Dagur - 03.06.1982, Síða 12

Dagur - 03.06.1982, Síða 12
MONROE MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Velti stolnum bílá Vaðla- heiði Um helgina var LADA-bifreið stolið frá bænum Nesi í Fnjóskadal. Bifreiðin fannst fljótlega upp á Vaðlaheiði þar sem henni hafði verið velt, og hún talsvert skemmd. Sökudólgurinn hefur verið handsamaður, og reyndist þar um ungan Akureyring að ræða. Nýr meiri- hluti á Raufarhöfn Tveir fulltrúar Framsóknar- flokksins og einn fulltrúi Alþýðu- bandalagsins hafa myndað meiri- hluta í hreppsnefnd Raufarhafn- arhrepps. Fulltrúar Framsóknar- flokksins eru þeir Þórarinn Stefánsson, sem jafnframt er oddviti, og Gunnar Hilmarsson. Fulltrúi Alþýðubandalagsins er Þorsteinn Hallsson. í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkurinn og Óháðir borgarar. Helgi Ólafsson er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd en fulltrúi Óháðra er Kolbrún Stefánsdóttir. Gunnar Hilmarsson er sveitarstjóri Rauf- arhafnarhrepps. Skagafjörður: Sauðburður hefur gengið vel Varmahlíð 1. júní. Það er furðu gott hljóð í bænd- um þrátt fyrir erfitt tíðarfar, en við höfum þó ekki legið eins illa í því í Skagafirði og þeir fyrir austan - hér hefur verið snjó- iaust og tún eru farin að grænka. Að sögn bænda hefur sauðburður gengið þolanlega, enda hefur verið þurrt og upp úr miðjum maí grænkaði. Það var því hægt að láta út á eitt- hvað og heygjöf minnkaði. Eftir því sem ég best veit er hvergi farið að láta út naut- gripi. Fyrir nokkru síðan var heimilis- iðnaðarsýning í Miðgarði. Það voru heimamenn sem sýndu, en í vetur var hér tilsögn í myndlist og hnýtingum og ýmsu öðru. Fólk sýndi þarna hannyrðir, málverk og smíðisgripi og ýmislegt fleira. Það er óhætt að fullyrða að þarna hafi margir komið á óvart, sýnt hæfileika sem ber að þroska. Sýningaraðstaða er orðin góð í Miðgarði. í vetur var keyptur og settur upp ljósabúnaður, sem gerir það að verkum að sýning sem þessi getur notið sín. GT. Mikill hiti í mönnum í Svínavatnshreppi: Hóta að flytja úr sveit- inni ef l-listinn vinnur Tveir listar verða boðnir fram í hreppsnefndarkosningunum í Svínavatnshreppi, en eins og kunnugt er fara þær kosningar fram síðar í mánuðnum. Á H- lista eru andstæðingar Blönduvirkjunar, en stuðn- ingsmenn hennar eru á I-lista. Tveir listar hafa einnig komið fram til sýslunefndar og þar skiptast menn einnig eftir því hvort þeir eru með eða á móti Blönduvirkjun. Rúmlega 100 eru á kjörskrá. „Ég tel að þessir tveir flokkar hafi ákaflega svipað fylgi. Það er slegist um hvert einasta atkvæði og það er með öllu ómögulegt að segja nokkuð til um úrslitin, að mínu mati er afskaplega mjótt á mununum," sagði einn viðmæl- enda blaðsins fyrir vestan í gær. „Það er mikill hiti í mönnum og ég tel að það séu átök framund- an.“ Annar viðmælandi sagði að hitinn væri e.t.v. ekki svo mikill á yfirborðinu, en ljóst væri að báðir aðilar ynnu kappsamlega að framgangi síns málsstaðar. „Það er búið að æsa fólk upp,“ sagði sá hinn sami. Sumir andstæðinga virkjunar- innar hafa látið hafa það eftir sér að þeir muni flytja á brott úr sveitinni ef I-listinn nær meiri- hluta í hreppsnefndinni. Stuðn- ingsmenn virkjunarinnnar hafa aftur á móti áhyggjur af því að andstæðingar virkjunarinnar muni ekki láta staðar numið þó þeir tapi í kosningunum. „Ég held að þeir muni vinna gegn Blönduvirkjun með öllum til- tækum, löglegum ráðum. Muni reyna að tefja fyrir framkvæmd- um og hefna sín á þann hátt,“ sagði annarviðmælandi. „Það er búið að binda fólk niður með þessum undirskriftalistum, fólk sem í hjarta sínu er með virkjun Blöndu, en það telur sig tæplega getað snúið við eftir að hafa skrifað sig á lista gegn henni. Og andstæðingar Blöndu báðu um þessa listakosningu til þess að geta haldið betur utan um sitt fólk.