Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 04.05.1982, Blaðsíða 3
Skógraektarfélag Akureyrar: Halldórsmótið í bridge: Öruggur sigur hjá sveit Alf reðs Nýlokið er hjá Bridgefélagi Akureyrar svokölluðu „Hall- dórsmóti“, en mót þetta er haldið til minningar um Hall- dór Helgason sem um árabil var einn af máttarstólpum fé- lagsins. Að þessu sinni sigraði sveit Alfreðs Pálssonar, en auk hans eru í sveitinni Mikael Jónsson, Angantýr Jóhannsson og bræður Halldórs heitins þeir Jó- hann og 'Ármann Helgasynir. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Alfreð Pálsson 192 stig 2. Jón Stefánsson 171 stig 3. Páll Pálsson 165 stig 4. Ferðaskrifst. Ak. 145 stig 5. Sveinn Sigurgeirss. 135 stig 6. Stefán Ragnarsson 135 stig 7. Gissur Jónasson 131 stig Alls spiluðu 12 sveitir og keppnisstjóri var Albert 5ig- urðsson. Sigurvegararnir í Halidórsmótinu. Aftari röð: Mikael Jónsson og Angantýr Jóhannsson og fremri röð: Jóhann Helgason, Alfreð Pálsson með verðlauna- gripinn og Ármann Hclgason. 4250 plöntur gróðursettar Aðalfundfur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn fyrir skömmu. í skýrslu Hallgríms Indriðasonar, framkvæmda- stjóra kom fram að alls voru unnar um 8 þúsund vinnu- stundir á útivistarsvæðunum sl. ár. Helstu verkefnin voru lagn- ing trimmbrautar og girðingar- framkvæmdir. Gróðursettar voru 4.250 plöntur. Unnið var að grisjun og hirðingu planta allt sumarið. Aðsókn að svæð- inu fer vaxandi bæði sumar og vetur. Hafin var bygging á nýju gróð- urhúsi, sem verður um 250 ferm. að stærð. Einangraður var sá hluti skemmu, sem verður kæligeymsla í framtíðinni. Plöntuframleiðsla fer vaxandi. Sáð var 240 ferm. Fjölgað með græðlingum um 58.000. Afgreiddar plöntur úr stöðinni 1981 voru um 50.000 að tölu. Viðhald girðinga var mikið á árinu 1981. Endurgirtur var Bjarkarreitur í Öngulsstaða- hreppi. Vaxandi kostnaður er við hirðingu Leyningshóla og Vaðla- reitar, vegna umferðar fólks um reitina. Lokið var við girðingu á Laugalandi. Vegagerð ríkisins lagði til efnið. Gróðursettar voru um 6.000 plöntur við Laugaland og 4.700 í Bæjarbrekkum. Á fundinn voru sérstaklega boðaðir bændur í Eyjafirði, sem hafa áhuga á að hefja skógrækt- sem aukabúgreinar. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri flutti er- indi um héraðsskógrækt og á fundinum var ákveðið að Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga gangist fyrir gerð áætlunar um héraðs- skógrækt í Eyjafirði. Alls hafa 35 jarðeigendur sýnt málinu áhuga. Landsmót skóia- hljómsveita Árlegt landsmót skólahljóm- sveita tónlistarskólanna á Is- landi er fyrirhugað á Akureyri 28.- 30. maí n.k. Slíkt mót var fyrst haldið 1969 og flest ár síðan, alltaf á suðvesturhorni landsins þar sem flestir skól- arnir eru, þar til nú. Blásara- sveit Tónlistarskólans hér mun taka þátt í mótinu og annast um framkvæmd þess með tilstyrk fyrst og fremst kennara sinna, en einnig Foreldrafélags Blás- arasveitarinnar, sem nýlega var stofnað. Dagskrá er ekki fullmótuð enn, en fullvíst má telja að a.m.k. 10 sveitir taki þátt í mótinu og haldnir verði hljómleikar 29. og 30. mái, bæði inni og úti, ef veður leyfir, svo og skrúðgöngur sveit- anna. Hér er um nýjung í bæjarlífi á Akureyri að ræða, sem getur orðið bæjarbúum til ánægju og frætt þá um það starf, sem þessar sveitir vinna. Bak við svona mót liggur mikil vinna, ekki aðeins skipulagning og undirbúningur á mótsstað, heldur engu síður vinna sveitanna við æfingar og ferðalög. Það er von þeirra, sem að mótinu standa, að Akureyringar taki sem mestan þátt í mótinu á sinn hátt: Gefi því gaum, mæti á hljómleika. „Anna Lísa“: SÍÐUSTU SÝNINGAR Góð aðsókn hefur verið að leikriti Helga Más Barðasonar, „Önnu Lísu“ sem sýnt hefur verið í Dyn- heimum að undanförnu. Vegna fjölda áskorana hefur Leikklúbb- urinn Saga ákveðið að hafa tvær sýningar til viðbótar á leiknum og verða þær í Dynheimum í kvöld og annað kvöld. Báðar sýningarn- ar hefjast klukkan 20.30 en miða- sala er opin frá kl. 16.00. Petta verða allra síðustu sýn- ingar Sögu á „Önnu Lísu“ á Akureyri. Leikritið fjallar um unglinga en er ætlað fólki á öllum aldri og er með g’amansömu ívafi. Um næstu helgi sýnir klúbbur- inn „Önnu Lísu“ í Hrísey og á Grenivík. Nýja línan frá Vorum að fá sendingu af þessum glæsilegu kvenkápum frá Gazella - ný snið, nýjir litir, KVENBUXUR. frá BRAUTEX, LEECOOPER ÍSMMá og DUFFYS miMð litaúrval, falleg snið JAKKAR og STAKKAR JRAUTEX og DUFFYS BÓMULLAREFNI köflótt og röndótt ■4. maí1982- DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.