Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 4. maí 1982 RAFGEYMAR í BfUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Togarar Ú.A.: Afli með minnsta móti „Það var ágætur túr hjá Kald- bak síðast, en afli hinna togar- anna hefur verið í minna lagi miðað við það sem verið hefur á þessum tíma árs,“ sagði Einar Óskarsson hjá Utgerðarfélagi Akureyringa er við höfðum samband við hann fyrir helg- ina. Kaldbakur landaði 21. apríl, 269 tonnum og er það langmesti afli í veiðiferð hjá togurum Ú A að undanförnu. Hver veiðiferð tekur 12-14 daga og afli hinna togar- anna var sem hér segir: Svalbakur landaði 17. apríl 176 tonnum, Harðbakur 28. apríl 78 tonnum, Sléttbakur 26. apríl 165 tonnum ogSólbakur 19. apríl 123tonnum. Vilja losna við bílhræin íbúar í Glæsibæjarhreppi vilja gjarnan losna við bílhræin sem komið hefur verið fyrir hjá Berg- hóli, sem stendur við þjóðveginn skammt norðan Akureyrar. Vil- hjálmur Ingi Árnason íþrótta- kennari, sem búsettur er í Péturs- borg í Glæsibæjarhreppi lagði fram tillögu á almennum sveitar- fundi, sem haldinn var fyrir skömmu í Glæsibæjarhreppi, en í tillögunni er eigendum hræjanna gefinn frestur til að koma þeim í burtu fyrir 17. júní nk. Tillagan var samþykkt með miklum meiri hluta atkvæða. Hópferð til Winnepeg Eins og undanfarin ár munu Sam- vinnuferðir í samráði við þjóð- ræknisfélagið á Akureyri gangast fyrir 14 daga hópferð til Winne- peg í sumar. Flogið verður þann 23. júlí og gefst farþegum kostur á að kaupa einungis tlugfarið og gista hjá ættingjum og vinum, eða kaupa dvöl á hóteli með. Pjóð- ræknum þátttakendum gefst kost- ur á að fara til Gimli á hinn svo- kallaða íslendingadag þann 2. ágúst, en þar er jafnan mikið um dýrðir. Á sama tíma munu Sam- vinnuferðir og Pjóðræknisfélagið gangast fyrir komu Vestur-íslend- inga hingað til lands. Iðnaðardeild Sambandsins: Tímabundnir erfið- leikar í skinnaiðnaði „Þetta eru tímabundnir erfiö- leikar sem breyta engu um framtíðarmöguleika skinnaiðn- aðarins. Það hefur orðið sam- dráttur í sölu á mokkaskinnum og okkar stærstu keppinautar eru farnir að iækka verð a sinni framleiðslu. Við verðum lík- lega einnig að grípa til verð- lækkunar“, sagði Jón Sigurðar- son, aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins. Jón er nýkominn af árlegri sölusýningu framleiðenda og kaupenda á fatnaði úr skinna- vöru, sem haldin var í Frankfurt í Þýskalandi. „Markaður fyrir okkar fram- leiðslu tekur sveiflum eins og markaður fyrir aðrar iðnaðarvör- ur og er nærtækt að nefna álið og málmblendið í því sambandi. Ýmsir þættir valda þessum sam- drætti og verðlækkun og má nefna að tískan er andsnúin okkur í augnablikinu. Miðað við verð á eðalpelsum, af t.d. ref og minki, er verðið á mokkaflíkum of hátt. Ég lít hins vegar á þetta sem eðli- lega erfiðleika sem upp koma með ákveðnu millibili. Állar gær- ur verða eftir sem áður seldar og sé rétt haldið á spöðunum njótum við þess að hafa takmarkað fram- boð af mjög sérstakri vöru. Því er ástæða til að ætla að við förum betur út úr þessu en keppinautar okkar, sem eru með meira framboð“, sagði Jón Sigurðarson að lokum. 55 íþróttavöllurinn á Akureyri: Veltur allt á næstu dögum — segir Hreinn Óskarsson vallarstjóri „Það leit mjög vel út með íþróttavöllinn, en ég veit ekki hvað gerist núna eftir að þetta hret kom til sögunnar. Það veltur allt á næstu dögum og vikum hvenær við getum far- ið að nota völlinn,“ sagði Hreinn Óskarsson forstöðu- maður íþróttavallarins á Akur- eyri er við spjölluðum við hann. „Ég varð var við þann misskiln- ing að ekki hafi verið komiði grænt strá á völlinn í síðustu viku, þvert á móti get ég sagt að völlur- inn leit mjög vel út áður en hretið fyrir helgina kom til sögunnar og er óhætt að segja að ástand hans hafi verið með allbesta móti. Ég