðar séu of dýrir. Veg-
urinn á milli þessara staða hefur
batnað og er að batna og það er
komið bundið slitlag út undir
Dalvík. Múlinn er óneitanlega
þröskuldur, en við gerum okkur
vonir um að úr rætist á næstu
árum og ég held að flutningsþörf
Ólafsfjarðar milli umræddra
staða verði einungis leyst með
landflutningum. Hins vegar er
rétt að taka fram að Drangur
hefur þjónað okkur vel í gegn-
um árin og þá sérstaklega á vet-
urna.
Á undanförnum árum hefur
nokkuð verið unnið í lagningu
bundins slitlags í bænum, en þó
ekki nógu mikið, því þessar
stóru framkvæmdir, dvalar-
heimilið, leikskólinn og heilsu-
gæslustöðin, hafa tekið svo
mikið af fjármagni bæjarins, að
það hefur ekki tekist að vinna að
gatnagerðinni eins og nauðsyn-
legt hefði verið.
Ég tel að það verði eitt aðal-
verkefnið á komandi kjörtíma-
bili, þegar þessum dýru bygging-
um er lokið, að snúa sér að
gatnagerð og bundnu slitlagi.
En meginverkefnið er að
byggja upp iðnað og að auka
fiölbreytni atvinnulífs hér á
Ólafsfirði. Framtíð bæjarins
byggist á því að vel takist til í
þeim efnum,“ sagði Ármann
Þórðarson að lokum.
4 - DAGUR - 4. maí 1982