“ Á H-lista eru: Þorsteinn Þor- steinsson Geithömrum, Sigur- geir Hannesson Skekkjardal og Sigurjón Lárusson Tindum. ÁI- lista eru: Ingvar Þorleifsson Sól- heimum, Jóhann Guðmundsson Holti og Guðmundur Sigurjóns- son Rútsstöðum. Sigurgeir og Sigurjón voru í minnihluta í hreppsnefndinni er hún sam- þykkti virkjunartillögun I. Nú eru hrepparnir, sem hagsmuna gæta á virkjunarsvæðinu, búnir að samþykkja tilhögun I. Síðast kom samþykki Bólstaðarhlíðar- hrepps. Laxveiði að hefjast Stangveiðimenn víða um land eru farnir að huga að tólum sínuni og tækjum fyrir all- nokkru, en stangveiðin er nú að hefjast eða er nýhafin. Veiði í laxveiðiám hér á Norðurlandi hefst á tímabilinu 1 .-20. júní og er veitt í þrjá mán- uði í hverri á. Silungsveiði er víðast hvar hafin fyrir nokkru, en litlar fréttir hafa borist af aflabrögðum. Samkvæmt umsögnum fær- ustu manna mun ástæða til að búast við góðu laxveiðisumri, en talið er fullvíst að kuldarnir að undanförnu muni setja strik í reikninginn til að byrja með. En hvað sem því líður, þá eru stang- veiðimenn bjartsýnir eins og ávallt í upphafi vertíðar, full- vissir um að sumarið muni færa þeim marga stóra fiska og skemmtileg augnablik við árnar. Meirihlutaviðræður í fullum gangi Það standa yfir viðræður um meirihlutasamstarf á milli Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins og það er að vænta nánari frétta af þeim viðræðum í lok vikunnar,“ sagði Magnús Sigurjónsson, efsti maður á lista framsóknar- manna á Sauðárkróki er Dagur hafði samband við hann. Þessir flokkar eiga samtals 5 fulltrúa af 9 í hinni nýkjörnu bæjarstjórn á Sauðárkróki. Á síð- asta kjörtímabili voru það Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna sem fóru með meirihluta- stjórn á Sauðárkróki. „Vorvaka hófst á Akureyri fyrir nokkrum dögum og lýkur ekki fyrr en 19. júní. Myndin var tekin af ungum tónlistarmönnum er léku á Ráðhústorgi þeg- ar „Vorvaka“ var sett. Mynd: KGA. # Tekinn fyrír of hraðan akstur Á dögunum skýrði blaðið frá því að lögreglan hefði tekið æði marga ökumenn fyrir of hraðan akstur á götum bæjar- ins. En skömmu síðar frétti S&S af bæjarbúa sem var að aka í Skagafirði sl. sumar, hann var að fara í sumarfrí og ætlaði suður. Bæjarbúinn var á nýjum bíl og í Skaga- firðinum bauð hann fjölskyld- unni að fylgjast með hraða- mælisnálinni, sjá hvernig hún færðist æ ofar. Sjálfsagt hafa kona og börn hrifist af krafti vélarinnar og þeim hraða sem bíliinn náði, rétt um 130 kílómetrum, en vegalögregl- an var Ifka yfír sig hrifin, stöðvaði ökumanninn og tók af honum skírteinið á staðnum. Eiginkonan ók bíln- um næstu mánuðina. • Góð umgengni Sem betur fer er alltaf eitthvað jákvætt og skemmtilegt að gerast í kringum okkur. Það sést e.t.v. vel á þessari frétt sem fréttaritari Dags á Dalvík sendi blaðinu í gær: „Það er oftar sem sagt er frá því sem miður fer í fari og umgengni unglinga, en því sem er til fyrirmyndar. Það er mér þvf sönn ánægja að gera sagt frá mjög góðrí umgengni ung- linga, sem aðsetur höfðu í heimavist Dalvíkurskóla sl. vetur. Að sögn húsvarðarins, Gunnars Jónssonar, var um- gengni „fram úr hófi góð“ eins og hann orðaði það og sást ekki á nokkrum hlut eftir veturinn. Sömu sögu hafði bílstjóri skólabflsins að segja. í heimavistinni höfðu aðsetur yfir 20 unglingar á daginn og á nóttunni ef veður var slæmt og vegurinn ófær, 7 gistu þarað staðaldri. í sumar mun heimavistin verða notuð eins og áður, þar verður sumar hótel og sér Víkurröst um húsið.“ # Ögn um Dallas Dallas er sýndur í Færeyjum við miklar vinsældir. Klukkan 8.50 á laugardagskvöldið 29. maí var þátturinn á skjánum og sagði svo f kynningu í Dimmalætting: „Sjálft J.R. er lammaður og líkamliga hjálp- arleysur, er megi hansara ikki brotin. Frá songini kan hann enn hava eftirlit við öllum, og Bobby leggur til merkis, at stöða hansara sum leiðari av Ewing Oil er í vanda. Sam- stundis finnur Miss Ellie skotvápnið, sum var brúkt at skjóta J.R., so alt peikar á, að gerningsmaðurinn er millum tey nærmastu. Sue Ellen berj- ist við marruna um, at tað er hon, sum hevur skotið hann.“ Og þá vitum við þaö.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.