fór inn á völlinn sl.miðvikudag, og það leyndi sér ekki að græn slikja var að koma upp á vellin- um. í vellinum er svokölluð sjálf- græðsla, gras sem kallað er varpa- sveigur. Þetta er einært gras sem lifir einungis yfir sumarið og kem- ur upp af fræi á hverju vori. Þess vegna er völlurinn ávallt seinni til en venjuleg tún. Hann hefur ald- rei verið orðinn fullgrænn fyrr en komið hefur verið fram í júní. Nú er bara að bíða og sjá til hvað úr þessu hreti verður og það veltur allt á því hvað það stendur lengi hvenær við getum farið að nota völlinn,“ sagði Hreinn að lokum. Umsókninni hafnað í byggingamefnd Umsókn Þráins Stefánssonar og Bjarna Ólafssonar um leyfi fyrir kanínubú að Óseyri 18 hefur verið hafnað í byggingar- nefnd á þeim forsendum að hún stríði gegn ákvæðum heilbrigð- isreglugerðar um staðsetningu slíkrar starfsemi. Skv. reglu- gerðinni er óheimilt að setja bú sem þetta niður nær manna- bústöðum eða öðrum atvinnu- rekstri en 500 m. málinu var því vísað til skipulagsnefndar og er framhald málsins í hennar valdi. Þeir Þráinn og Bjarni verða því að bíða átekta enn um sinn, en ætlun þeirra er að byrja með 5-600 ullarkanínur en snúa sér síðan að feldkanínum sem þykja arðbær- ari, enda ágætar til manneldis, en hafa ekki verið fluttar til landsins ennþá. Hver ullarkanína gefur af sér ca. 1500 gr af árlega en nauð- sinleg tæki við ræktun þeirra eru fóðurvél, rúningsvélar og sjálf- virk brynningartæki, en skepnur þessar kváðu aðallega þrífast á heyi, rófum og grænmeti allskon- ar. Viðræður standa yfir við Bún- aðarfélag íslands og aðra kanínu- bændur annarsvegar og fatafram- leiðendur hinsvedar um nýtingu á ullinni, en erlendis eru öruggir markaðir fyrir hana m \h OUM # Þaðfóraldrei svo. . . íslendingur kom út um dag- inn og eftir því sem S&S kemst næst, var blaðið borið út í hvert hús í bænum, meira að segja fokheld hús (Glerár- hverfi. Það vakti sérstaka at- hygli að leiðari blaðsins var tekinn saman af ritstjóranum. Þetta mun vera frumraun rit- stjórans á þessu sviði, en hann hefur nú starfað sem rit- stjóri um nokkurra mánaða skelð. • Hvertátti hundurinn að fara ? Um klukkan átta sl. fimmtu- dagsmorgun, þegar einn starfsmanna Dags var á leið ( vinnu, rak hann augun í bik- svartan hund af útlendu kyni. Hundurinn var að ganga örna sinna á götunni fyrir framan Nýja B(ó, en eigandi hans stóð þar skammt frá og ræddi við tvo kunningja sína. Starfs- maðurinn sagði við sjálfan sig að ekki mætti miðbærinn við þessari viðbót, hann væri v(st nógu sóðalegur fyrir. Það væri e.t.v. ekki úr vegi að skylda alla hundaeigendur að ganga með plastpoka í vasan- um og hreinsa saur hund- anna, ef svo óheppilega vill til að þeim verði mál á almanna- færi. # Flaska út um glugga Fyrir nokkru var sami starfs- maður á ferð eftir Hlíðarbraut - á undan var bifreið með Þ- númeri. Skyndilega kom hönd út um glugga og sleppti flösku, sem skail í vegarkant- inn og mölbrotnaði. Ekki veit S&S hvað umgegnisvenjur tiðkast á heimili þess er sleppti flöskunni, en séu þær í samræmi við umræddan at- burð má gera fráð fyrir að allt heimilishald sé ( skrautlegra lagl. # Duglegirmeð radarinn Undanfarna daga, i góðu skyggnf, hefur lögreglan stundað hraðamælingar á götum bæjarins. Margir hafa lent í greipum mælinga- manna, en sá ökumaður sem á metið mun hafa ekið á rúm- lega 90 km hraða á Glerár- götu. Þaðerfátt annað en gott um þessar mælingar að segja, þó mætti minna iög- regluna á að það sakaði ekki að framkvæma þær ( slæmu skyggni, í hálku og yfirleitt þegar akstursskilyrði eru slæm. íbúi við Oddeyrargötu vildi og koma því á framfæri að hraðamælingar væru vel þegnar á þeim slðum, en fólk sem býr við þá götu hefur haldið því fram að þar séu hraðatakmörk oft þverbrotin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.