Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 9
Íshokkímenn Skautafélagsins Ak-mót í fimleikum Það var ranglega sagt í frétt verður nk. sunnudag í íþrótta- um Akureyrarmót í fimleik- húsinu í Glerárhveifi og hefst um í Degi í síðustu viku, að kl. 14.00. Áhorfendur eru mótið færi fram nú um helg- velkomnir á meðan húsrúm ina. Hið rétta er að mótið leyfir. „Öldungamót“ í blaki: Akureyringar voru sigursælir Nanna Leifsdóttir Nanna skíða- drottning Að loknum skíðamótum vetrarins er árangur kepp- enda lagður saman og þeir sem flesta sigra hafa unnið verða bikarmeistarar Skíða- sambandsins. Það gat enginn skákað þeim Nönnu Leifsdóttur í kvenna- flokki og Sigurði H. Jónssyni í karlaflokki, en þau höfðu al- gjöra yfirburði í þessari keppni. Annars urðu stig efstu manna þessi: KARLAFLOKKUR: stig 1. Sigurður H. Jónsson í 150 2. Guðmundur Jöhannsson f 125 3. Óiafur Harðarson A 110 4. Björn Víkingsson A 86 5. -6. Bjarni Bjarnason A 75 5.-6. Árni Þór Árnason R 75 KVENNAFLOKKUR: stig 1. Nanna Leifsdóttir A 150 2. Tinna Traustadóttir A 125 3. Hrefna Magnúsdóttir A 102 4. Guðrún H. Kristjánsd. A 88 5. Ásta Ásmundsdóttir A 83 6. Guðrún J. Magnúsdóttir A 68 Tvö jafn- tefli í Eyjum KA fór um helgina til Vest- mannaeyja og iék þar tvo leiki við heimamenn. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, eitt mark gegn einu og sá síðari fór einnig jafnt, tvö mörk gegn tveimur. Um helgina var haldið á Ak- ureyri öldungamót í blaki, en þar kepptu karlar 30 ára og eldri og konur 26 ára og eldri. Það var blakdeild íþróttafé- lagsins Eikar sem sá um fram- kvæmd mótsins. Fjölmörg blaklið alls staðar að af land- inu tóku þátt í mótinu en sig- urvegarar í bæði karla- og kvennaflokki voru héðan frá Akureyri. Það voru gestgjaf- arnir, A-Iið kvennadeildar Eikar sem sigraði í kvenna- flokki, en íshokkímenn úr Skautafélagi Akureyrar sem sigruðu í karlaflokki. Annars urðu úrslit þessi: Lið ÍBA í „öldungakeppni“ Knattspyrnuráð Akureyrar til- kynnti þátttöku ÍBA-liðs í keppni KSÍ 30 ára og eldri á komandi keppnistímabili. Leikin verður einföld umferð og lenti liðið í riðli með Þrótti, KR, FH; Víking, Haukum og UBK, en ails eru 13 lið með í keppninni. KRA hefur ákveðið fund með þeim leikmönum er gefa kost á sér í liðið nk. fimmtudag 6. maí kl. 18.15 í fundarherbergi ÍBA íþróttahúsinu við Laugargötu. Allir þeir er áhuga hafa á þess- ari tilraun ráðsins eru velkomnir á þennan fund. KVENNAFLOKKUR: 1. A-lið Eikar 2. Víkingur 3. Siglfirðingar KARLAFLOKKUR: 1. Íshokkímenn SA. 2. A-lið Óðins 3. HK úr Kópavogi Nýr leik- maður til KA KA-menn munu fá nýjan leik- mann í knattspyrnulið sitt nú næstu daga. Það er Ragnar Rögnvaldsson sem kemur úr Breiðabliki. Hann hefur gengið frá. félagaskiptum en þarf að bíða tvo mánuði til að mega leika með KA. Hann verður því ekki löglegur fyrr en um mán- aðamót júní-júlí. Síðasta punktamótið: Akureyrarstúlkur í efstu sætunum Á laugardaginn var haldið í Hlíðarfjalli síðasta punkta- mót vetrarins og var keppt í stórsvigi. Veður og færi var ágætt, nýfallinn snjór og gott rennsli. í karlaflokki náði Haukur Jóhannsson besta brautartíma í fyrri ferð, en Nanna Leifsdóttir í kvenna- flokki. Úrslit stórsvigsins urðu þessi: KARLAFLOKKUR: 1. Árni Þór Árnason R 102.79 Þór—KA á laugardag Seinni leikurinn í Bikarkeppni Knattspyrnuráðs Akureyrar, Þór - KA verður á Þórsvelli laugardaginn 8. maí kl. 14.00, ef veður verður hagstætt. Fyrri leiknum lauk með jafn- tefli og standa því liðin jafnvel að vígi til sigurs í keppninni. Á það skal bent að ef þessum leik lýkur jafnt, verður náð fram úrslitum með vítaspyrnu. Áhorfendur eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á félög- unum. Veglegur farandbikar er í verðlaun og verður afhentur að keppni lokinni. 2. Ólafur Harðarson A 103.51 3. Haukur Jóhannsson A 103.85 4. Björn Víkingsson A 105.25 5. Bjarni Bjarnason A 106.10 KVENNAFLOKKUR: 1. Nanna Leifsdóttir A 118.23 2. Guðrún J. Magnúsd. A 119.58 3. TinnaTraustadóttir A 121.88 4. Hrefna Magnúsdóttir A 122.49 5. GuðrúnH. Kristjánsd. A 124.29 4. maí 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.